Morgunblaðið - 28.05.2009, Page 21

Morgunblaðið - 28.05.2009, Page 21
Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2009 ✝ Þórir Davíðssonfæddist á Ásláks- stöðum á Vatnsleysu- strönd 5. maí 1924. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Skóg- arbæ 18. maí sl. For- eldrar hans voru Vilborg Jónsdóttir frá Stapakoti í Njarðvík- um, f. 12.1. 1887, d. 1.7. 1985, og Davíð Stefánsson frá Forna- hvammi, f. 1.10. 1877, d. 8.11. 1959. Systkini Þóris eru Steingrímur Axel, f. 17.7. 1912, d. 3.1. 1914, Frið- rik, f. 28.12. 1917, d. 2.8. 1992, og tvíburi sem dó í fæðingu, Guð- mundur Lúðvík, f. 7.8. 1919, d. 18.7. 1998, Margrét Helga, f. 8.9. 1920, d. 20.11. 1921, Helgi Axel, f. 13.10. hennar eru: Davíð, f. 26.9. 1989, og Elísa Lind, f. 20.12. 1991, Finn- bogabörn. 4) Linda Sjöfn hjúkr- unarfræðingur, f. 27.5. 1961. Maki Páll Daníel Sigurðsson tæknifræð- ingur, f. 22.7. 1961. Börn þeirra eru: Sólveig Anna, f. 15.2. 1994, og Sindri, f. 13.5. 1996. 5) Páll Hinrik prentari, f. 25.7. 1966. Maki Stefanía Bjarnarson sjúkraliði, f. 13.10. 1966. Börn þeirra eru: Daníel, f. 19.6. 1991, Björn Heiðar, f. 8.4. 1994, og Jóhanna Karen, f. 26.6. 1998. Þórir og Elísa byggðu sér hús í Akurgerði í Reykjavík árið 1954 og áttu þar heimili þar til fyrir tveimur árum að þau fluttu í Hvassaleiti. Strax og Þórir hafði aldur til keypti hann sér sinn fyrsta bíl og hafði atvinnu af bifreiðaakstri, lengst af hjá Hreyfli. Síðar réðst hann til vinnu hjá Björgun hf. og vann þar við margvísleg störf þar til hann hætti sökum aldurs. Þórir verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, 28. maí, kl. 13. 1921, Hafsteinn, f. 13.12. 1922, d. 18.10. 1985, og Marinó, f. 24.9. 1926. Þórir kvæntist árið 1953 Elísu Jónu Jóns- dóttur frá Súðavík, f. 1.1. 1930. Foreldrar hennar voru Jón Þórðarson fiskmats- maður, f. 24.9. 1900, og Elísabet Hjálm- arsdóttir, f. 16.4. 1909. Börn Þóris og Elísu eru: 1) Elísabet, f. 30.8. 1953, d. 4.1. 1954. 2) Elísabet Bjarklind fram- kvæmdastjóri, f. 17.10. 1954. Börn hennar eru: Þórir Örn, f. 22.9. 1984, Júlía Bjarklind, f. 27.5. 1992, og Katrín, f. 16.11. 1994, Sigvaldabörn. 3) Þórdís ritari, f. 18.5. 1959. Börn Mig langar að minnast tengda- föður míns Þóris Davíðssonar í nokkrum orðum. Okkar leiðir lágu saman fyrir góðum 25 árum þegar ég kynntist dóttur hans. Þórir kom mér fyrir sjónir sem vinnusamur og dugmikill maður sem féll aldrei verk úr hendi. Hann var alltaf að heima fyrir, úti í bíl- skúr að laga allslags dót fyrir sig og aðra, eða inni við að dytta að heimilinu eða heimilum annarra. Lungann úr sinni starfsævi vann hann hjá Kidda í Björgun, fyrst á svokallaðri útkallsvakt en á henni var hópur manna sem kallaðir voru til þegar skip strönduðu til þess að freista þess að bjarga þeim og seinna sem iðnverkamaður. Hann var einn þessara þörfu manna sem ganga óhikað til allra verka. Einnig eyddi þessi hópur Björg- unarmanna mörgum sumrum á Skeiðarársandi í leit að Gullskip- inu. Sagði hann mér ófáar sögur úr þessum ferðum sínum og á slíkum stundum sá ég hversu mikið hann hefur notið þess að taka þátt í þeim þrátt fyrir mikið slark og erf- iði. Eftir því sem ég kynntist Þóri betur sá ég þann hlýhug og kær- leika sem hann sýndi börnum sín- um og barnabörnum en ekki síst eiginkonu sinni Elísu Jónu Jóns- dóttur, en þau í sameiningu byggðu heimili sem var fullt af kærleik og ófáar ánægjustundir hafa þau skapað fyrir þá sem hafa staðið þeim næst. Jafnaðargeð hans var slíkt að aldrei sá ég hann skipta skapi eða heyrði hann