Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2009 ✝ Hallgrímur H.Einarsson fædd- ist 30. júní 1942. Hann lést á heimili sínu hinn 10. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðfinna Hallgríms- dóttir og Einar Sig- urðsson. Eiginkona Hall- gríms er Kristbjörg Vilhjálmsdóttir. Börn þeirra eru: 1) Vilhjálmur, kvæntur Ingu Kolbrúnu Hjartardóttur, þau eiga tvö börn, Töru Margréti, í sambúð með Jó- hannesi Helgasyni og Arnar Inga. Vilhjálmur átti fyrir hjónaband Söndru, sem á soninn Birki. 2) Sigríður Rut, í sambúð með Páli Arnórssyni, þau eiga eitt barn saman, Andreu. Sigríður átti fyrir soninn Andra Má. Hallgrímur átti fyrir dótturina Önnu Sigurlínu og soninn Hauk Davíð. Hallgrímur verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í dag, 15. maí, kl. 13. Meira: mbl.is/minningar Nú er pabbi farinn frá okkur og skilur eftir stórt tómarúm sem samt sem áður er fullt af dásamlegum minningum. Erfitt er að setja þær í fá orð enda minningabrunnurinn stór. Við fengum báðir einstakt tækifæri til að kynnast hvor öðrum. Fyrir utan það að vera sonur hans þá unnum við saman hjá fjölskyldufyrirtæki okkar, Bílrúðunni, frá því að ég var aðeins 18 ára gamall allt þar til 1997 en þá höfðum við unnið saman í hvorki meira né minna en 16 ár. Eftir að leiðir okkar skildi hvað vinnustað varðar þjöppuðum við okkur saman í fjölskyldunni og nutum yndislegra samvista eftir það, oftast í Barðavog- inum þar sem hann og mamma höfðu búið sér til óaðfinnanlega paradís. Það er nú ekki hægt að minnast á pabba nema að rifja upp að hann var ekki latur til verka, ekkert verk var of stórt eða fyrirhafnarmikið og oft- ast þurfti að ljúka þeim á undra- skömmum tíma. Þetta sást vel á hreiðrinu þeirra í Barðavoginum sem hann nánast reif alveg niður þannig að lítið stóð eftir nema skelin af hús- inu og endurbyggði það nákvæmlega eins og hann og mamma vildu hafa það. Pabbi var einstaklega hjálpsam- ur þegar kom að því að hjálpa til við verklegar framkvæmdir hjá öðrum. Hann hefur náttúrlega hjálpað okkur systur minni oftar en einu sinni við að koma okkur upp húsnæði og mig grunar að hann eigi heiðurinn af ófáum verkum víðsvegar um Barða- voginn. Hann sparaði sér aldrei neina fyrirhöfn og fór oft ótroðnar slóðir í þeim efnum. Pabbi var nú ekki mikið fyrir að segja sögur af sjálfum sér. En stund- um var sá gállinn á honum að hann var að rifja eitthvað upp með sjálfum sér og deildi því þá með okkur hinum. Þannig var maður að kynnast honum smám saman alla lífsleiðina. Pabbi var eins og bestu pabbar eiga að vera. Þrátt fyrir að vera dálít- ið dulur var hann alltaf til staðar þeg- ar á bjátaði og hughreystingar var þörf. Fyrir honum voru hlutirnir aldrei sérstaklega flóknir og eftir samveru með honum leið mér ávallt betur enda leitaði ég eftir nærveru hans þegar bjátaði á. Eftir að pabbi hætti að vinna sneri hann sér í aukn- um mæli að því að njóta lífsins í Barðavoginum. Hann fór að gefa fólki í kringum sig frekari gaum og það var notalegt að heimsækja mömmu og pabba í Barðavoginn. Síð- ustu ár hafa mamma og pabbi verið okkar bestu vinir og við átt margar frábærar stundir saman. Þar var oft mikið brallað, mikið um veisluhöld enda þau hjónin þekkt fyrir mikla gestrisni. Síðustu orð pabba voru „jæja