Morgunblaðið - 28.05.2009, Page 32

Morgunblaðið - 28.05.2009, Page 32
32 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2009  Meistara Megasi og Senuþjóf- unum hans halda engin bönd. Þeir eru nýbúnir að trylla Vestur- Íslendinga í Kanada og hyggjast nú gera slíkt hið sama við hina upp- runalegu. Með því að taka Ísland aftan frá, eins og Kiddi „Hjálmur“, eða öllu heldur Senuþjófur, orðar það. „Við ætlum að fara hringinn í kringum landið – rangsælis, með góðri hjálp frá Rás 2,“ segir hann óðamála og víst er að stemning er í hópnum. „Þetta var bara hugdetta. Helgi Svavar (trymbill) sagði okkur að við ættum að gera þetta og við bara hlýddum honum. Megas dýrk- ar þetta og getur eiginlega ekki beðið eftir því að fara. Við erum ekki búnir að redda gistingu eða neitt, því verður bara reddað þá og þegar. Það er bara upp í sendibíl og af stað. Þetta er „óld skúl“. Við ætl- um líka að hafa þetta vel rokkað prógramm, svona í takt við annað.“ Fyrsta gigg er á sunnudaginn á Kirkjubæjarklaustri og svo eru það Höfn, Neskaupstaður, Akureyri, Sauðárkrókur, Stykkishólmur og loks Reykjavík. Megas og co taka Ísland aftan frá … Fólk Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is STÓRSÖNGVARINN Björgvin Halldórsson undirbýr nú að eyða júnímánuði í hljóðverinu þar sem hann ætlar að hrista eitt stykki kántríplötu fram úr erminni. Um upptökustjórn sér driffjöður Hjálmanna, Guðmundur Kristinn Jónsson (eða Kiddi eins og hann er kallaður) gítarleikari, og er hugmyndin að hlaða nýrri sveit í kringum Bó er getur spilað berstrípuð kántrílögin beint inn á band. „Ég hef gengið með þá hugmynd í maganum að gera kántríplötu með ímyndaðri hljómsveit er ég kalla Bóbó og Hjartagosana,“ útskýrir Björgvin. „Hugmyndin er að taka gömul klass- ísk kántrílög og popplög og berstrípa þau. Þau verða svo með ljúfsárum íslenskum textum fyrir full- orðið fólk. Þetta eru erlend lög en einnig ætla ég að láta nokkur lög eftir sjálfan mig fylgja með. Við ætlum að gera þetta upp á gamla mátann, hóa saman í band, telja í og taka upp. Við ætlum að reyna að koma þessu út strax í júlí.“ Síðustu vikurnar hafa farið í það að finna réttu hljóð- færaleikarana til verksins. Það gera þeir Björgvin og Kiddi í sameiningu en eiga enn eftir að fylla í allar stöður. Björgvin staðfestir þó að Valdimar Kol- beinn Sigurjónsson úr Hjálmum verði á bassa, Kiddi á gítar, Þórir Baldursson á orgel, Jón Elvar Hafsteinsson á gítar og Magnús Ein- arsson á mandólín. Enn er verið að leita að trommara.  Þeir Bergur Ebbi Benediktsson, liðsmaður Sprengjuhallarinnar, Ari Eldjárn, starfsmaður á auglýs- ingastofunni Jónsson & Lemacks, Árni Vilhjálmsson, liðsmaður FM Belfast, og rapparinn Dóri DNA standa fyrir uppistandi í kvöld. Þetta er í annað skipti sem fjór- menningarnir fara saman með gamanmál, en fyrsta skiptið var á skemmtistaðnum Karamba í byrjun þessa mánaðar. Þá komust mun færri að en vildu, og var það mál manna að þeir félagar þyrftu stærra húsnæði fyrir næsta uppi- stand. Sú varð þó ekki raunin því uppistandið í kvöld verður á Prik- inu. Herlegheitin hefjast kl. 21 og vilji menn ekki þurfa að berja sér leið inn á staðinn er vissara að mæta tímanlega. Fyndnustu menn Ís- lands á Prikinu í kvöld Eftir Arnart Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞAÐ er Orri Páll Dýrason, trymbill Sigur Rósar, sem staðfestir þann orð- róm við blaðamann að sveitin hafi ætl- að að henda í nýja plötu í þessum mán- uði. Ekki nóg með það, heldur er gripurinn svo gott sem tilbúinn. „Við ætluðum að klára allan pakk- ann; upptökur, hljóðblöndun og hljóm- jöfnun í þessum eina mánuði en það tókst ekki alveg. En við vorum ansi nálægt því þó.“ Meiri sýra? Orri segir að vinnan við plötuna hafi gengið mun betur en þeir félagar hafi þorað að vona en vinnan hefur farið fram í stúdíói hljómsveitarinnar í Mos- fellsbænum. „Þetta gengur bara helv … vel,“ segir Orri vígreifur. Hann segir jafn- framt að platan sé mjög frábrugðin síðustu tveimur plötum, Með suð í eyr- um við spilum endalaust (2008) og Takk … (2005). „Hún er mun meira „ambient“, lág- stemmdari einhvern veginn,“ segir hann. „Kannski aðeins súrari mætti segja (hlær). Nei, nei, þetta er allt saman melódískt og fínt þannig en hún er til muna rólegri en síðustu plöt- ur. Það eru ekki jafnmikil læti og eru þar.