Morgunblaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2009
„Það voru mistök að hafa ekki Sjálfstæðisflokk-
inn með í ráðum og ætla að valta yfir hann með
þessi mál. Það mun ekki takast,“ sagði Geir H.
Haarde, fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, á blaðamannafundi í gær. Hann sat sinn síð-
asta dag á þingi í gær, eftir 22 ára þingsetu.
Heiður þingsins að veði á lokasprettinum
„Ég held að persónukjörsmálið sé núna fallið af
sjálfu sér, þó að því sé nú borið við sem við bent-
um á strax við fyrstu umræðu, að það væri álita-
mál að tvo þriðju þingmanna þyrfti til að sam-
þykkja þá breytingu.“ Margir stjórnarliðar hefðu
lítinn áhuga á því að erfið prófkjörsbarátta, sem
nú sé afstaðin, yrði endurtekin í kosningunum.
Mikill órói sé í stjórnarflokkunum vegna málsins
og margir þar kæri sig ekkert um það.
Um stjórnarskrána sagði Geir best að fara
málamiðlunarleið eftir kosningar, breyta aðferð-
inni við að breyta stjórnarskrá og að gera stjórn-
lagaþing ráðgefandi. „Heiður þingsins er að veði
að mönnum takist að finna einhverja sáttaleið í
því,“ sagði hann. Hægt sé að ljúka þingstörfum
með sómasamlegum hætti, viðurkenni stjórnin að
hafa hlaupið á sig í þessum tveimur málum.
Eftir Önund Pál Ragnarsson
og Björn Jóhann Björnsson
EKKI sér fyrir endann á meðferð allsherjar-
nefndar á frumvarpi um persónukjör í þingkosn-
ingum. Ljóst er að það kemst ekki lengra í með-
förum þingsins fyrir kosningar. Árni Páll
Árnason nefndarformaður segir að gangur máls-
ins verði ekki greiður fyrst Sjálfstæðisflokkurinn
hafi tekið skýra afstöðu á móti og fyrir liggi úr-
skurður um að tvo þriðju hluta þingmanna þurfi
til að samþykkja það. Þar að auki þurfi að taka
tillit til tilmæla ÖSE, þess efnis að ekki skuli
breyta kosningalögum skömmu fyrir kosningar.
„Það orkar auðvitað mjög tvímælis að láta at-
kvæði ganga um leikreglur þegar leikur er haf-
inn,“ segir Árni og vísar til þess að kosning er
hafin utan kjörfundar. Gæta þurfi þess að mál
sem þetta fái boðlega þinglega meðferð.
„Hugsanlega einhverjar greinar“
Engin niðurstaða varð heldur á fundi stjórn-
arskrárnefndar í gær og ekki útlit fyrir að boð-
aðar breytingar á stjórnarskránni nái fram að
ganga á þessu þingi, að sögn Valgerðar Sverr-
isdóttur nefndarformanns. „Það er óhætt að
kveða upp úr um að ekki verður samstaða um
þetta mál í heild sinni, hugsanlega einhverjar
greinar, en það á eftir að láta betur reyna á það,“
segir Valgerður, sem reiknar með að nefndin
komi saman áður en þing verður kallað heim.
Hún vill ekki nefna einstök ágreiningsmál en
kveður flestar athugasemdir hafa borist við þá til-
lögu að binda í stjórnarskrá að auðlindir séu eign
þjóðarinnar. Einnig er ágreiningur uppi um
stjórnlagaþing, eins og fram hefur komið, en von-
ir voru bundnar við að þingið kæmi saman á
árinu.
Lýðræðismálin verða eftir
Frumvarp um persónukjör situr enn í allsherjarnefnd og fer líkast til ekki lengra
Ekki samstaða í stjórnarskrárnefnd um frumvarp til laga um stjórnlagaþing
Árni Páll
Árnason
Valgerður
Sverrisdóttir
Geir H.
