Morgunblaðið - 15.06.2009, Side 21
Minningar 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2009
✝ Einar Sig-urgeirsson fædd-
ist á Seyðisfirði 29.
maí 1928. Hann lést á
Sjúkrahúsi Seyð-
isfjarðar 6. júní 2009.
Foreldrar hans voru
hjónin Sigrún Matt-
hildur Einarsdóttir, f.
á Unaósi í Hjalta-
staðaþinghá í N-
Múlasýslu 29. júní
1897, d. 17. október
1991, og Vigfús Sig-
urgeir Þórðarson,
ættaður úr Berufirði,
f. 16. júní 1885, d. 1. desember
1953. Einar var þriðji í röð sjö
systkina, hin eru Guðmundur Har-
aldur, f. 4. júlí 1924, Björg Guð-
björt, f. 9. september
1926, d. 4. júní 2001,
Jón Bjartmar, f. 19.
mars 1930, d. 4. apríl
1956, Margrét Ingi-
björg f. 27. ágúst
1931, d. 18. ágúst
2003, Hreinn, f. 1.
maí 1933, og Sig-
urður, f. 2. febrúar
1935, d. 12. október
1991.
Einar bjó alla ævi á
Seyðisfirði og starf-
aði lengst af hjá
Skipasmíðastöð Seyð-
isfjarðar.
Útför Einars verður gerð frá
Seyðisfjarðarkirkju í dag, 15. júní
og hefst athöfnin kl. 14.
Það er komið að kveðjustund. Ein-
ar frændi er látinn. Í huganum ósk-
um við honum góðrar ferðar og
þökkum samfylgdina.
Austurland er Eden jarðar,
æsku minnar paradís
þar ég glaður gætti hjarðar
grét og söng við blóm og ís.
Þegar speglar fjörður fagur
fell og sveit og hamratind
æðri sýn leit engin dagur
eilíf sé þar fyrirmynd.
(Ríkarð Jónsson.)
Þín minning lifir.
Geirdís, Indriði
og fjölskyldur.
Einar Sigurgeirsson
Lokað
verður í dag, mánudaginn 15. júní, frá kl. 15.00-17.00 vegna
jarðarfarar HERMANNS SIGFÚSSONAR.
Nýja sendibílastöðin.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
HULDA PÁLSDÓTTIR,
Bárugötu 8,
620 Dalvík,
verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju fimmtudaginn
18. júní kl. 13:30
Hartmann Kristjánsson,
Páll Heiðar Hartmannsson, Dóra Marý Kjartansdóttir,
Elsa Hartmannsdóttir, Magnús Már Steinþórsson,
og barnabörn.
ÍSLENSKAR
LÍKKISTUR
Góð þjónusta - Gott verð
Starmýri 2, 108 Reykjavík
553 3032
Opið 11-16 virka daga
✝ Þórarinn Árnasonfæddist í Reykja-
vík 3. febrúar 1932.
Hann lést á Landspít-
alanum í Fossvogi 3.
júní síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Árni Sigurðsson frí-
kirkjuprestur í
Reykjavík, f. 13. sept-
ember 1893, d. 20.
september 1949, og
Bryndís Þórarins-
dóttir, f. 10. desem-
ber 1899, d. 11. nóv-
ember 1988. Systur
Þórarins eru Ragnheiður, f. 8.
október 1923, gift Ísak Sigurgeirs-
syni, f. 2. maí 1921, og Ingibjörg, f.
10. október 1926, d. 15. júní 2004,
gift Þórarni Sveinssyni, f. 20. jan-
réttindi árið 1962. Þórarinn starf-
aði sem fulltrúi hjá bæjarfóg-
etanum í Hafnarfirði og
sýslumanninum í Gullbringu- og
Kjósarsýslu frá 1959 til 1964, þeg-
ar hann gerðist lögfræðingur við
Búnaðarbanka Íslands í Reykjavík.
Hann vann hjá Búnaðarbankanum
allar götur þangað til hann lét af
störfum fyrir aldurs sakir. Þar
annaðist hann einkum málefni
Stofnlánadeildar landbúnaðarins
og var lögfræðingur hennar frá
árinu 1988. Þá var Þórarinn lög-
fræðingur Ferðamálasjóðs um
skeið.
Þórarinn sat í kjaramálanefnd
Lögfræðingafélags Íslands frá
1971 til 1973. Hann átti nokkrum
sinnum sæti í yfirkjörstjórn Sam-
bands ísl. bankamanna um vinnu-
samninga.
Útför Þórarins fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 15.
júní, og hefst athöfnin kl. 13.30.
