Morgunblaðið - 15.05.2009, Síða 38
38 Velvakandi
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2009
ÞÆR voru nokkuð ískyggilegar, kisurnar tvær sem héldu sig saman á
Grettisgötunni. Kannski voru þær að skyggnast eftir miðbæjarrottum.
Morgunblaðið/Eggert
Í veiðihug
Atvinnubótavinna
ÉG rölti stundum um
Öskjuhlíð á björtum
sumardögum. Mér og
öðru göngufólki til mik-
illar armræðu rekst
maður iðulega á alls
kyns rusl á víð og dreif
um hlíðina. Því miður
eru til umhverfissóðar,
sem líta á Öskjuhlíðina
sem risastóran ösku-
haug. Hér þarf ber-
sýnilega að taka til
hendinni.
Ég geri það hér með
að tillögu minni að
borgaryfirvöld nýti
þann starfskraft, sem er á atvinnu-
leysisbótum, til að hreinsa ruslið í
Öskjuhlíðinni og sömuleiðis að
hreinsa hundaskít, sígarettustubba
og anna ósóma á gangstéttum og
götum borgarinnar. Það hlýtur að
vera meira mannbætandi að gera
eitthvert gagn heldur en ganga iðju-
laus um stræti borgarinnar.
Þegar kreppan mikla geisaði á Ís-
landi í byrjun fjórða áratugar síð-
ustu aldar voru engar atvinnuleys-
isbætur, en þess í stað þáði
verkafólk atvinnubótavinnu og fékk
greidd ákveðin laun fyrir. Mætti
ekki líta á þetta hreinsunarstarf sem
nokkurs konar atvinnubótavinnu.
Sigurður Jón Ólafsson.
Íslandsbæn
HEILAGI almáttugi Guð,
við þökkum þér fyrir Ísland,
landið sem þú gafst okkur,
við biðjum þig að bjarga,
vernda og blessa það,
í Jesú nafni, amen.
Á.S. Núpi 3.
Takk fyrir auglýs-
ingarnar, Tómas
ÉG vil skila þakklæti
til aðstandenda Ham-
borgarabúllu Tómasar.
Alltaf kemst ég í gott
skap þegar ég hlusta á
auglýsingar frá búll-
unni og vil ég þakka
Tómasi fyrir þessar
stórskemmtilegu aug-
lýsingarnar.
Vonandi fáum við að
heyra fleiri svona góð-
ar auglýsingar.
Ágústa.
Týnd gleraugu
GLERAUGU töpuðust sl. föstu-
dagskvöld, hinn 8. maí, að öllum lík-
indum í leigubíl sem tekinn var á
leigubílastæði í Lækjargötu. Skilvís
finnandi hringi í Ragnhildi í síma
552-8319 eða 856-1516. Góðum fund-
arlaunum heitið.
Týnd lyklakippa
LYKLAKIPPA tapaðist fyrir
nokkrum vikum á göngustíg of-
arlega í Ásahverfi í Hafnarfirði. Á
kippunni er leðurbót með Toyota-
merki, hús- og bíllyklar. Finnandi
vinsamlegast skilið til lögregu í
Hafnarfirði.
Ásvallagata 40
ÞIÐ sem bjugguð á Ásvallagötu 40 í
íbúð 7 í kringum 1994, vinsamlegast
hafið samband við Helgu í síma 487-
8262 eftir kl. 17.
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
PABBI,
MAMMA FÓR
MEÐ MIG Á
BÓKASAFNIÐ
OG
FANNSTU
BÓK TIL AÐ
LESA?
JÁ! ÉG VISSI
EKKI AÐ
BÆKUR GÆTU
VERIÐ SVONA
SKEMMTILEGAR
OG ÞÚ
GETUR
LÍKA LÆRT
MARGT
GETUM VIÐ
EKKI LÁTIÐ
HANN HANGA
Á EINHVERJU
GÖTUHORNI
FREKAR?
ÞAÐ ERU
LÍKA
FRÁBÆRAR
MYNDIR Í
BÓKINNI!
JÁ! Í BÓKINNI MINNI
STENDUR AÐ ÞAÐ SÉ TIL
VESPA SEM VERPIR EGGJUNUM
SÍNUM Á KÓNGULÆR. SÍÐAN
ÞEGAR EGGIN KLEKJAST ÚT ÞÁ
BYRJA LIRFURNAR AÐ ÉTA
SIG INN Í KÓNGULÓNA. ÞÆR
BORÐA MIKILVÆGUSTU
LÍFFÆRIN SÍÐAST, ÞANNIG
AÐ HÚN ER ÉTIN LIFANDI!
BÓKIN
ER ÆÐI!
PABBI, ÉG SPURÐI KÆRUST-
UNA MÍNA OG HÚN SAGÐIST
ALDREI HAFA PRÓFAÐ ÞAÐ
HÚN HELDUR SAMT AÐ
ÞAÐ TÆKI HANA HÁLFTÍMA
AÐ REITA KJÚKLING
...PABBI? ERTU VISS UM AÐ HÚN
SÉ NÓGU GÓÐ FYRIR ÞIG,
SONUR SÆLL?
EKKI
BRÆÐA
HANN!
HÆTTU
ÞESSU!
HANN ER
GÓÐUR
STRÁKUR!
