Morgunblaðið - 15.06.2009, Side 9

Morgunblaðið - 15.06.2009, Side 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2009 www.veggfodur.is Rafhitarar í skip, hús og sumarhús Neysluvatnshitarar Hitöld (element), hitastillar, hitastýringar og flest annað til rafhitunar. Við erum sérfræðingar í öllu sem við kemur rafhitun. Kaplahrauni 7a • Hafnarfirði, Sími 565 3265 • Fax 565 3260 rafhitun@rafhitun.is • www.rifhitun.is Rafhitun Lín Design Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið. Sími 533 2220 www.lindesign.is Í tilefni af þjóðhátíðardeginum bjóðum við 25% afslátt af íslensku blómasængurverunum frá Lín Design. Holtasóley, Blóðberg & Gleym mér ei. Íslensk hönnun á frábæru verði. Þjóðhátíðartilboð Lín Design Seljum og merkjum fatnað, húfur og töskur. Vel merkt vara er góð auglýsing Bróderingar og silkiprentun www.batik.is • sími: 557 2200 Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík Sími: 544 5466 www.kemi.is ... vorið er komið Smurolíur á öll mótorhjól fáðu ráðgjöf við val á olíu FRÉTTASKÝRING Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is NIÐURSTAÐA krufningar 318 lamba og 20 áa í Þingeyjarsýslum sýnir að 70-80 prósent lambadauða í burði stafar af fjórum þáttum. Það eru innvortis blæðingar vegna áverka, köfnun, sýking og selen- skortur. Sigurður Sigurðarson dýra- læknir vann rannsóknina fyrir Bún- aðarsamband Norður-Þingeyinga. Hann krufði fé af ríflega 50 bæjum. Sigurður nefnir að innvortis blæð- ingar hjá lömbum rétt fyrir burð, í burði eða eftir hann séu meðal al- gengustu ástæðna lambadauða. Bændur geti dregið úr tjóninu þekki þeir áhættuþættina. Hann segir al- gengast að lömbin verði fyrir slysi þegar kindurnar ryðjist hver um aðra, út um dyr eða berji hver á ann- arri. „Kindurnar eru viðkvæmari eft- ir að byrjað var að rýja að vetrinum og engin ull dregur úr álagi.“ Þá nefnir Sigurður að meiri líkur séu á erfiðum burði þegar lömbin séu stór. Eins sé þá frekar hætt við að nafla- strengurinn klemmist. „Kunni menn til verka er hægt að draga úr þessari hættu. Í fyrsta lagi með því að láta lömbin ekki verða eins stór með minni fóðrun, telja fóstrin og fóðra ærnar eftir því hvort þær eru að byggja sig upp með tvö fóstur eða gangi með eitt lamb.“ Þá segir Sig- urður að sé burðurinn erfiður sé mjög mikilvægt að láta ána krjúpa að framan og standa í afturlappirnar: „Þá er ekki þrýstingur af melting- arfærunum á legið og auðveldara að rétta af lömb sem eru ekki rétt í burði.“ Hreinlæti mikilvægt Selenskortur nefnir Sigurður sem algenga ástæðu lambadauða. Selen sé snefilefni, sem vanti víða um land og þurfi að huga að þegar kindur séu fóðraðar. Þá nefnir Sigurður sýking- arhættu, sem hægt sé að draga úr með því að hafa þrifalegra í kringum skepnurnar: „Allir geta hugað að því að hafa hrein drykkjarílát. Sumir hafa drykkjarílát við gólfið og skepn- urnar slampast í þetta sjálfar og skíta í það. Það er vís sýkingarhætta.“ Best sé að hafa sem allra þurrast og þrifalegast í fjárhúsum, góða loft- ræstingu og bjart auk aðstöðu til að þvo sér um hendurnar. Að lokum nefnir Sigurður köfnun. Þá lokist fyrir naflastreng lambsins. „Gerist það í móðurkviði dettur súrefnið niður og „vélbúnaðurinn“ fer af stað í lambinu. Það fær þau skila- boð að anda. Gerist það inni í móð- urinni drukknar lambið,“ segir hann. Séríslenskur vandi Sigurður nefnir fleiri ástæður svo sem fósturdauða í gemlingum. Vand- inn sé séríslenskur og tjónið veru- legt. Hann þekkist ekki í íslensku fé erlendis. „Tjónið er aðallega hjá gemlingum og enginn veit hvað veld- ur en margar kenningar eru á lofti,“ segir hann: „Lömbin leysast upp og verða að vatni og enginn veit að skepnan varð lambfull nema fyrir þær sakir að talið er á fyrstu vik- unum.“ Þá nefnir hann fósturlát sem séu þó miklu sjaldgæfari hér en er- lendis. „Hér er miklu minna af smit- sjúkdómum vegna íhaldssemi við inn- flutning.“ Draga má úr lambadauða  Sigurður Sigurðarson dýralæknir krufði 318 lömb og 20 ær  Hann segir fjóra þætti algengasta sem séu innvortis blæðingar, köfnun, sýkingu og selenskort Morgunblaðið/RAX Sauðburður í fjárhúsinu á Fjalli Það er að mörgu að huga þegar tekið er á móti lömbum. Bændur geta minnkað hættuna á að missa lömbin. Meðal algengustu ástæðna lambadauða eru innvortis blæð- ingar hjá lömbunum rétt fyrir burð, í burði eða eftir hann. Bændur kunna almennt vel til verka en geta þó lágmarkað tjón. „Lærðu bændur sjálfir að kryfja lömb væri það stórt skref í þá átt að draga úr tjónum á lömbum í burði og að þau deyi.