úar 1925, d. 22. júní
1985. Börn Ragnheið-
ar og Ísaks eru Árni,
maki Ásta Guðrún
Sigurðardóttir, Jón,
maki Guðrún Jóhann-
esdóttir, Bryndís,
maki Jón Torfi Jón-
asson, og Ragnheið-
ur, maki Róbert Dar-
ling. Börn
Ingibjargar eru Árni,
maki Valgerður Þ.
Jónsdóttir, og Stein-
unn, maki Jón Ársæll
Þórðarson.
Þórarinn Árnason lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1953 og varð cand.
juris frá Háskóla Íslands árið 1959.
Hann fékk héraðsdómslögmanns-
Frændi minn Þórarinn Árnason,
sem oftast var kallaður Lalli innan
fjölskyldunnar, lést þann 3. júní eftir
skamma sjúkdómslegu. Þar sem
Þórarinn hafði notið tiltölulega
góðrar heilsu kom andlát hans sum-
um okkar í opna skjöldu því ekki er
langt síðan hann fór til Kína með
ferðahópi lögfræðinga en hann hafði
yndi af slíkum fræðandi ferðum.
Þórarinn var einstakt ljúfmenni
og þægilegur í viðmóti. Hann var
sérlega fróður um sögu lands og
þjóðar og hafði mikinn áhuga á
sagnfræði og öðrum slíkum fróðleik
og þar var hann algjör viskubrunn-
ur. Hins vegar lærði hann lögfræði
og starfaði sem lögfræðingur hjá
Búnaðarbankanum til starfsloka.
Þórarinn hafði gaman af gönguferð-
um og fór allra sinna ferða um
Reykjavík fótgangandi, einkum hin
síðari ár. Hann fór þrisvar í viku í
Sundlaug Vesturbæjar sem hann
taldi vera mikinn heilsubrunn.
Málefni Fríkirkjunnar í Reykja-
vík voru honum ætíð hugleikin enda
hafði faðir hans séra Árni Sigurðs-
son verið prestur í kirkjunni þar til
hann lést langt um aldur fram árið
1949 og Bryndís Þórarinsdóttir
móðir hans var formaður kvenfélags
Fríkirkjunnar í áratugi. Þórarinn
starfaði nokkuð að málefnum kirkj-
unnar og var m.a. í stjórn Bræðra-
félags hennar í nokkur ár. Þórarinn
var ókvæntur og hélt lengst af heim-
ili með Bryndísi móður sinni á Mel-
haga 3 í Reykjavík. Við andlát henn-
ar árið 1988 fluttist hann að
Fálkagötu 17, þar sem hann bjó til
æviloka.
Á þessum tímamótum rifjast upp
fyrir mér minningar um ferðalag
með Lalla frænda og ömmu Dísu á
óðal feðranna að Valþjófsstað í
Fljótsdal á sjöunda áratug síðustu
aldar. Var þá oft glatt á hjalla í Atla-
vík eða á Eiðum hjá Þórarni móð-
urbróður og nafna Lalla. Lalli hafði
þá nýlega tekið bílpróf og fjárfest í
Volkswagen-bjöllu. Lalli naut svo
sannarlega þessa ferðalags á sinn
ljúfa og yfirvegaða hátt.
Blessuð sé minning Lalla frænda.
Árni Ísaksson.
Fyrstu minningar mínar um Þór-
arin, móðurbróður minn, eru frá
þeim tíma er hann bjó með ömmu
Dísu á Melhaganum, þá ungur mað-
ur í námi. Þegar systurbörn hans
komu í heimsókn las hann oft eitt-
hvað skemmtilegt fyrir okkur. Í
minningunni ber hæst ævintýri H.C.
Andersen, þótt eflaust hafi ýmislegt
annað komið við sögu. Hvort ástæð-
an fyrir lestrinum var sú að það
þurfti að hafa ofan af fyrir yngri
kynslóðinni svo systur hans og
amma gætu spjallað saman í ró og
næði er óvíst, en við nutum alltént
sögustundanna og mig grunar að
hann hafi gert það líka. Hann hafði
gaman af börnum, átti það til að
stríða okkur á sinn hægláta hátt og
brosti í kampinn þegar við espuð-
umst upp. Þessi vinsamlega kerskni
fylgdi honum alla tíð.
Örlögin höguðu því svo að Lalli,
eins og hann var alltaf kallaður í
fjölskyldunni, og amma bjuggu í
sama húsi í tæp 40 ár. Það fyrir-
komulag varð þeim báðum til far-
sældar og gleði enda mjög samrýnd
mæðgin. Þegar amma Dísa eltist
kom það æ meir í hlut Lalla að vera
hinn sterki aðili í rekstri heimilanna
tveggja og gerði hann það með sóma
þótt hann væri í fullu starfi utan
heimilis. Hann gætti þess alltaf að
sinna líka eigin hugðarefnum. Á
yngri árum og fram eftir aldri hafði
hann gaman af því að fara í kvik-
myndahús þó að sá áhugi hafi dvínað
á síðustu árum.
