Morgunblaðið - 15.05.2009, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2009
Óskar Magnússon.
Ólafur Þ. Stephensen.
Útgefandi:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Það erkannskiekki að
furða að ríkis-
stjórnin skyldi
bíða með að birta
opinberlega drög
sín að þingsályktunartillögu
um umsókn Íslands um aðild
að Evrópusambandinu. Text-
inn sýnir svo augljóslega
fram á vandræðaganginn á
milli flokkanna í þessu stóra
og afdrifaríka máli.
Í tillögunni er engan rök-
stuðning að finna fyrir því
hvers vegna Ísland ætti að
sækja um aðild að Evrópu-
sambandinu. Einu rökin, sem
eru færð fram, eru þessi:
„Tillaga um aðildarumsókn
til ESB er lögð fram til þess
að íslenska þjóðin fái tæki-
færi til að hafna eða sam-
þykkja samning um aðild að
Evrópusambandinu þegar
hann liggur fyrir.“
Vissulega er mikilvægt að
þjóðin fái að taka afstöðu til
aðildarsamnings. En mörg
skýr rök eru fyrir því að
sækja um aðild að Evrópu-
sambandinu. Og slík rök
hljóta að vera undirstaða
þess umboðs, sem rík-
isstjórnin og samningamenn
hennar fá frá Alþingi til að
semja við Evrópusambandið
um aðild. Sá, sem sækir um
aðild og virðist ekki hafa
hugmynd um til hvers, mun
ekki ná góðum árangri í
samningaviðræð-
unum.
Í greinargerð-
inni með drög-
unum að þings-
ályktunartillögu
eru ýmsir skyn-
samlegir punktar. Áherzlan á
víðtækt samráð við hags-
munaaðila er jákvæð, sömu-
leiðis fyrirheit um opið og
gegnsætt ferli og greiða
miðlun upplýsinga um aðild-
arviðræðurnar til almenn-
ings.
Upptalning í greinargerð-
inni á grundvallarhags-
munum, sem ríkisstjórnin
telur að þurfi að gæta í
samningaviðræðunum, er
fremur almennt orðuð. Slíkt
er ekki óskynsamlegt út frá
því að skapa svigrúm í aðild-
arviðræðum til að ná samn-
ingum. Hins vegar má telja
víst að stjórnarandstaðan,
sem nú á í viðræðum við Öss-
ur Skarphéðinsson utanrík-
isráðherra um texta þings-
ályktunartillögunnar, muni
vilja hafa áhrif á þetta orða-
lag.
Stjórnarandstaðan getur
hins vegar tæplega hjálpað
ríkisstjórninni að koma sam-
an rökstuðningi fyrir því
hvers vegna eigi að senda
Evrópusambandinu aðild-
arumsókn. Þar verða stjórn-
arflokkarnir einfaldlega
sjálfir að komast að nið-
urstöðu. Rökin skortir ekki.
Stjórnarandstaðan
getur ekki hjálpað
stjórninni að koma
saman rökstuðningi}
Rökin skortir ekki
Svo virðist semmörgum vaxi í
augum að losa sig
við rusl á þar til
gerðum stöðum.
Sjaldnast er þó langt að fara;
móttaka á sorpi og endur-
vinnslustöðvar eru til dæmis
víða á höfuðborgarsvæðinu.
Þrátt fyrir þetta kjósa ein-
hverjir að kasta rusli á víða-
vangi. Í Morgunblaðinu í gær
var skýrt frá því að í Úlfars-
árdal í Reykjavík hefðu ein-
hverjir kastað
steypustyrktarjárnum, göml-
um vörubrettum, ónýtu sem-
enti og alls konar rusli. Þeir
hafa varla leitt hugann að
samborgurum sínum sem
þurfa að líða fyrir sóðaskap-
inn. Og munu að líkindum
greiða fyrir hreinsunina.
Því miður er umgengnin í
Úlfarsárdal ekkert einsdæmi.
Allt of margir virðast ekki
víla fyrir sér að kasta rusli
bak við næsta hól eða ofan í
gjótu eins og hraunið nálægt
Hafnarfirði ber vitni um.
Fréttin af sóðaskapnum
leiðir hins vegar hugann að
því að oft getur al-
menningur lagt
mikið af mörkum
til að halda um-
hverfi sínu snyrti-
legu. Núna, þegar niður-
skurður blasir við hjá ríki og
sveitarfélögunum, ættu menn
að sameinast um að þrífa
garða og götur. Reykjavíkur-
borg hætti að safna saman
garðútgangi þetta vorið og þá
fyndu margir ágæt not fyrir
jeppana og kerrurnar sem er
að finna við annað hvert hús.
Nágrannar geta sameinast á
hreinsunardögum þar sem
öllu lausu rusli er safnað sam-
an og því komið á haugana.
