Morgunblaðið - 28.06.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.06.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 2009 Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur rsv@mbl.is D anir hafa viðurkennt Grænlendinga sem þjóð með fullan sjálfsákvörð- unarrétt. Margrét Þórhildur Dana- drottning afhenti Grænlendingum ný sjálfstjórnarlög á þjóðhátíðardegi þeirra, 21. júní. Nú hafa Grænlendingar því fengið viðurkenndan rétt sinn til að stofna fullvalda og sjálfstætt ríki. Það er undir þeim sjálfum kom- ið hvenær þeir stíga það skref. Á þjóðhátíðardaginn skrýddust margir Grænlendingar þjóðbúningi sínum. Margrét drottning var sjálf í slíkum búningi, sem og Jo- sef Motzfeldt þingforseti, sem veitti sjálf- stjórnarlögunum viðtöku. Grænlenski búningurinn er ekki saumaður á einum degi. Í hann þarf að velja vönduð skinn og perlusaumaður stakkur kvenna krefst mik- illar vinnu. Grænlendingar leggja hins vegar metnað sinn í að eiga fallegan búning. Til marks um það má nefna þann fallega sið, að öll börn skrýðast þjóðbúningi við upphaf skóla- göngu, 6 ára gömul. Fermingarbörn eru líka oftast nær í þjóðbúningum. Mikil handavinnna Grænlenski búningurinn er ekki ýkja gamall og alls ekki sá hlífðarfatnaður, sem grænlenskir veiði- menn klæðast, enda aðeins notaður til hátíða- brigða. Karlar klæðast hvítum anórakk, dökkum buxum og dökkum kamikkum, en búningur kvenna er töluvert flóknari og skrautlegri. Konur, sem ætla að koma sér upp grænlenskum búningi, þurfa að huga að ýmsu. Fyrst er það undirskyrtan, sem þarf að vera svo síð að með góðu móti megi gyrða hana ofan í skinnbuxurnar. Hún er úr þéttofinni bómull og hekluð blúnda við handveg og í hálsmáli. Yfir skyrtuna fer stutt vesti með háum kraga sem fellur vel að hálsinum. Kraginn er útsaumaður með fallegu munstri, oftast blómamunstri og gæg- ist upp úr stakknum, eða anórakknum. Honum er gjarnan haldið saman með fallegri nælu. Buxurnar eru stuttbuxur úr selskinni. Þær eru óskreyttar að aftan, en að framanverðu eru saum- aðir litríkir leðurbútar og ræmur úr hundsfeldi. Lituðu skinnræmurnar eru úr selskinni, sem er meðhöndlað á sérstakan hátt áður en það er litað í öllum regnbogans litum og er svo saumað á bux- urnar í mörgum, mjóum ræmum svo úr verður lit- rík leðurrönd framan á buxunum. Sitt hvorum megin við röndina er skjannahvítt hundsskinnið. Bjartari litir í bernsku Búningar stúlkna eru bjartari og litríkari en full- orðinna kvenna. Í búningi ungra stúlkna er bjartur rauður litur gjarnan ráðandi, jafnvel bleikur hjá þeim allra yngstu. Eldri konur kjósa hins vegar fremur að hafa dökkrauðan, vínrauðan, fjólubláan eða bláan lit ráðandi. Konur halda þó gjarnan perlukraganum á anórakknum allt sitt líf, þótt bún- ingurinn sé endurnýjaður að öðru leyti. Treyjan sjálf er stundum úr bómull en oft úr fóðruðu silki, brydduð skinni á ermum og í háls- máli. Perlukraginn, sem hylur efri hluta treyjunnar, er sá hluti grænlenska búningsins sem vekur einna mesta athygli. Afar sjaldgæft er að sjá tvo eins kraga, þótt dæmi séu um fjölskyldur sem kjósa að hafa sama munstur. Mörg þúsund litríkar perlur þarf í hvern kraga, svo hann sígur eðlilega í. Fremst á ermum treyjunnar eru líka stúkur úr perlum, sambærilegar perlunum í kraganum og neðst á treyjunni er fallegur lindi. Á hendur eru dregnar prjónaðar handstúkur, rauðar með ásaum- uðum, hvítum perlum. Selskinn og hey Buxur og perlum prýdd treyja duga ekki. Nauð- synlegt er að klæðast viðeigandi fótabúnaði, svo- nefndum kamikkum. Ytri kamikkur eru unnar úr hvítu selsleðri og ná upp undir hné. Inn í þær er lagt hey eða hálmur, til að einangra og gera þær mýkri undir fæti. Á þessar ytri kamikkur eru saumaðir litríkir leðurbútar, rétt eins og framan á buxurnar. Sólarnir á kamikkunum er úr þykkara og sterkara selskinni. Innri kamikkur eru einnig úr selskinni og ná upp á mið læri. Þær eru fagurlega útsaumaðar með blómamynstri í þéttofna bómull fyrir ofan ytri kam- ikkurnar og þar fyrir ofan er fallegur, fínheklaður blúndubekkur. Hann liggur oftast á samskonar efni og er í treyjunni. Efst er svartur skinnkantur. Gerð grænlensks búnings er mikil handavinna og ekki á allra færi. Fjölmargir Grænlendingar kunna þó enn þá list að vinna skinn í buxur og kam- ikkur, lita skinn í skraut á fatnaðinn