Morgunblaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 2
Björn Dönsku þoturnar fylgdu rúss-
nesku vélunum áleiðis heim.
FLUGMENN danskra orrustuflug-
véla sem annast eftirlit með loftrými
Íslands um þessar mundir bægðu í
gær frá landinu tveimur rúss-
neskum sprengjuflugvélum sem
komnar voru inn á íslenska flug-
stjórnarsvæðið.
Fylgst var með rússnesku flugvél-
unum, „björnunum“ eins og þær eru
kallaðar, þegar þær komu fram á
ratsjám rétt eftir hádegið. Þótt
danski flugherinn hafi oft tekið þátt
í svipuðum aðgerðum var andrúms-
loftið þrungið nokkurri spennu þeg-
ar Rússarnir sáust á ratsjárskjánum,
að því er fram kemur á heimasíðu
danska flughersins. Vélarnar
stefndu á Ísland og þegar þær voru
komnar nógu nálægt landinu héldu
dönsku F-16-þoturnar af stað til að
mæta þeim. Rússnesku sprengju-
flugvélarnar sneru við 45 sjómílur
norðaustur af landinu, þegar þær
urðu varar við dönsku þoturnar, og
fylgdu Danirnir þeim áleiðis til
bækistöðvanna á Kólaskaga.
Ellisif Tinna Víðisdóttir, forstjóri
Varnarmálastofnunar, segir að
þetta sé í annað sinn á þessu ári sem
rússneskum sprengjuflugvélum sé
snúið frá landinu. Þær hafi flogið inn
í íslenska flugstjórnarsvæðið að
meðaltali einu sinni í mánuði frá því
Varnarliðið yfirgaf landið.
helgi@mbl.is
Danir bægðu
tveimur
„björnum“ frá
!"
#
$
%
&'&
&'(
&'&
('(
2+2 frá Kambabrún að Selfossi
Fyrirkomulag breikkunar Suðurlandsvegar ákveðið Kostnaður er áætlaður sextán milljarðar króna
Breikkun vegarins frá Lögbergsbrekku að Litlu kaffistofunni gæti hafist í sumar eða haust
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
FYRSTI áfangi breikkunar Suður-
landsvegar verður boðinn út í vor.
Það er fimm kílómetra kafli frá Lög-
bergsbrekku að Litlu kaffistofunni. Í
kjölfarið verður tekinn fyrir 1,2 km
kafli frá Vesturlandsvegi að Bæjar-
hálsi.
Kristján L. Möller samgönguráð-
herra og Hreinn Haraldsson vega-
málastjóri kynntu í gær sveitar-
stjórnarmönnum af Suðurlandi
áform um breikkun Suðurlandsveg-
ar. Leiðin frá Reykjavík og austur
fyrir Selfoss er um 50 km. Frá
Reykjavík að Selfossi verður vegur
með tvær akreinar í báðar áttir
(2+2) nema liðlega 14 kílómetrar á
milli Litlu kaffistofunnar og Kamba-
brúnar, þar sem ein akrein verður í
hvora átt og ein aukaakrein (2+1).
Þá verður vegur og brú ofan Selfoss
á einni akrein (1+1).
Áformuð viðbót við 2+1-kaflann
verður með vegriði og breiðari en
núverandi vegur í Svínahrauni sem
einnig verður breikkaður. Aðeins
verða gerð tvenn ný mislæg gatna-
mót; við Hafrahvammsveg og Sól-
borgir austan við Hveragerði.
Möguleiki á einkaframkvæmd
Kostnaður við þessa framkvæmd
er áætlaður um 16 milljarðar kr.
Kristján L. Möller segir að rúmur
milljarður sé ætlaður til að hefja
lagningu vegarins í ár og vonast
hann til að verkið geti hafist síðsum-
ars. „Ef við fáum góð tilboð getum
við ef til vill lengt þennan kafla,“ seg-
ir Kristján. Ekki liggur fyrir hvernig
haldið verður áfram á næstu árum
eða hvenær breikkun Suðurlands-
vegar getur lokið. Á sínum tíma var
gert ráð fyrir einkaframkvæmd og
segir Kristján að enn sé áhugi fyrir
því. Getur hann þess að áhugasamir
aðilar hafi sett sig í samband við
ráðuneytið vegna Suðurlandsvegar,
samgöngumiðstöðvar og Vaðlaheið-
arganga.
„Við erum ánægð með að þetta
skuli hafa verið tilkynnt og sættum
okkur við niðurstöðuna í ljósi
ástandsins,“ segir Ragnheiður Her-
geirsdóttir, bæjarstjóri Árborgar.
Ef ríkið leggur milljarð í Suður-
landsveg á ári mun framkvæmdin
taka sextán ár. Ragnheiður vonast til
að hægt verði að hraða verkinu með
annars konar fjármögnun.
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt-
ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
877 fóstureyðingar hjá konum með
lögheimili á Íslandi voru skráðar á
árinu 2007 og er það nokkuð minna
en árið á undan en svipað og árin
2004 og 2005. Fóstureyðingum hef-
ur heldur farið fækkandi undanfar-
inn áratug, að því er fram kemur á
vef Landlæknisembættisins. Að
jafnaði gangast flestar konur í ald-
urshópnum 20-24 ára undir fóstur-
eyðingu. Rúm 27% allra fóstureyð-
inga árið 2007 voru framkvæmd á
konum í þeim aldurshópi. Fóstur-
eyðingum meðal 19 ára og yngri
fjölgaði hlutfallslega árið 2007.
Fóstureyð-
ingum fækkar
HUNDURINN X hefur nú fengið aðstöðu á þingi. Hann fær þar stað fyrir
tilstuðlan Helga Hjörvar alþingismanns, en X er blindrahundur, norskur
að uppruna.
Það er spurning hvort nafn hundsins sé valið með vísan í komandi kosn-
ingar. Hér stendur a.m.k. X við Helga Hjörvar.
X rétt fyrir kosningar
Morgunblaðið/Kristinn
Ferfættur liðsauki á þing
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
ÞRJÁTÍU og fimm erlendir kröfu-
hafar SPRON segja að sameinaðar
aðgerðir Fjármálaeftirlitsins (FME),
Seðlabanka Íslands og Fjármála-
ráðuneytisins vegna yfirtökunnar á
SPRON í síðustu viku hafi valdið tjóni
og kunni að hafa afleiðingar í för með
sér sem íslensk stjórnvöld hafi hugs-
anlega ekki hugleitt til fulls, áður en
þau tóku sparisjóðinn yfir.
Í bréfi frá kröfuhöfunum, sem eru
frá fjórtán löndum í Evrópu, Mið-
Austurlöndum og Asíu, segir að ís-
lensk stjórnvöld hafi hafnað áætlun-
um um endurskipulagningu SPRON
án skýringa og jafnframt hafnað
beiðni um að hitta kröfuhafana.
Höfnuðu beiðni um fund
Kröfuhafarnir segja að íslensk
stjórnvöld hafi ekki á nokkrum tíma-
punkti gefið gagntilboð, eða tillögu að
lausn, þrátt fyrir að þeim væri full-
ljóst að það væri vilji kröfuhafanna að
vinna með SPRON og íslenskum
stjórnvöldum að lausn á málefnum
sparisjóðsins innan hæfilegra tíma-
marka, en kröfuhafarnir hafa unnið
hörðum höndum með SPRON að
endurskipulagningu undanfarna
mánuði.
Í ákvörðun FME um að taka yfir
vald hluthafafundar SPRON og víkja
stjórn frá áskilur FME sér rétt til
endurskoðunar. Allar innstæður hafa
hins vegar verið færðar til Nýja
Kaupþings og útgefið hefur verið
skuldabréf vegna yfirfærslunnar sem
er tryggt með veði í öllum eignum
SPRON. Staða kröfuhafanna er því í
lausu lofti því enginn markaður er
fyrir eignir í augnablikinu sem þýðir
að verðmat á undirliggjandi eignum
SPRON, sem hafa verið veðsettar
Nýja Kaupþingi, er afar lágt. Því er
ekki vitað hvað fæst upp í kröfur
þeirra þegar búið er að mæta skuld-
bindingum vegna yfirfærðra innlána.
Íslenskir lögmenn kröfuhafanna
munu funda með þeim á næstu dög-
um til þess að ræða næstu skref.
Segja stjórnvöld
ekki hafa hugsað
yfirtöku til enda
Erlendir kröfuhaf-
ar SPRON harð-
orðir í gagnrýni
Morgunblaðið/Árni Sæberg