Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 20
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jafnvægi „Þetta snýr að því hvernig við högum okkur sem ábyrgir borgarar í heimssamfélaginu,“ segja þær Hall-
dóra Hreggviðsdóttir og Hulda Steingrímsdóttir hjá Alta, sem undirritaði Meginreglur Sameinuðu þjóðanna.
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
G
eta fyrirtæki verið með
samvisku? Er hægt að
ætlast til af öðrum fyr-
irtækjum en þeim op-
inberu að taka ábyrgð á
samfélaginu? Já, svara þær Halldóra
Hreggviðsdóttir og Hulda Stein-
grímsdóttir, hjá ráðgjafarfyrirtæk-
inu Alta. Á dögunum skrifaði það
undir Meginreglur Sameinuðu þjóð-
anna (UN Global Compact) og lýsti
þannig yfir að það ætlaði að axla
ábyrgð.
„Árið 1999 gerði Kofi Annan, þá-
verandi aðalritari Sameinuðu þjóð-
anna, sér grein fyrir að þjóðir næðu
ekki markmiðum SÞ um sjálfbæra
þróun nema í samvinnu við einkarek-
in fyrirtæki,“ útskýrir Hulda. „Fyr-
irtækin eru lykillinn að breytingum
því þau stýra vöruframboði og hafa
gífurleg áhrif í allri alheimsvæðing-
unni. Hann kom þessu verkefni á þar
sem fyrirtæki skuldbinda sig til að
fylgja tíu grundvallaratriðum er
varða mannréttindi, umhverfismál,
vinnuvernd og spillingu. Árlega skila
þau svo yfirliti um árangurinn.“
Þær segja það velta á hverju fyr-
irtæki hvernig framkvæmd samn-
ingsins er, enda snúi málið öðruvísi
við t.d. stóru framleiðslufyrirtæki í
Lettlandi en ráðgjafarfyrirtæki á Ís-
landi. „Hjá okkur tengist þetta bæði
innra starfinu og áherslum á sjálf-
bærni í ráðgjöf til okkar við-
skiptavina, stefnumörkun og öðrum
verkefnum sem tengjast þessum
málaflokki,“ segir Halldóra.
Snýst um að hugsa
til langs tíma
Samningurinn lýtur þó að fleiru en
umhverfismálum. „Sjálfbær þróun
byggist á að jafnvægi sé milli efna-
hags, samfélags og umhverfis,“ út-
skýrir Hulda. „Fyrirtækin skuld-
binda sig t.d. til að virða
mannréttindi en það felur t.d. í sér að
borguð séu lágmarkslaun, að aðbún-
aður starfsmanna sé í lagi og fleira í
þeim dúr. Þar er okkar fyrirtæki í
góðum málum og ég hugsa að svo sé
almennt hjá íslenskum fyrirtækjum.
Raunar framleiða mörg íslensk fyr-
irtæki erlendis og þá þarf að huga að
því hvernig málum er háttað þar.
Þetta snýr að því hvernig við högum
okkur sem ábyrgir borgarar í heims-
samfélaginu.“
Þær bæta því við að á Íslandi hafi
samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja
hingað til snúist að miklu leyti um að
veita styrki til góðra málefna. „Svo
kemur fjármálakreppan og þá vökn-
um við upp við að við höfum hugsað
aðeins of mikið í ársfjórðungum.
Þetta snýst um að hugsa til langs
tíma. Okkur er tamt að hugsa um
okkur sem ábyrga einstaklinga og
með þessu er það í rauninni yfirfært
á fyrirtæki, en samfélagsleg ábyrgð
snýst um að vera góður samfélags-
þegn með langtímasýn og góð tengsl
við sitt samfélag,“ segir Hulda.
