Morgunblaðið - 15.06.2009, Qupperneq 32
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2009
SÝND Í ÁLFABAKKA, AKUREYRI OG SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
EIN ALBESTA GRÍNMYND SUMARSINS ER KOMIN
FÓR BEINT Á
TOPPINN Í USA
„THIS IS SO FAR THE BEST
COMEDY OF THE YEAR.“
PREMIERE
„THE SUMMER PARTY MOVIE OF ALL
OUR TWISTED DREAMS.“
ROLLING STONE
„THIS PROFANELY FUNNY COMEDY
EXCEED EXPECTATIONS AND ACHIEVE THE
STATUS OF BREAKOUT HIT.“
90/100 - VARIETY
ath. STRANGLEGA
BÖNNUÐ BÖRNUM
Wes Craven er mættur aftur með einhvern
ROSALEGASTA THRILLER SÍÐARI ÁRA
SÝND Í KRINGLUNNI OG AKUREYRI
/ ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI
THE HANGOVER kl. 5:50 - 8D - 8:30 - 10:20D - 11 12 DIGTAL THE LAST HOUSE ON THE LEFT kl. 10:20 16
THE HANGOVER kl. 5:50 - 8 - 10:20 LÚXUS VIP STAR TREK XI kl. 8 10
MANAGEMENT kl. 8 - 10:20 10 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN kl. 6 m. ísl. tali L
ADVENTURELAND kl. 5:50 - 8 - 10:20 12 HANNAH MONTANA kl. 5:50 L
CORALINE 3D kl. 5:503D m. ísl. tali L 3D DIGTAL
THE HANGOVER kl. 6D - 8D - 9:10D - 10:20D 12 DIGITAL
MANAGEMENT kl. 6 - 8 - 10:20 10
GOTT SILFUR GULLI BETRA kl. 7:30D L DIGITAL
CORALINE 3D m. ísl. tali kl. 5:303D L 3D DIGTAL
Hugmyndin um að landið getibara verið þarna fyrir sjálftsig hefur alltaf átt erfitt
uppdráttar á Íslandi,“ skrifar Krist-
ján B. Jónasson, textahöfundur
nýrrar ljósmyndabókar Thorstens
Henn, Ísland í nærmynd. Þess vegna
finnist Íslendingum að þeir eigi eftir
að „nema landið“ og að hálendið og
mannlausu víðernin séu lönd „tæki-
færanna“, þar sem vinna eigi orku
og byggja hraðbrautir og hótel.
Þetta er satt, svona hugsa margir
Íslendingar um landið sem þeir eiga
að gæta, og skilja ekki verðmætin í
því eins og það er. Og hvað öðrum
þykir hið ósnortna dýrmætt. Oft
finnst mér að landar mínir átti sig
ekki á raunverulegum verðmætum,
hinum sanna þjóðarauði sem býr í
landinu og náttúrunni, fyrr en þeir
hafa skoðað heiminn og geta borið
hlutina saman af eigin raun. Og
stundum finnst mér líka að þeir
heimskustu hvað þetta varðar séu
þeir sem hvað mestu menntunina
eiga að hafa. Enn og aftur sagan um
heimsku þess heimaalda.
Glöggt er gests augað, er alkunn-ur sannleikur, og oft for-
vitnilegt að sjá hvað erlendir túlk-
endur lands okkar og gæða hafa til
málanna að leggja. Einhverjir kunna
að telja ljósmyndarann Thorsten
Henn til erlendra gesta, en þótt svo
hafi verið einhvern tíma, þá er það
ekki lengur raunin. Thorsten fædd-
ist í Þýskalandi fyrir fjörutíu árum
en hefur verið búsettur hér í rúman
áratug og rekur hér ljósmyndastofu.
Thorsten er ekki lengur gestur en
sýn hans er glögg, og ekki fer á milli
mála að hann þekkir landið orðið
betur en flest okkar, og kann að
meta það sem hann sér – og það sem
hann sýnir okkur. Það birtist til að
mynda í því sem kalla mætti alúð í
nálguninni í myndum hans.
Þá er athyglisvert að sjá hvernig
Torsten sökkvir sér í landið, bók-
staflega, þegar hann stingur sér inn
í íshella og myndar félaga við klifur í
hættulegum hulduheimum landsins,
bröltir upp á tinda eða kannar hafið
umhverfis á seglskútum.
