Morgunblaðið - 28.06.2009, Síða 6
6 FréttirVIKUSPEGILL
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 2009
Jeffrey D. Sachs og ein bóka hans.
JEFFREY D. Sachs, einn þekkt-
asti hagfræðingur Bandaríkjanna,
heldur því fram að mesta áskorun
mannkyns á næstu áratugum sé að
tryggja þeim 9 milljörðum sem
muni byggja jörðina um miðja
þessa öld viðunandi lífsskilyrði.
Aðspurð hvort hún taki undir
þetta kveðst Vandana Shiva sam-
mála þessu stöðumati.
Hún sé hins vegar ósammála
þeirri kenningu Sachs, sem lögð sé
fram í bók hans The End of Po-
verty, að leiðin út úr fátæktargildr-
unni sé fólgin í sköpun meiri verð-
mæta, jafnvel þótt það feli í sér
eyðileggingu náttúruverðmæta.
„Hann dregur einnig þá röngu
ályktun að leggja þurfi niður hefð-
bundinn landbúnað til að tryggja
vöxt og slá á fátækt,“ segir Shiva.
Hún heldur áfram og segir að í
huga Sachs sé ekki hægt að vinna
að þróunarmarkmiðum í gegnum
landbúnað eða þróun fæðufram-
leiðslukerfa. Sú ályktun sé röng.
Þá sýni hrunið fram á að sú
ályktun hagfræðinga að framþróun
hvíli nær eingöngu á auðsköpun
kauphalla, ekki umgengni við nátt-
úruauðæfi, sé á villigötum.
Þess ber að geta að í næstu bók
sinni, Common Wealth, leggur
Sachs megináherslu á ábyrga
stjórn auðlinda, nokkuð sem Shiva
tekur undir að beri að hafa í huga í
samhengi þessarar gagnrýni.
Mannfjöldasprengjan
mesta áskorunin
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Heimurinn stendur frammifyrir þríþættum vanda.Loftslagsbreytingarógna vistkerfunum.
Jarðefnaeldsneyti er að ganga til
þurrðar – og þar með sú ódýra olía
sem knúið hefur neyslubyltinguna.
Og samanlagt verður þetta til að
magna þriðja vandamálið, mikinn
næringarskort í fátækum ríkjum.
Á þennan veg hefur indverska
baráttukonan Vandana Shiva bók
sína Soil Not Oil, sem er öðrum
þræði rökstuðningur fyrir breyttum
landbúnaðarháttum þar sem sjálf-
bærni og hagsmunir fátækustu
þegnanna eru settir í öndvegi.
Það leynir sér ekki að Shiva, sem
er heimsþekktur baráttumaður fyrir
umhverfisvernd í þróunarríkjunum,
er ástríðufull í baráttu sinni.
Sú ástríða skín í gegn í bók henn-
ar sem er hörð en jafnframt nokkuð
einhliða ádeila á framgöngu
stórfyrirtækja í þriðja heiminum og
viðleitni olíurisa til að seinka aðgerð-
um í loftslagsmálum.
Ekki er víst að allir Indverjar, svo
dæmi sé tekið, muni fallast á að al-
þjóðavæðingin hafi einvörðungu orð-
ið til ills í þessu fjölmenna landi.
Hugað verði að gæðum landsins
Sú ályktun að í orku- og loftslags-
vandanum felist tækifæri til nýsköp-
unar og umbóta á lífsskilyrðum fá-
tækra er síður umdeild, ekki síst
ákall hennar um að sjálfbærni skuli
tryggð með því að huga að gæðum
jarðvegs. Gefum henni orðið:
„Níu prósenta hagvöxtur á Ind-
landi byggist á því að þvinga smá-
bændur til sjálfsvígs, að slíta rætur
þjóðflokka við land þeirra til að
ryðja fyrir námum, verksmiðjum og
sérstökum efnahagssvæðum og því
að menga árnar,“ (Soil Not Oil, 134).
Shiva gagnrýnir einnig ásælni
stórfyrirtækja í einkaleyfi á mat-
jurtum. Slíkt sé uppi á teningnum á
Indlandi, þar sem fyrirtækin reyni
að slá eign sinni á sameiginleg gæði.
Því liggur beinast við að spyrja hana
út í baráttuna gegn erfðabreyttum
matvælum og hvort hún telji að and-
stæðingar þeirra muni hafa sigur.
„Leyfðu mér að orða svarið við
spurningunni á þennan veg: Ég held
að við höfum unnið stríðið um fræin,
ef svo má að orði komast, af því að
fremstu vísindamennirnir í sam-
eindalíffræði halda því nú fram að
þessi tækni hafi mistekist. Ef það
eina sem hægt er að ná fram eftir
tveggja áratuga rannsóknir eru
tvær gerðir uppskeru [...] er ljóst að
ekki hefur tekist að afreka mikið.
