Morgunblaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2009
E
N
N
E
M
M
/S
ÍA
/N
M
36
59
9
Símalán – útborgun:
900kr.
Aðeins 2.000 kr.
á mánuði í
12 mánuði.
Verð: 24.900
Sony EricSSon G502
Þú getur
talað fyrir
12.000 kr.
1.000 kr. inneign
á mánuði í eitt
ár fylgir.
Sex vinir
óháð kerfi
er liður í aðgerðaáætlun Símans fyrir fólkið og fyrirtækin!
Tilboðið gildir meðan birgðir endast
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
EINYRKJAR og stærri framleið-
endur, með og án sakarferils, sem
rækta í bílskúrum, iðnaðar- og íbúð-
arhúsum. Þeir eiga fátt sameiginlegt
mennirnir sem teknir hafa verið fyr-
ir kannabisræktun á undanförnum
mánuðum. Tugir manna hafa verið
yfirheyrðir og öllum sleppt. Mál
þeirra fara sína leið í réttarkerfinu.
Yfirmaður rannsóknardeildar lög-
reglu höfuðborgarsvæðisins segir
ballið rétt að byrja.
Lögreglan á landinu öllu hefur
lagt hald á yfir fimm þúsund kanna-
bisplöntur það sem af er ári. Í þess-
ari viku einni hefur verið lagt hald á
um 1.150 plöntur en það er svipað
magn og tekið hefur verið árlega
hingað til. Telja má víst að fíkniefna-
deildin hafi með átaki sínu gert það
að verkum að á milli 300 og 500 kíló
af maríjúana komist ekki til neyt-
enda. Ekki má gleyma að í mörgum
tilvikum hefur fundist maríjúana
auk plantnanna.
Fá vænlegar vísbendingar
Á þriðjudagskvöld gerði fíkni-
efnadeild lögreglunnar á höfuðborg-
arsvæðinu húsleit í Hafnarfirði. Í
húsnæðinu fundust sex hundruð
plöntur á ýmsum stigum ræktunar.
Karlmaður á þrítugsaldri var færð-
ur til yfirheyrslu vegna málsins og
sleppt að henni lokinni. Þá var gerð
leit í húsnæði í miðborginni um liðna
helgi og lagt hald á um fimmtíu
plöntur.
Lögreglan hefur m.a. þakkað
árangurinn vænlegum vísbending-
um í gegnum fíkniefnasímann, en að
auki er ljóst að einhver málanna
tengjast. Friðrik Smári Björgvins-
son, yfirmaður rannsóknardeildar
lögreglu höfuðborgarsvæðisins, seg-
ir að ekkert verði dregið úr þeim
þunga sem lagður er á að uppræta
kannabisræktun á næstunni.
Kannabisplönturnar
komnar yfir 5 þúsund
!
#$%%
Sex hundruðplöntur fundust
í Hafnarfirði
Í HNOTSKURN
»Kannabis-plantan
hefur að
geyma vímu-
efnið THC (delta-9-tetra-
hydrocannabinol). Helstu af-
urðirnar eru hass og
maríjúana.
»Vímuefni eru í báðumkynjum jurtarinnar þótt
kvenjurtin sé venjulega vímu-
efnaríkari.
REGLUR forsætisnefndar Alþingis
um skráningu á fjárhagslegum hags-
munum alþingismanna og trún-
aðarstörfum utan þings fela í sér
„sterk tilmæli“ forsætisnefndarinnar
til allra þingmanna, að sögn Helga
Bernódussonar, skrifstofustjóra Al-
þingis. Í reglunum segir m.a.: „Með
setningu reglnanna ætlast forsæt-
isnefnd til þess að alþingismenn skrái
fjárhagslega hagsmuni sína og birti
þá opinberlega.“ Skrifstofa þingsins
mun halda hagsmunaskrána, og birta
opinberlega. Helgi sagði að ekki væri
lagagrundvöllur fyrir þessum til-
mælum og því refsilaust að neita að
verða við þeim. Reglurnar voru settar
16. mars. sl. og taka gildi 1. maí næst-
komandi. Gert er ráð fyrir að þær
verði endurskoðaðar fyrir 1. desem-
ber næstkomandi með það í huga að
þá verði sett lög um þessa skráningu.
Fjárhagsleg tengsl og tekjur al-
þingismanna Vinstrihreyfingarinnar
– græns framboðs eru birt á heima-
síðu flokksins. Drífa Snædal, fram-
kvæmdastýra VG, sagði að flokk-
urinn hefði ákveðið að hafa þessar
upplýsingar uppi á borðinu. Þar má
sjá upplýsingar um tekjur allra í
þingflokknum, fasteignir þeirra,
hlutabréfaeign, félagaaðild og nöfn og
störf maka. Drífa sagði aðspurð að
ekki hefði komið til tals innan VG að
birta slíkar upplýsingar um þá sem
skipa efstu sæti framboðslista flokks-
ins í vor.
Framsóknarflokkurinn mun fara
að reglum forsætisnefndar Alþingis
varðandi þingmenn flokksins, að sögn
Sigfúsar Inga Sigfússonar, fram-
kvæmdastjóra flokksins. Hann sagði
að upplýsingar um fjárhagsleg tengsl
þingmanna Framsóknarflokks hefðu
verið aðgengilegar í nokkuð mörg ár
á heimasíðu flokksins. Sigfús benti á
að að reglur forsætisnefndarinnar
ættu einungis við um þá sem ættu
sæti á Alþingi. Spurður hvort til
greina kæmi að þeir sem skipa efstu
sæti á framboðslistum Framsókn-
arflokksins birtu einnig upplýsingar
um fjárhagsleg tengsl sín sagði Sig-
fús svo vera. Það hefur þó ekki verið
rætt formlega innan flokksins á
landsvísu.
Ekki náðist í framkvæmdastjóra
Frjálslynda flokksins, Samfylking-
arinnar né Sjálfstæðisflokksins í gær.
gudni@mbl.is
Alþingismenn ekki skyldaðir að gefa
upp hagsmunatengsl nema með lögum
Morgunblaðið/Golli
Tilmæli Mælst er til þess að þing-
menn gefi upp hagsmunatengsl sín.
„Sterk tilmæli“ um
upplýsingagjöf