Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 24
24 Umræðan
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2009
AF HVERJU ekki?
Af hverju ættum við
ekki að geta gert hlut-
ina öðruvísi? Þessum
spurningum varpaði
Sigurður Guðmunds-
son, forseti heilbrigð-
isvísindasviðs Háskóla
Íslands, fram við lok
opins vinnudags sem
heilbrigðisráðherra, í
samstarfi við fag- og
stéttarfélög, efndi til hinn 7. apríl sl.
Líflegar umræður spunnust um
þær áskoranir sem heilbrigðisþjón-
ustan stendur frammi fyrir á tímum
efnahagsþrenginga og tekið var á
ólíkum hliðum í fjórum málstofum
þar sem var rætt um forgangsröðun
í heilbrigðiskerfinu, samráð við
ákvarðanatöku, samspil hins and-
lega og hins líkamlega og um heil-
brigðisþjónustu á krepputímum.
Í kringum 150 manns lánuðu
vinnudeginum krafta sína og hug-
myndaflug og úr varð mikill hug-
myndabanki sem nýtist til áfram-
haldandi vinnu. Meðal þess sem
lagt var til var að efla grunnþjón-
ustu til muna; auka heimahjúkrun
og heimaþjónustu; sameina heil-
brigðisráðuneytið og félags- og
tryggingamálaráðuneytið til að
tryggja sem besta og skilvirkasta
þjónustu; innleiða rafræna sjúkra-
skrá til að auðvelda alla vinnu og
spara fé; endurskoða launakerfi
heilbrigðisstarfsfólks og efla samráð
við allar ákvarðanir.
Skemmtilegast við vinnudaginn
var að kalla saman fólk
frá ólíkum stofnunum
og í ólíkum stöðum inn-
an heilbrigðisþjónust-
unnar og fá það til að
móta tillögur í samein-
ingu. Stundum virðast
nefnilega múrar milli
stétta innan heilbrigð-
isþjónustunnar vera
háir og einn mál-
stofuhópanna lagði
t.a.m. áherslu á að rífa
þyrfti þessa múra nið-
ur. Á vinnudeginum var hins vegar
ekki hægt að merkja hópaskiptingu
heldur var samhugur í fólki um að
takast á við breyttan veruleika með
hag heilbrigðisþjónustunnar – og
þannig allra íbúa Íslands – að leið-
arljósi.
Þá kom skýrt fram að samráð
væri mjög kærkomið en mörgum
þótti tíminn á vinnudeginum knapp-
ur. Það er því ljóst að heilbrigð-
isstarfsfólk er fúst til að leggja sín
lóð á vogarskálarnar í þeim erfiðu
verkefnum sem framundan eru.
Gerum þetta saman. Af hverju
ekki?
Eftir Höllu
Gunnarsdóttur
Halla Gunnarsdóttir
» Það er því ljóst að
heilbrigðisstarfsfólk
er fúst til að leggja sín
lóð á vogarskálarnar í
þeim erfiðu verkefnum
sem framundan eru.
Höfundur er aðstoðarmaður
heilbrigðisráðherra.
Af hverju ekki?
NÚ HEFUR Borg-
arbyggð ásamt Hval-
fjarðarsveit ákveðið að
hætta samstarfi við
strætó vegna ferða frá
Borgarnesi til Reykja-
víkur. Þetta samstarf
hefur verið í gangi frá
síðustu áramótum
þannig að afar lítil
reynsla er í raun komin
á það. Í byrjun gekk á
ýmsu í áætluninni og má með sanni
segja að sú upplifun hafi fælt nokkra
notendur frá því að nota þessar ferð-
ir.
Strax í byrjun var farið í nokkra
kynningarherferð á þessum ferðum –
á áætlun og helstu kostum þess að
ferðast með almenningsvögnum vs.
að nota einkabílinn. Síðan þá hefur
ekkert verið gert til að auglýsa þess-
ar ferðir og þá sérstaklega ekki eftir
byrjunarörðugleikana sem urðu til
þess að margir eru enn í dag ekki
vissir um að þetta gangi upp.
