Morgunblaðið - 28.06.2009, Blaðsíða 33
að okkar yndislega amma lifði í tæp
84 hamingjusöm ár og flest með
manni, börnum og barnabörnum sem
elskuðu hana af öllu hjarta.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Amma, þú hafðir svo marga kosti
sem við munum ætíð sakna. Þú varst
hlý og umhyggjusöm á þinn einstaka
hátt enda hafðirðu alltaf haft meiri
áhyggjur af okkur en sjálfri þér.
Það einkenndi þig hversu hress þú
alltaf varst, enda með beittan og
ákveðinn húmor sem fékk okkur
ósjaldan til að skella upp úr. Vinnu-
semi og mikill dugnaður eru orð sem
koma til hugar í sömu andrá og mað-
ur hugsar til þín. Það fordæmi sem
þú sýndir er hlutur sem við munum
sýna okkar börnum og barnabörnum
er fram líða stundir í þeirri von að
þau líkist þér sem mest að þessu
leyti.
Menntun var þér ávallt sérstak-
lega hjartfólgin líkt og þú sýndir í
verki. Stuðningur þinn þegar við vor-
um að mennta okkur var okkur ómet-
anlegur og vonandi veistu að við vær-
um ekki þar sem við erum í dag ef
ekki hefði verið fyrir þig.
Það veitir okkur huggun á þessum
erfiðu tímum að vita til þess að andi
þinn vakir ætíð yfir okkur, að vita til
þess að gildi þín munu aldrei gleym-
ast því þau munu lifa í gegnum af-
komendur þína, að vita til þess að þú
lifir af eilífu í hjörtum okkar.
En eins og Samuel Butler sagði:
„Til þess að deyja að fullu, verður
maður ekki bara að gleyma, heldur
vera gleymdur og sá er ekki gleymist
er ekki dáinn.“
Amma, við söknum þín meira en
nokkur orð fá lýst.
Baldvin, Rúnar, Jón Atli.
María Ásgrímsdóttir er horfin á
braut en hún skilur eftir sig minningu
sem lifir í hugum þeirra sem þekktu
til hennar. María – eða Mæja – var
hluti af tilveru minni til margra ára
en á heimili hennar og Baldvins
dvaldi ég ungur; oft frá morgni til
kvölds. Hversdagshetjur á borð við
Maríu Ásgrímsdóttur eru vand-
fundnar – en oftar en ekki er um að
ræða konur sem hafa komið upp
mannvænlegum börnum og sent þau
út í lífið með nesti sem dugar ævina
út. María er verðugur fulltrúi kyn-
slóðarinnar sem lagði grunninn að ís-
lenska velferðarríkinu, sem nú á í erf-
iðleikum vegna þess að menn viku af
vegi, sem María og samferðarmenn
hennar lögðu.
María var heiðarleg kona sem ekki
mátti vamm sitt vita. Hún setti hags-
muni sína skör neðar en annarra –
sem er eðlisþáttur sem er víkjandi nú
um stundir. María var alin upp í
vinnusemi og nýtni. Hún vissi að
heimsins gæði koma ekki af sjálfu sér
og hún lagði svo sannarlega sitt af
mörkum svo engan skorti neitt á
heimilinu. Árum saman starfaði hún í
frystihúsi ÚA og vílaði ekki fyrir sér
að ganga í erfiðustu störfin. Hún kom
snemma svo aðrir hefðu nóg að gera
þegar þeir mættu nokkru síðar. Hún
gekk einbeitt til verks og dugnaður
hennar var rómaður.
Þegar ég horfi til baka sé ég ótrú-
lega sterka konu sem bognaði aldrei,
bað aldrei um neitt sér til handa en
gaf óspart til annarra. Hennar lífsbók
er skráð með stóru letri, eins og Dav-
íð Stefánsson skáld sagði eitt sinn um
tengdamóður hennar og ömmu mína.
Mér þótti vænt um Maríu og ég má
fullyrða að við náðum vel saman. Hún
var vinur vina sinna. Nú er ævidegi
lokið. María er gengin á vit feðra
sinna og hefur án efa glaðst er hún
hitti gamla sveitunga og góða kunn-
ingja sem tóku á móti henni í nýjum
heimkynnum.
Blessuð sé minning Maríu Ás-
grímsdóttur.
Við í Ekrusmára 9 vottum eigin-
manni, börnum, barnabörnum og
öðrum ættingjum okkar dýpstu sam-
úð.
Áskell Þórisson.
Minningar 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 2009
✝ Ólafur J. Gunn-arsson fæddist á
Akureyri 26. nóv-
ember 1933. Hann
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi 18.
júní 2009. Foreldrar
hans voru Pétur
Gunnar Sölvason, f.
2.11. 1906 og Bjarg-
ey Ólafsdóttir, f.
27.9. 1907.
Ólafur kvæntist
Guðlaugu Erlu Jóns-
dóttur, f. 7.12. 1936.
Þau slitu samvistir.
