Morgunblaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 27
Umræðan 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2009 G ra fís ka vi nn us to fa n eh f. H H 08 -0 15 0 Hótel Hvolsvöllur er staðsett í hjarta Njáluslóða þar sem sagan svífur yfir vötnum aðeins um 100 km frá Reykjavík Velkominn á Hótel Hvolsvöll Hl íðarvegur 7 860 Hvo lsvö l lu r s : +354 487 8050 fax : +354 487 8058 hote lhvo l svo l lu r@s imnet . i s www.hote lhvo l svo l lu r . i s Ráðstefnur | Fundir | Árshátíðir | Brúðkaup | Golf | Óvissuferðir Gisting í tveggja manna herbergi. Fordrykkur. 3 Rétta hátíðarkvöldverður. Lifandi dinner tónlist og ball. Morgunverður. Verð á mann kr 9,900.- Auka fyrir eins mans herbergi 3,500.- 4 apríl. 2009 BLIND DATE Nú er komið að því… Fyrirlestur með Reiko Sudo frá textílfyrirtækinu Nuno Föstudaginn 27. mars kl. 17.00 Ath! Breyttur tími frá dagskrá. Margverðlaunaður japanskur textílhönnuður í Norræna Húsinu www.nordicfashion.is www.nuno.com H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 8 -2 5 3 9 NÚ ÞEGAR þessi orð eru rit- uð hafa fimm lýst yfir fram- boði til for- mannsembættis Sjálfstæð- isflokksins. Hver verður kjörinn formaður mun ekki skipta höf- uðmáli varðandi málefni líkt og Evrópusambandið. Þessi kosning snýst hins vegar um hvaða fólki við treystum til þess að leiða flokkinn í gegnum þá verð- skulduðu lægð sem hann er í. Sjálf- stæðisflokkurinn þarf að skoða mörg fyrri verk sín næstu misseri til þess að verða boðlegur flokkur næstu áratugi. Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson hafa fengið sinn tíma í fjölmiðlunum, þeir eru þekkt stærð. Næstu nöfn kannast almenn- ingur ekki við sem formannsefni. Loftur Altice Þorsteinsson til- kynnti framboð sitt um miðjan mars, hann er verkfræðingur og vísindakennari og er andsnúinn að- ild að ESB. Listamaðurinn Snorri Ásmundsson bauð sig fram um miðjan janúar, hann hafði hins veg- ar ekki tryggt sér sæti á lands- fundinum og telst því ekki kjör- gengur til embættisins. Að lokum má telja undirritaðan, Jóhannes Birgi Jensson, sem bauð sig fram 22. janúar gegn Geir Haarde. Úr því að forystusveit flokksins heyktist á því bar mér nauðug ein skylda til þess að til- kynna framboð gegn honum. Þó fór svo að Geir forfallaðist og þá opn- aðist sviðið fyrir þá dugminni. Þó að mat fjölmiðlanna sé að möguleikar okkar hinna séu litlir þá er það sitt hvað að hunsa fram- boð og að ljúga til um það. Sann- leikurinn er enn fjarri fjölmiðl- unum. Þeir hafa ekki lært af hruni Íslands og þætti sínum í því. Þeirra er minnkunin og skömmin. Ég sé mér ekki fært að kjósa Bjarna eftir orð hans um sjálfsvörn Ísraela vegna loftskeytaárása á Gaza og flísar í augum annarra flokka, ég sé mér ekki fært að kjósa Kristján eftir kvótafimleika hans, sjá til dæmis Guðbjörgu ÍS-46. Ég sé mér heldur ekki fært að kjósa Loft sökum ýmissa stefnu- mála hans. Atkvæði mitt er of dýrmætt til að ég láti það í hendur þeirra sem ekki virða mannslíf, samfélagið eða umheiminn. Ég kýs mig, aðra hvet ég til að kjósa sjálfa sig ef þessir kostir eru þeim ekki að skapi. JÓHANNES BIRGIR JENSSON, tölvunarfræðingur. Frá Jóhannesi Birgi Jenssyni Jóhannes Birgir Jensson Hvenær er maður í fram- boði og hvenær ekki? ATHYGLISVERT er að þegar að mannlegum samskiptum kemur virð- ist bæði fyrrverandi og núverandi forsætisráðherra skorta hæfileika til að taka faglega á andstæðingum sín- um og leiða erfið mál í farsælan far- veg. Margir erlendir kunningjar mínir í Bretlandi voru undrandi yfir því í að- draganda bankahrunsins, þegar Ice- save kom upp, hvers vegna Geir Haarde tók ekki fyrstu flugvél til London og bað um fund með Brown og Darling. Ef Geir hefði hitt þá og rætt um bankamálin augliti til