Morgunblaðið - 15.05.2009, Side 30

Morgunblaðið - 15.05.2009, Side 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2009 ✝ Þyri Sigfríður Ey-dal fæddist á Ak- ureyri 5. nóvember 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Akureyr- ar 8. maí sl. eftir stutta legu. Hún var næstyngsta barn hjónanna Guðfinnu Eydal, f. 1881, d. 1956, og Ingimars Eydal ritstjóra, f. 1873, d. 1959. Eldri systkini henn- ar voru Hörður Ólaf- ur, f. 1909, d. 1976, Margrét Hlíf, f. 1910, d. 1977, Brynjar Víkingur, f. 1912, d. 1995, yngri bróðir Gunnar Birgir, f. 1925. Árið 1942 giftist Þyri Birni Bessasyni endurskoðanda, f. 1916, d. 1979. Dætur þeirra eru: a) El- ínborg, f. 1943, gift Lars Erik Schilling, f. 1941, dóttir þeirra er Anna María Schilling, f. 1979. Þau eru búsett í Svíþjóð. b) Þyri Guð- björg Björnsdóttir, f. 1954, búsett á Ak- ureyri. Að loknu gagn- fræða- og tónlist- arnámi á Akureyri nam hún píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og útskrif- aðist þaðan 1938. Jafnframt tónlist- arnámi lærði hún hatta- og skerma- saum. Hún starfaði við tónlist og tónlistarkennslu á Akureyri allt til ársins 1993. Þyri bjó allan sinn ald- ur utan námsáranna á Akureyri. Útför Þyriar fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 15. maí, kl. 13.30. Hinn 8. maí síðastliðinn lést elskuleg frænka okkar, Þyri Eydal. Hún var afasystir okkar en í fjöl- skyldu okkar voru fjölskylduböndin þéttofin og ólumst við upp í miklum samgangi við Þyri og fjölskylduna á Gilsbakkavegi 7 á Akureyri. Þyri var pabba okkar, Ingimar, sérstak- lega kær en hún kenndi honum að spila á píanó frá unga aldri og áttu þau sameiginlega endalausa elsku til tónlistar og gátu rætt ýmsar hliðar hennar við öll tækifæri. Það voru því ófáar ferðirnar þar sem „rennt var á Gillann“, þáður kaffi- sopi og málin rædd. Síðar naut Guðný elsta systir okkar þess að læra einnig á píanóið hjá Þyri og minnist hún þeirra samverustunda með miklu þakklæti. Okkur systkinum var alltaf vel tekið hjá Þyri, hún sýndi okkur virðingu eins og við værum fullorð- in og við bárum sömuleiðis fyrir henni mikla virðingu. Með henni hverfur enn einn fasti punkturinn úr barnæsku okkar systkinanna. Þyri var virðuleg kona í fasi og bar ógjarna tilfinningar sínar á torg en hún var staðföst í umhyggju sinni og væntumþykju við fjölskylduna og nutum við systkinin þess ríku- lega. Frá því að við munum eftir okkur og fram á fullorðinsár var það siður að öll fjölskyldan hittist á aðfanga- dagskvöld í Gilsbakkavegi eftir að allir höfðu átt sínar stundir heima við mat og gjafir. Það var því langt liðið á kvöldið þegar við söfnuðumst saman hjá Þyri sem alltaf beið með hlaðið veisluborð af kökum og góð- gæti. Oft hlýtur hún að hafa verið orðin þreytt þegar leið á nóttina með fullt hús af fullorðnum og börnum, en þegar við dönsuðum í kringum jólatréð sat hún gjarna í stól og fylgdist með, síður en svo þreytuleg, bara ánægð með jóla- hópinn sinn. Þessi aðfangadags- kvöld hafa á sér ævintýrablæ í minningunni, og ekki síður allar ferðirnar í Vaglaskóg, lautartúrar og berjaferðir. Þyri hafði yfir sér reisn og hún hélt sínu sjálfstæði og andlega at- gervi allt til loka. Bílnum ákvað hún að leggja fyrir 90 ára afmælið. Hún fylgdist með okkur öllum og var alltaf jafngaman að heimsækja hana enda hafði hún skarpa kímni- gáfu, stórkostlega frásagnarhæfi- leika og vakandi áhuga á mönnum og málefnum. Með þessum fáu orðum þökkum við systkinin Þyri frænku sam- fylgdina í lífi okkar og kærleikann sem hún sýndi okkur og fjölskyld- um okkar. Við vottum dætrum hennar Ellu og Þyri Guðbjörgu, tengdasyninum Lars, dótturdóttur Önnu Maríu og Lilla frænda, bróð- ur Þyriar, okkar innilegustu sam- úð. Inga, Guðný, Ingimar og Ásdís Eydal. Það er skrítið að Þyri sé dáin. Þótt hún væri orðin öldruð fannst manni alltaf að Þyri væri ung og nánast ódauðleg. Hún var ung í anda, bar sig tignarlega og vits- munirnir voru eins best varð á kos- ið, greindin leiftrandi og húmorinn aldrei langt undan. Þegar Þyri og Brynjar faðir minn ræddu eitt sinn um dauðsföll, vitnaði pabbi sposkur á svip sem oftar í Jónas frá Guðrún- arstöðum sem sagði: „Af hverju getur ekki alltaf verið sama fólkið?