Morgunblaðið - 15.05.2009, Qupperneq 17
Fréttir 17VIÐSKIPTI|ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2009
Þetta helst ...
● KALIFORNÍA hefur beðið alrík-
isstjórnina í Washington um aðstoð við
sölu á skammtímaskuldabréfum. Mun
Kalifornía þurfa að selja skuldabréf fyrir
23 milljarða dala til að geta staðið í skil-
um á þessu ári.
Vilja talsmenn Kaliforníu að alríkið
noti hluta af því fé, sem ætlað er til að
kaupa lélegar eignir af fjármálafyr-
irtækjum, til að kaupa þessi bréf af rík-
inu. Þrátt fyrir slæma stöðu hefur lítið
þokast í hagræðingarátt hjá stjórn-
völdum í Kaliforníu. bjarni@mbl.is
Kalifornía þarf hjálp
● JAPANSKA raftækjafyrirtækið Sony
var rekið með tapi á síðasta rekstrarári
en það hefur ekki gerst í fjórtán ár. Fyr-
irtækið varar við því að útlit sé fyrir
áframhaldandi tap en efnahags-
kreppan hefur bitnað illilega á jap-
önskum tæknifyrirtækjum.
Nam rekstrartap Sony 227,8 millj-
örðum jena á rekstrarárinu sem lauk
þann 31. mars sl. Árið á undan nam
rekstrarhagnaðurinn 475,3 milljörðum
jena. Tap Sony nam 98,9 milljörðum
jena en árið á undan var hagnaðurinn
369,4 milljarðar jena. Er tapið mun
minna heldur en áætlanir félagsins
gerðu ráð fyrir. guna@mbl.is
Sony tapar í fyrsta
sinn í fjórtán ár
● BBR ehf., einka-
hlutafélag í eigu
bræðranna Lýðs og
Ágústs Guðmunds-
sona, á orðið
89,4% hlut í Exista
en í síðustu viku
rann út tilboð BBR
til hluthafa í Exista
um kaup á hlutum
þeirra í félaginu.
Alls tóku 11,5%
hluthafa tilboði BBR, sem fyrir átti
77,9% hlut í Exista. Samkvæmt ákvörð-
un Fjármálaeftirlitsins hljóðaði tilboðið
upp á 0,02 krónur á hlut. Hefði hlutur
BBR farið yfir 90% eftir útboðið hafði
félagið áskilið sér rétt til að innleysa
það sem eftir stæði. guna@mbl.is
Náðu ekki 90%
eignarhlut í Exista
Lýður
Guðmundsson
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
SJÓVÁ uppfyllir sem stendur ekki
lágmarkskröfur um gjaldþol trygg-
ingafélaga, en það er nauðsynlegt
magn af eigið fé sem slík félög þurfa
til þess að mega starfa samkvæmt
lögum. Vegna þessarar stöðu hefur
Sjóvá, ásamt Verði, verið undir sér-
tæku eftirliti Fjármálaeftirlitsins
(FME) frá bankahruni.
Sjóvá fjárfesti mikið í erlendum fast-
eignaverkefnum víðsvegar um heim-
inn auk þess sem eigandi Sjóvár,
Milestone, færði eignir inn í trygg-
ingafélagið til að jafna út viðskipta-
skuld. Stjórnendur Sjóvár hafa ekki
viljað upplýsa Morgunblaðið um
hvernig sú viðskiptaskuld skapaðist,
en hún stóð í 7,3 milljörðum króna í
árslok 2006. Ráðist var í fjárfesting-
arnar í krafti þess að staða bótasjóðs
Sjóvár var afar sterk.
Vantar tíu milljarða
Slæma stöðu Sjóvár má rekja til
ofangreindra fjárfestinga. Félagið er
nú á forræði skilanefndar Glitnis,
eftir að hún tók yfir eignir Milestone,
fyrrverandi eiganda Sjóvár. Verið er
að reyna að endurskipuleggja Sjóvá
með þeim hætti að aðskilja fjárfest-
ingahlutann frá vátryggingarhlutan-
um.
Árni Tómasson, formaður skila-
nefndar Glitnis, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að þeirri end-
urskipulagningu væri ekki lokið.
Hann vonaðist þó til að hægt yrði að
ljúka henni á allra næstu dögum. Í
kjölfarið myndi vátryggingahlutinn
væntanlega fara í söluferli, en hann
vantaði að minnsta kosti tíu millj-
arða króna innspýtingu eigna eða
fjármagns til að mega starfa áfram.
Eigandi Sjóvár fyrir hrun var fjár-
festingafélagið Milestone. Það
keypti sig inn í Sjóvá árið 2005 og
eignaðist það að fullu árið eftir. Mile-
stone, sem var í eigu bræðranna
Karls og Steingríms Wernerssona,
réð Þór Sigfússon sem forstjóra fé-
lagsins.