Auk Alta undirritaði Nýsköp-
unarmiðstöð meginreglur SÞ nýlega
en áður höfðu bæði Landsbankinn og
Glitnir undirritað þær. Þær Halldóra
og Hulda eru ekki í vafa um að skuld-
bindingin gagnist fleirum. „Úti í hin-
um stóra heimi eru stóru fyrirtækin,
sem vilja sýna að þau vinni ábyrgt
starf, þátttakendur í þessu pró-
grammi, sem veitir aðgang að tengsl-
aneti og frjóum hugmyndum,“ segir
Halldóra. „Í þeim breytingum sem
eru að verða á samfélaginu þurfum
við að vita fyrir hvað við stöndum og
hvert við viljum fara. Þá er þessi
hugsunarháttur sjálfbærrar þróunar
mikilvægur rammi.“
Þurfum að vita fyrir hvað við
stöndum og hvert við stefnum
Ýmis vandamál sem heimurinn glímir við á sviði umhverf-
is- og mannréttindamála eru svo stór að þau virðast bæði
illviðráðanleg og óyfirstíganleg. Lítið ráðgjafarfyrirtæki á Ís-
landi ætlar þó að leggja sitt af mörkum til úrbóta.
Svo kemur fjármálakrepp-
an og þá vöknum við
upp við að við höfum
hugsað aðeins of mikið
í ársfjórðungum.
20 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2009
Eftir Björn Björnsson
Sauðárkrókur | Skammt er stórra
högga á milli í tónlistarlífi Skagfirð-
inga því nú að nýlokinni Sæluviku,
þar sem söng og tónlist var haldið
hátt á lofti, verður óperan Rigoletto
eftir G. Verdi færð á fjalirnar í Fé-
lagsheimilinu Miðgarði hinn 21. maí
nk. kl. 20.30
Það er Ópera Skagafjarðar sem
stendur að uppfærslunni, sem er
sambland af leik, söng og tónlist, en
leikstjóri og sögumaður er hin góð-
kunna leikkona Guðrún Ásmunds-
dóttir, Aladar Rácz leikur undir en
stjórnandi tónlistar og kórs er Pa-
mela De Sensi.
Ópera Skagafjarðar var stofnuð
árið 2006 af Alexöndru Cherny-
shovu og var fyrsta verkefnið La
Traviata sem sýnd var víða um land
við góðar undirtektir.
Í Rigoletto syngur Alexandra
hlutverk Gildu, en Þórhallur Barða-
son er í hlutverki Rigolettos og Sig-
urður Þengilsson er Duca. Önnur
hlutverk eru í höndum Stefáns Arn-
grímssonar, Jóhannesar Gíslasonar,
Ásdísar Guðmundsdóttur, Þorsteins
Bjarnasonar, Ivano Tasin, Sig-
urdrífu Jónatansdóttur, Árna Gísla
Brynleifssonar og Ólafar Ólafs-
dóttur. Þá er með einsöngvörunum
kór óperunnar.
Að sögn Alexöndru Chernyshovu
hefur verið nokkuð langur aðdrag-
andi að þessari uppfærslu, en byrjað
var á æfingum á síðastliðnum vetri,
og á Sæluvikunni þá voru teknar
upp nokkrar af perlum verksins og
gefnar út á geisladiski, þar sem
Keith Reed stjórnaði fjórtán manna
kammersveit hljóðfæraleikara úr
Sinfóníuhljómsveit Íslands, er lék
undir á diskinum. En síðan var
þráðurinn tekinn upp að nýju nú í
haust og segir Alexandra að svo hafi
komið svolítið kreppufrí, en „í febr-
úar vorum við ákveðin í að gera
þetta og láta það ganga. Okkur
langaði bara til að gera okkar eigin
Rigoletto, við vorum komin svo
langt. Fólkið var bara komið í kar-
akterana sem það leikur, svo það
var ekkert eftir nema að setja þetta
á sviðið. Hún Guðrún Ásmunds-
dóttir sér um leikstjórnina, en hún
hefur gert þetta allt saman áður,
svo að við erum ekki í neinum vand-
ræðum.