Helstu landslagsljósmyndararokkar staðfesta sýn sína á
landið og náttúruna í bókum, sem er
í senn beint að okkur Íslendingum
og ferðamönnum, sem kunna að
taka gripinn heim til minningar um
landið. Í bland við persónulega sköp-
unina ríkir því ákveðinn „kommersí-
alismi“; bækurnar eiga að höfða til
sem flestra og ekki vera ágengar
eða erfiðar. Ísland í nærmynd eftir
Thorsten Henn er engin undantekn-
ing frá því. Og hún er tvímælalaust í
hópi hinna betri af því tagi. Alúð er
lögð í hönnun, prentun og textana;
allt er það til fyrirmyndar. Mynd-
irnar í flestum tilvikum jafnar að
gæðum og forvitnilegar, þótt valið
hefði mátt vera aðeins stífara og
óhætt hefði verið að sleppa nokkr-
um, ekki síst loftmyndum sem búa
ekki yfir sömu skerpu og litbrigðum
og flestar hinna – og eru að auki full-
kunnuglegar (þetta er jú land nátt-
úruljósmyndara og sum myndefnin
verða æði kunnugleg).
Einn helsti styrkur bókar Thor-stens felst í hreinu og kláru
konseptinu sem verkið byggist á, í
formála er það kallað „Frumefnin:
land - vatn - loft - fólk“. Þetta eru
hinir fjórir kaflar bókarinnar og
gefa ljósmyndaranum ákjósanlegan
ramma til að sýna hvernig hann
horfir á náttúru landsins og hvernig
hann vinnur með form þess innan
ramma myndavélanna. Í Landi er
gengið um hraun, fjöll og út í vatn,
rafmagnslínur kljúfa auðnina og
gengið er á jökla. Í Vatni er horft til
hafs, öldur berja á landinu, lækir
renna um gil, þar eru hverasvæðin,
hvalaskoðun og siglingar. Loft er
kafli með loftmyndum; og kannski
sá forvitnilegasti, því eins og Krist-
ján B. skrifar, þá er það sem virðist
óreiðukennt á jörðu niðri „undan-
tekningarlaust skipulegt þegar
horft er á það úr lofti“. Og skýring
hans: „Maðurinn skipuleggur heim
sinn með hliðsjón af teikningum og
kortum.“
Við sjáum vegi og vötn skera land-
ið, jökulár mæta grænu landi, gróð-
ur við svartan sand. Fólk í baði. Kýr
í skógi. Margir rammanna eru býsna
góðir.
Thorsten birtir ekki bara sýn sínaá landið, eins og flestir lands-
lagsljósmyndarar, heldur bætir við
kaflanum Eldþjóðin. Í honum eru 17
portrettmyndir, sýnishorn af þjóð-
inni sem byggir landið, fólk sem sit-
ur fyrir og horfir upplitsdjarft í lins-
una. Fyrrverandi forseti, Íþrótta-
álfurinn, listamenn, hönnuðir og
tónskáld. Þetta fólk er nafngreint.
En þarna eru líka portrett af fólki
sem hefur ekki nafn, er „bara“
þyrluflugmaður, sjálfboðaliði, skóg-
arhöggsmaður og flugmaður. Eru
þau fulltrúar hinnar nafnlausu al-
þýðu, fólkið sem á eftir að „nema
landið“? Það er spurning. En þetta
er fín og talsvert persónuleg „nær-
mynd“ af eyju norður í hafi.
efi@mbl.is
Land tæki-
færanna í
ljósmyndum Úr lofti Land og fólk Í Landamannalaugum er fyrirtaks baðaðstaða undir berum himni, segir í bókinni, og það sést.
AF LISTUM
Eftir Einar Fal Ingólfsson
Fulltrúar eldþjóðar Baltasar Kormákur og Lilja Pálmadóttir, kvikmynda-
framleiðendur og bændur á Hofi á Höfðaströnd.
Ljósmynd/Thorsten Henn
Gengið í landið Í íshelli í Langjökli. Slíkir hellar eru skammvinn fyrirbæri
sem myndast vegna leysingavatns eða jarðhita en hrynja fljótt aftur saman.
» Þá er athyglisvert aðsjá hvernig Torsten
sökkvir sér í landið,
bókstaflega, þegar hann
stingur sér inn í íshella
og myndar félaga við
klifur í hættulegum
hulduheimum landsins.