Morgunblaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 41
Menning 41FÓLK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2009 Einar Falur Ingólfsson Þeir eru fáir, ef nokkrir, tón-listarmennirnir sem undirrit-aður hefur hlustað meira á síðustu ár en bassaleikarinn Charlie Haden. Ég hef löngum verið veikur fyrir frumlegum djassbassaleik- urum og Mingus verið þar fremstur í flokki, en síðan ég kynntist Haden fyrir alvöru hefur hann ítrekað náð að koma mér á óvart með leitandi nálguninni og sköpunarþróttinum. Upptökurnar sem Haden lék inná með kvartett Ornette Coleman á sjötta áratugnum eru löngu klass- ískar, rétt eins og margir diskarnir með sveitinni Quartet West, ekki síst „kvikmyndadiskarnir“ Always Say Goodbye og Now is the Hour. Haden stofnaði hina frægu sveit Libaration Music Orcestra með Cörlu Bley, og hefur átt í einstöku dúó-samstarfi við merka tónlistarmenn; nægir að nefna verðlaunadiskana Beyond the Missouri Sky, með Pat Metheny og sálmadiskinn Steal Away með Hank Jones. Þá eru mörg gullkorn í The Montreal Tapes-seríunni.    Bakgrunnur Charlie Hadens er íbandarískri alþýðutónlist. Hann var ekki nema 22 mánaða gamall er hann steig fyrst á svið, með fjölskyldu sinni í Nashville, þar sem þau voru með vinsælan út- varpsþátt. Haden hyllir tónlistina sem hann drakk í sig með móðurmjólkinni á nýja diskinum Rambling Boy – Charlie Haden Family and Friends, sem hefur snúist í ófá skipti í spil- aranum hjá mér síðustu vikurnar. Dyggilega studdur af úrvals með- leikurum, dætrum sínum, syni og eiginkonu, flytur Haden klassíska alþýðusöngva, auk eigin tónsmíða. Á diskinum The Art of The Song mátti fyrst heyra Haden taka lagið í seinni tíð, er hann söng Wayfaring Stranger eftirminnilega. Nú bætir hann um betur á Rambling Boy og syngur hann eftirlætis lag föður síns um Shenandoah, gamla heimabæinn í Iowa. Þau þurfa ekki að vera flókin lögin til að miklir tón- listarmenn fari á kostum. efi@mbl.is Af fjölhæfum bassaleikara » Þau þurfa ekki aðvera flókin lögin til að miklir tónlistarmenn fari á kostum. Ljósmynd/Thomas Dorn Bassaleikarinn Charlie Haden hefur auðnast að viðhalda ferskleikanum. AF LISTUM GUÐRÚN Dalía Salómonsdóttir vakti nokkra athygli þegar hún bar sigur úr býtum í EPTA-píanókeppn- inni fyrir rúmum tveimur árum. Á laugardaginn var komið að fyrstu einleikstónleikum hennar í Salnum í Kópavogi og var efnisskráin í hefð- bundnari kantinum. Fyrir hlé voru sónötur eftir Beethoven, en eftir hlé Schumann og Debussy, með smá barokkmúsík í kaupbæti. Auðheyrt var að Guðrún Dalía hafði undirbúið tónleikana vel. Són- öturnar eftir Beethoven voru leiftr- andi í flutningi hennar, hraðar stróf- ur skýrar og jafnar, og innhverfir kaflar notalega ljóðrænir. Papillons eftir Schumann var líka vel spilað, rómantíkin full af andstæðum, glæsilegum tilþrifum og fagurlega mótuðum blæbrigðum. Sömu sögu er að segja um end- urreisnardansa eftir Rameau í sann- færandi útsetningum sem Guðrún spilaði af miklum yndisþokka. Og þrjár prelúdíur eftir Debussy voru þrungnar viðeigandi dulúð og and- akt, sem einkar ánægjulegt var að upplifa. Ef finna má að einhverju var það helst að styrkleikabreiddin var stundum fremur lítil, a.m.k. þar sem ég sat, en það var fremur aftarlega. Sterkir kaflar voru á tíðum dálítið dempaðir, eins og píanóleikarinn hefði of miklar áhyggjur af því að áslátturinn virkaði harður. Þetta gerði að