Morgunblaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 33
Minningar 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2009
✝ Erla Bech Eiríks-dóttir fæddist í
Reykjavík 31. maí
1923. Hún lést á St.
Jósefsspítalanum í
Hafnarfirði 11. mars
2009. Foreldrar
hennar voru Guðný
Pálsdóttir, f. 1. apríl
1899, d. 1. desember
1991 og Eiríkur S.
Bech, f. 9. desember
1895, d. 24. nóv. 1956.
Bróðir Erlu var Hall-
dór Bech, f. 9. júli
1921, d. 10. sept-
ember 1994.
Erla var tvígift. Fyrri maður
hennar var Haraldur Gunnlaugsson,
f. 1923, d. 1979. Þau slitu samvistir.
Sonur þeirra er Eiríkur, f. 1943,
maki Greta Laila Angelo Haralds-
son, synir þeirra eru Óskar, f. 1966,
maki Anne Marie Eiriksson, dætur
þeirra Frida og Mari. Sigfred, f.
1969, maki Anne Loraas, þau eiga
tvær dætur, Kristin og Pernille.
Kristján, f. 1978, maki Ida Østhus
Eiriksson, dóttir
þeirra Rebecca.
Seinni maður Erlu
var Baldur Brynjar
Þórisson, f. á Akureyri
22. janúar 1926, d. 3.
júlí 2000. Börn þeirra
eru 1) Hrafnhildur, f.
1953, maki Hörður
Magnússon. Synir
Hrafnhildar eru Brynj-
ar Þór Bjarnason, f.
1975, maki Tinna
Harðardóttir, dóttir
þeirra Emma Sif. Bald-
ur Örn Gunnarsson, f.
1980, maki Þórhalla Kolbrún Stein-
arsdóttir, dóttir þeirra Aníta Bech.
2) Þórir, f. 1955, maki Auður Guð-
mundsdóttir, börn þeirra eru Krist-
ín Erla, f. 1984, maki Birgir Krist-
jánsson, dóttir þeirra Karítas,
Baldur Brynjar, f. 1987 og Axel, f.
1994. 3) Óskar, maki Þórhalla Stein-
þórsdóttir, börn þeirra eru Ýmir, f.
1990 og Erla Ylfa, f. 1994.
Erla verður jarðsungin frá Garða-
kirkju í dag, 26. mars, kl. 13.
Laus við krankleik og kvöl,
en svo köld og svo föl,
þú sefur nú róleg í rúminu hvíta.
Engin æðarslög tíð,
engin andvarpan stríð
þig ónáða lengur né svefninum slíta.
(Hannes Hafstein.)
Ekkert er sjálfsagt í lífinu, kær-
leikur, umburðarlyndi og virðing
fyrir öllu því sem lifir er það sem gef-
ur lífinu gildi.
Ég ætla að varðveita bæði ljúfar
og ljúfsárar minningar um hana
tengdamömmu mína. Mér þótti vænt
um hana því hún var mér einstaklega
góð alla tíð. Hún hafði þægilega nær-
veru, var létt og kát, heillandi í fram-
komu, aldrei dómhörð heldur fyrst
og síðast jafningi og vinur.
Þannig tengdamamma vil ég vera.
Auður.
Með söknuði kveð ég elskulega
ömmu mína og vinkonu.
Við sjáum að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær,
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóst þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og
hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt,
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stefánsson.)
Kristín Erla.
Elsku Erla, nú ertu farin allt of
snöggt en við ráðum víst engu um
það. Mig langar að minnast dvalar
minnar í Svíþjóð þar sem þið Dæi
tókuð mér eins og ykkar dóttur.
Það var góður tími fyrir mig, þú
kenndir mér margt og vorum við
ekki alltaf sammála. En þegar ég
hugsa til baka, þá var þetta allt mér
lærdómsríkt. Við Hrafnhildur vorum
farnar að kíkja á strákana og þú
hafðir áhyggjur af því. Þú talaðir við
mig um svo margt og kenndir mér að
bera virðingu fyrir sjálfri mér. Eftir
að þið fluttuð heim aftur höfum við
alltaf verið í sambandi og þá sérstak-
lega meðan foreldrar mínir voru á
lífi. Það var svo gaman þegar þið
mamma hittust, þá var gantast og
hlegið mikið, þið voruð frábærar
saman. Það vill svo skemmtilega til
að þú verður jörðuð á 85 ára afmæl-
isdegi mömmu. Hún tekur vel á móti
þér með sínar góðu pönnsur. Erla
mín, ég hef alltaf borið virðingu fyrir
þér, þú varst svo falleg og tignarleg.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
(23. Davíðssálmur)
Að lokum vil ég votta öllum börn-
um, barnabörnum og barnabarna-
börnum mína dýpstu samúð.