“ Þyri hló við og sagði: „Já, en ég held nú að það vildum við ekki, ég og þú“. Eftir nokkra umræðu um örvasa gamalmenni með heim- spekilegu ívafi varð niðurstaða systkinanna sú að það væri best að fá að fara áður en maður yrði sjálf- um sér og öðrum til of mikils ama. Jónasarheimspekin var slegin af. Þyri naut þeirrar gæfu að búa alltaf heima, sjá um sig sjálf og deyja ekki úr öðru en því að nóg var komið af lífi. Hún var sterkur per- sónuleiki, raunsæ, jarðbundin og afar stolt. Hún var örugglega mikil fyrirmynd okkur konunum í fjöl- skyldunni og hefur allaf komið upp í hugann þegar mótun í fjölskyld- unni hefur verið rædd. Allir í fjöl- skyldunni báru virðingu fyrir Þyri. Hún kom þannig fram að ekki var annað hægt en dást að henni. Þyri sem var píanókennari, var mjög sjálfstæð persóna, hafði sterkar skoðanir, var full af réttlætiskennd og hún var hreinskiptin, orðaði hlutina beint og skýrt en var aldrei ágeng. Þyri var lokaður persónu- leiki og hún flíkaði ekki eigin til- finningum. Hún talaði ekki um sjálfa sig, var fjarri því að vera sjálflæg, en spurði gjarnan um líð- an annarra. Þegar á bjátaði, erf- iðleikar eða áföll dundu yfir, tók Þyri hlutunum með ró. Hún sætti sig við hlutina eins og þeir voru. Hún náði örugglega oft hugarfars- legri sátt við sjálfa sig þegar vandi steðjaði að og ígrundaði málin af raunsæi. Þetta var sterk kona sem vissi að sumu yrði ekki breytt, lífið væri ekki alltaf sanngjarnt, það yrði að sætta sig við. Þetta var oft innihaldið í umræðum okkar, og ég sakna þess mikið að fá ekki lengur að heyra sjónarmið hennar. Öll æska mín er tengd Þyri og Gilsbakkaveginum. Allt frá því að ég setti rúllur í Þyri og Hlíbbu frá unga aldri eru aðfangadagskvöld og samverustundirnar í Vaglaskógi einna minnisstæðastar. Eydalsfjöl- skyldan söng, spilaði og dansaði kringum jólatréð á aðfangadags- kvöld og borðaði kökukræsingarn- ar af ótal sortum. Alltaf var hlegið þegar þéttholda Hlíbba og Ingimar sögðu við þetta tilefni: „Mikil bölv- uð vitleysa er að borða svona,“ og fengu sér svo eina eða fleiri sneiðar í viðbót. Vaglaskógaferðirnar voru Spánarferðir þessa tíma, og í minn- ingunni voru þær betri en nokkrar utanlandsferðir. Tilhlökkunin og væntingarnar voru alltaf uppfyllt- ar. Fólkið naut þess mikið að vera saman. Það verður tómlegra að heimsækja Akureyri eftir að Þyri er farin og veit ég að margir sakna þess að eiga hana ekki lengur að. Hún var eins konar ættarmóðir. Ella og Þyri Guðbjörg fá innilegar samúðarkveðjur frá fjölskyldunni í Garðastræti 25. Guðfinna Eydal. Þyri Eydal var einhver kímnasta kona sem ég hefi kynnst. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að starfa með Þyri Eydal við Tón- listarskólann á Akureyri um tutt- ugu ára skeið. Hún miðlaði gleði og jákvæðu viðmóti til okkar sam- starfsfólks síns og nemenda sinna daglega og gerði það svo vel að margoft urðu dökkir skýjabakkar í sálinni að glóandi björtu glitskýi í hennar návist. Farsæll píanó- kennsluferill Þyriar í Tónlistarskól- anum á Akureyri náði yfir nærri fimmtíu ára tímabil og ég varð aldr- ei var við annað en jákvæður lífs- andi hennar væri síungur. Ég veit að hennar ljúfa skaphöfn hefur orð- ið mörgum nemendum mikilvæg hvatning til að finna hinn glaða tón í hljómlistinni. Mér er tíðrætt um Þyri sem gleðigjafa og mín sannfæring er sú að fáar lífsgjafir séu dýrmætari en þær að gleðjast yfir litlu og mega veita samferðafólkinu hlutdeild í þeirri gjöf. Hnyttin tilsvör Þyriar lifa með manni, eins og þegar ein- hver efaðist um sannleiksgildi fréttar og Þyri setti upp sakleys- issvip og sagði: „En þetta stóð í Mogganum og hann segir alltaf satt“ . Því miður eru fréttir