Morgunblaðið - 15.05.2009, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.05.2009, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Bjartari tímarFangaðu ljósið og færðu stofuna út í sumar Lambo Lounger 69.900,- einfaldlega betri kostur 30 % af sl át tu r af öll um Si len ce dý nu m Lambo Lounger. NÝTT. Garðsófi. Ø165cm. Innifalið í verði er sessa og 5 púðar.69.900,- einfaldlega betri kostur laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 s: 522 4500 www.ILVA.is Skoðaðu hann á www.ILVA.is NÝRSUMARBÆKLINGUR NÝTT KORTATÍMABIL EKKI er hægt að sekta eða svipta ökumann ökuleyfi fyrir að aka eftir að hafa neytt ávana- og fíkniefna með óbeinum reykingum. Hæstirétt- ur hefur í fyrsta skipti kveðið upp dóm þessa efnis. Ekki er heimilt að aka þegar á- vana- og fíkniefni mælast í þvagi þótt blóðsýni staðfesti að ökumaður hafi ekki verið undir áhrifum. Hæstirétt- ur hefur staðfest slíka dóma. Maður sem ákærður var fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna eftir að leifar af kannabis fundust í þvagi hans bar því við að hann hefði ekki áttað sig á því að vera hans í bíl, hálf- um sólarhring áður, þar sem kanna- bis var reykt hefði haft áhrif á lík- amskerfi hans. Bar hann að fjórir strákar hefðu reykt hass í um 20 mínútur í lokaðri fólksbifreið sem hann sat í. Dósent í eiturefnafræði taldi fyrir héraðsdómi að fjarlægur möguleiki væri á að kannabissýra kæmi fram í þvagi eftir óbeinar reykingar, en möguleiki þó. Raunar taldi hann það ólíklegt í þessu tilviki. Hæstiréttur taldi ekki sannað að ákærði hefði vitað eða mátt vita að dvöl hans í bifreiðinni leiddi til þess að leifar ávana- og fíkniefna yrðu í þvagi hans hálfum sólarhring síðar. Aksturinn væri því ekki saknæmur og var dómur héraðsdóms þar sem hann var sýknaður af ákæru stað- festur. Daði Kristjánsson var saksóknari en Sveinn Andri Sveinsson hrl. varði ákærða. helgi@mbl.is Akstur ekki saknæmur Kannabis í þvagi vegna óbeinna reykinga Ekki sannað að ákærði hafi vitað um leifar kannabis Aksturinn því ekki talinn saknæmur Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÞAÐ sem könnunin leiðir í ljós er að fyrirtæki eru síður líkleg til að lenda í vanskilum ef þau eru rekin af konum,“ segir Hafdís Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Laugar Spa og varaformaður Fé- lags kvenna í atvinnurekstri (FKA), um könnun Creditinfo á hlutdeild kvenna í atvinnulífinu. Um nýja könnun er að ræða en þar kemur fram að arðsemi eiginfjár hjá fyrirtækjum þar sem karlar eru framkvæmdastjórar er 29,3% en 34,8% hjá konum. Með líku lagi standa konur betur í skilum en karlar en skv. könnuninni er hlutfall fyrirtækja á vanskilaskrá þar sem karlar eru framkvæmdastjórar 14,3% en 12,8% hjá konum. Hafdís segir stefnt að því að auka hlutdeild kvenna í at- vinnulífinu í samstilltu átaki hagsmunaaðila og stjórnvalda. „Félag kvenna í atvinnu- rekstri, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands hafa verið að vinna að því að undir- búa samning sem verður undir- ritaður á morgun [í dag] af þessum þremur félögum um að efla á næstu fjórum árum þátttöku kvenna í ís- lensku atvinnulífi. Forystumenn allra stjórn- málaflokka verða viðstaddir til að undirrita þenn- an samning í Rúgbrauðsgerðinni klukkan fimm.“ Hún kveðst vilja forðast að fara norsku leiðina. „Í Noregi er hlutfall kvenna í stjórnum fyrir- tækja lögbundið. Við viljum hins vegar forðast að þetta verði bundið í lög hér heldur viljum sjá við- skiptalífið efla þetta sjálft. Við viljum sjá það ger- ast að á næstu fjórum árum verði hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum komið upp í a.m.k. 40%.