Morgunblaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 20
Eftir Draupni Rúnar Draupnisson, nema í fjölmiðlun Aðaldánarorsök á Íslandi erkransæðasjúkdómar. Ár-lega deyja 1.800 Íslend-ingar, þar af um 700 eða 40%, úr hjarta- og æðasjúkdómum. Að meðaltali deyr einn karl á dag og tæplega ein kona. Verulegur hluti þessara hjartadauðsfalla er óvæntur og hefði mátt fyrirbyggja mörg þeirra. Greining hjartasjúkdóms á byrjunarstigi er vel möguleg auk þess sem árangursrík meðferð er til bæði við hjartasjúkdómum og mörg- um áhættuþáttum. Uppgötvist hjarta- og æðasjúkdómur eða áhættuþættir tímanlega er hægt að breyta gangi sjúkdómsins og bjarga mannslífum. Landssöfnun Hjartaheilla Hjartaheill, landssamtök hjarta- sjúklinga, standa fyrir landssöfnun til styrktar hjartalækningadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss. Landssöfnunin er á laugardaginn, 28. mars, og verður ríflega tveggja klukkustunda löng söfnunar- og skemmtidagskrá í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2. Fram koma valinkunnnir tónlistarmenn og grínarar, s.s. Páll Óskar, Jóhanna Guðrún, Milljónamæringarnir og Bogomil Font, Pétur Jóhann, Jón Gnarr, Ilmur Kristjánsdóttir, Jói og Gói, Brynhildur Guðjónsdóttir, Auddi og Sveppi og margir fleiri. Kynnar verða Heimir Karlsson og Kolbrún Björnsdóttir úr Íslandi í bítið á Bylgjunni. Rauði þráðurinn verður ástin, rómantíkin og allt það sem okkur er hjartfólgnast. Fjármunir sem safnast munu á skemmti- og söfnunarkvöldinu renna til kaupa á nýju þræðingar- tæki, sem mun nýtast mörgum. Á hjartarannsóknastofu Landspítal- ans eru til tvö tæki, annað átta ára gamalt og hitt 12 ára. Yngra tækið hefur verið fullnýtt til meðferðar á hjartsláttartruflunum. Eldra tækið hefur einkum verið notað til mynda- töku á kransæðum, til kransæða- víkkana og við að opna lokaðar kransæðar í bráðakransæðastíflu. Einnig er eldra tækið notað til þræðinga á börnum með meðfædda hjartagalla. Þessi tvö tæki eru þau einu á land- inu og duga ekki lengur til að veita Íslendingum bestu þjónustu og með- ferð við bráðum hjartasjúkdómum. Tækin hafa dugað vel en tafir vegna bilana eru vaxandi vandamál og búa þau ekki yfir nýjustu tækni. Hjarta- og æðasjúkdómar 40% dauðsfalla Morgunblaðið/Sverrir Þrætt Kristján Eyjólfsson yfirlæknir með sjúkling í hjartaþræðingu. Landssöfnun Hjartaheilla á laugardag Í HNOTSKURN »Kransæðasjúkdómar erulangalgengasta dán- arorsök kvenna. »Árið 2005 dóu 360 karlarog 330 konur úr hjarta- og æðasjúkdómum. Til sam- anburðar dóu 19 manns í umferðarslysum. 20 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2009 Hilmir Jóhannesson áSauðárkróki yrkir um Drangey: Öll eru skrefin upp í móti, yfir gjótur rekaspýtur. Fótur lítils næðis nýtur, nærist gras á beittu grjóti. Djúpt í klettum kettur búa, köld var dvölin bræðrum tveimur, í morgunsárið hvarf þeim heimur. Heiðnum sögum vil ég trúa. Fátt er breytt og hafið hér hlein og stein með öldu strýkur, björt er ennþá barnsins þrá. Görpum hvatning eyjan er ég vil skarðið, fyrr en lýkur klífa, hæsta klettinn á. Rúnar Kristjánsson orti: Líf sem byggir ljósi á lausnar geisla fær að sjá, þar sem opnast inn á við allt sem gefur sannan frið. Honum varð hugsað til Gandhis: Gandhi var maður góður, gekk hann við aukinn hróður, veginn sinn virtur, var síðan myrtur, oft drepur bróðir bróður! VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af Drangey og Gandhi Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is E kki er aðeins ljóst að fá- ir velja að segja upp kortunum í líkamsrækt- inni í sparnaðarskyni eða fækka sundferð- unum, heldur að þeir sem misst hafa vinnuna hanga ekki svartsýnir og daprir heima heldur drífa sig út og hreyfa sig í hinum fjölmörgu lík- amsræktarstöðvum landsins. Enda ekki að undra þar sem endorfín verður til í heilanum við líkams- þjálfun sem veldur vellíðan og sælu- tilfinningu. Fjölgun gesta er ekki síst að þakka því átaki stéttarfélaga og sveitarfélaga að létta atvinnulausum lífið með ýmsu móti, þ.á m. með því að ýmist niðurgreiða mánaðar- gjöldin eða borga þau að fullu í ákveðinn tíma. „Það er rosaleg aukning, við erum að slá aðsóknarmet á hverjum degi, segir Ingibjörg Reynisdóttir, sölu- stjóri í Hreyfingu. „Bæði er fólk að nýta kortin sín betur og síðan er mikil aukning í kortasölu.