Áhugamál hans, fyrir utan lög-
fræðina, voru tónlist, sund, ferðalög
og eiginlega allt sem tengdist sagn-
fræði- og menningarlegum málefn-
um og hann sótti alla tíð málþing og
fyrirlestra á þessum sviðum. Hann
ferðaðist víða, m.a. í félagsskap ann-
arra lögfræðinga, og var mjög fróð-
ur um staði, menn og málefni.
Hvergi var komið að tómum kof-
unum hjá honum þegar Íslandssög-
una, mannkynssögu eða tónlist bar á
góma og hann lumaði á mörgum
skemmtilegum sögum frá liðinni tíð.
Lalli var frændrækinn og fé-
lagslyndur og naut þess að vera á
mannamótum. Um margt var hann
vanafastur og vildi virða gamlar og
góðar hefðir. Ef til vill hefur upp-
vöxtur hans á prestsheimili haft sitt
að segja um það að helgidagar og
hátíðisdagar voru honum mikilvæg-
ir. Á slíkum tyllidögum vildi hann
gjarnan gera sér dagamun, helst
með hefðbundnu sniði.
Síðastliðin 20 ár bjó Lalli í næstu
götu við okkur fjölskylduna. Hann
var hættur að aka bíl og þótti gott að
geta litið í heimsókn í nágrenninu.
Það gerði hann iðulega og við áttum
með honum margar góðar stundir,
bæði hversdags og á hátíðisdögum.
Nærvera hans var hófstillt og nota-
leg og við munum sakna vinar og
einstaks ljúfmennis. Góður drengur
er genginn og við minnumst hans
með hlýju, þakklæti og virðingu.
Bryndís Ísaksdóttir
og fjölskylda.
Stundirnar með Lalla frænda
heima hjá ömmu (systur hans) og
afa á Bergstaðastrætinu eru meðal
elstu minninga minna. Hann var ein-
staklega fróður um liðna tíma í víð-
um skilningi, hafði mikla unun af að
bjóða öðrum í samferð um söguna
og má segja að sú miðlun hafi verið í
senn leiðarstef og undirstaða okkar
vinskapar í yfir 30 ár. Í bernskunni
birtist þetta í að rifja upp gömlu gát-
urnar og þulurnar, „fagur fiskur í
sjó“, „það er kominn gestur segir
prestur“ og „fullt hús matar sem
finnast ekki dyr á“. Ég er að reyna
að rifja þetta upp núna þegar ég
pára niður þessar línur en man varla
einn tíunda þessa gamla minning-
ararfs sem endurspeglar að minni
hans var framar öðrum á þessu
sviði.
Síðar meir fórum við að spila
Söguspilið gamla, borðspil þar sem
leikmenn öttu kappi í að ferðast sem
hraðast um Íslandssöguna að enda-
marki. Vont var að lenda á reitum á
borð við „svarti dauði“ og „einok-
unarverslunin“ en „stofnun Alþing-
is“ og „upphaf flugsins“ gáfu kepp-
endum byr í seglin. Lalli gæddi
spilið auknu lífi með fróðlegum sög-
um af hverjum atburði og sá þar að
auki ætíð til þess að litli frændinn
sigraði að lokum. Ég er fullviss að
þarna hafi verið plægður jarðvegur
sem leiddi til að ég fór síðar að
leggja stund á sagnfræði við Há-
skóla Íslands og þá var aldeilis ekki
ónýtt að eiga frændann að. Hann
gat útlistað í þaula hugmyndafræði
Vídalínspostillu og tildrög hræðslu-
bandalagsins og bjó yfir miklum
bókakosti sem auðveldaði til muna
heimildaöflun.
Lalli var ætíð ein þeirra stoða og
stytta sem gerðu fjölskyldulífið auð-
ugt, sunnudagssteikin hjá ömmu,
jólaboðin, páskarnir, afmælisveisl-
urnar, þessar stundir voru óhugs-
andi án þess að hann væri viðstadd-
ur. Enda voru slík mannamót hans
ær og kýr. Þótt hann léti stundum
lítið fyrir sér fara var ætíð stutt í
fróðlegar ábendingar um hvernig
sagan endurtæki sig eða kómískar
sögur af mannlífi liðinna tíma. Þegar
fram liðu stundir efldist vinátta okk-
ar og dafnaði í raun utan hinna rót-
grónu fjölskyldabanda enda brúuðu
sameiginleg áhugamál auðveldlega
42 ára aldursbilið.
Síðustu árin fórum við að ferðast
saman út fyrir landsteinana, m.a. til
Þýskalands, Rússlands og Kína, og
auk sögunnar deildum við þeirri
ástríðu að hlusta á sígilda tónlist.
