Morgunblaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 38
38 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2009
Í góðum félagsskap Listamaðurinn Páll á Húsafelli með tveimur verkanna á afmælissýning-
unni, af þeim Daníel á Fróðastöðum og Andrési Kolbeinssyni, óbóleikara og ljósmyndara.
og um þessa tíma sem eru ekki lengur til.
Svo mála ég oft sama fólkið aftur og aftur.
Það finnst mér skemmtilegt. Ég mála það aldr-
ei alveg eins. Thor Vilhjálmsson vinur minn er
dæmi um það, en ég hef málað hann nánast ár-
lega frá 1985. Þessi mynd þarna er sú nýjasta
af Thor – olían er varla orðin þurr. Hann var
hjá mér í viku um daginn, við skriftir, og þá
ákvað ég að gera þessa mynd sem endapunkt á
sýninguna, og myndina þarna af mér með
Kvíahelluna á Húsafelli.“ Hellan, sem Páll er
með í fanginu á myndinni, vegur 190 kíló.
Þarna er röð verka af kollegum Páls, mynd-
listarmönnum; Valtýr Pétursson við trön-
urnar, Veturliði Gunnarsson í Húsafelli að
gera krítarmynd með Strút í baksýn og Jó-
hannes Geir heldur í jakkaboðungana. „Þetta
er minning, Jóhannes stóð svona á sýningum
þegar hann skoðaði verkin,“ segir Páll.
Margar eftirminnilegar myndir eru þarna af
bændahöfðingjum í uppsveitum Borg-
arfjarðar, svipmiklum körlum með skegg og
stórar hendur, og einn er að moka flórinn. Svo
eru myndir af Arvo Pärt, Maríu Ellingsen,
séra Geir Waage, Trondi Patursyni og mörg-
um fleirum.
„Ég á mikið af þessum myndum sjálfur en
hef fengið örlítið lánað. Ég hef legið á þeim,
hef verið nískur að láta þær, enda erfitt að
meta svona minningar til fjár,“ segir Páll.
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
„ÞETTA er allt fólk sem ég þekki, og fólk sem
ég hafði áhuga á að gera myndir af. Myndirnar
eru gerðar á löngum tíma, en inn á milli eru al-
veg glæný verk,“ segir Páll Guðmundsson,
myndlistarmaður á Húsafelli. Hann leiðir
blaðamann um sýninguna „Vinir mínir“ sem
verður opnuð í Reykjavík Art Gallery á morg-
un, 27. mars, en þá verður Páll fimmtugur.
Á sýningunni er fjöldi mynda af fólki; mál-
verk í líkamsstærð, andlitsmyndir sem eru
málaðar, teiknaðar og þrykktar, stækkaðar
myndir úr skissubókum Páls og einnig nokkr-
ar sem eru höggnar út í grjót.
„Ég á svo mikið af myndum sem ég hef aldr-
ei sýnt, eins og þessa af Jóhannesi Geir mál-
ara, blómakonuna hér og þessa þarna af móður
minni við þvottasnúruna,“ segir Páll og bendir
á stór expressjónísk málverk sem bera sterk
líkindi með fyrirsætunum. „Svo ákvað ég að
bæta við nýjum myndum, eins og þessari af
frænku minni, Ástríði Öldu píanóleikara, og
Gunnari Kvaran, sem er mikill vinur minn. Þau
eru hér á besta stað. Þarna er Þorgerður Ing-
ólfsdóttir kórstjóri og við hliðina á henni Jón
Helgason prófessor. Hann kom að Húsafelli,
ég hitti hann og það var eftirminnilegt.“
Veðurbarðir bændur og listamenn
Páll segir elstu myndirnar vera frá um 1980,
þá fór hann að mála portrett. „Ég hef gert
portrettmyndir lengi og hef ekki síst haft
áhuga á bændum. Veðurbörðum bændum; ég
dróst fyrst að því að gera myndir af þeim. Þeir
eru svo mikill hluti af landinu. Þetta svipmikla
fólk er að hverfa. Fólk er að verða einsleitara.“
Páll heldur leiðsögninni áfram. Á áhrifa-
miklu málverki sitja tvær gamlar systur, sem
bjuggu að Uppsölum í Hálsasveit. „Þarna sést
þessi gamla gestrisni, þær bjóða upp á kaffi og
margar kökur. En hundurinn var grimmur og
varð að vera í bandi. Þetta finnst mér fínt
augnablik, þetta er minning um þessar konur
Páll Guðmundsson frá Húsafelli sýnir fjölda mannamynda í tilefni fimmtugsafmælisins á morgun
„Þetta svipmikla fólk er að hverfa“
Í HNOTSKURN
» Sýning Páls frá Húsafelli verðuropnuð í Reykjavík Art Gallery,
Skúlagötu 30, klukkan 17 á morgun,
föstudag.
