Morgunblaðið - 15.05.2009, Side 35

Morgunblaðið - 15.05.2009, Side 35
Minningar 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2009 Antík Salt í grautinn ?!? Við eigum saltbauka, kaffikvarnir, stóla, diska og margt fleira skemmti- legt á heimilið og í sumarhúsið. Opið fös. kl. 13-18 og eftir samkomulagi. maddomurnar.com Bækur Kaupi bækur Kaupi bækur og bókasöfn. Eionnig eldri erlendar bækur Upplýsingar í síma 898 9475, Þorvaldur. Dýrahald Tæplega 100 l fiskabúr með ljósi, fiskum, hitara, hreinsara og skrauti til sölu. Upplýsingar í síma 864 5290. Garðar Garðsláttur og beðhreinsun í sumar. Garðsláttur og beðhreinsanir fyrir húsfélög og einstaklinga. Við kíkjum á garðinn hjá þér og gefum þér tilboð. ENGI ehf. Sími: 857 3506. Er öspin til ama? Sérhæfum okkur í að fella og fjarlægja tré að öllum stærðum og gerðum. Eitrum líka í rót. Upplýsingar í síma 695 -1918. Heilsa Viltu líta vel út í sumar? Fáðu aðstoð með pottþéttri næringu úr vörunum frá Herbalife . wwww.heilsufrettir.is/pesi - herbalife@visir.is Hljóðfæri Dúndurtilboð Kassagítarar: 1/4 stærð kr. 10.900 pakkinn með poka, strengjasetti og stilliflautu. 1/2 stærð kr. 7.900. Full stærð kr. 12.900. 3/4 kr. 10.900. 4/4 kr. 12.900. Rafmagnsgítarpakkar frá kr. 29.900. Hljómborð frá kr. 17.900. Trommusett kr. 49.900 með öllu. Gítarinn, Stórhöfða 27, sími 552 2125. www.gitarinn.is Húsgögn Húsnæði óskast Óska eftir 3-4ra herb. íbúð í Seljahverfi Óskum að leigja góða 3-4 herb. íbúð í langtímaleigu í Seljahverfi sem fyrst. Erum par með 1 barn, erum traust og reglusöm, reykjum ekki. Vinsam- legast hafið samband: 615 0843. Sumarhús Það verður gott veður um helgina og við eigum flottan bústað handa þér og þínum. Vel búin hús með nettengingu, öllum sjónvarpsrásum t.d. stöð 2 og íþróttarásunum líka o.fl., grill og heitir pottar. Allt sem þarf til að byrja sumarið. Upplýsingar í síma 868 3592. www.minniborgir.is Sumarhús - orlofshús Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Rotþrær-siturlagnir Heildarlausnir - réttar lausnir. Heildarfrágangur til sýnis á staðnum ásamt teikningum og leiðbeiningum. Borgarplast, www.borgarplast.is s. 561 2211 - Völuteigi 31 - Mosfellsbæ. Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Menning Málverkasölusýning Erla Þorleifsdóttir og Stefán Bjarna- son hafa opnað málverkasýningu í sal hjá félagsþjónustunni Hæðargarði 31. Opið alla virka daga 9-16. Lau/16 og sun/17 frá 14-17. Námskeið Byrjendanámskeið í tennis Skemmtileg byrjendanámskeið í tennis fyrir fullorðna í sumar. Sumar- skráning hafin. Tíu tíma námskeið. Upplýsingar í síma 564 4030 og á tennishollin.is Til sölu Matador heilsársdekk útsala 165R13 kr. 3.900 155/70R13 kr. 5.500 165/65R14 kr. 7.900 185/65R14 kr. 8.900 195/65R15 kr. 9.900 215/55R16 kr. 16.900 Kaldasel ehf. hjólbarðaverkstæði, Dalvegi 16 b, Kópavogi, sími 544 4333. Hjóla- og bílaflutningakerra til sölu, lengd 6,60 m, breidd og hæð 2,50 m. Verð 3,5 millj. Tilboð 2.190 þús. Áhv. 1.200 þús. Glitnir. Afb. 