Slíkir tiltektardagar efla
samheldni fólks og ekki veitir
af þegar þjóðin stendur
frammi fyrir erfiðri tiltekt í
ríkisbúskapnum. Og einn
handlaginn nágranni getur
hæglega aðstoðað annan við
smærri verk sem launar fyrir
sig með einhverju öðru við-
viki.
Samheldni þarf ekki að
kosta neitt. En hún skilar
miklu.
Samheldni fólks
skilar miklu}Sameinumst um verkin
Í
allan vetur hefur verið rætt um að
kreppa sé góð fyrir listina, að í
kreppu hætti listin að snúast um að
súpa af þurru hvítvíni innan um blaz-
erklædda plebba og horfa á tilgangs-
lausar og leiðinlegar vídeóinnsetningar. Ég
skal ekkert segja um hvort góðæri geri list lé-
lega eða ómerkilega. Hins vegar þori ég að
fullyrða að í góðæri verður listin leiðinlegri og
skelfilegri. Það er eins og í listinni brjótist út
það sem vantar upp á í samfélagið. Á tímum
góðæris þegar fólk situr við gnægtaborð
áhyggjuleysis er listin fábreytt og grimm.
Listaverkasalir hafa undanfarin ár verið hálf-
tómir þó að sýning standi yfir. Salirnir hafa
bæði verið tómir af fólki og einnig tómir af list.
Verkin hafa kannski samanstaðið af nokkrum vörubrett-
um og múrsteinum í einu horninu auk skjás sem sýnir
myndband af slátrun lamadýrs. Burtséð frá mikilvægi
slíkra verka eru þau umfram allt leiðinleg. Þetta sjón-
armið á eftir atvikum einnig við um tónlist og leiklist.
Listamenn fengu því miður það óvinsæla hlutskipti í góð-
ærinu að halda samfélaginu hæfilega leiðinlegu. Grínið
og gleðin fór að mestu fram annars staðar. Í þessu sam-
hengi er nánast óþarft að taka fram að kaldhæðið og stíl-
iserað listagrín telst ekki gleði.
En nú hvet ég listamenn til að vakna af martröð sinni.
Snaran er ekki lengur um háls ykkar. Samfélagið sjálft
er orðið alvarlegt. Fjölmiðlar eru nú fullir af svínalvar-
legum og grimmum staðreyndum um hinn
efnislega heim í kringum okkur. Nú er kom-
inn tími fyrir ykkur að stabílisera þjóðfélagið
frá hinum vængnum. Nú er runnin upp sú
stund þar sem ykkur listamönnum er ætlað
það hlutverk að minna okkur á gleðina í lífinu
því ef þið gerið það ekki þá gerir það enginn.
Samfélagið þarf ekki lengur að láta minna sig
á hversu grimmt og innihaldslaust það er.
Fjölmiðlar sjá nú um það. Nú þurfið þið að
sýna okkur að þvert á móti sé heimurinn full-
ur af hjartagæsku, gleði og mýkt. Og þessi
gleði má hvorki vera útpæld né liður í neins-
konar listrænni yfirlýsingu. Hún þarf að vera
sjálfsprottin og fölskvalaus.
Sjálfur var ég reyndar svo heppinn að
verða vitni að listviðburði um síðustu helgi sem miðlaði
ósvikinni sjálfsprottinni gleði. Þar var á ferð hljómsveitin
„Fallegir menn“ sem var að halda sína fyrstu tónleika og
fóru þeir fram á skemmtistaðnum Karamba á Lauga-
vegi. Dagskrá þeirra var skemmtileg, létt og áreynslu-
laus en hafði samt í samhengi hlutanna einhverja óræða
vigt. Þeir tóku sig ekki mjög alvarlega en voru þrátt fyrir
það yfirvegaðir og sannir. Flutningur þeirra einkenndist
af hnitmiðuðu kæruleysi, eins þversagnarkennt og það
hljómar. Að eigin sögn var hljómsveitin stofnuð aðeins
sjö dögum fyrr. Nú er hún loksins að spretta fram. Innan
um sóleyjarnar. Hin sjálfsprottna gleði.
bergur.ebbi.benediktsson@gmail.com
Bergur Ebbi
Pistill
Sjálfsprottin gleði
Tillaga að fyrstu
aðildarskrefunum
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
A
lþingi samþykkir að rík-
isstjórnin leggi inn um-
sókn um aðild að Evrópu-
sambandinu og að loknum
viðræðum við sambandið
verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla
um væntanlegan aðildarsamning,“
segir í tillögu stjórnarflokkanna um
aðildarumsókn að sambandinu sem
rædd var á fundum með fulltrúum
stjórnarandstöðuflokkanna í gær.