og sauma perlukragann. Ef marka má líflegar umræður á sumum blogg- síðum hafa margir áhyggjur af að yngri kynslóðin læri ekki þau handtök sem þarf að kunna til að gera þjóðbúninginn sem best úr garði. Aðrir segja áhuga unga fólksins vaxandi. Kannski nýju sjálfstjórnarlögin kyndi undir áhuga heimamanna á öllu því sem grænlenskt er, þar á meðal að sauma sinn eigin búning. Perlur, selur og hundur  Grænlenski þjóðbúningurinn er fallegur, en er ekki gerður á einum degi  Í hann þarf selskinn og silki, perlur og blúndur, ræmur af hundaskinni og prjónaðar handstúkur. Handavinna Mikil vinna felst í að lita selskinn og sauma fínar ræmur á buxur og kamikkur. Þá þarf þúsundir perla í kragann sem prýðir þjóð- búning grænlenskra kvenna. Fyrsti skóladagurinn Þessi 6 ára grænlensku börn klæðast sínu fínasta pússi á fyrsta skóladeginum. Grænlendingar eru stoltir af þjóð- búningi sínum. Margir þeirra brugð- ust ókvæða við þegar danski hönn- uðurinn Peter Jensen sýndi haustlínuna 2009 í mars sl. Þar spígsporuðu um fyrirsætur í peys- um með mynstruðum bekkjum, ekki ósvipuðum perlukraga grænlenskra kvenna. Það fannst sumum nógu slæmt, en stígvélin gerðu útslagið. Hælahá, hvít leðurstígvél upp á mið læri, með svartri rönd efst, mynd af hekluðum bekk þar fyrir neðan og svo útsaumuðum blómabekk. Nútíma- útgáfa af kamikkum græn- lenskra kvenna. Peter viðurkenndi fús- lega að hafa sótt inn- blástur í grænlenskan klæðnað. Hann kvaðst aldrei hafa ætlað sér að móðga Grænlend- inga og skildi ekki hvers vegna við- brögðin voru jafn heiftarleg og raun bar vitni. Sumir Græn- lendingar sögðu innblástur ekki rétta orðið. Stuldur væri rétt heiti yfir fram- ferði fatahönnuðar- ins. Peter Jensen fékk stuðning forstöðu- manns Þjóðminjasafns Grænlands, sem sagði Grænlendinga eiga að taka því fagnandi að hafa blásið hönnuðinum anda í brjóst. Þar að auki væri þróun þjóðbúnings- ins nauðsynleg til að koma í veg fyrir að hann úreldist. Grænlensk? Hönnun Peter Jensen vakti úlfúð í Grænlandi. Hvað er inn- blástur og hvað er stuldur? „Grænlendingar klæðast þjóð- búningnum við öll hátíðleg tækifæri. Á fyrsta skóladeg- inum, á ferming- ardaginn, í brúð- kaupinu og á öllum stórhátíð- um. Nú hefur fólk áhyggjur af því að kunnáttan við gerð búning- anna glatist, en fyrir skömmu kom út ítarleg bók um sögu búningsins og gerð. Gömlu konurnar kunna öll handtökin, allt frá því að velja skinn og súta þau í buxurnar og kamikkurnar. Hérna í Quaqortoq kenna tvær fullorðnar konur saumaskapinn í kvöldskóla,“ segir Edda Björnsdóttir Lyberth, sem býr í Quaqortoq á suðurodda Grænlands. Edda segir að ekki sé hægt að stytta sér leið við gerð þjóðbún- ingsins. „Konurnar verða sér úti um þau skinn sem þarf, súta þau og lita. Stundum er hægt að fá unnin skinn frá veiðimannakonum á Norður-Grænlandi, en oftast vinnur fólk skinnin sjálft.“ Edda segir taka langan tíma að gera búninginn og vísar til vinkonu sinnar, sem vann í 3-4 ár að bún- ingi dóttur sinnar. „Búningurinn er mjög dýr, kostar hæglega um 25.000 danskar krónur (um 600 þúsund ísl.), fyrir utan alla vinn- una sem liggur í honum. Hann gengur oft á milli fólks í fjöl- skyldum, barnabúningurinn frá elsta systkini til yngsta og frá móður til dóttur. Fermingarbún- ingurinn endist stúlkum lengi, þótt kannski þurfi að fá stærri anórakk eða buxur þegar fram líða stundir.“ Edda segir að gamlar konur klæðist gjarnan búningum með minna perluskrauti en þær yngri. „Þær bera oft perluband um háls- inn, en ekki þennan mikla kraga sem hylur hálfan anórakkinn. Í fyrstu voru búningarnir eingöngu með slíku bandi, en eftir því sem velmegun jókst varð perlukraginn stærri.“ Þótt sá búningur sem hér hefur verið fjallað um sé þekktastur, þá eru til aðrar útgáfur af hátíðar- búningi í Grænlandi. Í Norður- Grænlandi eru buxurnar og kam- ikkurnar gerðar úr ísbjarnarskinni og á austurströndinni bera konur hvíta anórakka með stórum hett- um, þar sem þær geta borið lítil börn. Thelma dóttir Eddu fermdist fyrir skömmu. Hún bar ekki græn- lenskan búning, líkt og jafnöldrur hennar, heldur íslenskan upphlut. Ekki hægt að stytta sér leið Edda Björnsdóttir Lyberth AF ÖLLUM SLÁTTUVÉLUM OG SLÁTTUORFUM TAX FR EE TAX FREE LÝKUR Í DAG Rafmagnsvélar og bensínvélar í úrvali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.