hall- mæla nokkrum manni. Þórir var mikill áhugamaður um allt ræktunarstarf, hann ræktaði kartöflur, grænmeti og var mikill áhugamaður um trjárækt. Hann fæddist á Ásláksstöðum á Vatns- leysuströnd og á æskuóðalinu eyddi hann löngum stundum við trjárækt. Þegar hann var spurður hvort það væri nokkuð vit í því vegna veðurskilyrða, þá brosti hann út að eyrum og svaraði „Það er alltaf blíða á ströndinni“. Síðustu ár ævinnar átti Þórir við veikindi að stríða en hann greind- ist með Alzheimer-sjúkdóm sem markaði síðustu ár hans. Þórir var lífsglaður maður og lífsgleðin fylgdi honum í þessum erfiðu veik- indum. Með Þóri er genginn mikill sómamaður sem hvarvetna lét gott af sér leiða. Að lokum vil ég þakka fyrir öll þessi góðu ár sem við áttum sam- an, þau voru mér holl og mínu fólki. Páll Daníel Sigurðsson. „Pabbi er gullgrafari“ var það fyrsta sem Páll sagði mér um pabba sinn en ég tók því sem gríni, því ég vissi ekki betur en það væri ekkert gull að finna hér á landi. En þótt ekki fyndi hann gullið í sand- inum þá átti hann sitt gull í fjöl- skyldu sinni sem er einstaklega samheldin og önnuðust þau hann af einstakri umhyggju er kraftar hans tóku að þverra. Þórir var einstaklega handlaginn og útsjónarsamur til verka og nut- um við góðs af því. Ekki mátti hann heyra minnst á að fram- kvæmdir stæðu til, var hann þá mættur með þau tól og tæki sem þurfti til og hafði hann mjög næmt auga fyrir smáatriðum og var ekki laust við að í óþolinmæði minni fyndist mér nóg um nákvæmnina. Þórir átti það til að birtast í morg- unkaffi á heimleið úr laugunum, þá á „hestinum“ eins og hann kallaði hjólið. Hafði hann gaman af að spjalla við barnabörnin og þá oft um þeirra áhugamál, en einnig hafði hann gaman af að stríða þeim svolítið því hann var stríðinn og einstakur húmoristi og liggja ótal gullkorn eftir hann. Við minnumst hans ætíð með munnhörpuna í brjóstvasanum, alltaf tilbúinn að spila fyrir barna- börnin, undir afmælissöng eða þeg- ar gengið var í kringum jólatréð, aldrei var munnharpan langt und- an. Frá því ég kom fyrst inn í fjöl- skylduna hefur Þórir reynst mér einstaklega vel, og svo börnum okkar Páls því hann var einstakur afi. Ég vil þakka Þóri tengdaföður mínum samfylgdina og einnig vilja barnabörn hans Daníel, Björn Heiðar og Jóhanna Karen minnast afa í Akó. Ekki er laust við að andi hans svífi yfir vötnum hér í húsinu sem hann reisti og við Páll keypt- um af þeim hjónum og höfum kom- ið okkur fyrir, má glöggt sjá hand- bragð hans í herbergjum hússins. Missir Elsu og fjölskyldunnar er mikill. Guð geymi þig Þórir, þín tengda- dóttir Stefanía. Elsku afi minn og vinur er fall- inn frá. Þegar ég var eins árs gaf afi mér lestrarbókina Gagn og gaman og las fyrir mig um Sísí sem sá sól og fleiri sögur. Þá gaf hann mér líka mitt fyrsta súpermannblað, sem kveikti óslökkvandi áhuga á teiknimyndasögum sem haldist hefur til dagsins í dag. Afi kallaði mig alltaf nafna og kenndi mér margt, m.a. að tefla og spila. Það var svo gott að vera með afa, hlusta með honum á músík og við gátum endlaust talað saman um allt frá geimverum til píra- mída. Hann gaf mér svo margt sem mér þótti gaman að eiga, eins og hlaupahjól og áttavita sem hann hafði fengið frá hermanni á vell- inum á stríðsárunum. Hann gaf mér líka mína fyrstu derhúfu og síðan hef ég verið mikill húfukarl. Það var líka gaman að sjá hann með vasahnífinn borða augun úr sviðunum og hvernig hann borðaði alltaf rólega og naut matarins. Afi fór oft með okkur barna- börnin á Afahól eins og við höfum