verkum að tónlistin varð ekki alltaf eins spennandi og hún hefði þurft að vera. Engu að síður gerði Guðrún margt ákaflega vel eins og þegar er komið fram. Ljóst er að hún er hæfi- leikarík listakona sem á framtíðina fyrir sér. Salurinn í Kópavogi Píanótónleikar bbbmn Guðrún Dalía Salómonsdóttir flutti tónlist eftir ýmsa höfunda. Laugardagur 21. mars. JÓNAS SEN TÓNLIST Leiftrandi rómantík Morgunblaðið/Brynjar Gauti Guðrún Dalía Salómonsdóttir „Ljóst er að hún er hæfileikarík listakona sem á framtíðina fyrir sér,“ segir meðal annars í dómi gagnrýnanda. @ Hart í bak (Stóra sviðið) Þrettándakvöld (Stóra sviðið) Sædýrasafnið (Kassinn) Skoppa og Skrítla í söng-leik (Kúlan) Eterinn (Smíðaverkstæðið) Kardemommubærinn (Stóra sviðið) Mið 25/3 kl. 20:00 U Mið 1/4 kl. 20:00 Ö Fim 2/4 kl. 20:00 Ö Fim 26/3 kl. 20:00 4.sýn. Ö Fös 27/3 kl. 20:00 5.sýn. Ö Fim 26/3 kl. 21:00 fors. U Fös 27/3 kl. 21:00 frums. U Lau 28/3 kl. 21:00 Ö Lau 28/3 kl. 13:00 U Lau 28/3 kl. 14:30 U Lau 28/3 kl. 16:00 auka. U Fim 26/3 kl. 21:00 Ö Fös 27/3 kl. 21:00 Mið 15/4 kl. 20:00 Ö Fim 23/4 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00 Fös 3/4 kl. 20:00 6.sýn. Fim 16/4 kl. 20:00 7.sýn. U Fös 3/4 kl. 21:00 Ö Sun 5/4 kl. 21:00 Fös 17/4 kl. 21:00 Ö Lau 18/4 kl. 13:00 Lau 18/4 kl. 14:30 Lau 25/4 kl. 13:00 Fim 2/4 kl. 21:00 Fös 3/4 kl. 21:00 Fös 8/5 kl. 20:00 Lau 9/5 kl. 20:00 Fös 15/5 kl. 20:00 Fös 17/4 kl. 20:00 8.sýn. Þri 21/4 kl. 20:00 U Lau 18/4 kl. 21:00 Fös 24/4 kl. 21:00 Lau 25/4 kl. 21:00. Lau 25/4 kl. 14:30 Ósóttar pantanir seldar þremur dögum fyrir sýningu Sýningum lýkur 15. maí. Tryggðu þér sæti Ath. snarpt sýningatímabil Í samstarfi við Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands Fim 16/4 kl. 21:00 Fös 17/4 kl. 21:00 Lau 18/4 kl. 17:00 U Sun 19/4 kl. 14:00 U Sun 19/4 kl. 17:00 U Lau 25/4 kl. 14:00 U Lau 25/4 kl. 17:00 U Sun 26/4 kl. 14:00 U Sun 26/4 kl. 17:00 U Þri 28/4 kl. 18:00 aukas. U Sun 3/5 kl. 14:00 U Lau 28/3 kl. 14:00 U Lau 28/3 kl. 17:00 U Sun 29/3 kl. 14:00 U Sun 29/3 kl. 17:00 U Lau 4/4 kl. 14:00 U Lau 4/4 kl. 14:00 U Sun 5/4 kl. 17:00 U Sun 5/4 kl. 17:00 U Lau 18/4 kl. 14:00 U Sun 3/5 kl. 17:00 U Þri 5/5 kl. 18:00 U Sun 10/5 kl. 14:00 U Sun 10/5 kl. 17:00 U Lau 16/5 kl. 14:00 U Lau 16/5 kl. 17:00 U Sun 17/5 kl. 14:00 U Sun 17/5 kl. 17:00 U Sun 24/5 kl. 14:00 U ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is Örfáar aukasýningar með bestu vinkonum barnanna Miðaverð aðeins 2.000 kr. 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Söngvaseiður – miðarnir rjúka út! Leikfélag Akureyrar Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is ■ Í kvöld kl. 19.30 New York - Paris - New York Stjórnandi: Karin Lechner Einleikari: Karin Lechner Darius Milhaud: Sköpun heimsins George Gershwin: Ameríkumaður í París og Píanókonsert í F Leonard Bernstein: Sinfónískir dansar úr West Side Story ■ Á morgunn kl. 21.00 New York - New York - Heyrðu mig nú! Heyrðu mig nú! eru um klukkutíma langir tónleikar fyrir ungt fólk. Tónlistin er kynnt með tóndæmum og léttu spalli fyrir tónleika, og síðan er talið í. Á dagskrá er Píanókonsert eftir Gershwin og Sinfónískir dansar eftir Bernstein. Einleikari er Karin Lechner og stjórnandi er Benjamin Shwartz Að tónleikunum loknum er partý í anddyri þar sem þú getur spurt stjórnanda og spilara –Hvað var nú þetta? Miðaverð 1000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.