» Ýmsir vinir Páls munu heiðra hannmeð tónlistarviðburðum á opn-
uninni en á sýningunni eru m.a. myndir
af tónlistarfólki sem tengist honum og
hann hefur unnið með.
AFMÆLISTÓNLEIKAR
Nýja tónlistarskólans verða
haldnir í Langholtskirkju
annað kvöld kl. 20. Efnis-
skráin er fjölbreytt og
koma þar fram fyrrverandi
og núverandi nemendur
ásamt kennurum skólans. Á
þessu skólaári fagnar skól-
inn 30 ára afmæli sínu.
Stofnandi og jafnframt
fyrsti skólastjóri hans var
Ragnar Björnsson, organisti og stjórnandi.
Skólastarfið er fjölbreytt og er kennt á pí-
anó, fiðlu, selló, flautu, gítar og harmonikku og
þá er söngkennsla einnig hluti skólastarfsins.
Tónlist
Afmælistónleikar
í Langholtskirkju
Ragnar
Björnsson
SALVÖR Nordal, for-
stöðumaður Siðfræðistofn-
unar, heldur fyrirlestur í
Þjóðarbókhlöðu kl. 15.15 á
morgun. Fyrirlesturinn
nefnist: Er friðhelgi einka-
lífsins forsenda umburð-
arlyndis? Þar verður fjallað
um greinarmun á opinberu
lífi og einkalífi og sér-
staklega fjallað um tvenns
konar skilning á opinberu
sviði. Þá verður fjallað um hvað felst í umburð-
arlyndi og tengsl þess við fyrrgreindan grein-
armun og hvort friðhelgi einkalífs sé forsenda
umburðarlynds samfélags.
Hugvísindi
Umburðarlyndi og
friðhelgi einkalífs
Salvör
Nordal
BROADWAY-sveifla, mambó, djass og erillinn á stræt-
um Parísarborgar verða í forgrunni á tónleikum Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói í kvöld. Yfirskrift
tónleikanna er New York – París – New York, og tón-
skáldin sem leikin verða eru George Gershwin, Darius
Milhaud og Leonard Bernstein, öll þekkt að gleði og
gáska í verkum sínum.
Einleikari kvöldsins er ung kona frá Argentínu, Karin
Lechner, sem hefur lært hjá sumum mestu meisturum
píanósins, þar á meðal Mörthu Argerich og Daniel Bar-
enboim. Hún leikur einleik í píanókonsert Georges Gers-
hwins. Annað verk Gershwins á tónleikunum er Amerík-
umaður í París sem Gershwin samdi eftir leit að inn-
blæstri í Evrópureisu 1928. Í París hitti hann marga
helstu meistara þess tíma, meðal annarra Milhaud, höf-
und fyrsta verksins á efnisskránni, Sköpunar heimsins,
en Milhaud fór einmitt sjálfur til New York að sækja sér
innblástur vegna þess hve heillaður hann var af djassi.
Púertóríkanar á götum New York-borgar eiga hins
vegar lokaorðið á tónleikum kvöldsins, í Svítu úr West
Side Story eftir Leonard Bernstein.
Stjórnandi á tónleikunum er Benjamin Shwartz.
New York – París – New York á Sinfóníutónleikum í kvöld
Sinfónísk stórborgastræti
Hljómsveitarstjórinn Benjamin Shwartz þykir einn
efnilegasti hljómsveitarstjóri í Bandaríkjunum í dag.
HÖNNUNARMARSINN
heldur innreið sína í Hafn-
arhúsið í dag með tískusýn-
ingu Munda, afhendingu
verðlauna í Errósamkeppn-
inni, fjölbreyttri dagskrá
tengdri útgáfu bókarinnar
Byggingarlist í augnhæð og
fleiru. Viðburðirnir eru
ókeypis og öllum opnir.
Tískusýning Munda hefst
kl. 20, en í frétt frá Hafn-
arhúsi segir að margir bíði með óþreyju eftir
nýjustu tískulínu Munda sem kemur í versl-
anir í haust. „Mundi er hálfgert undrabarn í ís-
lenskri hönnun,“ segir þar ennfremur.
Hönnun
Ný lína frá Munda
í Hafnarhúsinu
Fatahönnuðurinn
Mundi
SÝNA og sjá-dagskrá Ný-
listasafnsins, verður fram
haldið í kvöld kl. 20. Kvöldið
verður helgað hljómsveit-
inni Kolrössu krókríðandi
og fer sveitin yfir átta ára
feril sinn í tali og tónum,
stökkið úr bítlabænum
Keflavík til London og
reynslu sína af óháðum tón-
listarheimi í Bretlandi.
Meginviðfangsefni kvölds-
ins verða þó fyrstu ár sveitarinnar. Forsendur
Sýna og sjá-dagskrár Nýlistasafnsins eru
tengsl óháðra hljómsveita við safnið í 30 ára
sögu þess.
Tónlist
Kolrassa í
Nýlistasafninu
Elíza Geirsdóttir
í Kolrössu