Morgunblaðið - 15.06.2009, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sigbogi@mbl.is
Á SÍÐUSTU árum hafa sjö Íslendingar, sem
hlotið hafa mænuskaða, farið til Gautaborgar í
Svíþjóðar í aðgerðir sem veita fólki að nýju
mátt í hendur og bæta færni. Tekin er sin úr
ósködduðum vöðvum og hún
tengd lömuðum vöðvum, til
dæmis í framhandlegg. Með
því getur fólk hreyft fingur
að nýju og notað hendur.
„Árangurinn af þessu er
frábær. Fyrir mér var í
raun opinberun að sjá að
þetta væri hægt,“ segir Sig-
þrúður Loftsdóttir, iðju-
þjálfi á Grensásdeild Land-
spítalans.
Aðgerðirnar eru gerðar á
Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg, þar
sem Páll Ingvarsson taugalæknir við Grens-
ásdeild starfaði til fjölda ára. Þegar hann kom
til starfa hér heima fór hann strax að leita
nýrra leiða í meðferð fyrir skjólstæðinga sína.
Meðal þess voru áðurnefndar aðgerðir, sem
lengi hafa verið stundaðar af læknum í Gauta-
borg með góðum árangri.
Forsenda þess að fólk með mænuskaða kom-
ist í handaaðgerðir er að hafa fulla olnboga-
réttu. Þeir sem hafa slíkt ekki, þurfa því að
byrja í olnbogaaðgerð eins og einn Íslendingur
hefur farið í. Aðgerð á hendi getur þá komið
hálfu ári síðar. Þá eru sinar úr upphandleggs-
vöðvum tengdar fram í höndina svo fólk nær
gripi með fingrunum og getur með æfingum
sinnt nauðsynlegum athöfnum daglegs lífs,
burstað tennur, haldið á glasi, unnið á tölvu og
svo framvegis.
Sumir treysta sér ekki
Ef læknar meta mál þannig að sjúklingur
hafi gagn af handaraðgerð sem bætir færnina,
er honum í upphafi gerð grein fyrir að mögu-
leikinn sé til staðar. Viðkomandi á svo val um
framhaldið. „Það eru alls ekki allir sem hafa
áhuga. Sumir gefa sér hreinlega ekki tíma og
margir treysta sér einfaldlega ekki í frekari að-
gerðir, enda geta slíku fylgt sárar endur-
minningar frá frumendurhæfingu fyrst eftir
slys,“ segir Sigþrúður.
Hér heima hefur sá póll verið tekinn í hæðina
að senda sjúklinga frekar utan í aðgerðir en
gera þær hér heima. Aðgerðirnar eru dýrar og
það fáar að íslenskir læknar myndu aldrei fá þá
þjálfun sem er nauðsynleg. Sænski handar-
skurðlæknirinn Jan Fridén sem annast aðgerð-
irnar ytra kemur því reglulega hingað til lands,
skoðar sjúklinga og metur hvort aðgerð
gagnast viðkomandi. Aðgerðirnar eru greiddar
af Tryggingastofnun ríkisins og greiddar skv.
samþykki svonefndrar siglinganefndar.
Sannarlega aukin lífsgæði
Fyrsti Íslendingurinn fór í svona aðgerð í
febrúar 2006. Það var Aðalsteinn Hallsson á
Húsavík, sem lamaðist neðan við brjóst eftir
bílslys fyrir rúmum tuttugu árum. Hann er
með eðlilega hreyfigetu í öxlum en í aðgerð ytra
fyrir þremur árum voru fingur hans tengdir
með sin úr upphandlegg. Aðgerðin olli straum-
hvörfum í hans lífi eins og fram kom í Morg-
unblaðinu á sínum tíma.
Sigþrúður segir líklegt að nokkrir ein-
staklingar fari í aðgerðir í Gautaborg á næstu
misserum. „Við erum með nokkra kandídata á
blaði,“ segir Sigþrúður. Gangurinn í málinu er
þá sá að sjúklingur fer utan með fylgdarmanni,
oft úr röðum starfsfólks Grensásdeildar, á
sunnudegi og er aftur kominn heim fyrir viku-
lok. Þá tekur við endurhæfing sem er í raun
sjúklingsins sjálfs að sinna. „Fingurnir öðlast
mátt. Eftir því þarf sjúklingurinn að haga æf-
ingunum, að höndin kenni heilanum að nú sé
hægt að hreyfa fingurna aftur,“ útskýrir Sig-
þrúður og bætir við að aðgerðirnar hafi svo
sannarlega aukið lífsgæði þeirra skjólstæðinga
sinna sem hafa farið í þessar aðgerðir. Það sjá-
ist best í daglegu lífi viðkomandi og eins þegar
viðkomandi mætir í reglulegt endurmat lækna,
iðjuþjálfa og annarra sérfræðinga.