auglit- is er ekki víst að hryðjuverkalög- unum hefði verið beitt. Þegar ein mesta og afdrifaríkasta utanrík- isdeila lýðveldisins er í uppsiglingu er ekki hægt að afgreiða málin með bréfaskrifum eða í síma og allra síst á síðum dagblaða. Svona vinnubrögð- um eru útlendingar ekki vanir og er þá ekki að búast við öðru en að þeir verði tortryggnir og taki til sinna ráða. Sama má segja um Jóhönnu. Seðlabankadeilan er eitt eldfimasta stjórnsýslumál sem komið hefur upp í seinni tíð. Þegar allt logar stafna á milli, hellir maður ekki olíu á eldinn. En það gerðist einmitt með bréfa- skrifum Jóhönnu til seðlabankastjór- anna. Financial Times kallaði þetta „naive“. Síðan var dregin sú ályktun í sömu grein að opinberar deilur for- sætisráðherra og seðlabankastjóra á síðum dagblaðanna bæru þess merki að ríkisstjórnin væri vanmegnug að leysa vandamál þjóðarinnar. Þetta eru mjög óheppileg skrif, því erlendir aðilar, bankamenn og starfsmenn IMF lesa Financial Times meir en ís- lensk dagblöð. Það er líka vert að muna að t.d. innan EB er Financial Times mest lesna dagblaðið og það blað sem flestar erlendar stofnanir treysta. Jóhanna hefði betur kallað alla 3 seðlabankstjórana á lokaðan fund og kynnt þeim tillögur nýrrar ríkisstjórnar. Það er alveg greinilegt að það sem Ísland þarfnast nú er forsætisráð- herra með leiðtogahæfni. Ein- staklingur með frábæra hæfni í mannlegum samskiptum. Diplómat með stálhnefa í flauelshanska eins og sundum er komist að orði í Evrópu. ANDRI ARINBJARNARSON, vinnur sem ráðgjafi. Jóhanna og Geir gera sömu mistökin Frá Andra Arinbjarnarsyni BRÉF TIL BLAÐSINS ÞAÐ ER lærdómsríkt að fylgjast með þessari sérstöku konu og reynslubolta, þegar kemur að rann- sóknum á fjármálamisferli. Hún segir einfaldlega að það sé brandari að hafa rannsóknarteymi svona fáliðað eins og á sér stað hér á landi. Þegar þessi viðhorf eru höfð í huga fer ekki hjá því að upp í hugann komi öll sú ólga og mótmæli sem Björn Bjarnason fyrrverandi dóms- málaráðherra varð að sitja undir, ásamt aðalskotspæni útrásarvíkinga og þeirra fylgdarliði, sjálfum Davíð Oddssyni fyrrverandi forsætisráð- herra og seðlabankastjóra. Mánuðum og árum saman hafa þessir menn verið undir hörðum árásum og meðal annars ásakaðir fyrir að vilja koma á fót rannsókn- arteymi sem væri svo fyrirferð- armikið að það gæti hugsanlega náð að gera eitthvað gagn í sinni rann- sóknarvinnu! Vonandi sjá nú fleiri í gegnum moldviðrið eftir að farið er að sljákka í útrásarvíkingunum og mesti móð- urinn farinn úr hjálparliðinu. Það hefur verið sárt að horfa upp á þessa aðför að bestu forustumönnum þjóðarinnar. SIGURÐUR HERLUFSEN, fyrrverandi sölumaður. Eva Joly – mikilsverð heimsókn Frá Sigurði Herlufsen AUGLÝSINGASÍMI 569 1100 VIÐ VINNU að endurskoðun á fjárhagsáætlun Kópavogs- bæjar sem nú stendur yfir hafa skólastjórum verið kynntar hug- myndir um umtalsverðan nið- urskurð í gunnskólum bæjarins. Ljóst er að á þeim óvissu og erf- iðu tímum sem nú eru uppi er ætlunin að skera niður í þessari grunnþjónustu og er þó þegar búið að hækka matargjald og fleira og skera niður alls kyns þætti. Á sama tíma og þessi harði boðskapur var kynntur er framkvæmdastjóri bæjarins, Gunnar I. Birgisson, staddur á Írlandi að kynna sér írska pöbba og aðra menningu þarlendra sem undirbúning fyrir írska menn- ingardaga sem fyrirhugað er að halda hér í bænum í haust! Það á semsagt að skera niður kennsl- una hjá börnum í bænum en nóg fjármagn er til fyrir írska menn- ingardaga. Það er svo sem í stíl við þetta að meirihlutinn gerir ráð fyrir því í fjárhagsáætlun að setja heila milljón í undirbúning að óperuhúsi á árinu. Flosi Eiríksson Forgangsröðun Gunnars Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.