Haarde
SÉRTÆK undanþága fyrir áliðn-
að, frá viðskiptakerfi ESB fyrir
losunarheimildir gróðurhúsa-
lofttegunda, jafngildir í raun upp-
sögn EES-samningsins af Íslands
hálfu. Þetta segir í umsögn
Náttúruverndarsamtaka Íslands
um þingsályktunartillögu um
hagsmuni Íslands í loftslags-
málum. Tillagan er studd af þing-
flokkum Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks, en hún gengur
út á að svokölluðu „íslensku
ákvæði“ verði við haldið. Þá gagn-
rýna samtökin að þótt íslensk
stjórnvöld taki undir erlend lang-
tímamarkmið um minnkun útblást-
urs hafi þau ekki sett sér nein slík
til skamms tíma.
Jafngildir
uppsögn EES
VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ
kveðst ekki hafa beitt sér gegn
því að sérstakur saksóknari fái
rúmar valdheimildir. Morg-
unblaðið sagði í gær frá ræðu
Sivjar Friðleifsdóttur á Alþingi,
þar sem hún sagði að spyrnt
hefði verið við gegn valdheim-
ildum saksóknara í tíð Björgvins
G. Sigurðssonar í ráðuneytinu. „Í
minnisblaði viðskipta-
ráðuneytisins til dómsmálaráðu-
neytisins, sem vísað var til í um-
ræðum á Alþingi, var einfaldlega
skýrt út hvaða verkaskipting er
þegar í gildi á milli embætta
Skattrannsóknarstjóra, Fjármála-
eftirlitsins og Samkeppniseft-
irlitsins, í samræmi við lög um
starfsemi þessara stofnana,“ seg-
ir í tilkynningu. Ekki hafi verið
ágreiningur við dómsmálaráðu-
neytið um að viðhalda þeirri
verkaskiptingu.
Einnig ítrekar ráðuneytið
ánægju með að Fjármálaeftirlit
og embætti sérstaks saksóknara
hafi sett sér samskiptareglur.
Vilja líka rúm-
ar heimildir
saksóknara
GEIR H. Haarde lauk í gær störfum
sem þingmaður og flutti kveðju-
ræðu sína á þingi. Þeir Pétur H.
Blöndal og Guðjón Arnar Krist-
jánsson óskuðu honum velfarnaðar
að ræðunni lokinni. Geir flytur
ræðu á landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins í dag, en heldur svo út til
Hollands til áframhaldandi lækn-
ismeðferðar. Það er áframhald af
þeirri meðferð sem hann hefur þeg-
ar undirgengist. Á blaðamanna-
fundi í gær kvað hann baráttuna
við veikindin hafa gengið vel og lík-
ur væru til að hann næði sér.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Geir hættur eftir 22 ár á þingi
ÁGÚST Ólafur Ágústsson, þing-
maður Samfylkingarinnar, verður
eini fulltrúi Íslands á þingi Al-
þjóðaþingmannasambandsins í
Addis Ababa í Eþíópíu. Ágúst fer út
4. apríl ásamt Örnu Bang al-
þjóðaritara og koma þau aftur 10.
apríl, að sögn Örnu.
Skorið hefur verið niður um tug-
milljónir á alþjóðasviði Alþingis á
þessu ári og segir Arna að vel hafi
tekist til með að halda ferðakostn-
aði í skefjum.
onundur@mbl.is
Ágúst Ólafur
til Eþíópíu
Orðrétt
á Alþingi
’… ástæða er til að hrósa hátt-virtum fyrsta flutningsmanniLúðvík Bergvinssyni fyrir þrautseigj-una í þessu efni. Mér telst svo til aðþetta sé níunda þingið sem hann hef-
ur fyrir því að leggja þetta frumvarp
hér fram.
ÁRNI PÁLL ÁRNASON
’Við ræðum hér frumvarp sem áað afnema þann ósið sem við-gengist hefur í íslenska fjármálakerf-inu í áratugi að láta einhvern annan enlántaka bera ábyrgð á láninu, […] ekki
síst hefur það valdið ótrúlegum harm-
leikjum hjá fólki sem hefur skrifað upp
á og borið ábyrgð.
PÉTUR H. BLÖNDAL
’Það er gleðilegur atburður semer að eiga sér stað. […] Við er-um að gera hér réttláta hluti, við er-um að gera íslenskt fjármálakerfiréttlátara gagnvart viðskiptamönnum
þess.
BIRKIR JÓN JÓNSSON
’Þetta er ákaflega hjartnæmstund, hér hafa fulltrúar flestra efekki allra þingflokka komið upp og lok-ið lofsorði á þetta mál og þá kviknarbara ein spurning. Hvernig í ósköp-
unum stendur á því að það skuli hafa
þurft níu tilraunir til að koma þessu
þarfa rétttlætismáli í gegn sem allir
lofa nú hér mjög?
