Morgunblaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2009 Árni Sæberg Aðgát skal höfð Nú mega hvalirnir í sjónum fara að vara sig því það styttist í að veiðar hefjist fyrir alvöru á Hvölunum sjálfum. Í slippnum í Reykjavík er nú Hvalur 8 í yfirhalningu og eins gott að vera með réttu tækin og tólin til að þrífa af skipinu tuttugu ára gamlan skítinn. Hérna hefur verið hafist handa við að skipta út plötum sem ónothæfar eru orðnar sökum þess að ryð fær þeim grandað. Undirbúningur að nýbyggingu fyrir Landspítalann hefur nú staðið um nokkurt árabil. Nýrri sjúkra- húsbyggingu er ætlað að sameina starfsemi hinna fjölmörgu deilda spítalans á ein- um stað, þannig að til verði ein hentug og vel gerð sjúkra- húsbygging í stað margra tuga aðskilinna og mis- jafnlega hentugra húsa, sem eru að meginstofni frá árunum 1930 til 1965. Meðan hugmyndavinnan stóð yfir komu fram ýmis heiti til að lýsa vissum þáttum starfsem- innar, svo sem hátæknisjúkrahús og háskólasjúkrahús, en ekkert kemst nær meginhugmyndinni um hlutverk Landspítalans en heitið þjóðarsjúkrahús. Það heiti felur í sér að Landspítalanum er ætlað að þjóna sjúklingum af landinu öllu, alveg eins og þörf er á hverju sinni og hvort sem um er að ræða bráðaveikindi eða langvarandi sjúkdóma. Þess vegna þarf að standa vel að byggingum og bún- aði fyrir Landspítalann. Þjónusta Landspítalans Fjölbreyttri þjónustu Landspít- alans má lýsa með því að nefna ýmis af meginsviðum hans: a) barnalækningar með und- irdeildum fyrir almennar og sér- hæfðar barnalækningar, barna- skurðlækningar og nýburalækningar; b) endurhæf- ingarlækningar; c) geðlækningar með deildum fyrir börn, unglinga og fullorðna; d) kvenlækningar með sérstökum deildum fyrir meðgöngu og fæðingu; e) lyflæk- ingar með deildum vegna blóð- sjúkdóma, gigtsjúkdóma, hjarta- sjúkdóma, innkirtlasjúkdóma, krabbameina, lungnasjúkdóma, meltingarsjúkdóma, nýrna- sjúkdóma, smitsjúkdóma og taugasjúkdóma; f) skurðlækningar með deildum fyrir augnlækningar, brjóstholsskurðlækningar, bækl- unarskurðlækningar, háls-, nef- og eyrnalækningar, heila- og taugaskurðlækn- ingar, þvagfæra- lækningar og æða- skurðlækningar; og loks g) öldr- unarlækningar. Þá má nefna slysa- og bráðadeildir, blóð- rannsóknadeildir og röntgendeildir (myndgreiningu). Þjónustunni má einnig lýsa með tölu- legum upplýsingum. Á árinu 2008 fengu rúmlega 100 þúsund einstaklingar heilbrigðisþjónustu á Landspítalanum, sumir komu þar margoft, aðrir sjaldan eða að- eins einu sinni. Umfangi starfsem- innar má lýsa þannig að sjúkra- húslegur (innlagnir sjúklinga) hafi verið tæplega 29 þúsund og sam- anlagðir legudagar sjúklinganna 232 þúsund á því ári. Að auki voru komur sjúklinga á göngudeildir rúmlega 340 þúsund, komur á dagdeildir 93 þúsund og komur á slysa- og bráðadeildir 94 þúsund. Þá má nefna rúmlega 3.300 fæð- ingar, 14.500 skurðaðgerðir, um 124 þúsund röntgenrannsóknir og um 2 milljónir annarra rannsókna. Dæmi um fjölda legudaga sjúk- linga á deildum meginsviða má einnig nefna: barnasvið rúmlega 11 þúsund, kvennasvið tæplega 11 þúsund, geðsvið rúmlega 52 þús- und, lyflækningar meira en 60 þúsund, skurðsvið um 40 þúsund, öldrunarsvið tæplega 40 þúsund legudagar og er þó ekki nærri allt talið. Húsnæði Landspítalans Undirritaður hefur áður vakið athygli á því í blaðagreinum hversu illa farnar og lélegar sum- ar byggingar Landspítalans eru orðnar. Á það sérstaklega við um hús rannsóknadeilda spítalans, svo sem „bráðbirgðahúsin“ svo- nefndu við Barónsstíg og hús sýkla- og veirufræðideilda við Ár- múla. Starfsmenn í þessum húsum búa við þrengsli, kulda, leka, lé- lega hreinlætisaðstöðu og óöryggi í neysluvatni og frárennsl- islögnum. Hús þessi eru að sumu leyti ekki talin uppfylla lágmarks- kröfur um hollustu á vinnustöðum, en í þeim fara þó fram rannsóknir sem eru undirstaða sjúkdóms- greiningar og meðferðar sjúklinga á Landspítalanum. Á undanförnum árum hafa spít- alarnir þrír í Reykjavík, Landspít- alinn, Borgarspítalinn og Landa- kotsspítali verið sameinaðir. Sameiningin nær þó enn ekki til húsnæðisins nema að litlu leyti. Starfsemin er enn svo dreifð um Reykjavíkursvæðið og starfað er í svo mörgum húsum að með ólík- indum er. Stærstu starfsstöðv- arnar eru við Túngötu, Hring- braut, Þorfinnsgötu, Snorrabraut og Grensás, í Fossvogi og Kópa- vogi, á Vífilsstöðum, við