börnin mín“, skömmu áður en hann dó og er það mér mikils virði. Pabbi dó heima, á uppáhaldsstaðnum sín- um, umvafinn uppáhaldsfólkinu sínu þegar hann sofnaði í hinsta sinn. Er hægt að hafa það betra? Pabbi, þín er sárt saknað og ég er fullur þakklætis fyrir þann tíma sem við áttum saman sem feðgar, vinir og vinnufélagar. Vilhjálmur Hallgrímsson. Þá er komið að kveðjustundinni, elsku pabbi minn. Við vissum að hverju stefndi og þó hvíldin sé vissu- lega kærkomin fyrir þig finnst mér lífið tómlegt án þín. Það tekur mig sárt og tárin byrja að renna við að skrifa hinstu kveðju til þín, elsku pabbi, en þú varst orðinn sáttur, og eins og þú orðaðir þetta við mig fyrir um viku, að þú vonaðir að þetta færi að verða búið. Þegar ég fór með þér og mömmu að hitta hjartalæknirinn fyrir mánuði, og hann sagði okkur að sjúkdómurinn þinn væri kominn á lokastig, tjáðir þú öllum að nú værir þú búin að fá dóminn. Mér finnst ómetanlegt að hafa fengið að vera hjá þér þegar þú kvaddir þennan heim, geta haldið í höndina á þér, og það síðasta sem þú sagðir þegar við Villi sátum hjá þér var: „Jæja börnin mín.“ Minnist ég allra okkar utanlands- ferða saman með stórfjölskyldunni, hvað það er ómetanlegt að hafa feng- ið að upplifa það og hvað við höfum öll verið náin og samheldin, það er mér ómetanlegt. Hvað þú varst atorkusamur allt þitt líf, minnist ég þess þegar viðPalli keyptum okkar fyrstu íbúð saman og átti að fara að flísaleggja, þann dag komum við heim úr vinnu og þá varst þú búinn að flísaleggja allt eldhúsið hjá okkur án okkar vitundar, og síðan seinna þegar við keyptum hæðina okkar, þá skildirðu ekki seinagang- inn í okkur að ætla að klára að vinna þann daginn og flytja um kvöldið svo að þú gekkst í það að panta sendibíl og mann með og fluttir allt innbúið okkar, fórst þína leið í því eins og öllu öðru. Man ég eftir því þegar ég gekk með Andreu, að þú sagðir í gríni við mig: „Ég ætla að vona að hún verði ekki svona hávær eins og pabbi henn- ar, þá þarf að kaupa hljóðkút á hana.“ Hvað þú hefur alltaf verið Andra okkar góður, og hvað þið voruð miklir félagar, þegar hann vann hjá þér í Bílrúðunni nokkur sumur, og allar þær stundir sem þið áttuð saman, og bara í síðustu viku þegar þú fékkst hann til að fara í tölvuna þína og prenta út allt um flugnám, og vildir fá að vita hvað námið kostaði, og hvattir hann til að kynna sér þetta, og þegar þú sagðir stoltur við heimahlynn- inguna á laugardaginn síðasta að nú værir þú að fara að útskrifa strákinn þinn eftir hálfan mánuð. Fjölskyldan vill þakka heima- hlynningu LSH fyrir ómetanlega hjálp og stuðning, án ykkar hefði hans hinsta ósk um að vera heima í faðmi fjölskyldunar ekki verið mögu- leg. Elsku pabbi, við munum hlúa að mömmu og vera henni styrkur og stuðningur, á þessum erfiðu stundum og um ókomna framtíð. Í þeirri vissu að nú sért þú frjáls og laus við þrautir og þjáningar, bið ég þess að þú sofir rótt, elsku pabbi minn, takk fyrir mig. Þín dóttir Rut Hallgrímsdóttir. Nú er komið að kveðjustund, leiðin er að lokum á enda. Halli tengda- pabbi minn til 26 ára er fallinn frá. Hann dó síðastliðinn sunnudag í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu, nákvæmlega eins og hann hafði ósk- að eftir sjálfur. Sú stund var einstök, eftirminnileg