Þessi uppskera hefur sett bændur
í vanda. Á Indlandi hafa 200.000
bændur framið sjálfsvíg, flestir á
svæðum þar sem farið hefur fram
ræktun á erfðabreyttri baðmull.
Við höfum því haft betur í hinum
vísindalega ágreiningi, jafnframt því
að hafa unnið afgerandi siðferðis-
legan sigur, með því að sýna fram á
að það er rangt að allt fræ sé í hönd-
um fárra stórfyrirtækja.“
– Geturðu vikið nánar að þessu?
„Árið 1987 sat ég ráðstefnu fyrir-
tækja sem í dag stjórna markaðnum
með líftækni, erfðaverkfræði á sviði
matvælaframleiðslu og notkunar
efnavara í landbúnaði. Þetta eru
fyrirtæki sem eiga einkaleyfi fyrir
fræ, fyrirtæki á borð við Monsanto.
Á ráðstefnunni var sagt að fyrir-
tækin sem hefðu yfir að ráða mestu
af erfðabreyttu lífrænu efni og flest-
um einkaleyfum á þessu sviði,
myndu hafa betur. Þau hafa verið í
kapphlaupi allar götur síðan [...]
Núna vilja sex stórfyrirtæki fá
einkaleyfi á genum sem gagnast við
ræktun sem stendur af sér loftslags-
breytingar. Þau geta hins vegar ekki
búið til slík fræ, þar sem þau hafa
fjölbreytta eðliseiginleika, en það
besta sem þau hafa afrekað er að
kalla fram einstaka eðliseiginleika.“
Fyrirtækin í hættulegri stöðu
Shiva heldur áfram og fer afar
hörðum orðum um þessa viðleitni
sem hún segir geta sett stórfyrir-
tækin í hættulega stöðu, ef upp
kæmu hörmungar. Hún telur að
samtökum sínum hafi tekist að sýna
fram á að tilraunir fyrirtækjanna
séu siðferðislega rangar. Sjálf hafi
hún unnið þrjú dómsmál sem lúta að
einkaleyfum með fræ, en eitt helsta
baráttumál hennar er einmitt að
tryggja að jurtir sem öldum saman
hafa verið notuð til matar og lækn-
inga á Indlandi verði í almannaeigu.
Þróunarjafnan endurskoðuð
Shiva hefur einnig látið til sín taka
í umræðum um vatnsskort, auk þess
að vera höfundur bókarinnar Water
Wars: Privatization, Pollution and
Profit, sem kom út fyrir sjö árum.
„Á málþingi sem tímaritið The
Economist stóð fyrir á netinu nýver-
ið var ég kosin sigurvegari í rökræð-
um um kosti þess og galla að einka-
væða vatnsauðlindir,“ segir Shiva.
„Sex af hverjum tíu sem greiddu
atkvæði eftir rökræðurnar töldu að
ég hefði haft betur. Hrunið er að
leiða til viðhorfsbreytingar á Wall
Street. Vatni er misdreift um jörð-
ina. Skorturinn sem við stöndum
frammi fyrir er hins vegar mann-
gerður og tengist því að vatn hefur
ekki verið sett í þróunarjöfnuna.“
– Hvað áttu við?
„Græna byltingin í landbúnaði,
sem svo hefur verið nefnd, felur í sér
tíföldun á því vatnsmagni sem þarf
til matvælaframleiðslu. Ef sú
vatnssóun sem tæknivæddur land-
búnaður hefur haft í för með sér yrði
tekin með í reikninginn yrði litið svo
á að hann fæli í sér sóun á náttúru-
auðæfum. Ein afleiðing „grænu bylt-
ingarinnar“ er þannig sú að hún hef-
ur átt þátt í að mjög hefur gengið á
grunnvatnsstöðuna. Á sumum svæð-
um þarf að fara niður á 1.000 metra
dýpi til að sækja vatn [...] Einkavæð-
ing á vatni er engin lausn á vatns-
vandanum. Það þarf að tryggja að
vatn sé í almannaeigu.“
Shiva telur að lokum að taka þurfi
hið olíufreka fæðudreifingarkerfi
síðustu áratuga til endurmats.
„Um þessar mundir má rekja
fjórðung losunar gróðurhúsaloftteg-
unda til landbúnaðar. Hver sá sem
telur að þetta sé nútímaleg tækni er
tveimur áratugum á eftir tímanum.
Hin raunverulega græna bylting er
handan við hornið.“
Lífríkið undirstaða auðs
Baráttukona fyrir sjálfbærni og félagslegu réttlæti í þróunarlöndunum telur grænu bylt-
inguna hafa leitt til gífurlegrar vatnssóunar Gagnrýnir tilraunir til að einkavæða fræ
Reuters
Strit Indverskir landbúnaðarverkamenn sá í hrísgrjónaakur í síðustu viku.
» Milljarður manna býr
við skort á hreinu vatni
» Draga má úr sóun
vatns í landbúnaði
» Vatnsauðlind Íslands
er sú mesta í heimi
„Frjósamt land er takmarkað. Sér-
hver hagfræðingur skilur að land
er vara sem getur aðeins hækkað í
verði. Ef til vill er tæpur þriðjungur
af yfirborði jarðar ræktanlegur.