Svo erum við með frábæran pí-
anóleikara, því að við höfum ekki
efni á heilli hljómsveit, en það er
hann Aladar Rácz og stjórnandi tón-
listar og kórsins er ekki síðri, Pa-
mela De Sensi. Þetta verður flottur
okkar Rigoletto,“ sagði Alexandra
brosandi um leið og hún dreif sig
inn á æfingu sem var í fullum gangi.
Nóg að gera
Alexandra Chernyshova hefur
ekki setið auðum höndum í vetur því
auk óperunnar rekur hún Söng-
skóla Alexöndru og í samvinnu við
Tónlistarskóla Austur- og Vestur-
Húnavatnssýslu stofnaði hún
stúlknakórinn Draumaraddir norð-
ursins og stjórnar honum en kórinn
telur rúmlega fimmtíu stúlkur af
svæðinu og voru um síðustu páska
haldnir nokkrir tónleikar frá
Hvammstanga til Sauðárkróks við
frábærar undirtektir tónleikagesta.
„Ætlum að láta
þetta ganga“
Góð Rigoletto, Þórhallur Barðason og Gilda, Alexandra Chernyshova.
Óperan Rigoletto sett á svið í Skagafirði
Halldóra og Hulda segja því fara fjarri að fyrirtæki
og stofnanir hafi ekki efni á umhverfisáherslum, nú
þegar skórinn kreppir. „Þetta snýst um að fara vel
með auðlindir og nýta þau tækifæri
sem við öll stöndum frammi fyrir í
dag,“ segir Hulda. „Við þurfum að
byggja upp trúverðugleika og traust
á ný og þessar meginreglur eru tæki
til þess.“
Halldóra er þessu sammála og segir
ríða á að finna hvar tækifærin og
vaxtarsprotarnir liggja. „Þetta snýst
um hugsunarhátt sem breyttir tímar
knýja okkur til að taka alvarlega. Það
má búast við að þeim þjóðum vegni betur sem kunna
að nýta sér hann og gera það snemma og af fullri al-
vöru. Nú er einstakt tækifæri fyrir Ísland að skapa
sér sérstöðu á sviði sjálfbærrar þróunar. Þar vinnur
stærð okkar samfélags, samfélagsgerð og eðli með
okkur. Vaxtarsprotarnir eru í nýsköpun sem nýtir
hreina orku og þróun á vörum sem því tengjast. Og
við höfum allt sem þarf, þ.e. umhverfið, hreina orku,
auðlindir og mannauð. Við þurfum bara að vera svo-
lítið voguð í hugsun. Af hverju fáum við t.d. ekki
bílafyrirtæki til að nota Ísland sem reynsluland fyrir
þróun rafmagnsbíla? Það gæti gerst býsna hratt.“
Þær benda á íslensk fyrirtæki sem
blómstri nú í kreppunni sem hafi einmitt
nýtt sér auknar umhverfiskröfur. Dæmi
um þetta er Marorka sem fékk umhverf-
isverðlaun Norðurlandaráðs í fyrra og
gekk í vikunni frá sínum langstærsta
samningi til þessa, við norska fyrirtækið
Kongsberg um sölu á orkustjórn-
unarkerfi fyrir skip.
Ferðaþjónustan er annað dæmi. „Það
eru mikil sóknarfæri í sjálfbærri ferða-
þjónustu. Við höfum þessa frábæru þjóðgarða og
þurfum aðeins að styrkja innviði þeirra og gera þá
aðgengilegri fyrir ferðamenn. Þeir geta gegnt lyk-
ilhlutverki í öflugri atvinnuuppbyggingu tengdri
landbúnaði og þjónustu í héraði, sérstaklega þar sem
uppbyggingin er samvinnuverkefni íbúa, nátt-
úruverndaraðila og annarra hagsmunaaðila. Af
hverju horfum við ekki á stórfyrirtækið „Þjóðgarð“
með öllu því góða sem því fylgir? “
Tækifæri til sóknar í kreppunni