Morg- unblaðsins af láti Þyriar sannar. En þakklætið verður þó sorginni yfir- sterkara og bros vorsins í minningu um einstaka konu lifir. Ég kveð Þyri með vorvísu eftir Bjarna Gíslason frá Þorsteinsstöð- um í Dalasýslu: Sérhvað undrast hjartað hlýtur helgan vorsins dýrðarmátt. Það sem vetrarvaldið brýtur og vekur blómsins andardrátt. Megi minningin um Þyri Eydal lifa. Einlægar samúðarkveðjur fær- um við Sæbjörg þeim systrum, El- ínborgu og Þyri Guðbjörgu, ásamt öðru venslafólki. Jón Hlöðver Áskelsson. Í dag kveðjum við Þyri Eydal. Þyri var mamma Ellu vinkonu minnar en hún var líka góð vinkona mín. Hún var lærð hattadama og pí- anókennari og vann utan heimilis sem fáar mæður gerðu á þeim tíma. Hún spilaði í mörg ár á píanó fyrir Karlakór Akureyrar og kenndi við Tónlistarskólann á Akureyri í ára- tugi og eru margir okkar þekktustu píanista nemendur hennar. Oft bauð hún okkur Ellu á nemenda- tónleika og mér fannst alltaf jafn gaman að hlusta á nemendur henn- ar flytja falleg tónverk. Þyri var gift Birni Bessasyni og stóð heimili þeirra hjóna mér alltaf opið og á ég margar góðar minningar þaðan. Þyri gaf sig mikið að okkur Ellu og reyndi eftir megni að siða okkur til en fór að okkar mati stundum yfir strikið, þegar hún þurfti að vita hverra manna kunningjar okkar voru sem okkur fannst alveg út í hött. En það kom að því að seinna brann þessi sama spurning á vörum okkar Ellu. Eftir að Ella flutti til Svíþjóðar styrktist vinátta okkar Þyri enn frekar. Það var stutt á milli heimila okkar, ég fór oft í heimsókn til hennar, við gátum spjallað, hlegið og átt góðar stundir saman. Ekki vantaði húmorinn hjá henni, hún sá spaugilegar hliðar á ótrúlegum hlutum. Þótt ég væri flutt til Reykjavíkur fylgdist hún alltaf vel með fjölskyldu minni bæði sunnan og norðan heiða. Þyri var sterkur persónuleiki, glæsileg kona sem minnti mig stundum á Elísa- betu Englandsdrottningu, þegar hún mætti virðuleg með flottan hatt og veski á handlegg. Hún var hlé- dræg og ekki mikið fyrir að vera út á við en svo sannarlega vinur vina sinna. Þyri naut þess að fá vini og ættingja í heimsókn, aldurinn bar hún sérstaklega vel og hún var ein- staklega minnug. Ég kveð Þyri vinkonu mína og bið Guð að blessa hana. Ellu, Þyri Guðbjörgu, Önnu Maríu og Lars sendi ég innilegar samúðarkveðjur frá okkur Erling og börnum Ragnheiður Jónsdóttir. Þyri Sigfríður Eydal ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GERÐUR S. ÞÓRARINSDÓTTIR, Brekkugerði 18, Reykjavík, lést þriðjudaginn 12. maí. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 22. maí kl. 15.00. Auður Sveinsdóttir, Þórarinn Egill Sveinsson, Inga Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og hjartkær vinkona, SIGRÚN ODDGEIRSDÓTTIR, Hæðargarði 35, áður Skipasundi 11, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítala Landakoti þriðjudaginn 12. maí. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 19. maí kl. 15.00. Ingvar A. Guðnason, Þórunn Guðmundsdóttir, Gunnar Guðnason, Sigríður Davíðsdóttir, Haukur Geir Guðnason, Anna Sigríður Guðmundsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn, Theódór Halldórsson. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY BJARNADÓTTIR, Lindarbraut 9, Seltjarnarnesi, lést á krabbameinsdeild Landspítalans að kvöldi miðvikudagsins 13. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Einar Örn Björnsson, Jóhanna María Einarsdóttir, Andrés Hjaltason, Edda Einarsdóttir, Haraldur Ólafsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Móðir okkar, SIGRÍÐUR EYMUNDSDÓTTIR sjúkraliði, frá Flögu í Skriðdal, lést að morgni fimmtudagsins 14. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Eygló Magnúsdóttir, Eymundur Magnússon, Steinarr Magnússon. ✝ Vinur okkar, DONALD CHARLES BRANDT, Hverfisgötu 49, Reykjavík, lést á Landspítala Landakoti þriðjudaginn 12. maí. Einar Matthíasson, Bolli Davíðsson. Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.