Morgunblaðið - 28.05.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.05.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2009 ALLS höfðu 27.529 ein- staklingar sótt um útgreiðslu séreignarlífeyr- issparnaðar þann 25. maí síðastlið- inn, frá því að heimild var veitt til þess að taka hann út í mars. Upphæðin sem þessir einstaklingar hafa sótt um nemur rúmlega 17 milljörðum króna, að því er kom fram í svari Steingríms J. Sigfússonar fjár- málaráðherra á Alþingi í gær. Þessi upphæð er heldur lægri en menn áttu von á, að sögn Arnars Sigurmundssonar, formanns Lands- samtaka lífeyrissjóða. „Miðað við þessa stöðu og að því gefnu að þetta skiptist ekki mjög misjafnt á milli sjóða finnst mér fljótt á litið þetta vera innan þeirra marka sem menn gerðu ráð fyrir,“ segir Arnar. Hann kveðst eiga von á því að sjóðirnir hafi gert ráðstafanir til þess að útgreiðslurnar myndu ekki skekkja mikið samsetningu eigna. Sjóðirnir höfðu varað við því að ef um gríðarlegar upphæðir yrði að ræða gætu þeir þurft að selja auð- seljanlegar eignir. Um síðustu áramót var heildar- eign í séreignarsparnaði lífeyr- issjóðakerfisins áætluð um 250 millj- ónir, að sögn Arnars. ingibjorg@mbl.is Sótt um sautján milljarða 27 þúsund hafa sótt um séreignarsparnað Arnar Sigurmundsson Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is HLJÓÐRIT frá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra sýna að lög- reglumönnum, sem voru á leið í útkall vegna innbrotsins á Barðaströnd á Seltjarnarnesi á mánudagskvöld, var beint að Kaupþingi í Austurstræti vegna neyðarkalls þaðan, að sögn Geirs Jóns Þórissonar, yfirlög- regluþjóns hjá LRH. Fjarskiptamiðstöðin sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sagði m.a. að fyrstu lögreglumenn hefðu komið á Barðaströnd 27 mínútum eftir að útkallið barst kl. 20:35:25. Geir Jón staðfesti orð fjarskiptamiðstöðv- arinnar um að LRH hefði unnið að þremur forgangsverkefnum á sömu stundu og tilkynning barst vegna ránsins á Barðaströnd. Eitt þeirra var vegna innbrots í Kaupþing banka í Austurstræti sem tilkynnt var kl. 20.22. Geir Jón sagði að lög- reglumennirnir sem sinntu hinum út- köllunum tveimur hefðu klárlega ver- ið uppteknir. Geir Jón sagði ljóst að tvö mót- orhjól sem voru á Hringbraut hefðu verið send á Barðaströnd í beinu framhaldi af fyrstu hjálparbeiðni sem barst vegna innbrotsins. Þegar þau voru á leiðinni þangað barst neyð- arkall frá lögreglumanni sem brugð- ist hafði fyrstur við útkallinu í bank- ann. Hann var þar einn síns liðs og taldi að maðurinn sem braust þar inn væri að skjóta á sig, líklega úr loft- byssu. Síðar kom í ljós að einhverju var grýtt að honum. Mótorhjólalögreglumennirnir sem voru á leið á Barðaströnd gáfu sig strax fram, enda nálægt Austur- stræti. Fjarskiptamiðstöðin sam- þykkti að beina þeim í bankann því þar væri þörfin talin brýnni. Geir Jón benti einnig á, að á Barðaströnd hefði allt verið yfirstaðið, maður verið kom- inn á staðinn og ræningjarnir farnir. Þegar búið var að handtaka manninn í bankanum fóru mótorhjóla- lögreglumennirnir strax á Barða- strönd. Geir Jón kvaðst vilja biðjast inni- legrar velvirðingar á því að ekki skyldi hafa verið hægt að bregðast fyrr við útkallinu á Barðaströnd. „Það er alveg ljóst að þarna átti sér stað alvarlegur atburður. Sem betur fer upplýstist hann mjög fljótt af af- skaplega færum rannsóknarlög- reglumönnum hjá embættinu.“ Lögreglumönnum var beint í bankann Neyðarkall barst úr Kaupþingi banka í Austurstræti og fékk það forgang á út- kall vegna innbrotsins á Barðaströnd Morgunblaðið/Eggert Teknir Lögreglan segir að mikilvægar upplýsingar frá almenningi hafi átt ríkan þátt í að ræningjarnir náðust. Þeir voru leiddir fyrir dómara í gær. Í HNOTSKURN »Átta lögreglubílar og fjög-ur mótorhjól voru á götum höfuðborgarsvæðisins eftir kl. 20.00 á mánudagskvöld og 17 lögreglumenn á þeim sam- kvæmt varðskrá LRH. »Auk þess voru þrjú tækifrá umferðardeild með þremur mönnum í miðborg- inni. »Lögreglubílar voru m.a. íKópavogi, við Gullinbrú, í Norðlingaholti og Garðabæ. FORSVARS- MENN Háskól- ans á Akureyri leggjast alfarið gegn því að