Hlustuðum gjarnan saman á sinfóní-
ur og óperur og fórum jafnvel að
sækja tónlistarviðburði til fjarlægra
landa. Mér er einkum minnisstætt
hversu snortinn hann var að sjá
Meistarasöngvara Wagners í Ríkis-
óperu Berlínar og nú síðast Turan-
dot Puccinis í námunda við For-
boðnu borgina í Peking.
Tilviljanirnar geta sett mark sitt á
lífshlaupið á undarlegan hátt. Ég
var staddur í Havana á Kúbu í byrj-
un júnímánaðar árið 2004 þegar ég
frétti að amma mín, systir Lalla,
hefði látist 77 ára að aldri. Hinn 3.
júní síðastliðinn var ég á flakki um
höfuðborg annars alþýðuveldis,
Hanoi í Víetnam, þegar mér bárust
tíðindin að Lalli hefði fallið frá eftir
skammvinn veikindi. Hann var 77
ára gamall. Samverustundirnar
verða ekki fleiri en minningin um
einstakan vin lifir.
Pétur Hrafn Árnason.
Þótt hann væri hávaxinn fór ekki
mikið fyrir honum og ekki tranaði
hann sér fram. Samt var hann víða
nálægur. Við kynntumst fyrst í
þriðja bekk Lærða skólans í Reykja-
vík. Og þótt hann væri hæglátur
mátti skjótt finna að þar fór margvís
maður. Ég fékk hann því til að birta
ritrýni á allt efni Skólablaðsins þann
vetur sem ég réð þar nokkru um. Og
það gerði hann svikalaust. Hann var
að sumu leyti einfari, en því fór
fjarri að hann forðaðist félagsskap.
Hann var manna ötulastur að sækja
menningarsamkomur af fjölbreytt-
um toga. Maður rakst hvarvetna á
hann, hvort heldur var á sinfóníu-
tónleikum eða fundum félags um
átjándu aldar fræði. Sem nýlegt
dæmi skal tekið að helgi eina fyrir
mánuði fékk hann far með Þór
Magnússyni austur að Laugavatni
til að sitja málþing um Ólaf Briem.
Daginn eftir er hann fyrstur manna
í Norræna húsið að hlýða dagskrá
um Carl Michael Bellman. Og hann
ferðaðist meira en menn almennt
vissu.
Seinustu áratugi hittumst við
flesta morgna í Sundlaug Vestur-
bæjar. Hann kom þó aldrei á mánu-
dögum, og voru margar getur að því
leiddar, hvernig á því stæði og hvað
hann aðhefðist þá stundina. En hann
fer með það leyndarmál í gröfina.
Hann átti sinn fasta sess í potti og
dirfðist enginn frekjuhundur að
ryðjast þangað. Þar er sem kunnugt
er ekki töluð vitleysan, en samt bar
við að Þórarinn þurfti að hvísla fram
einhverri hógværri leiðréttingu sem
bessevisserar reyndu sjaldnast að
andmæla. Ég þykist mæla fyrir
munn margra að við söknum Þór-
arins.
Árni Björnsson.
Við andlát Þórarins koma ýmsar
minningar upp í hugann. Langt er
síðan ég kynntist honum en á tíunda
áratugnum bjuggum við um skeið í
sama stigagangi á Fálkagötu. Á
seinni árum fórum við stundum
saman í ökuferðir um nágrenni
borgarinnar, síðast í vor á Þingvöll.
Þórarinn var mikill heiðursmaður
og þægilegur í umgengni, víðlesinn
og margfróður, sérstaklega í sögu,
en hann átti gott bókasafn sem hann
fékk að hluta í arf eftir föður sinn.
Hann hafði mikinn áhuga á ferðalög-
um og hafði víða farið, einkum á síð-
ustu árum, svo sem til Suður-Afríku
og Kína.
Ég hitti hann í síðasta sinn í ferð
öldungadeildar lögfræðingafélags-
ins á Landnámssetrið í Borgarnesi
og var hann þá hress og glaður.
Hans er gott að minnast. Ég sendi
ættingjum hans samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Þórarins Árna-
sonar.
Þorsteinn Skúlason.
Þórarinn Árnason
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda efni
til Morgunblaðsins – þá birtist val-
kosturinn Minningargreinar ásamt
frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minn-
ingargrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef útför
er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út. Greinar, sem berast eftir að út-
för hefur farið fram, eftir tiltekinn
skilafrests eða ef útförin hefur ver-
ið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefn-
um, www.mbl.is/minningar. Æviá-
grip með þeim greinum verður birt
í blaðinu og vísað í greinar á vefn-
um.
Minningargreinar