“ Minnt verði árlega á markmiðin Ætlunin er að könnunin verði gerð árlega og segir Hafdís stefnt að því að kanna á hverju ári hversu mikið hafi áunnist í baráttunni. Formannskjör fer fram hjá FKA í dag og kveðst Hafdís vænta þess að hún verði næsti for- maður félagsins, enda sé hún ein í framboði til eftirmanns Margrétar Kristmannsdóttur, fram- kvæmdastjóra Pfaff, sem lætur af embætti í dag. Arðsemin meiri séu konur við stjórn  Ný könnun Creditinfo leiðir í ljós mun á afkomu fyrirtækja eftir kyni framkvæmdastjóra  Bendir einnig til að fyrirtæki þar sem konur eru framkvæmdastjórar lendi síður í vanskilum Hafdís Jónsdóttir ÞÓTT Kári blési duglega nutu krakkarnir á Austur- borg sólarinnar og sungu hástöfum upp í vindinn fyrir gesti sína á opnu húsi í leikskólanum í gær. Þar mátti líta glæsilegan afrakstur unga fólksins um allan skól- ann, s.s. litskrúðug listaverk af margvíslegu tagi: skúlptúra, smíðagripi, óróa, myndbönd og ljósmyndir. Ekki spillti fyrir að í leikskólagarðinum var búið að koma fyrir stórskemmtilegum hoppuköstulum og létu yngstu kynslóðirnar það tækifæri ekki framhjá sér fara. Háir og lágir gæddu sér svo á nýbökuðum vöfflum í leikskólasalnum svo óhætt er að segja að boðið hafi verið upp á næringu bæði fyrir líkama og sál. Morgunblaðið/Kristinn Sungu upp í sólina og vindinn ÍSLENSKA ríkið var í gær dæmt í Hæstarétti til að greiða manni, sem sat í gæsluvarðhaldi í 12 daga í nóv- ember 2006 bætur upp á 300 þúsund krónur. Maðurinn, sem sat í varð- haldinu vegna gruns um aðild að fíkniefnamáli, krafðist 5 milljóna króna í bætur en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sýknað ríkið af kröfu hans. Maðurinn var handtekinn í tengslum við innflutning á tölvum sem keyptar höfðu verið í Kaup- mannahöfn og flytja átti til Íslands. Í Danmörku uppgötvuðu starfs- menn flutningafyrirtækis að tölv- urnar innihéldu pakka með fíkniefn- um, en grunur þeirra vaknaði við það hversu þungar tölvurnar voru. Kom í ljós að meginhluti vélbúnaðar tölvanna hafði verið fjarlægður og í stað hans settir fíkniefnapakkar sem innihéldu alls um 13,4 kíló af hassi og 202 grömm af kókaíni. Gerðu starfsmennirnir lögreglu viðvart og ákváðu íslensk og dönsk lögregluyfirvöld að láta vörusend- inguna fara til Íslands án fíkni- efnanna í þeim tilgangi að reyna að hafa hendur í hári þeirra manna sem stóðu að innflutningnum á Ís- landi. Ný gögn komu fram sem breyttu forsendum Böndin bárust að starfsmanni hraðflutningafyrirtækis hér á landi sem var fljótlega handtekinn ásamt félaga sínum. Nokkrum dögum síð- ar var þriðji maðurinn, sá er Hæsti- réttur dæmdi bæturnar, handtek- inn. Í kjölfar handtökunnar féllst hann á húsleit á heimili sínu þar sem ýmislegt fannst er þótti tengjast fíkniefnaviðskiptum. Þrátt fyrir að þekkja hina menn- ina tvo neitaði maðurinn öllum fíkni- efnatengslum við þá. Engu að síður var hann handtekinn á ný og úr- skurðaður í gæsluvarðhald, eftir að viðbótarupplýsingar bárust lögregl- unni. Þar sat hann í tæpan hálfan mánuð áður en honum var sleppt. Í júní árið eftir var honum tilkynnt bréflega að málið gegn honum hefði verið fellt niður. Hann höfðaði síðan mál og krafðist bóta. Í dómi Hæstaréttar segir, að til- efni hafi verið til að handtaka mann- inn aftur og úrskurða hann í fram- haldi af því í gæsluvarðhald. Hins vegar hafi skilyrði brostið fyrir því að halda honum í gæsluvarðhaldi þegar skýrsla var tekin af enn öðr- um grunuðum manni. Önnur atriði, sem komu fram við rannsókn máls- ins, hafi ekki rennt frekari stoðum undir grunsemdir lögreglu um þátt mannsins í málinu. Fær bætur frá ríkinu Forsendur fyrir tveggja vikna gæsluvarðhaldi í tengslum við fíkniefnamál héldu ekki samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar Arðsemi eigin fjár karlar framkvæmdastjórar 29,3% konur framkvæmdastjórar 34,8%

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.