Höndin kennir heilanum
Sjö Íslendingar hafa farið í færnibætandi aðgerðir í Gautaborg Sinar voru fluttar til og tengdar
lömuðum vöðvum Með aðgerðunum getur fólkið hreyft fingur og notað hendur að nýju
Aðgerð Handaraðgerðirnar eru framkvæmdar á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg. Í læknavísindunum þykja þær um margt merkilegar, enda
kemur fjöldi sérfræðinga víða frá og fylgist með hvernig staðið er að verki. Endurhæfingin í kjölfarið fer síðan fram hér heima.
Árangurinn af aðgerðum sem sjö Íslend-
ingar hafa sótt til Gautaborgar vegna
mænuskaða er frábær, segir iðjuþjálfi á
Grensásdeild. Fólk getur eftir aðgerðirnar
sinnt nauðsynlegum athöfnum daglegs lífs.
Sigþrúður
Loftsdóttir
ÞINGEYINGURINN Sverrir Ingólfsson gekkst undir aðgerð á
vinstri hendi í Svíþjóð í nóvember á síðasta ári. Fingur hans voru
tengdir hendinni með nýjum sinum sem meðal annars voru teknar
úr upphandlegg „Ég er farinn að geta gert ýmsa hluti sem mér
voru ómögulegir áður,“ segir Sverrir sem fyrr í vikunni gekkst
undir færnimat hjá iðjuþjálfum Grensásdeildar. Getur hann nú
meðal annars skrúfað litlar sem stórar rær á bolta með hendinni,
snúið lykli í skrá og fært til mjólkurkönnu og hellt úr henni í bolla
með því að taka um handfangið. Ýmsir fleiri þættir voru kannaðir
í færnimatinu, þar sem útkoman var að flestu leyti mjög góð.
„Sverrir er í klárlega í mikilli framför,“ segir Sigþrúður iðjuþjálfi.
Sverrir er lamaður neðan mittis og bundinn við hjólastól eftir
mænublæðingu fyrir rúmum tuttugu árum. Blæðingin hafði einn-
ig þær afleiðingar að hann missti mátt í fingrum vinstri handar,
sem nú hafa aftur verið gæddir lífi ef svo má að orði komast. „Þeg-
ar mér bauðst að fara í aðgerð ákvað ég strax að þekkjast boðið.
Fór út til Gautaborgar í nóvember og í framhaldinu tók svo við
nokkurra vikna þjálfun hér heima. Mér finnst árangurinn alveg
stórkostlegur og ég er ánægður með hvernig til hefur tekist,“ út-
skýrir Sverrir sem segist hafa vel getað sinnt sínu með þrótt í ann-
arri hendi. Viðbótin sé þó býsna góð og nýtist sér vel meðal annars
í bílaviðgerðum en Sverrir rekur Samgönguminjasafnið á Ysta-
felli í Köldukinn.
Viðbótin er góð
Ró á bolta Sverrir á Ystafelli fór í
færnimat iðjuþjálfa í vikunni og út-
koman sýnir miklar framfarir.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
„ÞETTA eru algjörar kraftaverkaaðgerðir,“
segir Kristín Inga Brynjarsdóttir. Hún slas-
aðist í bílslysi undir Hafnarfjalli árið 2002 og
varð fyrir alvarlegum mænuskaða. Lamaðist
fyrir neðan brjóst og átti auk heldur meðal
annars bágt með allar fínni handahreyfingar.
Með aðgerðum tókst að bæta úr því.
„Fyrri aðgerðin í Gautaborg sem ég fór í,
var í janúar 2007. Þá var settur pinni í þum-
alfingur hægri handar þannig að hann sneri
rétt. Í október þetta sama ár fór ég í aðra að-
gerð þar sem var skorið í handlegginn. Sinar
voru færðar til og þræddar þannig að ég öðl-
aðist mátt í fingur vinstri handar og grip milli
þumal- og vísifingra. Eftir það hef ég náð
ágætu valdi á fínhreyfingum sem er mjög
kærkomið því mér finnst gaman að sauma,
mála og fleira slíkt. Fyrir hannyrðakonu er
þetta alveg frábært,“ segir Kristín Inga, sem
innan tíðar fer í enn eina aðgerðina þar sem
rétta á úr kreppu á baugfingri á vinstri hendi.
Sú aðgerð verður gerð hér heima af lækninum
sænska sem fyrr er nefndur.
Öðlaðist mátt
Hannyrðakonan Alveg frábært,
segir Kristín Inga Brynjarsdóttir.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Aðgerðir gegn mænuskaða