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
STEINGRÍMUR J. Sigfússon sjáv-
arútvegsráðherra segir Íslendinga í
fullum rétti til að stunda veiðar á mak-
ríl sem sé innan lögsögu landsins stór-
an hluta ársins. Hann telur farsælast
að Íslendingar fái aðgang að samn-
ingaborði Norðmanna, Færeyinga og
Skota um hlutdeild í veiðinni.
Steingrímur hringdi í gær í norska
kollega sinn, Helgu Pedersen, sjáv-
arútvegsráðherra Noregs, í gær
vegna yfirlýsinga hennar í norskum
fjölmiðlum um markílveiðar Íslend-
inga. „Ég útskýrði að við gerðum
kröfur um að koma að borðinu þar
sem yrði samið um skiptingu þessa
stofns. Við teldum
okkur vera í full-
um rétti þegar
stofn af þessu tagi
væri farinn að
vera innan okkar
efnahagslögsögu
þónokkurn hluta
ársins.“
Eitt af því sem
hefur verið gagn-
rýnt við íslensku
makrílveiðarnar er að stærstur hluti
aflans fari í bræðslu í stað manneldis,
sem skilar umtalsvert meiri verð-
mætum. „Hluti af þessum fiski – líka
síldinni – fer í bræðslu því það næst
ekki að nýta allt til manneldis,“ segir
Steingrímur. „Við gerum okkur
vissulega vonir um að hægt verði að
nýta stærri hluta til manneldis en það
byggist m.a. á því að útgerðirnar búi
sín skip þannig. Svo er makríllinn oft
blandaður síld á köflum svo þetta er
háð aðstæðum, fitumagni og fleiru.“
Hann bætir því við að hluti makríl-
afla Norðmanna, Færeyinga og
Skota fari í bræðslu. „Það þarf eng-
inn að segja mér annað svo það þýðir
ekkert að vera með einhvern óg-
urlegan heilagleika í þessu.“
Skiptast á bréfum
Fund norsku og bresku sjávar-
útvegsráðherranna bar einnig á
góma í símtali Steingríms og Ped-
ersen. „Ég sagði að okkur þætti mjög
óréttlátt ef gefið væri í skyn að við
yrðum beitt einhverjum þvingandi
aðgerðum. Við teldum þetta löglegar
veiðar og um þær giltu alþjóðasamn-
ingar, bæði EFTA- og WTO-
samningar. Við ætluðumst til þess að
það yrði farið eftir þeim.“
Hvað varðar fréttir af tilmælum
Pedersen til norskra laxeldisstöðva
um að kaupa ekki íslenskt makrílmjöl
segir Steingrímur: „Ég vil nú
kannski ekki meina að það séu komin
tilmæli þar um heldur er þetta eitt-
hvað sem er sagt í blöðum.“ Hins
vegar taki hann slíkar fréttir alvar-
lega og vegna þeirra hafi hann ákveð-
ið að hringja í Pedersen. Þeim kom
saman um að skiptast á formlegum
bréfum þar sem rök hvors um sig
yrðu reifuð.
Viljum aðgang að samningaborðinu
Makrílveiðar Íslendinga í samræmi við alþjóðlega samninga Vonast til að
stærri hluti aflans fari til manneldis en nú Von á formlegu bréfi Norðmanna
Steingrímur J.
Sigfússon
Í HNOTSKURN
»Steingrímur bendir á aðreynslu vanti í makrílveið-
um í íslenskri lögsögu. Ekki
hafi veiðst mikið af honum ár-
ið 2007 en umtalsvert í fyrra.
»Fari heildarafli íslenskraskipa í makríl á árinu 2009
yfir 112.000 lestir, þar af
20.000 lestir á alþjóðlegu haf-
svæði, áskilja íslensk stjórn-
völd sér rétt til að ákveða að
veiðar á makríl skuli bannaðar
eða takmarkaðar með ein-
hverjum hætti, skv. nýrri
reglugerð.
» Veiðireynsla skipa núgæti haft áhrif á úthlutun
kvóta til Íslendinga síðar.