og verður meira ein- stök fyrir okkur hin eftir því sem frá líður. Minningarbrotið að sjá afa- börnin uppi í rúminu hjá honum um- vefja hann eftir andlátið og rifja upp minningar um afa sinn er ómetanlegt fyrir okkur fjölskylduna. Tengdapabbi minn var margslung- inn maður. Hann var hreinn og beinn, hafði sínar ákveðnu skoðanir án þess þó að þurfa að hafa um þær mörg orð. Hann var heill í gegn og sam- kvæmur sjálfum sér ætíð. Atorkusemin og krafturinn í hon- um var einstakur. Allt það sem hann gerði fyrir okkur Villa frá upphafi okkar búskaparára og öll sú vinna sem hann lagði í heimilið okkar núna undir það síðasta er ómetanleg. Hann var stórhuga allt til loka þó að líkamlegt atgervi hafi ekki fylgt eftir. Tengdapabbi hafði græna fingur og grænkuðu þeir enn frekar eftir að þau hjónin fluttu í Barðavoginn og hafði hann mikið gaman af því að vera úti við og úti í gróðurhúsi. Undir það síðasta var setið á stól úti í gróð- urhúsi. Margs er að minnast, margt er að þakka, margs er að sakna. Ferðalög- in sem við fórum í, matarboðin, föstu- dagarnir, áramótin. Tengdapabbi varð alltaf meiri og meiri fjölskyldumaður eftir því sem árin liðu og vildi hafa okkur öll ná- lægt sér og sem mest. Setningin sem hann sagði svo oft í gríni „komið þið seint og farið þið snemma“ öðlaðist merkinguna „komið þið snemma og farið þið seint“. Að lokum vil ég þakka þér, tengda- pabbi, hjartanlega og af einlægni fyr- ir allt sem þú varst mér. Hafðu þökk fyrir löng, góð og náin kynni. Þín verður sárt saknað. Þú og Krissa tengdamamma áttuð svo stóran þátt í því að gera þessa fjölskyldu svo samheldna og einstaka eins og hún er og hafið mikla þökk fyrir það. Fjölskyldan vill þakka Heima- hlynningu LSH fyrir ómetanlegan stuðning og hlýhug. Án ykkar hefði hans ósk og okkar ekki verið uppfyllt. Elsku Sigga systir, stuðningurinn þinn var og er ómetanlegur. Elsku Krissa tengdamamman mín, þinn er missirinn mestur en eins og þú veist svo vel, við förum ekki langt Inga Kolbrún Hjartardóttir. Kæri vinur, það voru forréttindi að fá að kynnast þér. Þú varst einn sá besti maður sem ég hef kynnst um ævina. Hjálpsemi og greiðasemi var þér í blóð borin. Mér fannst svo sér- stakt, og þótti svo vænt um hversu vel þú varst inni í okkar málum. Mér eru minnisstæðar allar okkar góðu stundir, svo sem veiðiferðirnar okkar upp á Arnarvatnsheiði og einnig ut- anlandsferðirnar sem við fórum þó nokkrar saman. Það sem upp úr stendur samt í minningunni er hjálpsemi þín. Við Sigga keyptum tvær íbúðir sem við gerðum upp og í báðum þessum íbúð- um varst þú arkitektinn að nánast öllum framkvæmdum. Það var ekk- ert sem þú gast ekki gert. Þú varst óþolinmóður og vildir að allir hlutir yrðu gerðir í gær. Auðvitað fylgdu þessu nokkrar spaugilegar uppá- komur, t.d. þegar þú mættir einn morgun og flísalagðir eldhúsið hjá okkur, án þess að við vissum, og þeg- ar við mættum um kvöldið þá hafðir þú flísalagt horn í horn en þetta átti að vera beint. Á þessum fram- kvæmdatímum varstu svo spenntur að þú varst yfirleitt mættur eld- snemma til okkar til að gera hlutina – gast varla sofið. Þegar við fluttum í Álfheima 5, á föstudegi, hringdir þú í mig í vinnuna og spurðir hvort það ætti ekki að flytja í dag og hvað ég væri að gera í vinnunni. Til að