Hlutfallið er þó umdeilt. Það yrði
til dæmis aldrei samþykkt að ryðja
Amazon-skóginn fyrir ræktun,“
segir Luca Montanarella, yfirmað-
ur jarðvegsupplýsinga hjá
rannsóknamiðstöð framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins, um
baráttuna um frjósamt ræktarland.
– Því er spáð að um miðja öldina
verði íbúafjöldi jarðar kominn í 9
milljarða. Er raunhæft að allt þetta
fólk muni geta tileinkað sér
neyslumynstur Vesturlandabúa?
„Það fer eftir því hvað það borð-
ar. Ef mannhafið borðar einfalda
fæðu, svo sem pasta, hrísgrjón,
salat og tómata þá er án nokkurs
vafa til nóg land. Þróunin er hins
vegar sú að með auknum efnum
neytir fólk meira próteins, svo sem
í kjöti og mjólkurvörum, sem
krefst margfalt meira landrýmis,
vatns og næringarefna.
Fullyrða má
að ef þeim fjölg-
ar mikið sem
taka upp slíka
neysluhætti
verði ekki til nóg
land.“
– Má að sama
skapi ætla að
ört vaxandi
millistétt Asíu
geti tileinkað
sér neyslumynstur okkar?
„Já, en það yrði á kostnað auk-
inna þjáninga þeirra bágstödd-
ustu. Ríkir myndu þá fá nóg að
borða, hinir ekki. Ég er hins vegar
ekki svartsýnn. Sú stund mun
renna upp að alþjóðasamfélagið
gengur til samninga um það hvern-
ig unnt er að tryggja öllum jarð-
arbúum nægan aðgang að mat.
Fólk verður að skilja samhengið í
fæðuframboði jarðar.“
– Hvað er til ráða?
„Ég tel að ef verslunin væri
frjálsari og markaðirnir opnari,
einkum með landbúnaðarvörur, þá
yrði auðveldara að fella saman
framboð og eftirspurn með heil-
brigðari hætti. Ýmsar þjóðir og
stórfyrirtæki eru nú að flytja hluta
af matvælaframleiðslu sinni til fá-
tækari landa, meðal annars með
því að kaupa þar upp ræktunarlönd
í stórum stíl.
Slíkt væri í raun óþarft ef versl-
un með matvæli milli landa væri
frjálsari. Það eru 1,6 milljarðar
bænda í heiminum en aðeins 50
milljónum þeirra tekst að selja
vörur sínar, langflestir búa við
sjálfsþurftarbúskap.“
– Mun neyslumynstrið í Evrópu
breytast að frumkvæði ESB?
„Fólk breytir lífsháttum sínum
þegar það skilur að það getur lifað
lengra og betra lífi með heilbrigð-
ari lífsháttum. Ég trúi ekki að nálg-
un vandans ofan frá geri gagn.“
Montanarella víkur því næst að
nauðsyn traustra upplýsinga um
jarðveg og landgæði sem hann
vildi sjá í sama farvegi og hjá milli-
ríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna
um loftslagsbreytingar.
Ekki til hamborgarar fyrir alla
Luca Montanarella
VANDANA
Shiva fæddist í
ríkinu Uttarak-
hand á Norður-
Indlandi í nóv-
ember 1952.
Hún er eðlis-
fræðingur að
mennt – dokt-
orsritgerð henn-
ar var á sviði
skammtafræði – og afkastamikill
höfundur vísindagreina.
Á níunda áratugnum setti hún af
stað samtökin Navdanya til að berj-
ast fyrir verndun líffræðilegrar
fjölbreytni og lítur svo á að hún
deili Lennon-Ono-friðar-
verðlaununum, sem hún hlaut í
fyrra, með þeim.
Hún hefur skrifað fjölda bók sem
komið hafa út hjá South End Press.
Þarf að stórauka
fæðuframleiðsluna
Vandana Shiva
Einstakt tækifæri
fyrir 14-15 ára unglinga
CISV hefur verið starfandi á Íslandi í tæp 30 ár og sent yfir
1.000 þátttakendur út um allan heim.
Við erum með laus pláss fyrir tvo stráka í unglingaskipti til
Klagenfurt í Austurríki. Unglingaskiptin hefjast 9. júlí standa yfir í
fjórar vikur, tvær vikur í hvoru landi og dvelja krakkarnir inn á
heimilum jafnaldra sinna. Þann 9. júlí kemur 8 manna hópur frá
Austurríki og þann 23. júlí fara svo báðir hóparnir saman til
Austurríkis og dvelja þar í tvær vikur við leik og störf.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu félagsins
www.cisv.org<http://www.cisv.org>,
www.cisv.is<http://www.cisv.is>,
á netfanginu cisv@cisv.is
eða í síma 863 6966 (Edda)