Morgunblaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2009 ÞAÐ er rangt að til séu töfralausn- ir út úr vand- anum sem Ís- lendingar eiga við að glíma. Næstu ár verða erfið. Tækifærin eru handan við hornið ef tryggð- ur er mikill agi í hagstjórn og Ís- lendingar fá aðild að ESB og taka upp evru. Þetta kom fram í erindi Eddu Rósar Karlsdóttur hagfræð- ings á aukaársfundi ASÍ. Edda Rós varaði þó við að evran væri engin töfralausn. Verðbólga verði ekki sjálfkrafa sú sama og í t.d. Þýskalandi og þó langtímavextir myndu lækka mikið yrðu þeir ekki sjálfkrafa þeir sömu hér. Edda Rós sagði að þó að Íslend- ingar væru að ganga í gegnum mikið áfall, þá byðist einstakt tækifæri til að ganga inn í stærra efnahagssvæði og taka upp myntsamstarf sem færði Íslendingum aukið traust og trú- verðugleika, sem myndi hraða upp- byggingu efnahagslífsins. Það væri mjög sjaldgæft að þjóð í erfiðleikum byðist slíkt tækifæri. „Við eigum að grípa tækifærið til að fá stöðugleika til framtíðar,“ sagði hún. Edda Rós dró upp mynd af því hversu gífurlega miklar sveiflur hefðu orðið á gengi helstu mynta gagnvart krónunni frá 2007. Þannig hefur t.d. breska pundið hækkað um 28% gagnvart krónu en á sama tíma hefur hefur japanska jenið hækkað um 117%, evran um 76% og dollarinn um 77% en það eru þær myntir sem við fáum fyrir stærsta hluta útflutn- ingsvara okkar. Stór hluti skuldanna væri hins vegar í jenum. ,,Ef ég væri útflytjandi á fiski á Bretlands- markað en skuldaði í japönskum jen- um, þá hafa tekjur mína aukist um 28% en ég þarf að borga 117% meira af skuldunum.“ Hún sagði að sú gjaldeyrisáhætta sem Íslendingar hafa sett sig í væri algerlega fráleit. Tækifæri en engin töfralausn ESB-aðild og evra auka trúverðugleika Edda Rós Karlsdóttir FULLTRÚAR stéttarfélaga af öllu landinu komu sam- an á Hilton Nordica hótelinu í gær til aukaársfundar ASÍ. Þar var til umræðu sýn verkalýðshreyfingarinnar á endurreisn efnahags- og atvinnulífs. Jóhanna Sigurð- ardóttir forsætisráðherra ávarpaði fundinn. Hún sést hér spjalla við Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, og Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ, fyrir setningu fundarins. Fundinum lauk um kl. 18. Morgunblaðið/RAX Ræddu leiðir út úr kreppunni „SETTAR verði siðareglur um fjárfestingarstefnu lífeyrissjóð- anna og fyrirmyndarreglur um al- menna starfsemi sjóðanna, þ.m.t. launa- og starfskjarastefnu,“ segir í ályktun sem samþykkt var á aukaársfundi ASÍ síðdegis í gær. „Vegna ásakana í garð stjórna og stjórnenda lífeyrissjóða er nauð- synlegt að Fjármálaeftirlitið kanni í skýrslu sinni hvort sjóðirnir hafi á undanförnum árum starfað eftir lögum, samþykktum og fjárfest- ingastefnum sjóðanna.“ Forseti ASÍ segir nauðsynlegt að setja skýrar reglur um aukið gagnsæi, siðferði og trúverð- ugleika í starfi lífeyrissjóða. „Slík- ar reglur þurfa að ná jafnt til fjár- festingastefnu og daglegrar starfsemi sjóðanna, þ.m.t. til starfs- kjara, gjafa, risnu og ferðalaga.