“ Annars er margt og mikið á seyði hjá Sigur Rósar mönnum í upphafi sumars. Á opinberri fréttaveitu sveit- arinnar, sem er vistuð á www.sigur- ros.co.uk, er nú auglýst eftir minn- ingum fólks sem var viðstatt goð- sagnakennda útgáfutónleika sveitarinnar vegna Ágætis byrjunar, sem fram fóru í Íslensku óperunni 12. júní árið 1999, fyrir réttum tíu árum. Fólk er beðið að senda inn minningar í textaformi, myndaformi eða hverju því formi sem því hugnast. Orri staðfestir að þetta sé m.a. vegna sérstakrar endurútgáfu sem er fyrirhuguð á plötunni, en ævintýrið sem saga Sigur Rósar hefur verið undanfarinn áratug hófst með þessu ótrúlega verki. „Í endurútgáfunni verður m.a. að finna upptöku frá útgáfutónleikunum. Og kannski eitthvert DVD-efni líka,“ segir Orri. „Platan kemur þó ekki út í sumar, heldur á næsta ári. Það er enn verið að vinna í þessu og því ýmislegt opið enn.“ Fljótari og fljótari Meðlimir hafa þá verið að sinna eig- in hugðarefnum að undanförnu. Jónsi er við það að klára sólóplötu auk þess sem samstarfsverkefni hans og Alex Somers, Riceboy Sleeps, kemur út í sumar. Kjartan er að vinna að kvik- myndatónlist og Goggi, Georg, „er að dútla við eitthvað heima hjá sér“, segir Orri. Sjálfur er hann að aðstoða vin sinn Ölvis við upptökur á plötu. „En akkúrat núna erum við allan liðlangan daginn í hljóðverinu að klára nýju plötuna. Þetta er búið að taka stuttan tíma, við erum alltaf að verða fljótari og fljótari að þessu. Um út- gáfudag og slíkt veit ég hins vegar ekki, en hún kemur út undir merkjum EMI, svo mikið er víst.“ „Kannski aðeins súrari...“  Sigur Rós svo gott sem klár með nýja plötu Mjög frábrugðin síðustu verkum segir Orri Páll Dýrason Afmæli Ágætis byrjunar fagnað með sérstakri útgáfu Morgunblaðið/Kristinn Í hljóðverinu Orri (fremstur) ásamt Kjartani og eiginkonu sinni, Lukku. Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is SÁ hinn sami og heldur því fram að stúlkur séu lítt áberandi í íslensku tónlistarlífi þarf ekki annað en að kíkja á uppákomur kvenhópsins Trú- batrixur til þess að sannfærast um það að hér á landi er aragrúi af hæfi- leikaríkum stúlkum sem spila og syngja sín eigin lög. Um er að ræða eins konar regn- hlífarsamtök kvenkyns trúbadúra sem voru stofnuð af þeim Elízu Geirsdóttur Newman og Myrru Rós Þrastardóttur fyrir um tveimur ár- um. Í næstu viku fagna Trúbatrix- urnar útgáfu fyrstu safnplötu sam- takana með heljarinnar reisu í kringum landið þar sem fram kemur blandaður hópur reyndari tónlistar- kvenna og uppkomandi nýstirna. Þar má nefna Elízu, Elínu Ey, Jöru, Miss Daisy, kvennasveitina Pascal Pinon og Mysterious Mörtu, sem var boð- inn plötusamningur á dögunum eftir að hafa sigrað í Þorskastríðinu svo- kallaða. „Þetta eru mjög opin samtök,“ segir Elíza. „Það var t.d. erfitt að velja lögin sem enduðu á safnplöt- unni vegna þess að það voru svo margar stelpur sem vildu vera með. Við erum að reyna að skapa vettvang fyrir stelpur til þess að koma og spila í þægilegu umhverfi þar sem er ekk- ert nema stuðningur úr salnum.“ Tónleikaferð Trúbatrixanna hefst 2. júní með tónleikum í Rósenberg. Eftir það verður hóp stúlkna safnað í rútu og lagt í hann í kringum landið í boði Kraums og Rásar 2. Heimild- armynd verður víst gerð um mynd- ina en nýja platan, sem er algjörlega heimaunnin, verður seld í ferðinni. Rúta full af söngelskum stúlkum fer hringveginn Morgunblaðið/RAX Trúbatrixur Þær Myrra og Elíza halda utan um skipulag ferðarinnar. Trúbatrixur fagna nýútkominni safnplötu með tónleikaferð ÞAÐ er óhætt að segja að út- gáfutónleikar Sigur Rósar vegna Ágætis byrjunar hafi ver- ið sögulegir og margir sverja og sárt við leggja að þetta séu mögnuðustu tónleikar sem þeir hafi upplifað – fyrr og síðar. Þetta voru auk þess kveðju- tónleikar upprunalegs tromm- ara sveitarinnar, Ágústs Ævars Gunnarssonar. Orri Páll Dýrason tók svo sæti hans um sumarið og tók vígslu með því að fara í hringferð um landið með sveit- inni. Sögulegir tónleikar Björgvin Búinn að taka upp kassagítarinn aftur. Björgvin stofnar Bóbó og Hjartagosana

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.