Morgunblaðið - 28.06.2009, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.06.2009, Blaðsíða 38
38 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 2009 Sudoku Frumstig 4 1 5 2 9 7 5 6 2 1 5 8 2 9 3 8 4 4 3 7 3 6 1 5 6 7 4 3 1 8 5 9 8 7 2 8 5 1 5 3 7 9 6 4 2 2 8 3 9 2 4 2 8 4 1 5 3 6 8 9 4 7 2 8 4 6 7 5 2 6 7 5 1 5 8 3 9 6 2 7 4 2 9 4 5 8 7 1 6 3 3 7 6 1 2 4 8 5 9 5 4 2 7 1 8 9 3 6 7 3 9 4 6 2 5 8 1 6 8 1 9 3 5 4 2 7 4 6 3 8 5 9 7 1 2 9 1 5 2 7 3 6 4 8 8 2 7 6 4 1 3 9 5 9 8 7 1 5 3 2 4 6 2 3 5 8 6 4 1 9 7 1 4 6 7 9 2 5 3 8 5 6 2 9 3 1 8 7 4 3 7 8 4 2 6 9 5 1 4 9 1 5 8 7 3 6 2 7 5 4 2 1 9 6 8 3 8 1 3 6 4 5 7 2 9 6 2 9 3 7 8 4 1 5 7 9 3 2 1 6 4 8 5 8 2 5 3 9 4 1 7 6 1 4 6 8 5 7 3 2 9 5 1 9 6 8 2 7 4 3 3 8 2 7 4 9 6 5 1 6 7 4 5 3 1 2 9 8 9 5 7 4 6 3 8 1 2 4 3 8 1 2 5 9 6 7 2 6 1 9 7 8 5 3 4 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er sunnudagur 28. júní, 179. dag- ur ársins 2009 Orð dagsins: Verið því óhræddir, þér eruð meira verðir en margir spörvar. (Mt. 10,31.) Líf Víkverja hefur breyst mjög tilhins betra eftir að hann eign- aðist stóran flatskjá. Flatskjárinn veitir Víkverja ekki bara gleði og ánægju heldur vissa lífsfyllingu. Víkverji á mikið safn DVD-mynda og horfir nú á hverju kvöldi á klass- ískar Hollywood-myndir. Um dag- inn horfði Vikverji á Sound of Music og grét í tvo daga á eftir. Allt var fal- legt í þeirri mynd – nema náttúrlega nasistarnir. x x x Þarna voru blá fjöll og skoppandilækir, glaðlynd börn, syngjandi nunna og karlmaður sem var hörku- tól á yfirborðinu en breyttist í söng- fugl þegar hann kynntist ástinni. Víkverja finnst Sound of Music besta mynd í heimi enda hefur hann séð hana um þrjátíu sinnum. En nú horfði hann á hana í fyrsta sinn í flatskjá sem er næstum því eins og að fara í bíó. x x x Víkverji botnar ekkert í því fólkisem talar eins og flatskjáir sé viðbjóðsleg uppfynding og tákn græðgissamfélagsins. Fyrir þá sem hafa gaman af að horfa á kvikmyndir og sjónvarpsþætti er þetta undra- tæki sem veitir sífellda gleði. Næst ætlar Víkverji að horfa Dr. Zhivagó og Gone With the Wind. Í þeim myndum er allt stórt í sniðum: fal- legar persónur, mikil ást, stór- brotnir karakterbrestir, ill örlög og dauði – allt í voldugu landslagi. x x x Víkverji botnar ekkert í þeirrifurðulegu serimóníu að láta borgarstjórann í Reykjavík veiða lax í Elliðaánum. Víkverji sér ekki að borgarstjórinn sé að vinna borg- arbúum nokkurt gagn með því að veiða lax. Eiginlega skilur Víkverji ekkert í borgarstjóranum að láta hafa sig út í svona vitleysu. Þótt eitt- hvað hafi verið til siðs í áratugi þarf það ekki að vera þannig alltaf. Vík- verja finnst að á næsta ári eigi borg- arstjórinn að segja við ráðgjafa sína: „Það kemur ekki til mála að ég vakni um miðja nótt til að fara að veiða fisk. Ég ætla að sofa. Fáið einhvern annan í þetta.“ víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 ós, 8 inn- heimti, 9 æða yfir, 10 hnöttur, 11 kjaft, 13 fæddur, 15 hjólgjörð, 18 hvell, 21 veiðarfæri, 22 fitustokkin, 23 illur, 24 dauðadrukkin. Lóðrétt | 2 refsa, 3 sé í vafa, 4 tappi, 5 byr, 6 þurrð, 7 erta, 12 nægi- leg, 14 trjákróna, 15 planta, 16 smá, 17 ilmur, 18 vinna, 19 guðlega veru, 20 nema. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 atvik, 4 bókin, 7 telur, 8 róður, 9 geð, 11 aðal, 13 taki, 14 elnar, 15 form, 17 étur, 20 aða, 22 kapal, 23 neita, 24 aðrar, 25 tossi. Lóðrétt: 1 aftra, 2 villa, 3 korg, 4 borð, 5 koðna, 6 nærri, 10 efnuð, 12 lem, 13 tré, 15 fokka, 16 rápar, 18 teigs, 19 róaði, 20 alir, 21 annt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Bd7 6. Bc4 e6 7. Be3 a6 8. a3 Rc6 9. De2 Dc7 10. Ba2 Be7 11. O-O-O b5 12. g4 Rxd4 13. Bxd4 e5 14. Rd5 Rxd5 15. Bxd5 Hc8 16. Bc3 a5 17. f3 Da7 18. Kb1 Hxc3 19. bxc3 O-O 20. Kb2 Dc5 21. Dd2 Hc8 22. h4 Be6 23. Bb3 a4 24. Bd5 Bxd5 25. exd5 Bd8 26. Hh3 Dc7 27. f4 exf4 28. g5 Dc4 29. Hf3 Ba5 30. Dd4 Dc7 31. h5 De7 32. Dxf4 Hc4 33. Df5 Bd8 Staðan kom upp í AM-flokki fyrstu laugardagsmótaraðarinnar sem lauk fyrir skömmu í Búdapest í Ungverja- landi. Heimamaðurinn Sandor Farago (2255) hafði hvítt gegn Florian Poetz (2181). 34. He1! Df8 svartur hefði orðið mát eftir 34… Dxe1 35. Dxf7+. 35. Hfe3 g6 36. Dd7 Hc7 37. Dxd8! og svartur gafst upp enda yrði hann mát eftir 37… Dxd8 38. He8+ Dxe8 39. Hxe8+ Kg7 40. h6#. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Borðtilfinning. Norður ♠KD6 ♥ÁD10 ♦D7 ♣ÁDG87 Vestur Austur ♠10543 ♠G987 ♥G98732 ♥K65 ♦-- ♦10843 ♣K52 ♣96 Suður ♠Á2 ♥4 ♦ÁKG9652 ♣1043 Suður spilar 7♦. Hinir varfærnu láta hálfslemmu duga, en bjartsýnismenn gætu gengið feti framar. Hvernig á að spila 7♦ með hlutlausu spaðaútspili? Öruggir slagir eru tólf og það má svína hvort heldur í laufi eða hjarta fyrir þeim þrettánda. Þvingun er verri kostur. Tæknilega leiðin er að leggja niður ♣Á til að reyna að veiða blankan kóng (5.6% líkur), en svína svo í hjarta ef laufkóngurinn lætur ekki sjá sig. Ekki gott í þessari legu. Spilið er frá landsliðskeppni Banda- ríkjamanna og í einum leiknum unnu báðir sagnhafar 7♦. Annar fékk út hjarta. Hann leit á vestur, stakk upp á ás og svínaði síðar í laufi. Hinn sagnhafinn fékk út lúmskt lauf. Sá leit líka á vestur, svínaði síðan ♣D. Þetta eru menn með borðtilfinninguna í lagi. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þið eruð óvenju óþolinmóð í dag og það á ekki síst við í umræðum um stjórnmál, trúmál og heimspeki. Njóttu ánægjunnar sem fylgir þessu. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það er engin ástæða til þess að láta aðra sjá öll spilin, sem þú hefur á hend- inni. Þú ert í miðjum umbrotatíma og þarft að hafa þig allan við. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar þér finnst þú bera skarðan hlut frá borði þegar hvíld og afslöppun eru annars vegar. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú skilar vinnu þinni af gáska og án þess að vera minntur á það. Um miðjan daginn gætu blossað upp hjá þér einhver asi sem gæti valdið því að þú flýttir þér of hratt. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Annaðhvort þú eða vinur þinn verður gagntekinn af ákveðinni hugmynd. Fólk er tilbúið til að hjálpa þér til að ljúka ákveðnu verki. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Smávægileg erindi og samræður sem þið eigið hvort við annað í dag treysta böndin. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Vertu viðbúinn breytingum í fé- lagslífinu. Einbeittu þér að því að efla styrk fólks frekar en að einblína á veik- leikana. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það er langur listi verka sem þarf að sinna, og þú ert rétti maðurinn. Treystu á sjálfan þig því aðrir munu ekki leysa þessi mál fyrir þig. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Í samstarfi hefst ekkert án málamiðlana. Tónninn í máli þínu skiptir máli og því ættir þú að bíða þangað til þú ert sannfærður áður en þú leggur til at- lögu. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Álit annarra á gjörðum þínum skiptir engu máli því þú veist að þú ert að gera rétt. Þú gætir kynnst óvenjulegum og áhugaverðum einstaklingi. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Fjármálin ættu að ganga vel hjá þér auk þess sem þér ætti að ganga vel í vinnunni. Þegar þú veist innst inni að þú ert að gera rétt, verðurðu að kýla á það. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þetta er góður dagur fyrir fiskana. Tölvuvandræði og aðrar óvæntar uppá- komur munu líklega reyna á þolinmæði þína. Stjörnuspá 28. júní 2001 Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var formlega opnaður. Með honum voru friðlýst svæði orð- in um 12% landsins. 28. júní 2008 Björk og Sigur Rós héldu úti- tónleika í Laugardal í Reyja- vík undir heitinu Náttúra. Tugir þúsunda komu í dalinn og milljónir fylgdust með á vefnum. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Birna Sólveig, Sigurjóna, Ólöf og Guðrún héldu tombólu til styrktar Barnaspítalanum og söfnuðu 7.470 kr. Hlutavelta Ásta Margrét Guðnadóttir, Ís- gerður Sandra Ragnarsdóttir, Ágústa Ragnarsdóttir og Eva Wol- anczyk héldu tombólu fyrir utan verslunina 11-11 við Þverbrekku í Kópavogi og söfnuðu 10.229 kr. til styrktar Rauða krossinum. Hlutavelta Eins og algengt er með afmælisbörn sem eiga af- mæli á sunnudögum ákvað Einar Þór Bernhardsson að fagna 21 árs afmæli sínu í gær, laugardag. Þar sem ekki sé um stórafmæli að ræða hafi fögnuðurinn verið hófstilltur en Einar fór ásamt vinum sínum á Metal-tónleika á Sódómu í gærkvöldi. „Flestir vinir mínir eru í útlöndum núna svo við verðum nú ekki margir,“ segir Einar en sumarfrí og fjarvera vina og fjölskyldu er þekkt vandamál þeirra sem eiga af- mæli að sumarlagi. Einar segir tvítugsafmælið í fyrra hafa verið eftirminnilegt. „Ég var að vinna þennan dag en svo var náð í mig í vinnuna og bundið fyrir augun á mér og farið með mig í Adrenalíngarðinn,“ segir Einar. Fjölskyldan hafi verið búin að skipuleggja ferð í Adrenalíngarðinn þar sem hann hafi ásamt systkinum og vinum spreytt sig í ýmsum þrautum. M.a. klifrað upp margra metra háan staur og svo þurft að stökkva niður. Einar er einn af miklum fjölda ungs fólks sem ekki hefur fengið vinnu í sumar. „Ég er búinn að sækja um út um allt,“ segir Einar og segir erf- itt að sjá fram á peningaleysi í sumar. Á veturna stundar Einar nám í Tækniskólanum og vonast til að útskrifast þaðan eftir tvö ár. jmv@mbl.is Einar Þór Bernhardsson 21 árs Rólegur á afmælisdaginn Nýirborgarar Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.