Morgunblaðið - 28.06.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 2009
Gunnar I. Birgisson hefur vikið úrstóli bæjarstjóra Kópavogs á
meðan lögreglurannsókn fer fram
á meintum lögbrotum stjórn-
armanna í Lífeyrissjóði starfs-
manna Kópavogsbæjar.
Í stjórn sjóðsinssátu með Gunn-
ari Flosi Eiríks-
son, bæjarfulltrúi
Samfylking-
arinnar, og Ómar
Stefánsson, bæj-
arfulltrúi Fram-
sóknarflokksins,
ásamt öðrum.
Báðir hafa þeirsakað Gunnar
um blekkingar; að
hafa lagt önnur
gögn fyrir Fjár-
málaeftirlitið en
fyrir stjórn lífeyr-
issjóðsins.
Og báðum finnst þeim vænt-anlega sjálfsagt að Gunnar
hverfi úr stóli bæjarstjóra og bæj-
arfulltrúa.
ÍMorgunblaðinu í gær var upplýstað báðir bæjarfulltrúarnir voru
með í ráðum þegar Fjármálaeft-
irlitinu voru sendar upplýsingar frá
lífeyrissjóðnum fyrr á árinu.
Báðir vissu þeir líka að bókhaldsjóðsins stæðist ekki skoðun
FME. Framkvæmdastjóri sjóðsins
sagðist hafa áhyggjur af því að eft-
irlitsmenn FME kæmu og heimtuðu
að skoða bókhaldið. „Og þá erum
við í vanda,“ skrifaði fram-
kvæmdastjórinn stjórnarmönn-
unum.
Hvað ætla þeir Flosi og Ómar núað gera?
Er ekki réttast að þeir fari meðGunnari í fríið?
Ómar Stefánsson
Hvað gera þeir nú?
Flosi Eiríksson
annar en ferðafélagi Þorgeirs úr
boðsferðunum, Guðmundur Þ. Þór-
hallsson! Halló! Halló!Hvað er í
gangi? Boðaði ekki nýr formaður
VR breytta tíma? Í hverju eiga þeir
að vera fólgnir?
Nú þarf það ekkert endilega að
vera svo að þeir sexmenningar sem
Jón nafngreinir í bók sinni, og hinir
sem hann nafngreinir ekki, hafi tek-
ið óábyrgar ákvarðanir um fjárfest-
ingar í sjóðunum, af því þeir hafi
viljað gleðja gestgjafa sína. En með
því að þiggja boðsferðir í þá veru
sem Jón skrifar um, hafa þeir kallað
yfir sig grunsemdir um að svo
kunni að hafa verið og þar með hafa
þeir dregið úr eigin trausti og trú-
verðugleika. Það eitt á að nægja til
þess að lífeyrissjóðirnir breyti í
raun og veru siðareglum sínum,
eins og þeir með einhverju hálfkáki
þykjast vera að gera þessa dagana.
Seinni tilvitnunin í bók Jóns er í
orðskýringar hans í bókarlok og tengist einnig
gagnrýni minni á stjórnir lífeyrissjóða, en það
er orðskýring hans á hugtakinu Fé án hirðis:
„Hugtakið hefur verið notað um fé sem tilheyrir
ýmsum sameignarsjóðum en fyrst átti þetta
einkum við um sparisjóði. Seinna hefur hugtakið
verið útvíkkað og notað um fleiri sjóði eins og
lífeyrissjóði, bótasjóði tryggingafélaga og ýmis
eignarhaldsfélög þar sem mjög margir eiga fjár-
munina en sárafáir sjá um ráðstöfun þeirra.“
Þetta er eitt af því sem ég hef verið að gagn-
rýna. Þeir sem ekki eiga fjármunina, eiga ekki
að taka ákvarðanir um það hvernig þeim er ráð-
stafað. Það hefur í marga áratugi verið tíma-
skekkja, að fulltrúar atvinnurekenda hafi fengið
að ráðskast með lífeyrissjóði okkar.