skól- inn verði „gerð- ur út“ frá Reykjavík. Rök- stuðning skorti fyrir slíkum hug- leiðingum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá skólanum vegna niðurstöðu mats sérfræð- inga, sem unnið var fyrir mennta- málaráðuneytið, en þeir lögðu til að háskólar í landinu yrðu tveir. Annar ríkisrekinn og hinn einka- skóli. Forsvarsmenn HA vilja ekki tilheyra HÍ HA Rök vanti fyrir sameiningu. GRASRÓTIN í BYR sparisjóði efndi í gærkvöld til fundar á Grand Hóteli undir yfirskriftinni Endurreisn íslenskra sparisjóða. Meginmarkmiðið með fundinum var að þjappa saman velunnurum sparisjóða og stofna samtök þeirra. Tilgangur samtakanna sem stofnuð voru í gærkvöld er að standa vörð um tilvist og hagsmuni sparisjóðanna og efla almennan stuðning við sparisjóðshugsjónina. Lögð var áhersla á að það væru ekki bara stofnfjár- eigendur sem gætu gerst félagar. Sveinn Margeirsson verkfræðingur, stofnfjáreigandi í Byr, var einn þeirra sem ávörpuðu fundinn. Sveinn sagði í gær að gagnsæi og heilbrigðir viðskiptahættir væru grunnforsenda fyrir öllu sem verið væri að gera á Íslandi í dag. Morgunblaðið/Golli Landssamtök velunnara sparisjóða stofnuð Borgarafundur um sparisjóði FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ÖLLUM ber saman um að á morgun renni upp úrslitastund í viðræðunum um launamál. Rætt hefur verið um samning út næsta ár eða til tveggja ára. Á morgun verður allt dregið saman og látið á það reyna hvort samkomulag næst um launaliði samninga. Takist að leiða þetta allt til lykta verður unnið hratt alla næstu viku með það að markmiði að stöðugleikasáttmáli liggi fyrir 9. júní. Ekki verður þó gengið frá sam- komulagi í kjaramálum án fyrirvara um aðgerðir í ríkisfjármálum og í efnahags- og atvinnumálum. „Verkalýðshreyfingin ætlar sér ekki að fara að reka ríkissjóð en við viljum koma að forgangsröðuninni,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. ,,Ég sé það fyrir mér að það verði sameinast um forgangsröðun, um ytri ramma ríkisfjármálanna til næstu 4 ára.“ Vaxtastefnan og gengi krónunnar eru hvað erfiðust viðfangs. Þegar hefur verið rætt við fulltrúa bæði Seðlabankans og Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins. Fulltrúar AGS hafa ekki legið á þeirri skoðun að það sé mjög áhættusamt fyrir gengi krónunnar ef gengið verður hraðar fram í vaxtalækkunum. „Ef við getum ekki lækkað vexti meira, þá verðum við að fara í umræðu við bæði Seðla- bankann og Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn um hvað þarf að gera til þess að hægt sé að lækka vexti. Það verður að finna leið til þess að við getum lækkað vexti,“ segir Gylfi. Þetta þarf að meta í samhengi við hversu langt verður gengið í ríkisfjármálunum og öðrum aðgerðum. Að sögn Gylfa gæti þetta líka haft þá þýðingu að taka verði erfiðar ákvarðanir um t.d. lagasetningu gagnvart erlendum kröfuhöfum, „að þeir séu ekki eins lausbeislaðir og þeir eru í dag“. Þurfum aðra í lið með okkur Rætt hefur verið um að taka upp fastgengisstefnu en hún þarf að byggja á digrum gjaldeyrissjóði. „Hann eigum við ekki til, heldur er- um með hann að láni,“ segir Gylfi og vísar til lána frá AGS og Norð- urlöndum. Það er því óvíst að þeir sem lána okkur gjaldeyrisforðann séu tilbúnir til að taka áhættuna. „Það er okkar vandi að við erum ekki að gera þetta á eigin áhættu, heldur þurfum að fá aðra í lið með okkur. Þeir staldra við og segja sem svo; eitt er að vilja taka meiri áhættu, annað er að bera hana.“ Vextirnir og gengið erfið viðfangs  Fastgengisstefna þarf digran gjald- eyrisforða en hann er fenginn að láni Morgunblaðið/Árni Sæberg Í Karphúsinu Líklega dregur til tíð- inda í kjaramálunum á morgun. Langur vegur er frá því að sam- komulag sé í augsýn í launa- viðræðum stjórnvalda, samtaka vinnumarkaðarins og sveitarfé- laga. Viðræður eru í fullum gangi og úrslitastund þeirra á morgun. Í HNOTSKURN »Viðræður í Karphúsinusíðustu daga hafa snúist um kjarasamninga hjá ríki og sveitarfélögum »Vinnuhópar hafa safnaðað sér upplýsingum um stöðu efnahagsmála og fyr- irhugaðar framkvæmdir, m.a. á vegum orkufyrirtækjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.