Klepps- veg, Dalbraut og Ármúla. Þá er ótalin starfsemi birgðastöðvar og þvottahúss við Tunguháls, skjala- safnsins í Vesturhlíð og Hvíta- bandsins við Skólavörðustíg. Ekki er enn allt talið, enda munu húsin á vegum Landspítalans vera fleiri en eitt hundrað talsins. Í upphafi þessarar greinar var bent á að byggingar Landspít- alans eru flestar á aldrinum 40–80 ára. Það er erfitt að trúa því að veita megi fullnægjandi heilbrigð- isþjónustu í húsum, þar sem ekki einu sinni kranavatnið er talið í lagi. Kostnaður af viðhaldi þess- ara gömlu húsanna mun fara stöð- ugt vaxandi verði notkun þeirra haldið áfram. Eina viðunandi lausnin er ný og hagkvæm sjúkra- húsbygging. Hún munu fljótt borga sig með þeim sparnaði í rekstri sem koma mun í ljós þegar starfsemi gömlu Reykjavíkurspít- alanna þriggja hefur verið að fullu sameinuð í eitt þjóðarsjúkrahús. Undirritaður mun freista þess í framhaldsgrein að gera nánari grein fyrir húsnæðismálum Land- spítalans. Húsnæðismál Landspítalans Eftir Jóhann Heiðar Jóhannsson » Fjallað er um starf- semi Landspítalans og lélegan húsakost, á víð og dreif um Reykja- víkursvæðið á mörgum starfsstöðvum. Jóhann Heiðar Jóhannsson Höfundur er læknir á Landspítala. HANN var líkast til þriggja ára, þegar hann kom fyrst í Sparisjóð Reykjavík- ur. Sjóðurinn var þá í þröngu húsnæði á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs. Starfs- menn voru fjórir, Soffía, tveir Einarar og pabbi hans, skrif- stofustjórinn. Allar færslur voru handritaðar og lagt saman og dregið frá eins og tíðk- ast hafði frá aldaöðli. Skrif- stofustjórinn varð að hreiðra um sig í litlu fundarherbergi, sem var næstum gluggalaust. Hinir unnu í sameiginlegu rými. En þessi und- arlega stofnun óx og dafnaði með rósemd og ábyrgð og þeir voru á endanum ekki margir Reykvíking- arnir, sem byggðu eða keyptu hús- næði án þess að fulltingi spari- sjóðsins kæmi til í stóru eða smáu. Bjarni Benediktsson var vara- formaður stjórnar, hin trausta akkerisfesti, sem Ólafur Thors hafði fengið sjóðnum til halds og trausts árið 1952. Enda reyndist Bjarni betri en enginn, þegar gróðamenn ætluðu að slátra spari- sjóðnum í þágu Iðnaðarbankans árið 1953. Starfsmenn óskuðu eftir því við stjórnina, að skrif- stofustjórinn fengi starfsheitið sparisjóðsstjóri og hefur það hald- ist síðan. Stjórnmálaskoðanir sparisjóðsstjóra voru kunnar og stundum komu menn á hans fund, sem töldu opinskátt til fylgis við sama stjórnmálaflokk og mæltust til fyrirgreiðslu á þeim forsendum. Þeir fóru bónleiðir til búðar. Sparisjóðnum óx fiskur um hrygg, flutti í gott húsnæði á Skólavörðustíg og jók umsvif sín í þágu höfuðborgarbúa. Hörður Þórðarson lést árið 1975 og við starfi sparisjóðsstjóra tók Baldvin Tryggvason. Baldvin var frábær- lega gætinn stjórnandi, en jafn- framt ódeigur að fara nýjar leiðir. Enn var þó róið á sömu mið um helstu verkefnin. Sparisjóðurinn efld- ist mjög fjárhags- lega, hann lagði mik- ið af mörkum til menningarmála og hann taldist oft með- al vinsælustu stofn- ana landsins í skoð- anakönnunum. Ekkert hefði verið þeim Herði og Bald- vin fjær skapi en að taka þátt í því braski og þeim fjárhagslegu loftfim- leikum, sem urðu hlutverk þess- arar fyrrum hógværu stofnunar. Hörður átti hugmyndina að merki sjóðsins, fjögrablaða smáranum. Þetta gamla gæfumerki átti vel við sjóðinn, meðan báðir réðu þar hús- um. Festina lente, sígandi lukka, var kjörorð Harðar og kannski líka Baldvins. Báðum hefði þótt þarflaust að ganga í tröllaslaginn með stóru strákunum. Á und- anförnum árum hefur mörgum vafalaust orðið á að brosa yfir hóg- værum og varkárum stjórnunarstíl gömlu mannanna. Jafnlíklegt er að dofnað hafi yfir slíkri gleði á síð- ustu dögum og á raunar ekki við sparisjóðinn einan. Fornum vinum og velunnurum Sparisjóðs Reykja- víkur er nú fyrst og fremst hugsað til hinna góðu almennu starfs- manna sjóðsins, Ingu, Bárðar, Gunnars, Þorvalds og allra hinna, sem nú sitja með sárt enni. Þeim er þakkað, stjórnendum ekki. Sparisjóðurinn, að fornu eða nýju? Eftir Þórð Harðarson Þórður Harðarson »Ekkert hefði verið þeim Herði og Bald- vin fjær skapi en að taka þátt í því braski og þeim fjárhagslegu loftfim- leikum, sem urðu hlut- verk þessarar fyrrum hógværu stofnunar. Höfundur er prófessor og fyrrverandi yfirlæknir á Landspítala.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.