GERÐU
ÞAÐ! HANN
HEFUR EKKI
GERT ÞÉR
NEITT!
ÁRANS
PABBI, HVAÐ
ÞARF ÉG AÐ
VITA UM
KONUR?
ÞEGAR ÞÚ VERÐUR
ELDRI...
SKAL ÉG
SEGJA ÞÉR
ALLT SEM ÞÚ
ÞARFT AÐ VITA
HANN
ÞARF FYRST
AÐ KOMAST
AÐ ÞVÍ
SJÁLFUR
ATLI, VERTU ALVEG
KYRR! ÉG ÆTLA AÐ
SAGA DÓSINA
Í TVENNT!
ÞETTA HLÝTUR AÐ
VIRKA... ÉG SÁ ÞETTA
Í SJÓNVARPINU
SENDI
FJÖLSKYLDAN
HANS LANG-
AFA HANN
EINAN TIL
ÚTLANDA?
JÁ, ÞAU
ÁTTU BARA
NÆGAN
PENING TIL
AÐ SENDA
EINN ÉG ER VISS UM AÐ
SALÓMON, FRÆNDI ÞINN Í
NEW YORK, HJÁLPAR ÞÉR
HÉRNA ER BRAUÐ, SMÁ
OSTUR, PENINGURINN
FYRIR FERÐINNI OG
KERTASTJAKI
KERTA-
STJAKI?
TIL
HVERS
ÞARF ÉG
HANN?
EF ÞÚ
ÞARFT Á
KRAFTAVERKI
AÐ HALDA
„EF HANN KÆMIST TIL
BANDARÍKJANNA GÆTI
HANN FENGIÐ VINNU OG
SENT EFTIR HINUM“
LÁTTU KONUNA
MÍNA VERA!
HANN
ER
FARINN
ÉG HEFÐI ÁTT AÐ LÁTA
HANN FINNA FYRIR ÞVÍ!
ÉG VEIT ÞAÐ EKKI...
HANN ER EKKI JAFN
SLÆMUR OG ÉG HÉLT
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30, vinnu-
stofa kl. 9-16.30, blöðin/kaffi kl. 9,
bingó kl. 13.30.
Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, opin
smíðastofa kl. 9-16.3, bingó kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Handverkssýning
hefst í dag, sýnt er það helsta sem unn-
ið hefur verið í félagsstarfinu í vetur og
stendur sýningin 29. maí, opið kl. 9-16
virka daga. Línudanshópur sýnir kl. 14.
Dalbraut 18-20 | Lýður með harmonik-
una kl. 13.30, söngur og samvera.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Gleði-
gjafarnir syngja í Gullsmára kl. 14,
stjórnandi Guðmundur Magnússon.
Félagsheimilið Gjábakki | Botsía kl.
9.30, jóga kl. 10.50, félagsvist kl. 20.30.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Jóga kl.
9.30, ganga kl. 10, leikfimi kl. 10.30,
Gleðigjafarnir kl. 14. Dansleikur í Gull-
smára kl. 20, Haukur Ingibergsson leik-
ur.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Vatnsleikfimi kl. 9.20, félagsvist FEBG
kl. 13.30, rúta frá Hleinum kl. 13, frá
Garðabergi kl. 13.15. Hægt er að sækja
sýningarmuni í dag. Síðasti skráning-
ardagur í vorferð Félags eldri borgara
3.-5. júní er í dag kl. 13-15 á skrifstofu í
Jónshúsi.
Furugerði 1, félagsstarf | Framhalds-
sagan Dögg í sori kl. 14.
Háteigskirkja – starf eldri borgara |
Konur spila brids í Setrinu kl. 13.
Hraunsel | Bókmenntaklúbbur kl. 10,
leikfimi í Bjarkarhúsi kl. 11.30, tréskurð-
ur á Hjallabr. og gamla Lækjarskóla kl.
13, brids kl. 13, dansleikur kl. 20.30,
Þorvaldur Halldórsson leikur, verð 1.000
kr.
Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl.
9 postulínsmálning, lífsorkuleikfimi kl. 9
og 10, námskeið í myndlist kl. 12.15,
bingó kl. 13.30, veitingar.
Hæðargarður 31 | Blöðin, listasmiðja,
myndlist, Qigong og gönuhlaup kl. 9,
hláturjóga kl. 13.30. Spænskunámskeið í
samvinnu við Frú Mínervu og líkams-
rækt í samvinnu við World Class. Mynd-
listarsýning Erlu og Stefáns opin um
helgina kl. 14-17. Uppl. Í Ráðagerði 411-
2790.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Blaða-
klúbbur kl. 10, leikfimi kl. 11, vist, brids
og skrafl kl. 13. Hárgreiðslustofa, s.
862-7097, fótaaðgerðastofa, s. 552-
7522.
Vesturgata 7 | Handavinna kl. 9.15-
14.30, spænska kl. 11.30, Sungið v/
flygilinn kl. 13.30, dansað í aðalsal kl.
14.30. Hárgr. og fótaaðgerðir kl. 9-16.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Handa-
vinnusýning á munum sem unnir hafa
verið í félagsstofunni undanfarin 2 ár.
Söngur í kaffitímanum og dans við und-
irleik Vitatorgsbandsins á laugardag.