Morgunblaðið - 15.05.2009, Síða 33

Morgunblaðið - 15.05.2009, Síða 33
Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2009 stríða sem hann með æðruleysi, óbil- andi elju, jákvæðni og góðri hjálp eig- inkonu sinnar tókst að lifa með. Mig setti hljóða þegar Villi hringdi og sagði mér að pabbi sinn væri látinn. Það átti ekki að koma á óvart en gerð það samt. Góðar minningar streyma fram í huganum og ylja mér um hjartaræt- ur. Í hugann koma margar ánægju- stundir sem fjölskyldur okkar áttu saman bæði á heimilum okkar, í ferðalögum erlendis eða í sumarbú- stöðum. Þú, Jesús, ert lífið, sem dauðann fær deytt, lát dauðann úr sálunum víkja, en lífið, sem eilífan unað fær veitt, með almættiskrafti þar ríkja. (Helgi Hálfdánarson.) Fyrir hönd fjölskyldu minnar, sendi ég Krissu minni og fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum við góðan Guð að gefa þeim styrk í sorginni. Blessuð sé minning Hallgríms Einarssonar. Anna Lilja. Það er skrýtið að sitja hér og skrifa þér bréf þegar við vorum vanir að sitja í stofunni heima hjá þér og spjalla um daginn og veginn. Ég var staddur uppi í bústað þegar ég fékk símtalið um að þú værir bú- inn að yfirgefa okkur og kominn á þann stað þar sem eflaust margir eru ánægðir með að fá þig og fá góðar ráðleggingar og félagsskap eins og þér einum var lagið að veita. Það var hálftómlegt að aka inn göt- una hjá okkur eftir þessa frétt vitandi það að ég kæmi ekki til með að hitta þig framar til að ræða við þig. Ég tel mig vera mjög lánsaman að hafa fengið að kynnast þér, Halli, og hef lært margt af þér í gegnum okkar vinskaparár og hef tileinkað mér margt úr þínu hugarfari sem ég mun taka með mér mína lífsleið. Við ræddum ýmislegt saman í eld- húsinu heima hjá þér í Barðavogin- um í góðu yfirlæti um síðustu áramót og þar á meðal ræddum við um hvað tæki við eftir þetta líf og þá fór mig að gruna að þú værir farinn að spá í þessa hluti og farinn að búa þig undir næsta verkefni. Það var alltaf gott að koma heim til ykkar Krissu og maður fann alltaf góðan anda á heimilinu og svo beið maður bara eftir hvað væri næst á dagskrá í sambandi við framkvæmd- ir. Það var ekkert sem stoppaði þig og sama hvað þú gerðir, það var alltaf klárað með sóma og meira til. Betri nágranna en þig og Krissu hefði mað- ur ekki getað hugsað sér að eiga og við hjónin komum til með að halda því áfram til ókominnar framtíðar að halda utan um Krissu þína. Þú munt ávallt lifa í minningu okk- ar og vera sárt saknað. Hrafn Heiðdal Úlfsson. Mig langar í nokkrum orðum að minnast vinar míns Hallgríms H. Einarssonar en við sem þekktum hann kölluðum hann Halla. Halli og konan hans Krissa voru höfðingjar heim að sækja á sitt glæsi- lega heimili við Barðavog. Nú á seinni árum hafði okkur Halla orðið mjög vel til vina og áttum við mörg sameiginleg áhugamál. Halli var rafvirki að mennt og var alltaf gott að leita til hans ef einhverj- ar spurningar varðandi raflögn voru annars vegar. Halli hafði mikinn áhuga á öllum gróðri og var gaman að heimsækja hann í gróðurhúsið í bak- garðinum. Hann sýndi manni það sem hann var að rækta, hvernig vín- berin hans döfnuðu og blómin sem breyttust úr fræjum í myndarblóm sem farið var út með snemma sumars í pottum. Halli smitaði mig af þessum blómaáhuga og leyfði mér að hafa nokkra potta hjá sér í fyrravor í gróð- urhúsinu og naut ég leiðsagnar hans um uppeldi blómanna. Það var gott að hafa ástæðu til að heimsækja þau hjón, kíkja á framfar- ir blómanna fá kaffiopa og spjalla. Halli var vel að sér um þjóðmálin og lá ekki á skoðunum sínum. Oftar en ekki vorum við mjög sammála. Ég fylgdist með bæði í heimsókn- um heim til hans og á spítalann síð- ustu vikurnar hvernig dró af Halla, vini mínum. Nokkrum dögum