25 þús. Uppl. í s: 898-1598. Gluggar, hurðir o.fl. Til sölu eru útlitsgallaðir gluggar og hurðir ásamt nokkrum fata- skápum. Sala fer fram að Fossaleyni 8 milli 15 og 17 föstudaginn 15 maí. Frábær kaup. Renault MacKeen, ‘99, lítið bilaður, verð því 80 þús. Chervolet smábíll,árg. ‘07, ek. 65 þús. Áhv. óverðtr. lán 700 þús. fæst á 800 þús. Sænsk gæða bandsög, verð 85 þús. MF 575 dráttarvél, þarfnast boddy aðhlynningar, verð 175 þús. Upplýsingar í síma 865 6560. Ýmislegt Nýjar gerðir af TRIUMPH og TYR sundbolum og bikinium. Kíktu við á www.aquasport.is Hamraborg 7, 200 Kópavogi, sími 564 0035, gengið inn frá Hamrabrekku Musik og Sport Hafnarfirði Nana Hólagarði www.aquasport.is Blómaskór. Margir litir. Eitt par 1.000 kr., tvö pör 1.690 kr. Póstsendum. Skarthúsið, Laugavegi 44. Sími 562 2466. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl ÁSKRIFTASÍMI 569 1100 hlutina. Sem dæmi um vinnubrögð Halldórs má nefna að fyrir mörgum árum ákvað þáverandi fjármálaráð- herra að skattleggja happdrætti líknarfélaga.Annar höfunda þessar- ar greinar fór á fund ráðherra með Halldóri. Ráðherrann sló úr og í og gaf lítil svör en var skemmtilegur. Eftir 20 mínútna samtal hringir síminn og ráðherrann sagðist verða að taka símann. Halldór sat sem fastast og sagði: „Ég vil fá að vita: Ætlarðu að skattleggja happdrætti líknarfélaga. Ég vil fá svar, já eða nei.“ Ráðherrann dró við sig svarið og svaraði svo ákveðið „nei“. Þá gat hann tekið símann í næði. Með Halldóri Rafnar er genginn einn öflugasti forystumaður blindra og sjónskertra á liðnum árum. Hans verður minnst fyrst og fremst fyrir mikið áræði, ljúfmennsku og já- kvætt hugarfar. Hann sá eitthvað gott í öllum. Blessuð sé minning hans. Gísli Helgason, fyrrverandi formaður Blindrafélagsins, Kristinn Halldór Einarsson, formaður Blindrafélagsins. Elskulegur afi okkar hefur nú kvatt okkur fyrir fullt og allt. Vilj- um við minnast hans með nokkrum orðum. Afi reyndist okkur ávallt vel, var traustur og alltaf til staðar. Við munum fyrst eftir honum á Kleppsveginum þar sem oft var margt um manninn. Við systkinin fórum ófáar ferðirnar með Akra- borginni til að dvelja yfir helgi hjá ömmu og afa, þá var pöntuð pítsa, farinn ísrúntur og margt fleira skemmtilegt. Afi gaf okkur alltaf tíma, hann tefldi við okkur, „horfði“ á frumsamin leikrit, hlustaði á mis- góða brandara og sögur frá okkur, þar sem hann sat teinréttur við eld- húsborðið og strauk á sér auga- brýrnar með tveimur fingrum og ilmaði af afarakspíranum góða. Spennan magnaðist svo þegar dreg- inn var upp lykillinn að grænu „sjó- ræningja“-kistunni á ganginum, sem var troðfull af útlensku nammi fyrir alla aldurshópa. Minningin um afa þar sem hann lagði sig í bleika sófanum og fæturnir stóðu vel fram í gangveginn og teppið náði rétt um hann miðjan er líka skemmtileg. Afi var mikill húmoristi og sögu- maður og fór listilega með söguna um Einbjörn, Tvíbjörn og Þríbjörn. Þrátt fyrir að afi hafi verið blindur var hann ótrúlega glöggur, til að mynda átti amma það til að segja: „Halldór, hvar eru „gylltu“ skær- in?