Guðný Beck.
Erla Bech Eiríksdóttir
C-vaktina í kerskála, Bjössi sem var
alltaf boðinn og búinn að stökkva til og
laga hlutina strax mun ekki geta redd-
að okkur oftar.
Mín fyrstu kynni af Bjössa voru í
mars 2007 þegar ég var að kenna á
undirbúningsnámskeiði fyrir nýja
starfsmenn Fjarðaáls. Það var í einni
pásunni að við tókum tal saman,
Bjössi kom og spurði nánar út í virkni
rafgreiningarkera. Hann vildi fá dýpri
skilning á því sem var verið að fjalla
um. Yfirborðsþekking var ekki nóg,
þannig var Bjössi, hann vildi skilja
100% það sem hann var að fást við. Við
vorum síðan svo heppin á C-vaktinni
að Bjössi kom síðar sem rafvirki í við-
haldsteymið. Það var úrvalsteymi sem
þar var á ferð, Bjössi, Sindri, Sævar
og Þuríður leystu öll þau vandamál
sem komu upp meðan á gangsetningu
álversins stóð og þau voru ófá. Þetta
var samhentur hópur og allir unnu
sem einn og þá skipti ekki máli hvert
vandamálið var. Það sýndi sig þá
hversu mikill fagmaður Bjössi var og
gott að hafa mann sem lagði sig 100%
fram í að leysa vandamál og læra á
kerfin, og stóð hann vel undir nafngift-
inni dr. Björn. Bjössi var alltaf mjög
hógvær, það var oft þegar við hringd-
um og létum vita af einhverri bilun að
hann svaraði: „Ég þekki þetta nú ekki
alveg en ég skal kíkja á þetta.“ Það
brást ekki að stuttu síðar hringdi
Bjössi til baka og lét vita að allt væri
komið í lag.
Það sama gilti um Bjössa utan
vinnu, hann var alltaf til í að hjálpa.
Við ræddum oft húsbyggingar því ég
var að byggja og þau Jóhanna ætluðu
að reisa hús við Þrándarstaði eftir að
hafa hætt við að byggja á suðursvæð-
inu. Við vorum búnir að ræða margar
hugmyndir varðandi hönnun og út-
færslur á húsunum hjá okkur og gera
samning um vinnuskipti til að létta
undir hvor með öðrum. Bjössi var
byrjaður að skila sínu er hann mætti
eina helgina í haust og tengdi bráða-
birgðarafmagn eins og honum var lag-
ið.
Ég þakka samveruna vinur og veit
að þú munt fylgjast með okkur á vakt-
inni og við munum halda minningu
þinni á lofti með að vinna verkin sam-
viskusamlega og leysa þau vandamál
saman sem upp koma. Guð veri með
þér Jóhanna og gefi þér styrk á þess-
um erfiðu tímum.
Atli V. Hjartarson
og c-vakt kerskála.
Hann Bjössi vinur minn er dáinn.
Þegar mér barst þessi fregn vissi ég
engan veginn hverju ég ætti að trúa.
Það var eins fjarri mér og mögulegt er
að tengja Bjössa við slíka fregn. Sann-
ast enn og aftur að enginn veit hvenær
kallið kemur og enginn er undanskil-
inn þegar vistinni lýkur.
Ég minnist Bjössa sem stráks sem
alltaf var að finna upp á einhverju
sniðugu. Ófá eru þau tól og tæki sem
hann hefur endurhannað og betrum-
bætt, bæði á Hofteigum í gamla daga
og fram á þennan dag. „Ekki hægt“ er
orðasamband sem hann þekkti ekki.
Bjössa fór vel að finna upp, spekúlera
og smíða. Einnig hafði hann mikinn
áhuga á tölvum og öllum þeim græjum
sem við þær tengjast. Spáði í og velti
vöngum hvernig best væri að bregð-
ast við þessu eða hinu vandamálinu,
og það á sem hagstæðastan háttinn.
Hann var t.d. óþreytandi við að hjálpa
manni úr ýmsum þeim manngerðu
vandamálum sem hægt var að lenda í
með tölvur og dót þeim tengdum.