Ólafur og Guðlaug eignuðust þrjú
börn, þau eru: 1) Arnheiður Anna,
f. 1960, gift Jóni Páli Baldvinssyni,
þau eiga tvo börn; Guðlaugu Erlu,
f. 1989 og Ólaf Baldvin, f. 1993. 2)
Hafþór, f. 1964, kvæntur Ásthildi
Lóu Þórsdóttur, þau eiga tvo syni,
Þór Símon, f. 1990 og Bjarka Pál,
f. 1996. 3) Bjargey, f.
1972.
Ólafur ólst upp á
Akureyri þar sem
hann lauk barna-
skólanámi. Sextán
ára fór hann á sjóinn
og starfaði til sjós
næstu árin. Hann fór
í Stýrimannaskólann
og útskrifaðist árið
1963. Hann starfaði
svo til sjós næstu ár-
in þar til heilsan gaf
sig en fór svo að
sinna leiguakstri sem
varð hans aðalstarf upp frá því.
Ólafur hóf golfiðkan árið 1968 og
var það hans aðaláhugamál upp
frá því. Hann tók þátt í mörgum
mótum og vann til fjölda verð-
launa.
Útför Ólafs fór fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
Ég á aldrei eftir að gleyma afa Óla
og það eru margar góðar og gildar
ástæður fyrir því. En eitt af því sem
við áttum saman var enski boltinn og
stuðningur okkar við Arsenal-liðið.
Síðan ég fór að fylgjast með fótbolta,
fyrir u.þ.b. fimm árum, höfum ég,
bróðir minn og pabbi fengið að koma
heim til hans allavega tvisvar í viku
til að horfa á enska boltann. Alltaf
vorum við velkomnir og okkur til
mikillar gleði var hann alltaf með
skáp fullan af nammi og gosi. Honum
fannst líka gaman að æsa okkur upp
og hann náði oftast að kveikja vel í
mér og litla bróður mínum og gat lát-
ið okkur rífast og pexa yfir leiknum
eins og við ættum lífið að leysa, og
öskra af reiði og gleði. Þetta var samt
allt í góðu, við fórum alltaf allir glaðir
heim, nema kannski þegar Arsenal
tapaði sem gerðist kannski aðeins of
oft á síðasta tímabilinu okkar saman.
Ég á eftir að sakna þessara stunda
einsog ég veit ekki hvað. Ég veit samt
að hann mun gleðjast með okkur þeg-
ar við loks náum takmarkinu okkar.
Það er margt annað sem ég gæti sagt
ykkur frá, afi var mjög góður maður
og hann vildi alltaf allt fyrir okkur
gera. Hann kom oft í viku til okkar,
ýmist til að spjalla eða borða. Hann
var einnig mikill golfari og það má
nánast segja að hann hafi golfað fram
að síðasta dag. En fótboltinn er það
sem ég á helst eftir að tengja við afa
minn hann Óla það sem eftir er af
mínu lífi, og þegar við hittumst á
himnum get ég aftur farið að tala við
hann um fótbolta og það verður sko
gaman.
Takk fyrir allt, afi Óli, það var svo
sannarlega frábært að eiga þetta
mörg ár og þetta marga fótboltaleiki
með þér. Þinn vinur,
Þór Símon.
Elskulegur vinur minn, Ólafur
Gunnarsson, er látinn.
Hann lézt á 76. aldursári, eftir erf-
ið veikindi.
Ég fluttist ásamt dóttur minni á
Hraunbraut 10 í Kópavogi fyrir rúm-
um 20 árum, þar sem Óli bjó ásamt
fjölskyldu sinni.
Mér og konu hans varð fljótt vel til
vina og seinna varð Óli einnig góður
vinur minn og dóttur minnar.
Þau hjón voru okkur afar trygg og
mættu ætíð til okkar við ýmis tíma-
mót í okkar lífi.
Það voru ófá skipti, sem við borð-
uðum með þeim hjónum. Þá urðu
gjarnan heitar umræður um það sem
var efst á baugi þá stundina.
Óli var glæsilegur maður, prúð-
menni, hjartahlýr og gat verið
skemmtilega stríðinn, en það var allt
á góðum nótum og stutt í húmorinn.
Óli var mikill áhugamaður um golf.
Mér er minnisstætt að fyrir tveimur
árum fékk hann hjartaaðgerð frestað
til hausts til þess að geta notið golf-
sins yfir sumarið. Vinátta okkar jókst
með árunum og betri nágranna hef
ég ekki átt. Ég þakka þér, Óli minn,
fyrir að vera vinur okkar mæðgna og
gleðst yfir því að hafa þekkt þig.
Andleg auðlegð manns vex við að
kynnast fólki eins og þér.
Við Ásrún Hildur sendum fjöl-
skyldunni kærar kveðjur.
Kolbrún Ósk Óskarsdóttir.
Ólafur J. Gunnarsson
✝ Sigríður Kr.Johnson fæddist á
Melstað á Seltjarn-
arnesi 24. október
1908. Hún lést á heim-
ili sínu, Flókagötu 61,
Reykjavík, fimmtu-
daginn 11. júní sl.