Eignirnar jukust gríðarlega
Í lok árs 2005 voru heildareignir
Sjóvár 36 milljarðar króna og félagið
var fyrst og síðast vátryggingafélag.
Þorri fjárfestinganna var þá í ýmiss
konar verðbréfum en engar „fjár-
festingareignir“, en það eru fast-
eignir í notkun eða í byggingu. Í árs-
lok 2006 höfðu eignir félagsins
rúmlega tvöfaldast, voru orðnar 77,3
milljarðar króna, og munaði þar
mest um fjárfestingaeignir upp á
30,6 milljarða króna. Árið 2007 voru
heildareignir Sjóvár komnar í 99
milljarða króna. Þar af námu fjár-
festingaeignirnar 49 milljörðum.
Stór hluti þessara eigna var í stýr-
ingu hjá Askar Capital, öðru félagi
Milestone. Skilanefndin reynir nú að
fjarlægja þessar eignir út úr Sjóvá.
Þær hafa rýrnað mikið í verði.
Heimildir Morgunblaðsins herma
að stærstu leikendur í íslensku fjár-
málalífi hafi litið bótasjóði trygg-
ingafélaganna hýru auga þar sem í
þeim var raunverulegt fjármagn.
Þeir höfðu áhuga á að virkja það
fjármagn í fjárfestingum sínum.
Sjóvá undir eftirliti
FME frá bankahruni
Vátryggingastarfsemi enn ekki aðskilin fjárfestingum
Í HNOTSKURN
»Vátryggingaskuld Sjóvár,oftast kölluð bótasjóður,
samanstendur af tjónaskuld
félagsins og fyrirfram-
greiddum iðgjöldum. Bóta-
sjóðurinn er því í raun skuld
Sjóvár við viðskiptavini sína.
»Peningarnir sem koma inneru síðan fjárfestir, og þær
fjárfestingar bókfærðar á
eignarhluta efnahagsreikn-
ings Sjóvár.
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
LANDSSAMTÖK lífeyrissjóða (LL)
áætla að raunávöxtun lífeyrissjóð-
anna í landinu hafi verið neikvæð um
21,5% að meðaltali á árinu 2008.
Þetta var meðal þess sem fram kom í
máli Arnars Sigurmundssonar, for-
manns stjórnar LL, á aðalfundi sam-
takanna í gær. Sagði hann að árið
2008 hefði verið eitt erfiðasta ár í
starfsemi sjóðanna frá upphafi.
Arnar greindi frá því að síðastliðin
tíu ár hefði meðalraunávöxtun lífeyr-
issjóðanna verið jákvæð um 2,5%.
„Frá upphafi reglulegra mælinga ár-
ið 1991 mælist hins vegar meðal-
raunávöxtunin 3,7% og hélst þetta
há þrátt fyrir að raunávöxtun væri
neikvæð um rúm 20% í fyrra.“
Meðal þeirra hæstu í heimi
Arnar sagði að eignarýrnun lífeyr-
issjóðanna á síðasta ári kæmi skýrt
fram í hinni rúmlega 20% neikvæðu
raunávöxtun þeirra í fyrra. „Má ætla
að það hlutfall gefi glögga mynd af
stöðu sjóðanna í árslok 2008. Ljóst
er að lækkun á eignum erlendra líf-
eyrissjóða er í mörgum tilvikum
meiri en hér á landi,“ sagði hann og
vísaði til samantektar OECD þessu
til stuðnings.
Heildareignir íslenska lífeyris-
sjóðakerfisins sem hlutfall af lands-
framleiðslu eru meðal þeirra hæstu í
heimi og voru um 130% af vergri
landsframleiðslu í árslok 2008. Sagði
Arnar að áætlað væri að þetta hlut-
fall væri nú komið í um 112%.
Arnar greindi frá því að fullur vilji
væri hjá lífeyrissjóðunum að ganga
eins langt og mögulegt væri til að
koma til móts við sjóðfélaga í
greiðsluerfiðleikum, með skuld-
breytingu vanskila, frestun á
greiðslum og lengingu lánstíma. Er
það í samræmi við þær aðgerðir sem
ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir.
Mikið högg
Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur
og lektor, sagði í erindi sem hann
flutti á aðalfundinum, að ljóst væri
að lífeyrissjóðirnir í landinu hefðu
orðið fyrir miklu höggi. „En við vit-
um að þeir náðu að jafna sig tiltölu-
lega fljótt, til dæmis eftir að netbólan
sprakk.“ Sagði hann að staðan nú
væri reyndar töluvert erfiðari en þá.
Netbólan átti sinn þátt í því að
raunávöxtun lífeyrissjóðanna var að
meðaltali neikvæð á tímabilinu frá
árinu 2000 til ársins 2002.