“ Siðareglur líf- eyrissjóðanna JÓHANNA Sig- urðardóttir for- sætisráðherra gagnrýndi harð- lega hugmyndir um flata nið- urfellingu skulda í ávarpi á auka- ársfundi ASÍ. Vitnaði hún í nýja útreikninga Seðlabankans. „Báðar tillögurnar, annars vegar 20% niðurfelling og hins vegar fjög- urra milljóna niðurfelling húsnæð- islána, myndi kosta um það bil 300 milljarða, eingöngu vegna húsnæð- islána. Tillögurnar eru hins vegar því marki brenndar að aðeins innan við helmingur niðurgreiðslunnar myndi renna til þess hóps sem býr við lakasta eiginfjárstöðu,“ sagði Jó- hanna. Mesta eignatilfærslan Jóhanna sagði að stærstur hluti rík- isstyrksins myndi renna til þeirra sem hafa fimm milljónir eða meira í eigið fé. „Tillagan um að fella niður 20% af öllum skuldum, bæði heimila og fyrirtækja, yrði reyndar einhver mesta eignatilfærsla frá ein- staklingum til fyrirtækja sem hér hefði farið fram. Skuldir fyrirtækj- anna eru margfaldar á við skuldir einstaklinga og því færu útgjöld rík- isins vegna þessa fyrst og fremst til fyrirtækja. Skatturinn yrði hins veg- ar greiddur af launþegum þessa lands. Mér reiknast til að heild- arkostnaður vegna þess yrði milli 800 og 900 milljarðar króna, ríflega 10 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu.“ Skuldir rík- isins, ekki síst vegna hrunsins, verði í lok þessa árs um 1.100 milljarðar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar gætu þýtt 10%, 20% eða 50% niðurfellingu, allt eftir aðstæðum hvers og eins. Kosta 800 til 900 milljarða Jóhanna Sigurðardóttir AFDRÁTTARLAUS afstaða ASÍ um að Íslendingar eigi að stefna að aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru var ofarlega á baugi í málefnavinnu og umræðum á aukaársfundi ASÍ í gær. „Því miður eru miklar líkur á því að Evrópuumræðan fari enn einu sinni út á hliðarspor í aðdraganda kosninga og greinilegt að stjórnmálaflokk- unum er um megn að taka afstöðu til málsins,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, í setningarræðu sinni. „Þetta er áhyggjuefni, því fátt er mikilvægara við þess- ar aðstæður og það er óviðunandi með öllu að þessi patt- staða innan og milli stjórnmálaflokkanna komi í veg fyrir að þjóðin fái að taka afstöðu í málinu,“ sagði hann. Gylfi lagði einnig áherslu á að verja yrði innihald kjarasamn- inganna í komandi endurskoðun þeirra. „Komi ekki til framlengingar er hætt við að samningar dragist mjög á langinn og að mikilvæg verðmæti glatist úr samningnum og eins og fram kom í fréttum í gær er það alls ekkert sjálfgefið að okkur takist að verja kjarasamninginn. Ekki má gleyma því, að ef okkur tekst að verja kjarasamning- inn, þó að á seinni dagsetningum sé, munu launataxtar á almennum vinnumarkaði hækka um samtals 20.000 kr. hjá verkafólki og 28.000 kr. hjá iðnaðarmönnum.“ Tímar ofurlauna eru liðnir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ávarpaði aukaársfundinn í gær og sagði m.a. að tímar ofurlauna í íslensku atvinnulífi væru liðnir. „Þeir sem haga sér með slíkum hætti í því umhverfi sem við búum við í dag eru í raun að segja sig úr siðferðilegu sambandi við þjóðina. Ég hvet aðila vinnumarkaðarins til að taka til umfjöll- unar á sínum vettvangi þróun samsetningar launa, auka- greiðslna, kaupaukasamninga, bónusa og starfsloka- samninga.“ Jóhanna sagði einnig að nú ætti að skoða breytingar á stjórnkerfinu og sameiningu ráðuneyta, svo sem efnahagsráðuneyta og atvinnumálaráðuneyta. omfr@mbl.is ESB-málið í pattstöðu flokka  Forseti ASÍ segir mikil verðmæti í húfi verði samningar ekki framlengdir  Forsætisráðherra sagði tímabært að sameina efnahags- og atvinnuráðuneyti Í HNOTSKURN »Forseti ASÍ segir háværarraddir innan SA um að segja sig frá samningnum áð- ur en kemur til kauphækkana. Atvinnurekendur hafi skýran rétt til þess skv. forsendu- ákvæði kjarasamninga. »Forsætisráðherra segirlaunafólk og atvinnulíf eiga að búa við hliðstæð kjör og í helstu viðskiptaþjóðum. Íslendingar eigi því að sækja um aðild að ESB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.