“ Hún seg- ist telja að fólk þurfi á einhverju já- kvæðu að halda auk þess að halda fullum styrk. „Fólk sækir í fé- lagsskap, góða heilsurækt og góða andlega og líkamlega vellíðan.“ Ingibjörg segir að heldur hafi dregið úr aðsókn í einkaþjálfun hjá Hreyfingu en á móti komi að fleiri sæki í hóptíma. Hún segir álagið hafa dreifst þó álagspunktarnir séu enn snemma á morgnana, í hádeg- inu og síðdegis. Fólk hefur meiri tíma Björn Leifsson, eigandi World Class, segir fleiri sækja World Class-stöðvarnar en í fyrra. Þá er nýtingin einnig betri en fyrir ára- mót mættu að meðaltali 25% kort- hafanna hvern dag en nú hefur hlut- fallið hækkað upp í 30%. „Ég held að fjölgunin sé aðallega vegna þess að fólk hefur meiri tíma og er minna erlendis en vill líka hitta fleira fólk og halda sér jákvæðu.“ Í janúar var slegið aðsóknarmet þegar 7.500 manns mættu í stöðvarnar á einum degi en venjulega mæta daglega 6.600-6.800 manns. Björn segir að dregið hafi úr einkaþjálfun innan World Class- stöðvanna. „Það er áberandi að fólk hefur minni pening milli handanna og reynir að spara,“ segir hann og bætir við að beiðnum um afslátt af mánaðargjöldum eða ókeypis að- gang hafi fjölgað. Þá hefur aðsóknin breyst á þann veg að hún er jafnari Stóraukinn áhugi á líkamsrækt Morgunblaðið/Árni Sæberg Í áskrift Áskrift notenda að líkamsræktarstöðvunum virðist nú mun betur nýtt en áður en kreppan skall á. Áskrifendur eru ekki lengur óvirkir notendur. Síðan efnahagur lands- ins tók skarpa dýfu í haust eru flestir farnir að hugsa betur um í hvað þeir eyða peningunum. Svo virðist þó sem fólk hiki við að spara þegar kemur að heilsunni og hefur áhugi á hvers kyns líkamsrækt og hreyfingu sjaldan verið meiri. yfir allan daginn. „Það eru ekki eins mikil læti milli kl. 18 og 20. Álags- kúrfurnar eru ekki eins áberandi í dag.“ Hjá Sporthúsinu fengust þær upplýsingar að aukningin í korta- sölu væri engu lík. „Aukningin er gígantísk,“ segir Þröstur Jón Sig- urðsson framkvæmdastjóri. Hann segir ástæðuna vera bæði mikla endurnýjun á öllum aðbúnaði stöðv- arinnar og vitundarvakningu í þjóð- félaginu. Aðspurður segir hann að þvert á það sem hann bjóst við hafi ásókn í einkaþjálfun aukist. „Ég er með fleiri þjálfara nú en fyrir ári. Ég hugsa að það séu a.m.k. helmingi fleiri í einkaþjálfun en á sama tíma fyrir ári.“ Steinþór Einarsson, skrif- stofustjóri íþróttasviðs ÍTR, segir töluverða aukningu vera í aðsókn að sundlaugum Reykjavíkur. Um 60 þúsund fleiri fóru í sund í janúar og febrúar en í sömu mánuðum árið áð- ur. „Það eru fleiri ný andlit en að auki kemur fólk oftar. Það virðist hafa meiri tíma nú en áður.“ Björn Þór Sigurbjörnsson er einkaþjálfari í Sporthús- inu í Kópavogi. Hann segist vera bókaður lengra fram í tímann en áður og er eftirspurnin mun meiri en á sama tíma í fyrra. „Maður átti von á að fólk myndi halda að sér höndum miðað við ástandið í þjóðfélag- inu en þetta varð til þess að einkaþjálfunin hefur rok- ið upp,“ segir Björn og bætir við að sér virðist sem eldra fólk sæki meira í einkaþjálfunina en áður. Hann segist vera kominn með biðlista af fólki sem vilji komast í einkaþjálfun en eftirspurnina megi að einhverju leyti rekja til þess að færri þjálfarar séu að störfum í líkams- ræktarstöðvunum en áður þó að þeim hafi fjölgað í Sporthúsinu. Þá vilji fólk ekki skera niður á heilsusviðinu heldur frekar draga úr eða sleppa al- gerlega annarri neyslu. Kópavogsbær gerði í vetur samning við líkamsræktarstöðvar í bæjar- félaginu um að veita þeim 1.300 atvinnulausu einstaklingum sem þar búa ókeypis aðgang. Þó að ólíklegt sé að sá hópur standi fyrir aukningu í einkaþjálfuninni gefur Björn þá einföldu útskýringu á aukningunni að það ríki ekki kreppa hjá öllum. „Ég held að fólk sé að vissu leyti búið að ganga í gegnum það versta. Það er að birta yfir fólki, maður tekur eftir því. Ég þakka mínum sæla fyrir að vinna í þessari stöð, mér finnst ég verndaður fyrir þeirri hræðsluumræðu sem hefur verið undanfarna mánuði því hér kemur fólk til að taka á því og gleyma því sem er að gerast fyrir utan.“ „Einkaþjálfunin hefur rokið upp“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.