Um þverbak keyrði vitanlega á útrásarár-
unum, þar sem útrásarvíkingar náðu meira og
minna völdum í Samtökum atvinnulífsins í gegn-
um bankana, fjárfestingarfélögin, eignarhalds-
félögin og tryggingafélögin. Að vísu er valda-
tíma þeirra í þeim ágætu samtökum meira og
minna lokið, en það breytir engu um það, að
mér finnst að við eigum að losa okkur við full-
trúa atvinnurekenda úr stjórnum lífeyrissjóða
okkar launþeganna. agnes@mbl.is
Jón F. Thoroddsen, hagfræðingur
og fyrrverandi verðbréfamiðlari,
fjallar í nýútkominni bók sinni Ís-
lenska efnahagsundrið, flugelda-
hagfræði fyrir byrjendur um
helstu persónur og leikendur í ís-
lensku viðskiptalífi á árunum 1982-
2008. Fjallað er um helstu við-
skiptablokkir, eigna- og hags-
munatengsl lífeyrissjóða,
stjórnmálamanna og stærstu eig-
enda íslensku bankanna.
Bókin ber allt of glögg merki
þess hraða sem hún hlýtur að hafa
verið unnin á, en hún er á köflum
þokkalega sannfærandi, þótt mér
þyki skautað ærið hratt og á yfir-
borðskenndan hátt yfir ákveðna
þætti. Mikið er um villur í bókinni,
ásláttarvillur, málvillur, stað-
reyndarvillur og prófarkalestur
virðist hafa verið af mjög skornum
skammti, sem allt dregur nú held-
ur úr trúverðugleika bókarinnar.
En líklega gefur bókin lesendum þokkalega inn-
sýn í margt, þótt ég ætli alls ekki að leggja dóm
á hvað er rétt með farið og hvað ekki. Ég tel
einna áhugaverðast við lestur bókarinnar að fá
að skyggnast aðeins inn í hugarheim og þanka-
gang eins þeirra sem tók þátt í að blása upp
bankabóluna og þann blekkingarleik sem þeim
uppblæstri fylgdi. Jón dregur enga dul á að
hann var raunverulegur þátttakandi. Kannski er
það bakgrunnur Jóns, fyrrverandi verðbréfasali,
„sem gjörþekkir þær leikfléttur og undrameðul
sem voru drifkraftur íslensku útrásarvíking-
anna,“ eins og segir á bókarkápu, sem gerir það
að verkum að hann vílar ekki fyrir sér ritstuld
hér og ritstuld þar. Það er engin heimildaskrá
sem fylgir bókinni, sem auðveldar honum vit-
anlega stuldinn.
Þriðji kafli bókar Jóns fjallar um nýjar valda-
blokkir og er að stórum hluta helgaður Kaup-
þingi, sögu bankans, helstu stjórnendum, eig-
endum, viðskiptavinum og vinahópum.
Vegna fyrri skrifa minna um lífeyrissjóði og
„fjölda áskorana“ eins og þeir segja, sem ákveð-
ið hafa að fara í framboð, ætla ég að leyfa mér
að vitna örlítið í þriðja kafla bókarinnar, með
öllum ofangreindum fyrirvörum þó: „Ekki má
gleyma lífeyrissjóðunum. A.m.k. þrír stærstu
lífeyrissjóðir landsins verða að flokkast undir
vinahóp Kaupþings ef litið er á viðskipta-
samband þeirra og Kaupþings. Þeir keyptu
stöðugt hlutabréf bankans og áttu viðskipti fyrir
hundruð milljóna á ári. Sjóðina eiga jú sjóðs-
félagarnir en fæstir þeirra fengu þó verðmætar
jólagjafir eða þáðu boðsferðir af Kaupþingi. Það
gerðu hins vegar starfsmenn í eignastýringu líf-
eyrissjóðanna, t.d. þeir Guðmundur Þ. Þórhalls-
son og Þorgeir Eyjólfsson hjá VR, Baldur Vil-
hjálmsson og Haukur Hafsteinsson hjá LSR og
þeir Árni Guðmundsson og Tryggvi Tryggvason
hjá Gildi. Það sama gerðu margir af starfs-
mönnum minni sjóðanna.“
Ekki veit ég til þess að nokkur sexmenning-
anna sem Jón nefnir, hafi hafnað sannleiksgildi
orða hans.
Síðar í bókinni er heill kafli helgaður lífeyris-
sjóðunum, fjárfestingarstefnu þeirra og þjónkun
við þá sem buðu stjórnendum sjóðanna að taka
þátt í lúxusnum.