Meðalraunávöxtun um
3,7% frá árinu 1991
Morgunblaðið/Eggert
Högg Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor, sagði m.a. á aðalfundi
Landssamtaka lífeyrissjóða að sjóðirnir hefðu orðið fyrir miklu höggi í fyrra.
Heildareignir líf-
eyrissjóða rýrnuðu
töluvert í fyrra
!"#
$%& $(
$
(
&(
'
'
'
Þorsteinn Ein-
arsson, skipta-
stjóri Mótormax,
segir allt til skoð-
unar í bókhaldi
félagsins nú þeg-
ar það er komið í
gjaldþrota-
meðferð.
Helgina áður
en skiptastjóri
tók við búinu var
auglýstur stórafsláttur af ýmsum
tækjabúnaði sem Mótormax selur.
Þorsteinn segir það skoðað eins
og allt annað í rekstri Mótormax
hvort verið var að reyna að taka
reiðufé út úr félaginu rétt áður en
það fór í gjaldþrot. Hann hafi enga
vitneskju um að svo hafi verið en
reikningar fyrirtækisins verði yf-
irfarnir eins og alltaf er gert við
svona aðstæður.
Magnús Kristinsson var eigandi
Mótormax en hann hefur einnig
stjórnað Toyota á Íslandi.
Þorsteinn segir nú auglýst eftir
kröfum í búið. Skuldir félagsins séu
á annan milljarð.
bjorgvin@mbl.is
Mótormax
undir smásjá
Þorsteinn
Einarsson
Skuldabréf féllu í verði í Kauphöll
Íslands í gær í kjölfar yfirlýsingar
sendifulltrúa Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins á fundi SFF, að að-
stæður bjóði ekki upp á frekari
stýrivaxtalækkun.
Velta með skuldabréf var líka
mikil eða tæpir 12 milljarðar
króna.
Styttri skuldabréfin lækkuðu
meira en þau lengri. Þannig lækk-
uðu ríkisbréf, sem eru á gjalddaga
2019, um 1,88% í viðskiptum dags-
ins. Verðtryggð íbúðabréf lækk-
uðu einnig. Íbúðabréf á gjalddaga
2024 lækkuðu til dæmis um rúmt
1%.
Yfirlýsing sendifulltrúa Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins í gær gaf til
kynna að stýrivextir yrðu ekki
lækkaðir umtalsvert í júní eins og
Seðlabankinn hafði gert ráð fyrir.
Þeir sem eiga í viðskiptum á
skuldabréfamarkaðnum lesa í
þessi skilaboð og telja greinilega
að sú hækkun sem hefur verið á
áður útgefnum skuldabréfum
haldi ekki þar sem vextir verði
lengur hærri en væntingar stóðu
til. Þegar skuldabréf lækka í verði
gera fjárfestar kröfu um hærri
vexti.
Skuldabréfin
féllu í verði í
kjölfar fundar
)*
)*
'
'
)*
+*
'
'
,-./-
0 1
'
'
2345
,6*
'
'
)*
)*
'
'
● STJÓRNVÖLD í
Lettlandi reyna nú
að semja á ný um
þau skilyrði sem
Alþjóða gjaldeyr-
issjóðurinn (IMF)
setur fyrir því að
ríkið fái aðstoð frá
sjóðnum, að sögn
forsætisráðherra
Lettlands, Valdis
Dombrovskis.
Sagðist hann vilja fá heimild til þess
að nýta hluta af því fé sem er eyrna-
merkt bönkum í rekstur hins op-
inbera.
IMF hefur krafist þess að Lettar
skeri enn frekar niður í ríkisrekstri.
Lettar leita
samninga við IMF
Valdis
Dombrovskis
● ALLS skráðu 637 þúsund Bandaríkja-
menn sig á atvinnuleysisskrá þar í
landi í síðustu viku og er þetta meiri
fjöldi en gert hafði verið ráð fyrir. Þykir
þetta merki um að efnahagsástandið sé
ekkert að batna þar í landi þrátt fyrir yf-
irlýsingar ráðamanna um slíkt.
Samkvæmt upplýsingum frá banda-
rísku vinnumálastofunni voru nýskrán-
ingarnar nú 32 þúsund fleiri en vikuna á
undan er þær voru 605 þúsund talsins.
Höfðu sérfræðingar spáð því að ný-
skráningarnar yrðu 610 þúsund talsins í
síðustu viku. Meðal hinna fjölmörgu
sem skráðir voru á atvinnuleysisskrá í
síðustu viku eru starfsmenn Chrysler
bílaframleiðandans, sem kominn er í
greiðslustöðvun. guna@mbl.is
Enn eykst atvinnuleysi
í Bandaríkjunum