Foreldrar hennar
voru Sigríður Jó-
hannsdóttir frá
Lambastöðum á Sel-
tjarnarnesi og Krist-
inn Jónsson, lyfja-
fræðingur, frá
Mýrarholti við Bakk-
astíg. Systkini Sigríðar samfeðra:
Soffía f. 23. apríl 1919, d. 15. janúar
1990 og Vilhelm f. 4. júlí 1920.
Sigríður gekk í Verslunarskóla
Íslands og útskrifaðist þaðan með
verslunarpróf vorið 1928. Eftir
verslunarprófið hóf Sigríður störf
hjá O. Johnson og
Kaaber og starfaði
þar í 10 ár eða þar til
hún giftist.
Eiginmaður Sigríð-
ar var Karl Johnson,
bankamaður í Bún-
aðarbanka Íslands, f.
12. september 1905 d.
22. júní 1939. Börn
þeirra eru: Kristinn f.
1935 og Ágústa f.
1939.
Eftir lát manns síns
starfaði Sigríður á
skrifstofu Hótel Ís-
lands þar til það brann í febrúar
1944. Ævistarf hennar var síðan við
skrifstofu- og gjaldkerastörf hjá H.
Ólafsson og Bernhöft, en þar starf-
aði hún í rúm 40 ár.
Sigríður var jarðsungin frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík 19. júní.
Það er sagt að „Fátt er svo með
öllu illt, að ekki boði nokkuð gott“. Þó
svo að það hafi verið ógæfa fyrir
marga þegar Hótel Ísland brann árið
1944 þá verður það að játast að það
boðaði mikla gæfu fyrir fyrirtækið
H. Ólafsson & Bernhöft sf. Á Hótel
Íslandi hafði starfað ung og efnileg
kona, Sigríður Kr. Johnson, sem við
þetta missti vinnu sína en hóf nú
störf hjá H. Ólafsson & Bernhöft
skömmu seinna og starfaði þar
sleitulaust í rúma fjóra áratugi eða
fram til ársins 1988 þegar hún varð
80 ára. Sigríður eða Sigga eins og við
kölluðum hana hafði kynnst eigend-
um fyrirtækisins er þau störfuðu
saman hjá Ó Johnson & Kaaber um
hríð nokkrum árum áður. Hún vann í
bókhaldi fyrirtækisins og var gjald-
keri þess lengst af. Þetta var á þeim
tíma sem allt bókhald var handskrif-
að og tæknin var ekki farin að létta
mönnum verkið. Skriftin þurfti að
vera læsileg og áferðarfalleg sem
segja má að nálgast hafi list. Þessum
kostum var Sigga gædd í ríkum mæli
ásamt því að vera afar nákvæm í
verki og einstaklega talnaglögg. Hún
var afbragðs starfskraftur sem ávallt
bar hag fyrirtækisins fyrir brjósti og
sýndi það svo sannarlega í verki.
Samhliða starfinu hjá fyrirtækinu
mynduðust sterk vináttubönd ekki
bara við hana sjálfa heldur einnig við
börn hennar Ágústu og Kristin sem
aldrei nokkurn skugga bar á.
Nú þegar komið er að kveðjustund
vil ég og fjölskylda mín þakka þau
forréttindi að hafa átt samstarf með
henni og fengið að njóta starfskrafta
hennar um svo langt skeið. Við vilj-
um þakka henni tryggðina við fyr-
irtækið og hennar góðu vináttu.
Börnum hennar, Ágústu og Kristni,
sendum við okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur og biðjum Guð almátt-
ugan um að varðveita þau og styrkja.
Ólafur Haukur Ólafsson
og fjölskylda.
Sigríður Kr. Johnson
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
LILJA M. PETERSEN,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík
miðvikudaginn 1. júlí kl. 15.00.
Birna Jónsdóttir, Jóhann R. Björgvinsson,
Sigurður Jónsson, Dagný Guðmundsdóttir,
Guðný Jónsdóttir, Leó G. Torfason,
Hans Pétur Jónsson, Alda Björk Sigurðardóttir,
Guðrún M. Jónsdóttir, Hörður Ragnarsson
og fjölskyldur.
✝
Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi,
GUÐMUNDUR HALLDÓR ATLASON
fyrrv. flugumsjónarmaður,
Boðagranda 7,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju mánudaginn
29. júní kl. 15.00.
Lárus Atlason, Nanna Guðrún Zoëga,
Atli Helgi Atlason, Ingibjörg Gréta Gísladóttir,
Dóra Elín Atladóttir Johnsen, Birgir Bárðarson
og frændsystkini.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
RAGNA KLARA BJÖRNSDÓTTIR,
Blikahólum 2,
Reykjavík,
sem andaðist föstudaginn 19. júní, verður
jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn
30. júní kl. 15.00.
Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, Kristján Jónsson,
Guðbjörn Karl Ólafsson, Guðný Ólöf Þorvaldsdóttir,
Þorbjörg Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is
MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM
OG FYLGIHLUTUM
Sendum myndalista
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson