Morgunblaðið - 15.06.2009, Síða 27

Morgunblaðið - 15.06.2009, Síða 27
Menning 27FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2009 Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÞORGERÐUR Edda Hall fer fyrir hópi ungs fólks sem stofnaði Tónlist- arhátíð unga fólksins sem var haldin í Salnum í fyrsta sinn í ágúst í fyrra. Ætlunin var að skapa vettvang þar sem tónlistarnemendur á hinum ýmsu stigum náms gætu komið sam- an og lært af frábærum listamönnum og haldið tónleika. Hátíðin tókst í alla staði vel, og meðal þess sem boðið var uppá, var námskeið í kvartettleik undir hand- leiðslu Sigurbjörns Bernharðssonar sem leikur með margverðlaunaða Pacifica-kvartettinum sem þykir einn besti strengjakvartett samtímans. Þegar farið var að skipuleggja há- tíðina í ár, kom á daginn að Sigur- björn yrði ekki viðlátinn í ágúst vegna anna erlendis. Þorgerður Edda og félagar hennar dóu ekki ráðalaus, heldur ákváðu að flýta þess- um þætti Tónlistarhátíðar unga fólks- ins. Frá því á mánudag í síðustu viku, hafa sextán ungmenni frá fimm mis- munandi löndum og níu mismunandi tónlistarháskólum æft linnulaust, átta tíma á dag, undir handleiðslu Sigurbjörns. Hópnum er skipt í fjóra kvartetta, sem hver um sig hefur það verkefni að fullæfa einn kvartett eftir eitt fjög- urra tónskálda: Brahms, Beethoven, Mendelssohn og Sjostakovitsj, en annað kvöld kl. 20 verða haldnir tón- leikar í Kópavogskirkju, þar sem af- rakstur námskeiðsins verður fram reiddur. Tónlistarskóli Kópavogs lætur krökkunum í té æfingahúsnæði í skól- anum; þau hafa athvarf í ungmenna- miðstöðinni Molanum handan göt- unnar, og af einstökum velvilja sjá foreldrar Sigurbjörns, sr. Bern- harður Guðmundsson og Rannveig Sigurbjörnsdóttir, um mat fyrir krakkana í hádeginu, og kaffi síðdeg- is. Ekki veitir af þegar setið er og spilað allan liðlangan daginn. Þetta er eintóm gleði! Morgunblaðið/Golli Þorgerður Edda Hall „Útlendingum finnst spennandi að koma til Íslands, og af hverju þá ekki að halda svona námskeið hér?“ Þorgeður Edda gaf sér tíma til að líta upp frá sellóleiknum á æfingu hjá Sigurbirni Bernharðssyni fyrir helgi. Tónleikar kvartettanna verða í Kópavogskirkju annað kvöld kl. 20.  Ungir tónlistarnemar skipuleggja alþjóðlegt námskeið hér á landi Í HNOTSKURN » Meðal skólanna sem ung-mennin koma úr má nefna Juilliard-skólann, Boston Uni- versity, North-Western Uni- versity, Barratt Due musikk- institutt í Ósló, Tónlistar- háskólann í Utrecht og Tónlistarháskólann í Berlín auk Listaháskóla Íslands. » Útlensku krakkarnir gistaá heimilum íslensku krakkanna – einfalt mál. SÖNGKONAN Ragnheiður Gröndal flytur íslensk þjóðlög á tónleikum í Salnum í Kópa- vogi annað kvöld. Auk Ragn- heiðar koma fram Haukur Gröndal á klarínett, Guð- mundur Pétursson á gítara, Birgir Baldursson og Matthías Hemstock á slagverk. Ragnheiður ætlar að finna nýja fleti á þjóðlögum okkar og einnig flytja minna þekkt þjóð- lög í nýjum útsetningum sem hún hefur unnið í samvinnu við hljómsveitarmeðlimi. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og er miðaverð 2.000 kr. Miðar fást í forsölu á www.midi.is. Tónlist Ragnheiður og þjóðlögin í Salnum Ragnheiður Gröndal Á ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGINN kemur út skáldfræðisagan Handbók um hugarfar kúa eft- ir Bergsvein Birgisson. Í bókinni segir frá ungum menningarfræðingi, sem snýr heim eftir strangt nám í út- löndum. Handbók um hugarfar kúa er önnur skáldsaga Bergsveins Birgissonar, en árið 2003 kom út hjá Bjarti skáldsagan Landslag er aldrei asnalegt og var hún tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Það er Bjartur sem gefur út en bókarkápuna hannaði Sveinbjörg Jónsdóttir. Bókmenntir Handbók um hugarfar kúa Handbók um hugarfar kúa NÆSTKOMANDI miðviku- dag heldur Óttar M. Norðfjörð sýningu á klippilistaverkum sem hann vann fyrir bók sína, Arkitektinn með alpahúfuna. Um er að ræða ævisögu Sverr- is Norðfjörð, föður Óttars, sem lést 17. júní í fyrra, 67 ára að aldri. Ævisagan er unnin úr dánarbúi Sverris, svo sem ljós- myndum, bréfum og teikn- ingum. Á sýningunni verða nokkrar vel valdar opnur úr bókinni til sýnis, ásamt bókinni sjálfri, en aðeins 18 eintök voru prentuð af henni. Sýningin er haldin í Grófinni og stendur frá klukkan 15-18 þennan eina dag. Sýning Arkitektinn með alpahúfuna Óttar M. Norðfjörð „VIÐ vorum ótrúlega glöð að Sibbi [Sigurbjörn] skyldi vilja koma á þessum tíma, úr því hann gat ekki verið á hátíðinni í ágúst,“ segir Þorgerður Edda. „Við vorum sum á námskeiðinu hjá honum í fyrra, en það hafa líka bæst við íslenskir krakkar sem fréttu af námskeiðinu. Svo er helmingurinn núna út- lendir krakkar, flestir frá Bandaríkjunum, þar sem Sibbi býr. Ég var að læra í Noregi í vetur og það kom ein stelpa með mér þaðan hingað.“ Engin svona námskeið á Íslandi Það er auðvitað rosalega skemmtilegt að spila í kvartett og Þorgerður er augljóslega ánægð með það. „En það er líka frábært að geta skipulagt eitt- hvað sem maður getur svo tekið þátt í sjálfur. Annað sem dregur mig áfram, en snýst kannski ekki beinlínis um það að ég geti spilað, er það að það eru engin svona námskeið á Íslandi. Krakkar hér hafa alltaf þurft að leita til út- landa á námskeið, sérstaklega í kammertónlist. En hér er fullt af langt komn- um tónlistarnemendum og gaman að fá útlenda nemendur hingað. Útlend- ingum finnst spennandi að koma til Íslands, og af hverju þá ekki að halda svona námskeið hér? Það er nauðsynlegt fyrir krakka hérna heima að kynnast útlensku krökk- unum, því við erum svo fá hér. Þegar ég var í Listaháskólanum hér heima vorum við þrjú í sellóbekknum. Maður sér ekki vel hvar maður stendur ef maður sér aldrei hvað aðrir eru að gera. Hér heima eru allir hjá sömu kenn- urunum, og þótt þeir séu frábærir er gott að fá önnur sjónarhorn líka.“ Gaman að skipuleggja „ÞETTA er svo flott framtak hjá krökkunum, og ég þekki ekki neitt þessu líkt í heiminum,“ segir Sigurbjörn Bernharðsson sem leiðir ungmennin um töfraheima kammertónlistarinnar. „Þau byrja klukkan átta, hita upp og æfa sig sjálf. Klukkan níu fer hver hópur í sitt herbergi og æfir sinn kvartett til hádegis. Þá er ég með klukku- tíma kennslustund fyrir hvern hóp. Þau eru því að æfa sig sem kvartett í fimm tíma og hafa klukkutíma á undan til að æfa sig sjálf. Á hverjum degi, eftir hádegi, eru svo samspilstímar, eða masterklassar þar sem kvart- ettarnir spila hver fyrir annan og við ræðum málin. Þetta eru átta dagar – mjög strembnir og markmiðið er að kafa eins djúpt og hægt er í tónlistina og læra að vinna saman. Mörg þeirra þekktust ekkert fyrir – ein stúlkan kemur t.d. alla leið frá Taívan, en þau verða að koma sér saman um túlkun í því leiðtogalausa verkefni sem svona samspil er. Það skerpir tækni þeirra að þurfa að spila með öðrum, en ég vona líka að þau læri að vera sannfærð um sína meiningu í túlkun, án þess að vera þrjósk, en vera um leið sveigj- anleg. Þetta er tilgangur námskeiðsins. Ég er ofboðslega ánægður með þessa krakka, andinn er mjög góður og þau eru jákvæð. Mér finnst þetta rosalega gaman, enda hef ég þetta að at- vinnu og því er það frábært að geta komið heim til að vinna svona mark- visst og náið með ungu og efnilegu fólki. Það er gott fyrir íslensku krakk- ana að kynnast þeim útlensku og fyrir þá útlensku að komast að því hvað við eigum klára tónlistarnemendur hér. Þetta er eintóm gleði!“ Átta strembnir dagar Hann er þekktur, miðaldra tískuljós- myndari og kvennagull sem virðist hafa náð rjóma kvenþjóðarinnar úr brókunum … 27 » BÓKIN Brotahöfuð eftir Þórarin Eldjárn hefur nú verið gefin út í Danmörku og fara gagnrýnendur margra af virtustu fjölmiðlum þar í landi lofsamlegum orðum um sög- una. Í Brotahöfði, sem kom út hér á landi árið 1996, er rakin saga Guð- mundar Andréssonar, lærdóms- manns og samviskufanga á 17. öld, sem sat inni fyrir skoðanir sínar í einu rammgerðasta fangelsi Dana, Bláturni. Brotahöfuð hefur áður verið gefin út í Bretlandi, Finnlandi og Frakk- landi. „Maður heillast af margslunginni persónu hans [Guðmundar] í þessu játningariti sem skáldsagan læst vera. Þar skiptir einstæð stílgáfa Þórarins mestu og sannfærandi sál- fræðileg sýn hans á persónur bók- arinnar, en einnig fær þýðandinn lof fyrir að hafa leyst erfitt verkefni með bravúr. Hér er ekki sleginn falskur tónn, heldur er tónlistin hrein alla leið,“ skrifar Lars Bonne- vie í Weekendavisen. Næmi, kímni og innlifun Anne Chaplin Hansen hjá Jyl- lands-Posten segir Þórarin skrifa „þessa grátbroslegu örlagasögu af næmi, kímni og innlifun“. Á sömu nótum er Søren Vinter- berg hjá Politiken, sem segir meðal annars í sínum dómi: „Guðmundur Andrésson segir frá örlögum sínum með áreynslulausu tungutaki samtíma síns og aðal- atriðin afhjúpast smám saman hjá sagnameistaranum Þórarni Eld- járn … Efnið er áhugavert og mað- ur furðar sig á að skáldsagan, sem kom út árið 1996, hafi ekki komið fyrr út á dönsku. Skáldsagan […] býr yfir öllu því sem gerir bók- menntir norðursins einstakar.“ Tilnefnd til verðlauna Það er Björn heitinn Sigur- björnsson sem þýddi bókina yfir á danska tungu en Erik Skyum- Nielsen ritar eftirmála. Brotahöfuð hefur undanfarin ár verið tilnefnd til ýmissa verðlauna, meðal annars Aristeion-verð- launanna og Bókmenntaverðlauna Evrópu, en hún er eina íslenska bókin sem hlotnast hefur sá heiður. Sama ár, 1999, var hún lögð fram af Íslands hálfu til Bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs, auk þess að vera tilnefnd til hinna alþjóðlegu IMPAC-bókmenntaverðlauna árið 2001. Morgunblaðið/Ómar Höfundurinn Þórarinn Eldjárn. Brotahöfuð fær góða dóma í Danmörku „Býr yfir öllu því sem gerir bókmenntir norðursins einstakar.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.