Morgunblaðið - 28.06.2009, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 2009
750 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA
ÓDÝRT
Í BÍÓ
Í REGNBO
GANUM 750kr.
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Sími 551 9000
750kr.
Stærsta mynd ársins
- 38.000 manns!
ÞETTA ERU FORFEÐUR ÞÍNIR
750kr.
Frábær ævintýra
gamanmynd í anda
fyrri myndar!
750kr.
UPPLIFÐU FYNDNASTA FERÐALAG
ALLRA TÍMA !!
FRÁBÆR GAMANMYND
Í ANDA WEDDING CRASHERS
750kr.
750kr.
Frá leikstjóranum Michael Bay ásamt stórleikurunum Shia LaBeouf og John Torturo
ásamt kynþokkafyllstu leikkonu heims Megan Fox kemur
FLOTTASTA HASARMYND SUMARSINS
HHHH
“Stærri, fyndnari, flottari ...
Ef þú fílaðir fyrstu myndina,
þá áttu eftir að dýrka þessa!”
T.V. - Kvikmyndir.is
HEIMSFRUMSÝND Á ÍSLANDI !
Frá leikstjóranum Michael Bay kemur ein
flottasta HASARMYND SUMARSINS
HHH
“... athyglisvert og vandað verk”
- Ó. H. T., Rás 2
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5%
endurgreitt
í Háskólabíó
SÝND Í SMÁRABÍÓ SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ
SÝND Í SMÁRABÍÓ, HÁSKÓLABÍÓ OG BORGARBÍÓ
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef
SÝND Í SMÁRABÍÓ OG BORGARBÍÓ
Year One kl. 4 - 5:50 - 8 - 10 B.i. 7 ára
Gullbrá og birnirnir þrír kl. 4 LEYFÐ
Ghost of Girlfriends past kl. 5:50 B.i.12 ára
Killshot kl. 8 - 10 LEYFÐ
Tyson kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára Gullbrá og birnirnir þrír kl. 4 - 6 LEYFÐ
Year One kl. 3:30 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára Angels and Demons kl. 3 - 6 - 9 B.i.14 ára
Ghosts of Girlfriends Past kl. 8 - 10:15 B.i. 7 ára
Lesbian Vampire Killers kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára
Year One kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 7 ára
Terminator: Salvation kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára
Night at the museum 2 kl. 3 LEYFÐ
Angels and Demons kl. 5:30 - 8:30 B.i. 14 ára
Bay bregst ekki bogalistinþegar kemur að risavöxn-um sterabrellum meðómissandi hjálp bestu
galdrasmiðju kvikmyndaheimsins,
Industrial Light & Magic (ILM),
sem hinn frægi forveri hans og fyr-
irmynd, George Lucas, stofnaði á
Star Wars-árunum fyrri, á áttunda
áratugnum. ILM á hvorki meira né
minna en röskan þriðjung af sýning-
artíma Transformers 2, þar af sá fyr-
irtækið að mestu um lokakaflann,
sem býr yfir slíkum fítonskrafti að
jarðskjálfti, sem reið yfir Reykjavík-
ursvæðið undir sýningunni, skrifaði
maður hiklaust á brellumeistarann.
Þó ILM og Bay séu ekki enn búnir
að ná yfirráðum yfir reginöflum jarð-
skorpunnar má segja að fjandinn
gangi laus í Transformer 2. Hún er í
rauninni ómerkileg og klukkutíma of
löng, með lítinn bóg í aðalhlutverk-
inu, en brellurnar, hávaðinn, þessi
ólýsanlega sirkussýning stafrænna
hundakúnsta, hljóðeffekta, klipp-
inga, leiktjalda og kvikmyndatöku,
er ein kraftmikil adrenalínsprauta
frá upphafi til enda. Þegar Megan
Fox bætist síðan í hópinn á af-
skornum gallabuxum, hvað getur
maður sagt? Maður slekkur einfald-
lega á heilabúinu og spennir sætisól-
arnar í þessari rússíbanamynd sum-
arsins sem Bay sér til að linni sjaldan
látum í 150 mínútur.
Það hefur nákvæmlega ekkert
upp á sig að reyna að rekja efn-
isþráðinn. Í fyrsta lagi er hann
ómerkilegur bræðingur, framleng-
ingarsnúra við fyrri myndina um
Hasbro-leikföng gengin af göflunum,
ill- og góðkynja. Í öðru lagi er hann
veigalítið hjálpartæki linnulausra
átaka og brellusýninga og í þriðja
lagi fer enginn á mynd sem heitir
Transformers 2 í þeim tilgangi að
velta fyrir sér framvindunni. Að
hinni léttklæddu Fox frátalinni, er
leikhópurinn ekkert til að hrópa
húrra fyrir, hann er til uppfyllingar,
til að minna á að maður á víst að vera
að horfa á leikna mynd en ekki
teiknimynd, en mörkin eru óljós.
Transformers 2 er sniðin fyrir
langstærsta markaðshóp sum-
armyndanna, unglinga og stráka á
öllum aldri. Innihaldið er samsett af
ámóta hlutfalli af vondu og vönduðu
hráefni, sett í hendur hrærivél-
armeistaranna Bay og Lucas. Þú
getur látið þér leiðast, en það er ein-
faldara og ég tali nú ekki um mun
þægilegra að njóta skemmtunar-
innar og láta fara vel um sig í stóln-
um, en ég held að ég fari ekki taug-
um þó oss verði hlíft við fleiri
framhaldsmyndum úr þessari átt og
Bay leiti á önnur mið.
Sambíóin, Smárabíó,
Laugarásbíó
Transformers : Revenge of the Fallen
bbbnn
Leikstjóri: Michael Bay. Aðalleikarar:
Shia LaBeouf, Megan Fox, Josh Duha-
mel, Tyrese Gibson, John Turturro, Ke-
vin Dunn. 150 mín. Bandaríkin. 2009.
SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
KVIKMYND
Transformers II Myndin er í rauninni ómerkileg og klukkutíma of löng en
þó kraftmikil adrenalínsprauta frá upphafi til enda
Undrabrellur á ofursterum
Hasarmynda-leikstjórinn Mich-
ael Bay (́65), fær sjálfsagt seint
Óskarsverðlaunin, í mesta lagi
tilnefningu,
núna eftir að
búið er að
fjölga mynd-
unum í keppn-
inni um Bestu
mynd ársins
um helming, í
10. Hann hef-
ur á hinn bóg-
inn lokkað
fleiri gesti á
sínar hröðu og dýru afþreying-
armyndir en flestir aðrir, þeir
eru hans verðlaun. Ég held ég
ljúgi engu þó ég slái því föstu
að Bay er einn fjölmargra nú
víðfrægra leikstjóra sem stigu
sín fyrstu skref sem slíkir hjá
Propaganda Films, tónlistar-
myndasmiðju Sigjóns Sighvats.
Meðal vinsælustu mynda Bays
eru stórsmellirnir Armageddon,
The Rock, Pearl Harbor, Bad Bo-
ys, Bad Boys II, Transformers og
framhaldið, Transformers: Re-
venge of the Fallen. Þá hefur
hann framleitt vel sóttar hroll-
vekjur eins og bálkana um
Friday The 13th og A Nightmare
On Elm Street
Brellumeistarinn Bay
Michael Bay