fyrir andlátið hringdi Halli í mig og var hann furðu hress miðað við aðstæður og spjöll- uðum við saman í dágóða stund mjög einlæglega og verður mér þetta sam- tal okkar sem var það síðasta okkar á milli ljúft í minningunni. Við Áslaug viljum biðja alla góða vætti að styrkja Krissu, börn, tengdabörn, afabörn og langafabarn í þeirra miklu sorg. Blessuð sé minning Hallgríms H. Einarssonar. Þínir vinir Sigurður og Áslaug. Það koma þeir dagar sem við stöldrum við og veltum fyrir okkur tilgangi lífsins og hlutverki okkar. Sunnudagurinn síðasti var einn af þeim en þó sérstakari en aðrir er ég fékk þær fréttir að Halli hefði skilið við og fariðá nýjan stað í leit nýrra ævintýra og í nýju hlutverki. Þessi tíðindi voru mér afar þungbær enda skipar Halli sérstakan sess í mínum huga og hjarta. Fyrst man ég eftir Halla þegar við fjölskyldan vorum í sumarbústað okkar við Apavatn og Halli og Krissa voru nágrannar okk- ar ásamt sínum börnum. Árin liðu og samband foreldra minna og þeirra styrktist og úr varð áralöng vinátta þeirra í milli. Halli hafði einstakan mann að geyma, vinátta hans við föður minn varð til þess að ávallt voru einhver verkefni til að takast á við eða sam- verustundir sem voru þeim allt. Í veikindum og við fráfall pabba sýndi Halli sinn innri mann sem var pabba mikils virði og sýndi hversu góð vin- átta getur gefið öðrum mikinnstyrk þegar hans er þörf. Vinátta Halla og Krissu við foreldra mína, og við móð- ir mína eftir lát pabba hefur verið einstök, ekki síður við okkur systk- inin og hefur verið ómetanlegt fyrir okkur að fá að kynnast þeim og njóta samverustunda með þeim. Atorkusemi hans var með ólíkind- um, alltaf að framkvæma eitthvað og hann vissi alltaf hvert stefndi og hvernig hann vildi hafa hlutina. Fal- legt heimili þeirra í Barðavoginum ber þess merki í hvívetna. En það var ekki nóg, hann var ávallt tilbúinn að rétta öðrum hjálparhönd og naut ég krafta hans við endurbætur heima hjá mér. Halli var þá farinn að berj- ast við veikindin en lét aldrei deigan síga, það þýddi lítið að biðja hann um að hægja á sér, hann stjórnaði ferð- inni og gafst aldrei upp. Þetta verk- efni ætlaði hann að klára hvað sem raulaði og tautaði, endalaus staðfesta og ákveðni eins og honum var líkt. Aðstoð hans var ómetanleg sem ég get seint þakkað honum. Síðustu misseri hef ég notið þess að hitta Halla yfir léttu spjalli um málefni líðandi stundar, það voru ómetanlegar stundir. Hann lá ekki á skoðunum sínum og þessi samvera gaf mér mikið, að rifja upp gamla tíma og ræða um þjóðmálin. Í dag kveðjum við mann sem skilur eftir sig minningar um atorkusaman, kraftmikinn dugnaðarfork sem aldr- ei gefst upp. Minning um einstakan vin lifir með okkur um ókomna tíð. Elsku Krissa og fjölskyldur, megi guð færa ykkur styrk á þessum erf- iðu tímum. Eggert Kristinsson. Elsku Halli okkar, það eitt að setj- ast niður við tölvuna til að skrifa minningargrein um þig vekur sáran söknuð í hjörtum okkar. Fyrstu minningarnar um þig tengjast að sjálfsögðu Kanaríeyjum. Þar kynntumst við Gulli ykkur Krissu í gegnum Siggu og Palla og alla tíð síðan hafið þið Krissa verið okkur eins og fjölskylda. Allar stund- irnar í Barðavoginum, heima hjá Siggu og Palla, Kanaríeyjarnar, heima hjá okkur, allt þetta rennur saman í eitt. Gulli talar um að þú haf- ir alltaf talað hreint út um hlutina, þ.e. talað íslensku. Það sem þú sagðir meintir þú. Ég er alveg sammála því. Eftir að þú vissir að þér myndi ekki batna horfðist þú hetjulega í augu við það. Síðast þegar við hittum þig sagð- ir þú okkur að nú væri þetta að verða búið og svona væri það nú bara. Ég var að skoða mynd af þér og Krissu og þá sagðir þú: „Þegar fólk sér þessa mynd segir Krissa: „Þetta var nú maðurinn minn.