Nú síðustu misserin var Bjössi að
vinna að byggingu glæsilegs íbúðar-
húss uppi á Héraði sem hann hafði
teiknað sjálfur og var nýbyrjaður að
smíða. Hann Bjössi gerði nefnilega
allt sjálfur. Það vita þeir sem þekktu
hann. Við héldum góðu sambandi og
kom hann oftast nær til mín í heim-
sókn, annaðhvort heim eða á skrifstof-
una, þegar hann var á annað borð í
bænum. Bjössa minnist ég sem
trausts vinar, það mátti treysta hon-
um 100 prósent. Hann var góðviljaður
maður með ríka réttlætiskennd og
gafst ekki upp þó móti blési, heldur
beit á jaxlinn, bölvaði í hljóði að ís-
lenskum sið og reyndi aftur. Sannur
Íslendingur. Ég er stoltur af því að
kalla Bjössa vin minn.
Fyrir nokkrum árum endursmíðaði
Bjössi upp forláta Benz sendiferðabíl
og breytti honum í húsbíl með öllum
hugsanlegum þægindum. Allt smíðað
af honum sjálfum. Mikill hugvitsmað-
ur og pælari var hann. Hann kom
gjarnan til okkar í Blikahjallann og
sýndi ýmislegt nýtt „síðan síðast“. Síð-
an fengum við okkur kaffibolla og
krufðum málið frekar. Á þessum
gæðabíl fóru Bjössi og Jóhanna t.d.
stóra ferð um Evrópu og tóku fjölda
fallegra mynda sem síðan voru sýndar
þegar þau komu til okkar næst.
Bjössi var fróðleiksfús þannig að af
bar. Hann las sér mikið til en lét þar
ekki staðar numið heldur kláraði bæði
rafeindavirkja- og rafvirkjanámið
með glans. Nú síðustu árin starfaði
Bjössi hjá Alcoa Fjarðaáli og líkaði
vel.
En nú er Bjössi farinn. Lífið er
grárra fyrir vikið, en tíminn mun
græða sárin og nú er skammt til vors
með fuglasöng og blómaangan og allri
þeirri dásemd sem vorinu fylgir. Lífið
heldur áfram!
Ég er þess fullviss að hið mikilfeng-
lega undur sem lífið er stöðvast ekki
þó líkaminn sé forgengilegur. Horfinn
er góður drengur, hans verður sárt
saknað.
Ég votta Jóhönnu og fjölskyldu
Bjössa mína dýpstu samúð.
Ólafur Friðrik Ægisson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Hjallatúni,
áður Víkurbraut 9,
Vík í Mýrdal,
lést mánudaginn 16. mars.
Útför hennar fer fram frá Víkurkirkju laugardaginn
28. mars og hefst athöfnin kl. 14.00.
Sigurjón Rútsson, Kristín Einarsdóttir,
Kristín Rútsdóttir, Eysteinn Helgason,
Heiðrún Rútsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
VALUR GUÐMUNDSSON
frá Efra-Apavatni,
Sléttuvegi 13,
Reykjavík,
lést á hjartadeild Landspítalans laugardaginn
14. mars.
Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 30. mars kl. 13.00.
Þórdís Skaptadóttir,
Skapti Valsson, Jórunn Gunnarsdóttir,
Dóra Sjöfn Valsdóttir, Birgir Sveinsson,
María Ýr Valsdóttir, Rúnar Sigurðsson,
Guðmundur Valsson, Marta K. Lárusdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs
föður okkar, tengdaföður og afa,
HELGA HERSVEINSSONAR,
Sólvangi,
áður Sólvangsvegi 1,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sólvangs á
2. hæð fyrir góða umönnun, ástríki og hlýhug.
M. Hera Helgadóttir, Reimar Georgsson,
Kristján A. Helgason, Jóna S. Marvinsdóttir,
Helgi Hrafn Reimarsson,
Arnar Marvin Kristjánsson.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegs
eiginmanns míns, föður, sonar, bróður, barnabarns
og tengdasonar,
ÁRNA JAKOBS HJÖRLEIFSSONAR,
Smáratúni 33,
Keflavík.
Geirþrúður Ó. Geirsdóttir,
Kristófer Örn Árnason,
Sigríður Árnadóttir,
Arna Björk Hjörleifsdóttir, Högni Sturluson,
Ingvi Þór Sigríðarson, Aðalheiður Ó. Gunnarsdóttir,
Halldór H. Hjörleifsson,
Þuríður Halldórsdóttir,
Geir Þorsteinsson, Linda Kristmannsdóttir,
Ósk Sigmundsdóttir
og aðrir ástvinir.
✝
Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SVEINN ÞORBJÖRN GÍSLASON
frá Frostastöðum,
Víðigrund 28,
Sauðárkróki,
verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju
laugardaginn 28. mars kl. 14.00.
Jarðsett verður að Flugumýri.
Sveinn Sveinsson, Anna Dóra Antonsdóttir,
Pálmi Sveinsson, Lilja Ruth Berg,
Sigurður Sveinsson, Jóhanna Þorvaldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.