kallað brekkuna, þar renndum við okkur á sleða og afi renndi sér með okkur. Við nafnarnir fundum eitt sinn tröllaspor í snjónum þeg- ar við vorum á gangi og mikið var spáð og spekúlerað í því hvar tröll- ið væri eiginlega, – því þetta voru alvöru tröllaspor, á því lék enginn vafi. Einu sinni var hjóli sem afi hafði gefið mér stolið, þá reiddi afi mig á hjólinu sínu út um allan bæ að leita að því, þá sjötugur að aldri. Afi hafði gaman af því að segja frá því þegar hann ungur maður og var beðinn um að sprengja kletta í höfn einni á Vest- urlandi. Afi hafði aldrei með sprengiefni farið, sprengingin var rosalega mikil og þeyttist einn hnullungur langt inn í þorpið, lenti þar á baki manns sem var þar á gangi. Maðurinn var með kryppu og gekk álútur en við höggið rétt- ist úr bakinu á honum þannig að upp frá því gekk hann teinréttur! Já, afi sagði mér margar skemmti- legar sögur. Afi spilaði á munn- hörpu og kunni jafnt barnalög sem dægurlög. Afi hafði alltaf mikinn áhuga á útiveru, svo mikinn að hann svaf með höfuðið út úr tjald- inu þegar við fórum eitt sinn í ferðalag. Hann hugsaði líka vel um heilsuna, labbaði mikið, synti og hjólaði. Ferðirnar á Áslákstaði voru ævintýri líkastar, þar ræktaði hann kartöflur, rófur og gulrætur og meira að segja jarðarber. Síðast en ekki síst plantaði hann þar asp- arsprotum og birkifræjum til að búa til skjólbelti. Þar tíndum við líka kúmen, og tókum upp rab- arbara. Afa fannst leiðinlegt að sjá fjöruna fyllast af drasli, þannig að einu sinni hreinsuðum við alla fjör- una og kveiktum bál. Amma og afi leyfðu mér að hafa vinnustofu í kjallaranum svo ég gæti málað og kom hann reglulega niður að kíkja á mig til að vita hvernig gengi. Hann var svo áhugasamur um það sem ég var að gera og hann og amma vildu hjálpa mér og styðja í öllu. Við skildum hvor annan, gátum þagað saman og nutum þess að vera hvor með öðrum. Það er dýrmætt að eiga 8mm kvikmyndirnar sem hann tók af mér, en dýrmætast er þó að hafa átt svona frábæran afa og vin. Minning þín er ljós í lífi mínu. Þinn nafni, Þórir Örn Sigvaldason. Við eigum margar góðar minn- ingar um afa. Hann var afar hand- laginn og hann m.a. klippti á okkur hárið og lagaði slitin hálsmen. Hann vildi yfirleitt ekki hafa mikil læti í kringum sig og þá sérstak- lega ekki á meðan hann var að horfa á fréttirnar en var samt oft hrókur alls fagnaðar bæði hjá full- orðnum og börnum. Það sem er minnisstæðast hjá okkur er að láta „taka sig í kleinu“, hlýja á sér hendurnar á sérstakan afa-hátt, renna sér á þotu á afahól, láta sleikja úr sér fýluna og munn- hörpuspilið. Afi var duglegur að halda sér í formi en hann fór í sund upp á hvern einasta dag í Laugardalslaugina eftir að hann hætti að vinna. Almenn útivera var honum kær og fór hann margar ferðir til Vatnsleysustrandar að planta trjám, rækta kartöflur og rófur og svo ekki sé minnst á jarð- arberin. Við minnumst skemmti- legu vísnanna sem hann flutti svo oft og látum eina fljóta hér með en hún er svona: Ég kynntist Gúst’ á sandi, það grey var alltaf útá sjó. Og hann kom ekki að landi, fyrr en haustið sem hann dó. Og þó, og þó, og þó áttum við þríbura og tvisvar sinnum tvíbura, Þá var mér um og ó. Enginn var eins sniðugur og afi að leika sér að orðum og búa til allskonar hnyttnar setningar sem verða „eins og afi sagði það“ hér eftir. Að þínum hætti – „takk kjel- lega, kjellega, kjellega“ fyrir allt, elsku besti afi. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Davíð og Elísa Lind Finnbogabörn. Elsku afi. Takk fyrir að hafa verið svona góður afi, þú hafðir svo góða nærveru að það var alltaf gott að vera hjá þér. Ég man eftir svo mörgum góð- um minningum, hvað þú varst stríðinn á góðan hátt, hafðir alltaf húmor og hvað þú gladdir alla í kringum þig. Það var líka einstaklega gaman að leggja mér þér kapal, því okkur fannst stundum alveg nauðsynlegt að kíkja hvaða spil væri efst í bunkanum ef ekki gekk nógu vel. Enda gekk hann alltaf upp hjá okkur að lokum. Afi kenndi mér m.a. að klára alltaf matinn af disknum. Þetta byrjaði þannig að afi bað mig um að koma í kapp um það, hvor gæti klárað betur af disknum. Við sleiktum svo diskana og þeir urðu eins og ónotaðir, við vildum setja þá upp í skáp aftur en amma var nú ekki alveg sammála því. Svona var þetta alltaf hjá okkur afa þegar við borðuðum saman og síðan hef ég alltaf klárað af diskn- um, þó ég sé hætt að sleikja þá. Þegar ég var búin að vera úti að leika, þá vildi afi alltaf finna hvort mér væri kalt á fingrunum. Ef svo var, tók hann litlu fingurna mína í stóru og sterku hendurnar sínar og rúllaði þeim á milli handa sinna þangað til mér var orðið hlýtt. Afi spilaði líka lagið um Kat- arínu og Caprí-sveinana á munn- hörpuna sína og sagði að það væri kannski um mig og ég var voða stolt af því. Afi, þú varst frábær, ég gleymi þér aldrei. Þín Katrín. Á fallegum sólskinsdegi fór Þór- ir Davíðsson í sína hinstu ferð, það eina sem við öll eigum sameig- inlegt. Hvíldin er kærkomin eftir áralöng veikindi. Þóri og hans góðu konu hef ég þekkt í áratugi og átt með þeim margar ánægjustundir, sem aldrei hefur borið skugga á. Þórir var gamansamur, skemmtilegur, með stríðnisglampa í augum og manni leið vel í návist hans. Hann var mikill fjölskyldumaður og fjöl- skyldan var hans stoð og stytta í löngum veikindum. Hann var um- vafinn ást og umhyggju þeirra og var allt gert til að létta honum veikindin, gleðja hann og stytta honum stundirnar. Þórir dvaldi á heimili sínu þar til fyrir tæpum tveimur árum er hann fór í Skóg- arbæ þar sem hann naut góðrar umönnunar. Í dag sé ég Þóri í landi eilífð- arinnar, hressan, að spila á munn- hörpuna sína fyrir englana og þá sem á móti honum hafa tekið. Elsu, vinkonu minni, votta ég virð- ingu mína, hún stóð með sínum manni í blíðu og stríðu, stundum að gera það ómögulega af sínum mikla kærleika. Öllum ástvinum votta ég samúð mína. Þóri þakka ég samfylgdina og óska honum góðrar ferðar. Dóra Guðmundsdóttir. Þórir Davíðsson Benedikt Bjarni Kristjánsson ✝ Benedikt BjarniKristjánsson fæddist í Reykjavík 26. september 1935. Hann lést 7. maí síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Árbæj- arkirkju 18. maí, í kyrrþey. Meira: mbl.is/minningar Guðbjörg Sigríður Þórólfsdóttir ✝ Guðbjörg Sigríð-ur Þórólfsdóttir fæddist á Akureyri 13. nóvember 1923. Hún lést á Dval- arheimilinu Höfða á Akranesi 5. maí síð- astliðinn og fór útför hennar frá Akraneskirkju 20. maí. Meira: mbl.is/minningar Gerður Þórarinsdóttir ✝ Gerður Þórarins-dóttir fæddist í Tryggvaskála á Sel- fossi 22. sept. 1919, en foreldrar hennar ráku þar greiðasölu. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 12. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 22. maí. Meira: mbl.is/minningar Þórhallur Guttormsson ✝ Þórhallur Gutt-ormsson fæddist á Hallormsstað 17. febrúar 1925. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni 8. maí síðastliðinn og fór út- för hans fram frá Neskirkju 20. maí. Meira: mbl.is/minningar                         

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.