““ Svona hrein- skilinn varst þú. Ég veit líka að undir það síðasta var það eina sem þú hugs- aðir um að fjölskyldan þín hefði það gott og héldi áfram að lifa lífinu eftir að þú værir farinn yfir móðuna miklu. Þau munu gera það með þín sterku gen og vitandi það að þú fylgist með áfram með þeim. Gulli sagði mér að næst þegar hann, Palli og Villi yrðu saman á Kanarí þá myndu þeir fara í þyrlu- flug yfir eyjuna þér til heiðurs. Þú nefndir það nefnilega að næst þegar þú færir til Kanarí ætlaðir þú í þyrlu- flug. Ég sé þetta flug alveg fyrir mér og er viss um að þú verður með þeim í þyrlunni og hlærð að þeim þegar þeir verða hræddir. Með þessum orðum kveðjum við þig, Halli okkar, og biðjum um styrk fyrir Krissu, Siggu, Palla og börn, Villa, Ingu og börn og alla þá sem sakna þín. Farðu í friði. Guðlaugur Már Unnarsson og Guðrún Lára Baldursdóttir. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HANNESAR ÞORSTEINSSONAR. Við færum öllum á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund sérstakar þakkir fyrir góða umönnun, kærleika og félagsskap. Hjörtur Hannesson, Sigrún Axelsdóttir, Guðrún Hannesdóttir, Vilhjálmur Þór Kjartansson, Una Hannesdóttir, Geir Ingimarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, BJARGAR HALLVARÐSDÓTTUR, Höfðagrund 10, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyflækningadeildar Sjúkrahúss Akraness fyrir góða umönnun og hlýlegt viðmót. Anna K. Skúladóttir, Jón I. Haraldsson, Lárus Skúlason, Málfríður G. Skúladóttir, Gísli H. Hallbjörnsson, Skúli Skúlason, Margrét G. Rögnvaldsdóttir, Guðmundur Skúlason, Guðrún Ísleifsdóttir, Hallveig Skúladóttir, Stefán Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langa- langömmu, FANNEYJAR ODDGEIRSDÓTTUR frá Hlöðum, Grenivík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu Hlíð fyrir nærgætna umönnun á undanförnum árum. Einnig þökkum við séra Sólveigu Höllu Kristjánsdóttur, Kirkjukór Akureyrar, stjórnanda hans og orgelleikara fyrir einstaklega hlýja og fallega kveðjuathöfn í Akureyrarkirkju. Guð blessi ykkur öll. Heiða Hrönn Jóhannsdóttir, Birgir Stefánsson, Anna María Jóhannsdóttir, Birgir Marinósson, Lilja Helgadóttir, Jóhann Már Jóhannsson, Þórey S. Jónsdóttir, Svavar Hákon Jóhannsson, Sigurbjörg Þ. Jónsdóttir, Kristján Jóhannsson, Sigurjóna Sverrisdóttir, Haukur Jóhannsson, Ragnheiður Haraldsdóttir, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTBJARGAR A. MAGNÚSDÓTTUR, Tröllagili 14, Akureyri. Sérstakar þakkir sendum við öllum þeim er önnuðust hana af einstakri hlýju og kærleika í veikindum hennar. Guð blessi ykkur öll. Helgi Magnús Stefánsson, Helga Kristjánsdóttir, María Sigurbjörg Stefánsdóttir, Leiknir Jónsson, Svandís Ebba Stefánsdóttir, Jóhannes Páll Héðinsson, Anna Kristín Stefánsdóttir, Anfinn Heinesen, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín og amma okkar, BJARNDÍS FRIÐRIKSDÓTTIR, Dísa frá Eilífsdal í Kjós, Bugðulæk 20, Reykjavík, sem andaðist á heimili sínu mánudaginn 4. maí, verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn 19. maí kl. 13.00. Karl Kristinsson, Perla Dís Kristinsdóttir, Birta Líf Kristinsdóttir.                          ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS FINNBOGASON frá Lágafelli, Gilsbakka 2, Hvolsvelli, lést þriðjudaginn 5. maí. Útför hans verður gerð frá Krosskirkju Austur- Landeyjum laugardaginn 16. maí kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á minningarsjóð Guðrúnar á Lágafelli reikn. 0182-15-370217 eða dvalarheimilið Kirkjuhvol Hvolsvelli. Auður Hermannsdóttir, Vilborg Magnúsdóttir, Gunnar Hermannsson, Finnbogi Magnússon, Þórey Pálsdóttir, Ragnhildur Magnúsdóttir, Guðmundur Erlendsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.