Mig langar hér í nokkrum orðum
að lýsa minni upplifun af því að
ferðast með strætó frá Borgarnesi til
Reykjavíkur. Ég hóf störf hjá lyfja-
fyrirtæki í Reykjavík í apríl sl. og þar
sem fjölskyldan býr á Bifröst þurfti
ég að athuga hvernig hagkvæmast
væri fyrir mig fjárhagslega að kom-
ast til vinnu í Reykjavík. Fjölskyldan
settist yfir þetta og athugaði hvort
nota skyldi fjölskyldubílinn eða nýta
sér almenningsvagnakerfi sem í boði
var. Síðan var reiknað – bensín, dekk,
tryggingar, bifreiðagjöld, göngin, olía
á vélina og bensínkostnaður. Reikn-
aðist okkur til að mánaðarlegur
kostnaður væri í kringum 50 þúsund
krónur eða 2.500 kr. á
dag að keyra þessa 240
km á hverjum degi á
fjölskyldubifreiðinni.
Eftir þennan reikning
var farið í að athuga
hver væri kostnaður við
að ferðast með almenn-
ingsvögnum. Þriggja
mánaða kort kostar með
strætó 50.800 þannig að
mánaðarlegur kostn-
aður er um 17 þúsund
krónur eða 830 krónur á
dag. Með því að kaupa
níu mánaða kort er hægt að ná kostn-
aðinum niður í 646 krónur á dag. Það
var engin spurning fyrir mig fjár-
hagslega að nota almenningsvagna
þannig að 1. apríl byrjaði ég að
ferðast þessa leið með strætó og sé
ekki eftir því vali. Það er afar þægi-
legt að ferðast þessa leið með al-
menningsvögnum. Vel er tekið á móti
ferðalöngum með Fréttablaðinu í
sætinu. Á leiðinni er gluggað í blaðið
ásamt því að ræða landsins gagn og
nauðsynjar við samferðalanga. Áður
en maður veit af er vagninn kominn
til Mosfellsbæjar og þar bíður annar
vagn eftir okkur. Síðan tekur við
stuttur akstur og göngutúr í vinnuna
og svo er kaffi í hendi á skrifstofunni
eftir skemmtilega ferð í vinnuna.
Þykir mér afar leiðinlegt að þessar
ferðir leggjast nú niður. Fjölskyldan
verður nú að huga að brottflutningi
úr Borgarbyggð þar sem ekki gengur
upp fyrir okkur fjárhagslega að
borga hæstu skólagjöldin á landinu,
eina hæstu leiguna á landinu og svo
að einn fjölskyldumeðlimur þurfi að
keyra með tilheyrandi kostnaði á
einkabílnum til Reykjavíkur til að
sækja vinnu. Ég hef virkilega notið
þess að ferðast þessa leið tvisvar á
dag og ekki skemmir fyrir að veski
fjölskyldunnar hefur tekið þátt í
fögnuðinum. Það er von mín að Borg-
arbyggð og Hvalfjarðarsveit taki sig
nú saman og rífi þetta upp í staðinn
fyrir að hætta þessu alveg. Mark-
aðurinn er í raun stærri fyrir þetta en
notkunin sýnir í dag. Ekki er til
dæmis verið að reyna að ná til þeirra
sem keyra daglega frá Reykjavík til
Bifrastar, bæði nemendur og kenn-
arar, ekki er verið að reyna að semja
við álverið um að taka starfsmenn
þeirra með í ferðirnar, ekki er verið
að reyna að ná til þess hóps ein-
staklinga er gafst upp á þessum ferð-
um í upphafi vegna erfiðleika er voru
þá í áætlun og svo mætti áfram telja.
Það þarf að huga vel að því nú á
þessum tímum að fólk sækir vinnu
þar sem hún býðst. Ætlar sveitarfé-
lag eins og Borgarbyggð að missa frá
sér íbúa vegna þess að það sér eftir
þeim kostnaði sem fellur til vegna al-
menningssamgangna? Ég bið sveit-
arstjórnarmenn í Borgarbyggð og
Hvalfjarðarsveit að hugsa dæmið
upp á nýtt og hvernig hægt sé að
fjölga farþegum í þessum ferðum í
staðinn fyrir að slá þær alveg út af
borðinu án þess að láta reyna til fulln-
ustu á það hvort dæmið gengur upp
eður ei.
Almenningssamgöngur –
Borgarnes-Reykjavík
Eftir Inga Þór
Ágústsson
Ingi Þór Ágústsson
»Upplifun og reynsla
farþega strætó á
milli Borgarness og
Reykjavíkur sem nú á,
því miður, að leggja af í
núverandi mynd.