Ég valdi þessa tilvitnun í bók Jóns sér-
staklega til „heiðurs“ nýráðnum framkvæmda-
stjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna, sem tekur
við af Þorgeiri Eyjólfssyni, en það er enginn
Agnes segir…
Enn af lífeyrissjóðum
Guðmundur Þ. Þórhallsson
Haukur Hafsteinsson
Baldur VilhjálmssonÞorgeir Eyjólfsson
Árni Guðmundsson Tryggvi Tryggvason
Einstaklega áhugaverð ferð með skírskotun til sögunnar, með fararstjóra sem
bjó í Austur- Þýskalandi áður en múrinn féll. Flogið til Berlínar og ekið til
borgarinnar Leipzig sem Goethe kallaði „sína litlu París“. Gist í hjarta Leipzig í
4 nætur og farið í skoðunarferð um borgina. Frá Leipzig er farið í skoðunarferð
í þjóðgarðinn Sächsische Schweiz eða „demantinn við Saxelfi“. Þjóðgarðurinn
hefur í gegnum aldirnar verið vinsæll viðkomustaður landslagsmálara, sem
segir kannski það sem segja þarf. Förum einnig til Dresden sem er þekkt fyrir
listasöfn, hallir og Semper-óperuna. Eftir ánægjulega daga í Leipzig er haldið til
Berlínar og farið í skoðunarferð um Potsdam, einn vinsælasta ferðamannastað
Þýskalands. Gist í 3 nætur í Berlín og höfuðborgin skoðuð ásamt því að eiga
frjálsan dag áður en flogið er heim á leið.
Fararstjóri: Kristín Jóhannsdóttir
Verð: 149.880 kr. á mann í tvíbýli
Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, allar skoðunarferðir með rútu,
hálft fæði og íslensk fararstjórn.
SUMAR 9
13. - 20. ágúst
Sp
ör
eh
f.
s: 570 2790www.baendaferdir.is
A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R
Hálftfæðiogallarskoðunarferðirinnifaldar
Leyndar perlur
Austur - Þýskalands
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 9.00 í gærmorgun að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 12 skýjað Lúxemborg 19 heiðskírt Algarve 22 heiðskírt
Bolungarvík 5 rigning Brussel 19 léttskýjað Madríd 23 léttskýjað
Akureyri 9 alskýjað Dublin 15 skúrir Barcelona 23 léttskýjað
Egilsstaðir 10 alskýjað Glasgow 16 skýjað Mallorca 24 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 10 alskýjað London 22 léttskýjað Róm 23 léttskýjað
Nuuk 4 skúrir París 21 skýjað Aþena 23 léttskýjað
Þórshöfn 18 heiðskírt Amsterdam 21 léttskýjað Winnipeg 21 skúrir
Ósló 24 heiðskírt Hamborg 17 skýjað Montreal 21 léttskýjað
Kaupmannahöfn 17 skýjað Berlín 19 skýjað New York 28 heiðskírt
Stokkhólmur 21 heiðskírt Vín 19 skúrir Chicago 30 skýjað
Helsinki 20 heiðskírt Moskva 18 alskýjað Orlando 31 þrumuveður
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
INNLENT STAKSTEINAR
VEÐUR
28. júní Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 1.46 2,6 8.08 1,7 14.45 3,0 21.18 1,6 3:02 24:02
ÍSAFJÖRÐUR 3.53 1,4 10.10 1,0 16.46 1,7 23.19 0,8 1:37 25:37
SIGLUFJÖRÐUR 6.27 1,0 12.19 0,8 18.30 1,2 1:19 25:19
DJÚPIVOGUR 4.33 0,9 11.14 1,6 17.56 1,0 23.57 1,4 2:17 23:45
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á mánudag og þriðjudag
Fremur hæg austlæg eða
breytileg átt. Skýjað og dálítil
væta með köflum á vest-
anverðu landinu. Bjartviðri
austantil en víða þokuloft við
ströndina. Hiti 10 til 20 stig,
hlýjast norðaustantil.
Á miðvikudag, fimmtudag og
föstudag
Suðlæg átt og rigning með köfl-
um sunnan- og vestanlands en
þurrt að mestu og hlýtt í veðri á
norðaustanverðu landinu.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Þykknar upp og fer að rigna
sunnan til á landinu en úrkomu-
lítið annars staðar. Hiti 10 til 20
stig, hlýjast í innsveitum.