Fyrirvari er settur að umsókninni,
enda sé það „íslensku þjóðarinnar að
komast að endanlegri niðurstöðu í
málinu“. Þá eru grundvallarhags-
munir Íslendinga í málinu ítrekaðir,
nefnilega að tryggja forræði þjóð-
arinnar yfir fiskveiðiauðlindinni og
vatns- og orkuauðlindum. Að sama
skapi verði öflugur íslenskur land-
búnaður tryggður á grundvelli fæðu-
og matvælaöryggis, réttur til að stýra
almannaþjónustu á félagslegum for-
sendum tryggður og vörður staðinn
um réttindi launafólks.
Flokkarnir ekki sammála
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknarflokksins, segir
skorta að rökstutt sé hvers vegna
sækja beri um aðild.
„Það er venjan þegar lögð er fram
þingsályktunartillaga eða laga-
frumvarp að færð séu rök fyrir því
hvers vegna rétt sé að samþykkja
það. Í þessu stóra máli er lítið gert af
því að færa rök fyrir því hvers vegna
eigi að sækja um. Tillagan ber þess
mjög merki að þetta sé sett fram af
flokkum sem ekki eru sammála.“
Tillagan sé að hans mati efnislega
stutt og uppfylli þar með ekki skilyrði
sem samþykkt voru á flokksþingi
Framsóknarflokksins.
Spurður hvort of snemmt sé að
leggja tillöguna fyrir stjórnarand-
stöðuna svarar Sigmundur: „Það er
ekki of snemmt ef þetta er það sem
þeir eru að hugsa en ef þetta á að vera
niðurstaðan finnst mér vanta ým-
islegt upp á.“
Uppfyllir ályktun framsóknar
Össur Skarphéðinsson utanríkis-
ráðherra vísar þessu á bug.
„Ég tel að í þessari tillögu komi al-
gjörlega skýrt fram sú afstaða að það
beri að sækja um aðild að ESB. Það
liggur í hlutarins eðli vegna þess að
menn telja að eftir töluverðu sé að
slægjast. Á hinn bóginn þá er alveg
ljóst að það eru ákveðnir íslenskir
hagsmunir sem þarf að verja [...]
Niðurstaða mín í lok dags er sú að það
ber lítið í milli þeirrar samþykktar
sem landsfundur Framsóknarflokks-
ins samþykkti á sínum tíma og þess-
arar tillögu eins og hún er fram sett
og efnis greinargerðarinnar. Alveg
ljóst er hins vegar að það er stærri vík
á milli tillögudraganna og afstöðu
Sjálfstæðisflokks.“
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, hefur látið þá
skoðun í ljós að þar sem ekki sé til
staðar nægjanlega traust sam-
komulag á milli stjórnarflokkanna um
ESB-málið sé ekki komið að þeim
tímapunkti að hefja samráð við
stjórnarandstöðuna, sjónarmið sem
Þór Saari, þingmaður Borgara-
hreyfingarinnar, kveðst andvígur,
með þeim orðum að stjórnarflokkar
þurfi ekki að alltaf að vera sammála.
„Þetta er ekki þessi hefðbundna
leið að leggja ekki mál fyrir þingið
nema að það sé búið að geirnegla það
af hálfu framkvæmdavaldsins að það
verði samþykkt. Þannig að þarna er
verið að færa stjórnkerfið að ein-
hverju leyti í átt til þingræðisins.“
Morgunblaðið/Golli
Evrópumálið Formenn flokkanna ræða þingsályktunartillöguna á Alþingi í
fyrradag. Formaður Framsóknar telur rökstuðning fyrir aðildinni skorta.
Stjórnarflokkarnir hafa lagt fram
drög að þingsályktunartillögu
um aðildarumsókn að Evrópu-
sambandinu. Utanríkisráðherra
hafnar þeirri gagnrýni að rök-
stuðning fyrir aðild skorti.
Í TILLÖGUNNI kemur fram að
fagleg viðræðunefnd við ESB verði
skipuð af ríkisstjórn Íslands.
Henni til fulltingis verði „breiður
samráðshópur fulltrúa hags-
munaaðila sem nefndin leitar ráð-
gjafar hjá, og upplýsir jafnóðum
um framvindu viðræðna“.
„Ísland sem Evrópuþjóð vill
leggja sitt af mörkum við uppbygg-
ingu lýðræðislegrar Evrópu sem
grundvallast á félagslegu réttlæti,
jafnrétti og virðingu fyrir mann-
gildi og umhverfi. Hlutverk Evrópu
er að vera hornsteinn mannréttinda
í heiminum og ýta undir stöðug-
leika, sjálfbæra þróun, réttlæti og
velmegun um allan heim.
Stjórnvöld áskilja sér rétt til að
mæla með eða leggjast gegn samn-
ingnum þegar hann liggur fyrir
enda eru settir margvíslegir fyrir-
varar við hugsanlegan stuðning við
málið,“ segir í tillögunni.
RÉTTUR TIL
AÐ HAFNA
››