Morgunblaðið - 15.05.2009, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.05.2009, Qupperneq 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2009 Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is „VIÐ erum gapandi hissa á því hvernig þessi mál hafa verið unnin,“ segir Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur og lög- reglumaður á höfuðborgarsvæðinu, en í dag taka gildi uppsagnir 20 lög- reglumanna sem ráðnir voru tíma- bundið til starfa hjá embættinu. Ar- inbjörn segir að stjórnvöldum hafi þótt lögreglumenn nógu góðir til að standa vaktina meðan á bús- áhaldabyltingunni stóð. „Við gerum okkur grein fyrir að það eru þreng- ingar í þjóðfélaginu,“ segir Arn- grímur, „og álagið sem annars er hjá þessum tuttugu flyst bara á færri hendur. Já, þetta lítur ekki vel út.“ Hann segir furðulegt að hægt sé að koma fram við fólk með þeim hætti sem gert er við lögreglumennina. „Það er nánast eins og við bíðum hérna við lögreglustöðvarnar á hverj- um morgni til að athuga hvort við fáum vinnu. Þetta er bara sorglegt.“ Mikil ólga er innan félagsins vegna málsins og mönnum finnst embættið ekki standa sig nógu vel. „Við viljum sjá að gerðar verði einhverjar áherslubreytingar í því ferli sem ver- ið er að vinna í núna,“ segir Ar- inbjörn og nefnir í því samhengi fyr- irhugaða fimm stöðva væðingu, en til stendur að færa löggæsluna út á fimm stöðvar á höfuðborgarsvæðinu. „Það hefur í för með sér aukinn kostnað og ég held að það sé við- urkennt, í það minnsta tímabundið á meðan verið er að koma því á lapp- irnar,“ segir hann. „Við viljum sjá að því verði slegið á frest og fjármun- unum varið í þessa starfsmenn og staða þeirra tryggð innan lögregl- unnar. Það er númer eitt, tvö og þrjú.“ Erum gapandi hissa  Tuttugu lögreglumenn sem ráðnir voru tímabundið missa vinnuna í dag  Furðulegt að hægt sé að koma svona fram Í HNOTSKURN »Stefán Eiríksson lýstiáhyggjum sínum yfir fækkun lögreglumanna í Morgunblaðinu 2. maí sl. »Fyrir ári voru 347 lög-reglumenn í starfi hjá embættinu. »Með fækkuninni í dagverða eftir 290 lög- reglumenn. AUKIÐ líf færist í Hafnarfjarðarhöfn með hækk- andi sól. Siglingaklúbbur hefur þar aðstöðu og einstaklingar geyma bátana sína í höfninni. Stundum er siglt innan um stóru skipin. Í gær var slöngubáti siglt að dýpkunarpramma sem liggur við bryggju með annan bát utan á sér. Áætla má út frá þeim hleðslumerkjum á stefni prammans sem standa langt upp úr sjó að hann risti sex til sjö metra. Ekki þarf nein hleðslu- merki á litla bátinn en ljóst er að farmur hans er mun verðmætari. Börnin eru með björgunar- vesti og njóta siglingarinnar. helgi@mbl.is Útsýnissigling í Hafnarfjarðarhöfn Morgunblaðið/Eggert Lögreglumönnunum tuttugu var boðið upp á að þiggja hálfa stöðu, breytingar á álagsgreiðslum o.fl. Arinbjörn segist telja þá almennt ekki hyggjast þiggja þetta. „Mér skilst að andinn hjá þeim sé nú þann- ig að þau séu bara búin á sálinni hvað þetta varðar,“ segir hann. Þau hafi ítrekað verið ráðin áfram tíma- bundið en nú sé nóg komið. „Það virðist vera tónninn að þau ætli ekki að láta bjóða sér þetta áfram.“ Arinbjörn segir bæði félagið og lögreglumennina sjálfa hafa biðlað til ríkisstjórnarinnar um að tekið verði á málinu ekki seinna en strax. „Þetta tekur náttúrlega gildi á morgun [í dag] og einn mánuður í viðbót mun ekki breyta neinu. Þau þurfa að fara að fá eitthvað fast í hendi,“ segir Arinbjörn og bætir við að uppsagnirnar setji margt í upp- nám og m.a. þurfi að hugsa sumarfrí lögreglumanna upp á nýtt, jafnvel að brytja þau niður í smátt til að halda starfinu gangandi í sumar. „Alveg búin á sálinni“ ÖGMUNDUR Jónasson heil- brigðisráðherra vill setja sér- stakan skatt á sykraða gos- drykki. Hann lýsti þessu yfir í ræðu á ársfundi Sjúkrahússins á Akureyri í gær og hyggst taka málið upp í ríkisstjórn í dag. Ögmundur sagði við Morgunblaðið að vitneskja um afar slæma tannheilsu íslenskra barna kallaði á kröftug viðbrögð stjórnvalda. Ráðherra vildi ekki nefna neinar tölur en í grein í Morg- unblaðinu á dögunum fjölluðu tveir vísindamenn um hugsanlegan skatt á gosdrykki, Sigurður Guðmunds- son, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, og Inga Þórsdóttir, prófessor í næringarfræði. Þau nefndu að miðað við það magn sem drukkið er hér á landi af gosi myndi 10 króna aukagjald á hvern lítra skila ríkissjóði um hálfum milljarði króna á ári. skapti@mbl.is Ögmundur vill leggja á sykurskatt Ögmundur Jónasson Verður að bregðast við slæmri tannheilsu ÍSLENSKA ríkið er eigandi vatns- réttinda jarðarinnar Skálmholts- hrauns í Þjórsá. Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms sem hafn- aði kröfu núverandi eiganda jarðar- innar um að þessi réttindi væru fallin niður. Títanfélagið seldi jörðina Skálm- holtshraun á vesturbakka Þjórsár árið 1931, án vatnsréttinda sem fé- lagið afsalaði síðan á árinu 1952 til ís- lenska ríkisins. Núverandi eigandi Skálmholts- hrauns stefndi Landsvirkjun og rík- inu vegna fyrirhugaðrar virkjunar í neðri hluta Þjórsár. Taldi hún að réttindin hefðu fallið niður fyrir van- lýsingu, hún hefði eignast þau fyrir hefð eða að þau væru fallin niður fyr- ir vangeymslu og tómlæti. Á þessi sjónarmið var ekki fallist, hvorki í héraðsdómi né Hæstarétti. Ríkið á réttindin í Þjórsá FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is SAMTALS þiggja nú 22 ráðherra- laun, samkvæmt svari skrif- stofustjóra forsætisráðuneytisins, Óðins Helga Jónssonar, við fyr- irspurn Morgunblaðsins. Þar af eru átta á biðlaunum til sex mánaða. Þeir eru Árni M. Mathie- sen, Björn Bjarnason, Einar Krist- inn Guðfinnsson, Geir H. Haarde, Guðlaugur Þór Þórðarson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Þorgerður Katr- ín Gunnarsdóttir og Þórunn Svein- bjarnardóttir. Þá eru tveir fyrrverandi ráð- herrar á biðlaunum til þriggja mán- aða, Ásta Ragnheiður Jóhann- esdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir. Til viðbótar þessum tíu fyrrver- andi ráðherrum sem nú þiggja bið- laun eru tólf ráðherrar í nýskipaðri ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Óðinn Helgi sagði ekki vera hægt að segja nákvæmlega hver kostnaðurinn yrði af þessu. Sé mið tekið af launatöflu Kjara- ráðs, sem ákvarðar laun ráðherra, ætti kostnaður við greiðslu mán- aðarlauna til þeirra sem eru á bið- launum að nema tæplega 54 millj- ónum króna. Mánaðarlaun ráðherra eru sam- kvæmt launatöflu 992 þúsund krón- ur en forsætisráðherra er með tæp- lega 1,1 milljón á mánuði.  Kostnaður við greiðslu biðlauna fyrrverandi ráðherra um 54 milljónir króna sé mið tekið af launatöflu Kjararáðs 22 á ráðherralaunum Morgunblaðið/Ómar Ráðherrar Fyrrverandi og núver- andi félagsmálaráðherra. Töluverður kostnaður lendir nú á skattgreiðendum vegna ríkis- stjórnaskipta. Samtals eru 22 á ráðherralaunum, þar af tíu ráð- herrar í fyrri ríkisstjórnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.