“ Ekki tók það hann langan tíma að hjálpa ömmu að finna þau. Amma og afi höfðu unun af því að ferðast, bæði innanlands og utan og fórum við með þeim í margar sum- arbústaðaferðir og eftirminnilega ferð um Snæfellsnesið. Afi var dugnaðarforkur og lét ekkert hindra sig. Hann fæddist með augnsjúkdóm og missti sjónina hægt og rólega þar til hann varð al- blindur árið 1974. Afi lærði lögfræði þrátt fyrir skerta sjón og starfaði sem slíkur hjá borgarfógetaemb- ættinu og seinna sem borgarfógeti. Einnig starfaði hann mikið í þágu blindra, var formaður og fram- kvæmdastjóri Blindrafélagsins til fjölda ára. Afi var vinamargur, hafði gaman af því að vera innan um fólk og var yfirleitt hrókur alls fagnaðar. Afi átti yndislega konu, hana ömmu Gobbu, sem var honum stoð og stytta í lífinu og rúmlega það. Fylgdi hún honum um allan heim í hans erindagjörðum vegna vinnunn- ar og á seinni árum hefur amma verið honum ómetanleg í hans veik- indum. Síðustu æviárin hefur afi Halldór dvalið á Hjúkrunarheim- ilinu Eir. Þar naut hann góðrar umönnunar starfsfólks sem með al- úð og virðingu hefur annast hann og það ber að þakka. Með þessum orðum kveðjum við afa Halldór, minningin um yndislegan afa mun lifa í hugum okkar um ókomna tíð. Elsku afi, takk fyrir allt. Hallgrímur, Þórólfur og Áslaug. Meira: mbl.is/minningar Það er mikill fengur hverjum manni að kynnast skemmtilegu og víðsýnu fólki til að deila áhugamál- um og góðum stundum með. Við kynntumst Halldóri Rafnar á vett- vangi Blindrafélagsins 1979 en hann var þá nýorðinn formaður þess og síðar framkvæmdastjóri. Fljótlega fundum við, ungir og bar- áttuglaðir foreldrar blindra, hversu gefandi var að umgangast fólkið í félaginu og okkur voru falin trún- aðarstörf í stjórn og nefndum þess til að fylgja eftir því mikla starfi sem frumkvöðlarnir höfðu lagt traustan grunn að. Það var góður skóli undir handleiðslu reyndra fé- lagsmanna. Viðfangsefnin voru ærin og Halldór tilbúinn til að leggja okkur lið, opinn fyrir nýjungum, fylginn sér og vandfundið það mál sem ekki gekk eftir ef hann hafði lagt því lið. Hann var áhugamaður um erlent samstarf, taldi blinda Ís- lendinga geta lært margt af öðrum þjóðum í leik og starfi. Mikil lífs- gleði ríkti oft á skemmtunum Blindrafélagsins og þar var Halldór jafnan hrókur alls fagnaðar, var fjölfróður, sagði skemmtilega frá enda víðlesinn og vel máli farinn. Á ferðalögum, innanlands sem utan, laðaði hann að sér fólk með sinni góðu nærveru og lífsgleði og naut líka þess að hafa einstaka eiginkonu sér við hlið. Þannig viljum við muna Halldór Rafnar sem kenndi okkur svo margt á þessum góðu og eft- irminnilegu árum í lok síðustu ald- ar. Við sendum Þorbjörgu og fjöl- skyldu samúðarkveðjur um leið og við þökkum ógleymanlegar stundir. Una Þóra og Bessi. Þegar okkur félagsmönnum Blindrafélagsins barst sú frétt um síðustu helgi að Halldór okkar Rafnar væri látinn komu margar