gera langa sögu stutta – þegar ég kom úr vinnunni varst þú búinn að flytja. Hafðir pantað sendibíl og tvo menn og klárað málið. Þetta varst þú, Halli minn. Bílskúrinn þinn var heilagur staður fyrir þig. Ekkert mátti fara þar inn sem ekki tilheyrði honum. Þegar ég keypti mótorhjólið mitt þá fannst þér ekkert sjálfsagðara en að geyma það fyrir mig. Þetta þykir mér ákaflega vænt um. Í seinni tíð fóru veikindi þín að gera vart við sig. Síðasta árið vissi maður í hvað stefndi – endalokin yrðu ekki umflúin. Mér þótti ákaflega sárt að fylgjast með þér á síðustu mánuðum þar sem þér hrakaði mikið, nánast dagamunur á þér. Á þessum tíma naust þú heimahjúkrunar LSH, en þar starfar frábært fólk sem gerði þér það mögulegt að vera heima hjá þér til hins síðasta. Þökk sé þessu frábæra fólki. Fyrir mig voru það forréttindi að fá að kynnast þér. Guð geymi þig, Halli minn. Ég veit að þú vakir yfir fólkinu þínu. Við munum hittast aftur. Þinn tengdasonur Páll Arnórsson. Elsku besti afi minn, mér leið alltaf vel að vera nálægt þér. Ég man mjög vel eftir því þegar þú sýndir mér vínberin. Ég mátti smakka eitt. Svo þegar við fengum okkur eitt óþroskað. Mér fannst mjög gaman að horfa á þig leggja kapal, þegar þú vannst vorum við tvö svo ánægð. En þegar þú tapaðir nenntir þú vanalega ekki að spila lengur og fórst bara að horfa á sjónvarpið. Ég veit að þér líður vel núna. Minningin lifir ávallt í hjarta mínu, sama hvað gerist. Þín afastelpa Andrea. Elsku afi, þú hefur verið mér mjög góður og blíður maður. Þú hefur allt- af verið þrjóskur á jákvæðan hátt og alltaf klárað öll þau verk sem hafa verið lögð fyrir þig. Ég man eftir þegar þú ræktaðir vínberin í gróðurhúsinu, þau voru alltaf best. Ég man líka eftir þegar þú varst að hjálpa okkur að flísaleggja baðherbergið í Álfheimunum og þú varst með sög úti á svölunum og það titraði svo mikið gólfið þegar þú sag- aðir flísarnar að ég hélt að byggingin mundi hrynja. Þú leyfðir mér að hjálpa þér með marga hluti í garðinum, t.d. að vökva blómin og að taka kartöflurnar upp úr beðinu, það var örugglega skemmtilegast að taka vínberin og leyfa mér að smakka þau. Tímarnir á Kanarí hafa verið ómetanlegir og ekkert annað en gam- an. Ég ætla að þakka þér og ömmu fyrir að leyfa mér, mömmu og pabba að búa hjá ykkur um tíma. Þú hefur alltaf verið góður og skemmtilegur við alla fjölskylduna, þú munt ávallt vera í hjarta okkar og þú ert minning sem mun aldrei hörfa. Arnar Ingi Vilhjálmsson. Elsku afi. Takk fyrir allar okkar stundir saman. Þær voru kannski ekki jafnmargar og ég vildi en þær stóðu nú samt fyrir sínu. Minningarnar frá því við Andri vorum lítil og gistum hjá ykkur ömmu eru dýrmætar. Minningar um sumarbústaðinn við Apavatn eru einnig afar hlýjar og Kanaríferðirnar með ykkur ömmu voru alveg hreint yndislegar og standa langt upp úr. Eftir því sem ég eltist varð alltaf skemmtilegara að spjalla við þig. Þú sýndir alltaf mikinn áhuga á lífi mínu og hvað ég var að gera. Þú heyrðir margt óviðeigandi en sú saga hefur þó vakið mikla lukku. En elsku afi, nú hefurðu fengið hvíld og er það léttir að vita að þér líður vel núna, hvar sem þú ert. Þú dóst heima, í faðmi fjölskyldunnar og verð ég ævinlega þakklát fyrir það. Þú fékkst þína hinstu ósk uppfyllta. Tveimur vikum áður fékk ég tækifæri til að kveðja þig í lifandi lífi. Ég sagðist elska þig heitt og þú svaraðir í sömu mynt. Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem við höfum sagt þetta við hvort annað. Við erum ekki beinlínis opnustu einstak- lingarnir í fjölskyldunni … mér þótti samt afar vænt um það og er þakklát fyrir að hafa fengið að segja þér það. Alla mína tíð fann ég ekkert nema hlýhug og kærleik frá þér. Návist þín var góð og ég mun sakna hennar. Ég vona að þú hvílist vel og öðlist frið. Ég mun ávallt elska þig og sakna þín. Þín prinsessa, Tara Margrét Vilhjálmsdóttir. Ég veit, minn ljúfur lifir lausnarinn himnum á, hann ræður öllu yfir, einn heitir Jesús sá, sigrarinn dauðans sanni sjálfur á krossi dó og mér svo aumum manni eilíft líf víst til bjó. (Hallgr. Pétursson.) Andlát Halla kom ekki á óvart. Hjartveiki hafði þjakað hann í mörg ár. Fékk hann hvíldina heima í faðmi fjölskyldu sinnar eins og hann hafði óskað sér. Við fráfall Halla er mér efst í huga hans flekklausa ljúfmennska og hlý- hugur sem hann sýndi mér og börn- um mínum. Ekkert var honum óviðkomandi sem sneri að þeim. Það hafa verið ófá handtökin sem hann hefur rétt þeim og mér, oft meira af vilja en mætti. Vinátta er fjársjóður sem enginn fær grandað og aldrei skal gleyma, Halli var sannarlega vinur, vinur í raun. Þeim hjónum Halla og Krissu minni kynntist ég þegar við Kristinn byggðum sumarhús við Apavatn fyr- ir rúmum þremur áratugum. Þar átt- um við ljúfar stundir í leik og starfi með börnum okkar sem aldrei gleymast. Meðan heilsan leyfði féll Halla aldrei verk úr hendi, þess ber heimili þeirra merki, garðurinn eins og para- dís og var unaðslegt að sitja á fal- legum sumardegi eða kvöldi og njóta fegurðarinnar þar með þeim, þar var hann á heimavelli, allt umhverfið þurfti að vera í lagi, það var ekki til hjá Halla eitthvað hér um bil. Þar kom til góða að hann átti góða ná- granna sem höfðu sömu skoðun og hann. Það sýndi sig best síðustu vik- urnar þegar granni kom á hverjum degi að vitja vinar síns. Síðastliðinn áratug eftir að ég varð ein hef ég ver- ið í daglegu sambandi við þau hjón, ef ekki hafði heyrst í mér þegar líða tók á daginn spurði Halli: „Hefur ekkert heyrst í Hjöddu?“ Þannig var nú um- hyggjusemin í minn garð. Matarboð- in í Barðavoginum og Kanaríferðirn- ar sem ég átti með þeim hjónum og fjölskyldu geymi ég í hjarta mínu, ekkert var sjálfsagðara en ég væri með eins og ein af fjölskyldunni. Nú að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa auðnast að þekkja og umgangast þann mann sem Halli var. Vinátta hans, hjartahlýja og ljúf- mennska veittu mér sanna ánægju um langt árabil. Mínum elskulegu vinum Krissu, Siggu, Villa og fjölskyldum þeirra votta ég mína innilegustu samúð. Vertu kært kvaddur, elsku vinur, og Guði falinn. Hjördís. Í dag kveð ég Halla minn, eigin- mann æskuvinkonu minnar, Krissu, með mikilli sorg í huga. Í mörg ár hefur Halli átt við erfið veikindi að Hallgrímur H. Einarsson Hvíldu í friði, afi minn. Takk fyrir allar góðu stund- irnar og allt sem þú kenndir mér. Ég mun sakna þín óendalega mikið. Þinn afastrákur Andri Már Sigurðsson. HINSTA KVEÐJA Selhellu 3 Hafnarfirði Sími 517 4400 • www.englasteinar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.