Morgunblaðið - 15.05.2009, Page 37

Morgunblaðið - 15.05.2009, Page 37
Dagbók 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2009 Orð dagsins: En sonurinn sagði við hann: Faðir, ég hef syndgað móti himninum og gegn þér. Ég er ekki framar verður að heita sonur þinn. (Lúk. 15, 21.) Þegar vorar verður áberandi alltruslið sem fýkur um bæi og grund. Þessi óþrifnaður fer mikið í taugarnar á Víkverja. Þegar hann fer í gönguferðir á hann það til að tína upp rusl sem verður á hans vegi og fara með það í ruslatunnur. Árangur af þessu starfi er einhver en líklega þyrftu fleiri að fara að taka þátt í þessu til að árangurinn yrði áberandi. Aðalvandamálið er þó hversu margir gera sig seka um að henda rusli. Víkverja finnst það óskiljanlegt að fólk skuli henda umbúðum og öðru rusli. Ekkert fer þó meira í taugarnar á Víkverja en þegar reykingamenn henda stubbunum frá sér. Er ekki nóg að þetta fólk eyði peningum í að skemma heilsuna fyrir sjálfu sér? Þarf það líka að skemma umhverfið með sóðaskap? x x x Nú þegar ljóst er að ríkissjóður errekinn með tapi upp á 170 millj- arða og skuldir sveitarfélaganna hafa hækkað um tugi milljarða á skömm- um tíma spyrja skattgreiðendur hvernig stjórnvöld ætla að skera nið- ur í ríkisútgjöldum? Viðbrögðin fram að þessu benda ekki til þess að stjórn- málamenn okkar treysti sér í þetta erfiða verkefni. Víkverji sér ekki hvernig á að taka á verkefninu án þess að segja upp fólki. Það er að sjálfsögðu ekki góður kostur að fjölga fólki á atvinnuleysisskrá, en af hverju á eitthvað annað að gilda um ríkið og sveitarfélögin en fyrirtækin í landinu sem neyðst hafa að segja upp fólki? Er skuldasöfnun ríkisins ekki jafn- slæm og skuldasöfnun fyrirtækja? Skuldasöfnun ríkisins og sveitarfé- laganna er ekkert annað en skatt- lagning barna okkar. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra komst vel að orði um daginn þegar hann sagði að ríkið ætti ekki annan kost en að skera niður því annars myndi rík- issjóður kafna í vaxtagreiðslum. Víkverji er ekki í nokkrum vafa um að það er svigrúm til hagræðingar hjá ríkinu og sveitarfélögum eins og fyr- irtækjunum í landinu. Nú þurfa stjórnmálamenn að sýna kjark og þor. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 næring- armikið, 8 drekkur, 9 skott, 10 rödd, 11 drykkjumenn, 13 spen- dýrið, 15 álftar, 18 rjúfa, 21 glöð, 22 spil, 23 skjól- laus, 24 ljósfyrirbrigði. Lóðrétt | 2 land, 3 magr- ar, 4 raupa, 5 seinka, 6 hæðir, 7 gys, 12 beita, 14 skaut, 15 safi, 16 sárar, 17 fiskur, 18 hvassviðri, 19 klakinn, 20 kven- mannsnafn. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 kukla, 4 skalf, 7 geyma, 8 endur, 9 ref, 11 náin, 13 ergi, 14 áttan, 15 borð, 17 náma, 20 urg, 22 lotin, 23 rofið, 24 skipa, 25 túnið. Lóðrétt: 1 kúgun, 2 keyri, 3 afar, 4 stef, 5 andar, 6 forði, 10 ertur, 12 náð, 13 enn, 15 belgs, 16 rætni, 18 álfan, 19 auðið, 20 unna, 21 græt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Mikil orka hefur verið leyst úr læðingi en þú þarft samt að bíða þar til þú veist hvað aðrir ætlast fyrir. (20. apríl - 20. maí)  Naut Reyndu að bregðast við eftir efnum og ástæðum því of hörð viðbrögð valda bara vandræðum og það kann ekki góðri lukku að stýra. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú nýtur hins ljúfa lífs, góðs matar, góðs víns og fallegs umhverfis. Fólk biður þig líka um stóra greiða og best er að neita strax. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Að vera vinsæll hefur bæði sína kosti og galla. Talaðu skýrt og skorinort svo ekkert geti komið í bakið á þér. Sættu þig við það sem er og njóttu þess sem lífið hefur að bjóða. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Allt er á fleygiferð og upplýsingar berast úr mörgum áttum í einu. Haltu aft- ur af þér svo allt verði í besta lagi. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Nú eru menn samhuga um að láta hendur standa fram úr ermum og fram- kvæma hlutina. Einhverra hluta vegna heldur fólk aftur af sér þessa dagana. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Nú er komið að því að þú verður að taka afstöðu til þeirra mála sem skipta sköpum fyrir framtíðina. Ef þú heldur áfram á sömu braut færðu orð á þig fyrir geggjaða snilligáfu. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Ferðaáætlanir og verkefni tengd útgáfu, fjölmiðlun og menntun breytast hugsanlega. Ræddu málin af fullri einlægni áður en allt fer í hnút. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það er alltaf gaman að rekast á gamla vini og rifja upp liðna tíð. Fjöl- skylduviðburður gengur að óskum, ekki síst ef þú stendur á þínu frá upphafi. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Sígandi lukka er best svo vertu bara rólegur og taktu einn dag fyrir í einu og gerðu þitt besta. Skemmtu þér með vinum. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú ert að gera þér grein fyrir því hvað það er mikil ást í lífi þínu. En mundu að bera sömu virðingu fyrir öðrum og þú vilt að þér sé sýnd. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Það er engu líkara en þér séu allir vegir færir og ekki til það vandamál sem þú getur ekki leyst. Fólk er almennt sam- vinnuþýtt og opið fyrir skoðunum ann- arra í dag. Stjörnuspá Þetta gerðist … 15. maí 1937 Tuttugu og fimm ára stjórn- arafmæli Kristjáns konungs tí- unda var haldið hátíðlegt. All- ar opinberar skrifstofur voru lokaðar, samsæti var á Hótel Borg, ræður fluttar í útvarpi og gefin út ævisaga konungs, prýdd á annað hundrað mynd- um. 15. maí 1952 Fiskveiðilögsagan var færð úr þremur sjómílum í fjórar. Næsta útfærsla var sex árum síðar. 15. maí 1967 Jón gamli, fyrsta íslenska sjónvarpsleikritið, var frum- sýnt. Það er eftir Matthías Jo- hannessen. 15. maí 1999 Íslendingar unnu einn stærsta sigur í landsleik í handknatt- leik þegar þeir lögðu Kýp- urbúa með 42 mörkum gegn 11. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. EIGUM við ekki að segja að ég verði að heiman, á kafi að undirbúa 35 ára stúdentsafmælið,“ segir Einar Erlendsson ljósmyndafræðingur sem fagnar í dag 55 ára afmæli sínu um leið og hann heldur upp á 35 ára stúdentsafmæli með gömlum félögum sínum úr MR, á ónefndum stað í kvöld. Einar hefur síðustu daga verið á fullu við að skanna inn gaml- ar myndir frá árunum í MR og hlegið sig vitlaus- an, eins og hann orðaði það, yfir að sjá virðulega menn í dag þá barnalega með bítlahár. Einar fagnar fleiri tímamótum í ár, eða 35 ára brúð- kaupsafmæli í sumar með eiginkonu sinni, Ástu Halldórsdóttur fatahönnuði. Þau eiga fjórar dætur og þrjú barna- börn, þar af eins árs dótturson. „Loksins kom strákur,“ segir Einar og hlær en hann starfar sjálfstætt sem ljósmyndafræðingur, m.a. við að gera við gamlar ljósmyndir og færa þær yfir á stafrænt form. Einnig