Morgunblaðið - 15.06.2009, Síða 1

Morgunblaðið - 15.06.2009, Síða 1
ÞEIR voru ekki allir háir í loftinu hinir ungu hestamenn framtíðarinnar sem nutu sín í góða veðrinu í Vík í Mýrdal um helgina. Krakkarnir voru á reiðnámskeiði þar sem þeir lærðu meðal annars að stjórna fákunum og sitja fallega í hnakk. Bæði ferfætlingar og fólk féllu fagurlega inn í blómahafið og Reynisdrangar risu líkt og steintröll upp úr hafinu. Morgunblaðið/Ómar M Á N U D A G U R 1 5. J Ú N Í 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 160. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is « ALÞJÓÐLEGT TÓNLISTARNÁMSKEIÐ SAMVINNAN ER EINTÓM GLEÐI «ELDHUGAR Í VESTMANNAEYJUM SÖFNIN OG SAGAN Á SAMA STAÐ Bestu kylfingar landsins kepptu á stigamóti GSÍ á Garðavelli á Akra- nesi þar sem Signý Arnórsdóttir og Sigmundur Einar Másson fögnuðu sigri. Íþróttir Sigmundur og Signý sigruðu Helga Margrét Þorsteinsdóttir bætti eigið Íslandsmet í sjöþraut og hún fagnaði jafnframt Norður- landameistaratitlinum í keppni 22 ára og yngri. Helga Margrét bætti eigið met Fjórir leikir fóru fram í Pepsi-deild karla í gær í fótboltanum. Öruggt hjá meisturunum í Grindavík. Góð- ur endasprettur KR. Stjarnan held- ur sínu striki. ÍBV tapaði. Þróttarar brutu ísinn og sigruðu RÖKSTUDDUR grunur er um að brögð hafi verið í tafli í forseta- kosningunum í Íran, eftir að í ljós kom að Mahmoud Ahmadinejad Ír- ansforseti hafði fengið umtalsvert fleiri atkvæði en mótframbjóð- endur hans í heimabæjum þeirra. Samtök hófsamra klerka fara fram á að endurkjör Ahmadinejads verði ógilt, með þeim orðum að ef haldið verði áfram á sömu braut muni það grafa undan stoðum lýð- ræðisins og fólk missa trú á kerfið. Helsti keppinautur Ahmad- inejads, Mir Hossein Mousavi, segir víða hafa skort kjörkassa og að vef- síðu sinni hafi verið lokað. | 13 Rökstuddur grunur um kosningasvindl Reuters Fylgismenn forsetans fagna sigri. Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is LANDSBANKINN hefur vísað til Fjármálaeftirlitsins til frekari skoð- unar máli þar sem inn á fjárvörslu- safn í einkalífeyrissparnaði við- skiptavinar bankans hafi verið keypt veðskuldabréf útgefið af sama viðskiptavini. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins er um að ræða Sigurjón Þ. Árnason, fyrrver- andi bankastjóra Landsbankans. Þá hefur sjóðstjóra hjá bankanum ver- ið vikið tímabundið frá störfum. Í tilkynningunni segir að í reglu- legri úttekt innri endurskoðunar Landsbankans hafi komið fram að inn á fjárvörslusafn í einkalífeyris- sparnaði viðskiptavinar hafi verið keypt veðskuldabréf, útgefið af sama viðskiptavini. Ákvörðun um kaupin hafi verið tekin af eiganda safnsins og sjóðstjóra án samráðs við yfirstjórn bankans. Ekki sé um önnur sambærileg tilvik að ræða hjá öðrum viðskiptavinum. Sigurður G. Guðjónsson lögmað- ur útbjó tvö veðskuldabréf sem Sig- urjón Þ. Árnason fékk tvö kúlulán út á, samtals að fjárhæð 70 millj- ónir króna, hjá séreignarlífeyris- sjóði í vörslu Landsbankans í nóv- ember á síðasta ári. Segir Sigurður að lífeyrissjóðurinn sé einkaeign Sigurjóns. Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða geti lífeyris- sjóðir ekki verið í einkaeigu.  Fékk samtals 70 milljóna lán | 6 Lán Sigurjóns til FME » Sigurjón Þ. Árnason fékk 70 milljónir að láni » Lögmaður hans segir hann sjálfan veita lánin » Lífeyrissjóðir ekki í einkaeigu skv. lögum  Landsbankinn vísar lántökum fyrrverandi bankastjóra til Fjármálaeftirlitsins  EKKI hefur verið ákveðið hver tekur við starfi bæjar- stjóra í Kópavogi af Gunnari I. Birgissyni sem boðist hefur til að hætta, verði það til þess að meirihlutasamstarf Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks í bæn- um haldi áfram. Óánægju gætir meðal sjálfstæðismanna með að Gunnar skuli víkja, að kröfu fram- sóknarmanna. Málið verður útkljáð á fundi full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í kvöld. Til umræðu hefur komið meðal stuðningsmanna Gunnars að skora á hann að hætta ekki. »2 Ekki vitað hver tekur við sem bæjarstjóri í Kópavogi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.