Höfundur er sölu- og
markaðsfulltrúi Icepharma.
ÞAÐ ER eins með fiskveiðikvót-
ann og margt annað í þessu trufl-
aða þjóðfélagi.Stór gjaldþrot út-
rásarvíkinga og bankahrun sem
skilur eftir sig þjóð í nauðum sem
rambar á barmi gjaldþrots, ým-
islegt er skrafað og skrifað en al-
menningur hefur litla hugmynd
hvað er satt og hvað er logið, eða
allt að því, þ.e.a.s. sannleikanum
er hagrætt.
Þegar kvótakerfið var sett á
fyrir u.þ.b. tuttugu árum, átti það
að bjarga sjávarútveginum og
vernda fiskistofnanna. Þegar svo
nokkrum árum síðar var heimilað
frjálst framsal á kvótanum, þeim
aðilum sem fengið höfðu hann að
láni frá ríkinu, upphófst eitt mesta
spillingardæmi sem riðið hefur yf-
ir þessa þjóð. Flestir þeirra sem
fengu kvótann upphaflega án
kvaða frá ríkinu hafa nú selt hann
og margir hafa leigt hann árum
saman og fengið miklar fjárhæðir
fyrir það. Sumir vilja segja að
þetta sé eitt mesta hneyksli sem
þjóðin hefur upplifað og aðrir hafa
kallað þetta stærsta þjófnað í sögu
landsins. Eitt er víst að það eitt
að afhenda örfáum aðilum einka-
rétt á að nýta mestu auðlind þjóð-
arinnar og nýta sér hana til fjár-
hagslegs ávinnings er
hneykslanlegt athæfi og megi þeir
stjórnmálamenn sem að þessu
stóðu hafa skömm fyrir svo lengi
sem þeirra verður minnst í sög-
unni.
Nú er sagt, gott væri að fá það
staðfest, að um 80-90 prósent
þeirra sem fengu kvótann í upp-
hafi hafi selt hann fyrir morð fjár
og þeir peningar hafi verið notaðir
í aðrar atvinnugreinar, aðallega
viðskipti af ýmsu tagi og fjárfest-
ingar. Meðal annars var þetta fé
notað til að kaupa hluti í bönkum
og útrásarfyrirtækjum og er því
væntanlega sumt af því varanlega
glatað. Þetta
þýðir að um 90%
þeirra sem nú
stunda sjávar-
útveg hafi þurft
að greiða háar
fjárupphæðir til
hinna upp-
haflegu kvóta-
hafa fyrir veiði-
heimildirnar.
Það gefur því
auga leið að sú hugmynd stjórn-
arflokkanna um breytingar á kerf-
inu sem kölluð hefur verið fyrn-
ingarleið getur einfaldlega ekki
gengið upp sem sanngjörn lausn,
nema fyrir þá sem enn eru eftir af
þeim sem fengu kvótann upp-
haflega á silfurfati frá stjórnvöld-
um. Um aðra aðila er ekki hægt
að hafa neina einfalda lausn. Þar
verður sanngirni að ráða og hvert
fyrirtæki þarf e.t.v. að fá sína sér-
stöku lausn á vandanum. Þetta
skírir að einhverju leyti þær mót-
bárur sem borist hafa ríkistjórn-
inni frá m.a. ýmsum sveit-
arfélögum og fjölda
útgerðarfyrirtækja.
Ég er eindreginn andstæðingur
kvótakerfisins og hef alltaf verið.
En ég er samt talsmaður þess að
varlega verði farið í að koma með
lausnir á afnámi kvótakerfisins
sem geti bitnað illilega á mörgum
fyrirtækjum og sveitarfélögum.
En það er samt sem áður brýn
nauðsyn, m.a. af mannréttinda-
ástæðum, að leysa þetta mál á
sanngjarnan hátt. Síðan mætti
spyrja: hvers vegna eru fyrirtæki
sem hafa einokað þennan atvinnu-
veg í tuttugu ár svo illa stödd að
þau telja sig fara á hausinn ef
hróflað verður við kvótakerfinu.
Er ekki eitthvað bogið við það?
Spyr sá sem ekki veit.
HERMANN ÞÓRÐARSON,
fyrrverandi flugumferðarstjóri.
Karpað um kvótann –
Hvað er satt? –
Hverju er logið?
Frá Hermanni Þórðarsyni
Hermann
Þórðarson