“ Þetta segir Sigurður Sigurðarson dýralæknir, sem krufði 318 lömb í Þingeyj- arsýslum. Sigurður kynnti niðurstöðu sína í Skúlagarði í Kelduhverfi fyrir viku þar sem ríflega 100 manns mættu á sauðburðargleði. Auk niður- staðna Sigurðar kynntu bændur í sveitinni m.a. gulrótaræktun í volgri mold, sápugerð og fleiri spennandi hliðarbúgreinar. Þá var kveðist á og sungið. Jóhannes Sigfússon, stjórn- armaður í Búnaðarsambandi Norð- ur-Þingeyinga, segir lambadauða vaxandi vandamál og því hafi sam- bandið ráðið Sigurð til að kanna ástæðurnar. „Það er allt eðlilegt í burðinum en lömbin koma stein- dauð og menn vita ekki af hverju.“ Bændur ættu að læra að kryfja lömbin FYRSTU húðvörurnar með vaxt- arþætti sem framleiddur er í Grænni smiðju ORF Líftækni í Grindavík fer á markað í Banda- ríkjunum innan skamms. Þetta ger- ist í krafti samnings milli ORF og bandaríska húðvörufyrirtækisins Ronalds L. Moy, MD. Inc. Samningurinn er til þriggja ára og hefur verulega þýðingu fyrir ORF Líftækni sem mun í kjölfarið auka framleiðslu sína. Þetta er í fyrsta skipti sem vaxt- arþættir, framleiddir í plöntum, eru notaðir í húðvörur. „Við teljum mikil tækifæri fyrir grænar afurðir okkar á markaði fyrir húðvörur, enda er mikið öryggi falið í því að framleiða slík prótein í plöntum,“ segir Björn Lárus Örvar, fram- kvæmdastjóri ORF Líftækni. Það sérvirka prótein sem um ræðir er vaxtarþáttur sem er húð- frumum nauðsyn til vaxtar og við- halds. Vaxtarþátturinn örvar m.a. frumur til að lagfæra skemmdir af völdum sólbruna og spornar gegn almennri hrörnun húðar. Úr grænu smiðjunni Verksmiða ORF Líftækni er í Grindavík. ORF selur vaxtar- þátt í húðvörur Ekkert verður af því að félagið 2012 - Nýtt upphaf gangist fyrir opnu húsi í Ráðhúsi Reykjavíkur á miðvikudag- inn kemur, 17. júní, til að kynna áform sín um að rafvæða íslenska bílaflotann, eins og fram kemur í sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins. Nánar má fræðast um starfsemi fé- lagsins á heimasíðu þess, 2012.is. Röng mynd Ekki birtist mynd af Hallgrími Magnússyni lækni við grein hans Spillingu í sunnudagsblaði Morg- unblaðsins. Myndin var af starfs- bróður hans Hallgrími Þ. Magn- ússyni svæfingarlækni. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Rafbílar ekki kynntir LEIÐRÉTT MIÐSTJÓRN Framsóknarflokksins skorar á þingmenn flokksins að greiða ekki atkvæði með samningi um uppgjör vegna Icesave-skuld- bindinga Landsbankans, á grund- velli fyrirliggjandi upplýsinga. Mið- stjórnin telur koma til greina að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um Ice- save-skuldbindingarnar. Samningar stjórnvalda við Breta og Hollendinga vegna uppgjörs Ice- save-skuldbindinga Landsbankans var aðalefni ályktunar miðstjórnar Framsóknarflokksins sem haldinn var í Keflavík í fyrradag. Fram kem- ur það álit að samningurinn, eins og hann hefur verið kynntur þingmönn- um og almenningi, virðist ekki við- unandi þar sem engin gögn hafi ver- ið lögð fram sem réttlæti það að Alþingi samþykkti þær gífurlegu skuldbindingar sem í þeim felast. „Miðstjórnin telur að liggja þurfi fyrir hlutlaust mat á eignasafni Landsbankans, mat á áhrifum samn- ingsins á lánshæfismat Íslands, áhrifum á þróun gengis íslensku krónunnar, áhrifum gengis breska pundsins og evrunnar á greiðslu- byrðina og möguleikum þjóðarinnar á að geta staðið við þær greiðslur sem í samningnum felast og hvaða áhrif sú greiðslubyrði myndi hafa á lífskjör á Íslandi,“ segir í ályktun fundarins. Fyrsti kostur að hafna Miðstjórnin telur koma til greina að bera ríkisábyrgð vegna Icesave undir þjóðina í almennri atkvæða- greiðslu. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður flokksins, og fleiri þing- menn hafa opnað á þá leið. Sigmund- ur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að mikil samstaða hafi verið um það á mið- stjórnarfundinum að hafna Icesave- samningunum. Það sé fyrsti kostur. Að öðrum kosti kæmi til greina að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um það. „Nú er mikil áhersla lögð á að þjóðin fái að taka afstöðu til mála. Þetta mál er líklega eitthvert það stærsta sem þjóðin þarf að taka af- stöðu til,“ segir Sigmundur Davíð. Þjóðaratkvæði um Ice- save kemur til greina Í HNOTSKURN »Miðstjórn Framsóknar-flokksins telur mikilvægt að fylgt sé markvissri og skýrri stefnu um það hvernig þjóðin á að geta unnið sig út úr vandanum. »Verður að huga að gjald-eyrisskapandi og gjaldeyr- issparandi fyrirtækjum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Vill að þjóðin taki afstöðu.  Framsóknarmenn hafna Icesave

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.