hlýjar og ljúfar minningar upp í hugann um þann ágæta mann. Ég kynntist Halldóri upp úr 1990, fljótlega eftir að ég gekk í Blindrafélagið, þá ungur að árum. Það var alltaf gaman að koma á skrifstofu hans og spjalla við hann um heima og geima. Hann var víð- lesinn maður, fróður um flesta hluti og hafði mikla og góða eiginleika sem leiðtogi. Hann var alltaf mjög yfirvegaður, sama á hverju gekk. Undir hans stjórn náði félagið merkilegum áfangasigrum í rétt- indabaráttu sinni. Hann var fram- kvæmdastjóri þegar þríkrossinn var blessaður af Jóhannesi Páli páfa þegar hann kom til Íslands árið 1989. Þríkrossinn er fallegur skart- gripur sem hannaður var af Ásgeiri heitnum Gunnarssyni, og hefur hann verið mjög vinsæll meðal landsmanna í gegnum árin og margir Íslendingar bera sem vernd- argrip. Fyrir mér var Halldór alltaf góð fyrirmynd. Hann sýndi okkur hin- um sem erum blind eða alvarlega sjónskert að með þrautseigju, dugn- aði og viljanum eru allar leiðir fær- ar. Þrátt fyrir litla sjón framan af ævi gekk hann menntaveginn og lauk prófi úr lagadeild Háskóla Ís- lands 1950. Hann stofnaði fjöl- skyldu og eignaðist þrjár dætur og tók þátt í samfélaginu af lífi og sál. Fyrir okkur hin sem komum á eftir Halldóri var dugnaður hans hvatn- ing til okkar að ýmislegt væri hægt að gera þótt sjónin væri lítil eða engin eins og Halldór þurfti að tak- ast á við seinni hluta ævi sinnar. Þegar Halldór var framkvæmda- stjóri félagsins lagði hann mikla áherslu á að vera í góðum sam- skiptum við félagsmenn. Hann og Þorbjörg kona hans voru mjög virk í félagsstarfi félagsins, mættu á alla fundi og skemmtanir, ferðalög, bæði hérlendis og erlendis, og voru þau hjón hrókur alls fagnaðar. Það var alltaf stutt í húmorinn og hon- um fannst ekki leiðinlegt að segja skemmtisögur og oft urðu blindra- brandarar af honum sjálfum fyrir valinu. Mér er mjög minnisstætt að árið 1993 var ég að skipuleggja norræn- ar sumarbúðir fyrir blind og sjón- skert ungmenni. Þá bauðst Halldór Rafnar til að koma með mér á fund borgarstjóra til að sannfæra hann um að styrkja ætti verkefnið mynd- arlega. Halldór talaði mikið á þess- um fundi og sannfærði borgarstjóra um að styrkja ætti ungt, blint og sjónskert fólk á Norðurlöndum svo það gæti komið saman og deilt reynslu sinni. Þegar við komum út af fundinum sagði ég við Halldór: „Það mætti halda Halldór að þú ætlaðir að taka þátt í þessum sum- arbúðum, sannfæringarkrafturinn var svo mikill.“ Þá glotti hann við og sagði: „Það er aldrei að vita nema ég mæti.“ Þarna var Halldór orðinn 70 ára gamall. Að lokum vil ég senda Þorbjörgu Rafnar, dætrum hans, tengdabörn- um, barnabörnum og barnabarna- börnum mínar innilegustu samúðar- kveðjur og bið góðan guð að styrkja þau í sorg þeirra. Halldórs verður minnst í Blindrafélaginu sem öflugs og farsæls leiðtoga um ókomna framtíð. Halldór Sævar Guðbergsson, fyrrverandi formaður Blindrafélagsins og nú formaður Öryrkjabandalags Íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.