stendur hann fyrir verkefninu Focus on Nature (focusonnature.is) þar sem hann aðstoðar útlendinga að tengja saman náttúru landsins og kennslu í ljósmyndun, fara þeir heim að loknu námskeiði með fallegar myndir frá Íslandi. Þá er Einar með samning við Adobe-hugbún- aðarrisann og heldur reglulega námskeið í þeim búnaði . bjb@mbl.is Einar Erlendsson ljósmyndafræðingur 55 ára Skellihló við skönnunina Sudoku Frumstig 8 9 2 6 8 3 7 1 1 4 2 5 8 7 3 4 6 9 1 3 4 5 2 3 9 2 4 4 8 3 1 2 7 2 4 7 3 5 3 4 1 7 5 3 6 7 8 8 1 2 7 5 9 8 6 2 4 7 3 7 3 6 3 1 6 8 6 1 2 4 7 6 4 5 2 1 3 8 9 3 2 5 9 8 7 6 4 1 8 1 9 3 4 6 2 7 5 4 5 1 8 7 3 9 6 2 9 7 2 1 6 4 5 3 8 6 3 8 2 9 5 4 1 7 5 4 6 7 1 9 8 2 3 1 8 3 4 5 2 7 9 6 2 9 7 6 3 8 1 5 4 1 5 8 9 7 6 4 3 2 3 4 9 5 2 1 7 8 6 6 7 2 8 4 3 5 1 9 5 8 6 3 9 7 1 2 4 7 1 3 4 6 2 8 9 5 9 2 4 1 8 5 6 7 3 4 9 1 2 5 8 3 6 7 8 6 5 7 3 9 2 4 1 2 3 7 6 1 4 9 5 8 3 5 7 9 1 8 4 6 2 4 8 2 6 5 3 1 7 9 1 6 9 4 7 2 5 8 3 2 7 8 1 6 5 3 9 4 6 4 1 8 3 9 2 5 7 5 9 3 7 2 4 6 1 8 9 1 4 2 8 6 7 3 5 7 2 5 3 9 1 8 4 6 8 3 6 5 4 7 9 2 1 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. Í dag er föstudagur 15. maí, 135. dagur ársins 2009 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. d4 d5 6. Bd3 Rc6 7. O-O Be7 8. He1 Bg4 9. c4 Rf6 10. Rc3 Bxf3 11. Dxf3 Rxd4 12. Dd1 Re6 13. cxd5 Rxd5 14. Bb5+ c6 15. Rxd5 cxb5 16. Db3 O-O 17. Be3 Bc5 18. Had1 Bxe3 19. Hxe3 Da5 20. Dc2 Hfe8 21. f4 b4 22. f5 Rf8 23. Hed3 Rd7 24. Dc7 Dc5+ 25. Kf1 Db5 26. Dg3 Re5 27. f6 g6 28. Dg5 Kh8 29. Dh6 Hg8 30. Rc7 Dc4 31. b3 Dg4 32. Hd4 Df5+ 33. Hf4 Rg4 Staðan kom upp á heimsbikarmóti FIDE sem lauk fyrir skömmu í Nalc- hik í Rússlandi. Peter Leko (2751) frá Ungverjalandi hafði hvítt gegn Boris Gelfand (2733) frá Ísrael. 34. Dg7+! Hxg7 35. fxg7+ Kxg7 36. Hxf5 gxf5 37. Rxa8 Re3+ 38. Ke2 Rxd1 39. Kxd1 hvítur er nú manni yfir. 39…Kf6 40. Kd2 Ke5 41. Rc7 f4 42. Kd3 a6 43. Ra8 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Tafarleysi. Norður ♠KD852 ♥K6 ♦G10952 ♣7 Vestur Austur ♠ – ♠1074 ♥D1074 ♥G9532 ♦D ♦ÁK874 ♣ÁD1085432 ♣ – Suður ♠ÁG963 ♥Á8 ♦63 ♣KG96 (11) Sagnbaráttan. Pressuhindranir eru einhliða og taf- arlausar, segja Robson & Segal. Með „einhliða“ eiga við að hindranir megi vera víðar í merkingu, eða blæðandi – og um það má deila; en „tafarleysið“ er skilyrði þess að hindranir standi undir nafni – og það er óumdeilt. Suð- ur opnar á 1♠. Enginn á hættu. Vest- ur ákveður að vera „sniðugur“ og passa „til að byrja með“. Norður stekkur í 4♠ og þegar sú sögn skilar sér til vesturs kemur hann upp úr kafinu með 5♣. Sem eru dobluð, þrjá niður. „Fjórir spaðar standa,“ segir vestur í eftirmálanum. „Já, en ekki fimm,“ svarar austur og meinar þetta: Ef vestur stekkur í 5♣ við 1♠ hlýtur norður að segja 5♠. Hann getur ekki þagað yfir slíkum sóknarspilum. Hindranir verða að vera taf- arlausar. Eva Þórey Jónsdóttir og Dagrún Inga Jónsdóttir, héldu tombólu og söfnuðu 4.476 kr. sem þær gáfu til Rauða krossins í Árnessýslu. Hlutavelta Nýirborgarar Reykjavík Sigurlína Helga fæddist 23. janúar kl. 15.35. Hún vó 3.350 g og var 49 cm á lengd. For- eldrar hennar eru Ingi- björg Birgisdóttir og Sindri Már Sigfússon. Akureyri Bjarkey Dalrós fæddist 19. mars 2008 kl. 17.36. Hún vó 3.190 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Auður Björk Birgisdóttir og Rúnar Páll Hreinsson. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.