Morgunblaðið - 01.07.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.07.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2009 Í vinnuna H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 0 9 -0 3 6 3 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is SUMARIÐ er tíminn þegar börn og unglingar sækja útilífsnámskeið af miklu kappi. Þessi börn sigla á kanóum á Rauðavatni og í hlýindunum þykir þeim gaman að vaða í vatninu. Börnin eru 8-12 ára gömul og sækja útilífsskóla Seguls, Skátafélags Breiðholtsbúa og Árbúa, sem er skátafélagið í Árbænum. Margt fleira er til gam- ans gert í útilífsskólanum og börnin njóta hvers góðviðrisdags út í ystu æsar. RÓA Á RAUÐAVATNI Í GÓÐA VEÐRINU Morgunblaðið/Jakob Fannar ÚLFUR Árna- son, prófessor emeritus við eina af náttúruvís- indastofnunum Háskólans í Lundi, fékk 10 daga frest til þess að tæma skrif- stofuna sína eftir að hann hafði gagnrýnt hvernig staðið var að upp- sögnum fjögurra kennara stofnunar- innar. „Að ráði deildarforseta var fjög- urra manna starfshópi frá tveimur einingum stofnunarinnar af fimm falið verkefnið. Að sjálfsögðu var sagt upp starfsmönnum eininganna þriggja sem ekki áttu fulltrúa í starfshópnum. Ég færði rök fyrir því að þetta stangaðist á við allt rétt- læti,“ segir Úlfur sem í gær tæmdi skrifstofuna sína. „Ég sýndi einnig fram á með dæmum hvernig þessir aðilar hefðu hegðað sér í fyrri tíð. Það hefur allt verið í ólestri vegna vanstjórnar. Ég vitnaði í skýrslu Vísindaráðs frá 2003 þar sem alþjóðlegir sérfræðingar gagnrýna rannsóknir yfirmanns fimm eininga deildarinnar og ég sagði hann ekki hæfan til að dæma aðra. Þetta hljóp í skapið á deildar- forseta,“ bætir Úlfur við. Í síðustu viku var haldinn fundur í háskólanum um málið og að honum loknum kvaðst deildarforsetinn reiðubúinn að endurskoða ákvörðun sína um að reka Úlf ef hann gerði greinarmun á persónulegum árásum og málefnalegum flutningi. „Deildarforsetinn hefur ekki sagt á hverju ég eigi að biðjast afsökunar. Það er algjörlega óskilgreint,“ segir Úlfur. Nokkrum dögum eftir að hann fékk bréf um uppsögnina var lokað fyrir símann á skrifstofu hans og fyr- ir tölvupóst. „Þýsk kona hér líkti þessu við það sem gerðist í Þýska- landi upp úr 1933 þegar háskóla- borgarar, sem reyndu að mótmæla yfirgangi, voru lagðir í einelti.“ Fjölmiðlar á Skáni hafa fjallað mikið um málið og það hefur einnig vakið athygli víðar í Svíþjóð, einkum í Uppsölum, að sögn Úlfs. „Þar voru háskólakennarar sem sýndu fram á ranglæti sakaðir um að koma af stað illdeilum,“ segir hann. Vísindaritið Nature hefur fjallað um málið. ingibjorg@mbl.is Íslenskur prófessor var rekinn vegna gagnrýni Lokað fyrir símann á skrifstofu hans og tölvupóstsendingar Úlfur Árnason GRÍÐARLEG vonbrigði eru meðal lögreglu- manna vegna ákvörðunar dómsmálaráðu- neytisins um að fella niður fimm- tán þúsund króna álags- greiðslur. Þetta segir Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna. „Það er ljóst að við hefjum samningalotuna okkar með launa- lækkunum,“ segir Snorri, en kjara- samningar lögreglumanna losnuðu um síðustu mánaðamót. „Álagið hefur verið greitt frá því í október 2007 og var komið á vegna þess flótta sem var úr stéttinni. Öllum sem komu að því máli var það ljóst að tilgangurinn var að leiðrétta launin sem mikil óánægja hefur verið með.“ Snorri á ekki von á að margir lögreglumenn hætti sjálfviljugir í núverandi árferði. Hins vegar sé viðbúið að álag aukist á lögreglu, einmitt við þessar aðstæður. Snorri sagði lögreglumönnum frá niðurstöðu ráðuneytisins í bréfi sem hann sendi á mánudag. Þar kemur einnig fram að viðbúið sé að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfi að skera niður um 57 millj- ónir á þessu ári og 320 milljónir á því næsta, eftir því sem næst verð- ur komist. halldorath@mbl.is Álags- greiðslur slegnar af Snorri Magnússon Samningalotan hefst með launalækkunum FISKISTOFA hafði gefið út 299 leyfi til strandveiða í gærkvöldi. Mikið annríki hefur verið hjá Fiski- stofu að afgreiða umsóknir um leyfi til frjálsra handfæraveiða, eða strandveiða eins og þær eru nefnd- ar. Rúmlega 400 umsóknir hafa bor- ist stofnuninni. Opnað var fyrir um- sóknir um leyfi til veiðanna á föstudag og fyrsta daginn bárust rúmlega 200 umsóknir. Ekki má hefja veiðar fyrr en leyfið er komið um borð í bátinn. haa@mbl.is 400 hafa sótt um veiðileyfi Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is HÆKKANIR launa sem samið var um frá og með 1. júlí við endurnýjun kjarasamninga á almenna vinnu- markaðinum í seinustu viku, koma ekki í vasa launþega, sem eiga rétt á þeim, fyrr en samkomulagið hefur verið afgreitt í aðildarfélögum ASÍ og í framhaldinu af samninganefnd ASÍ og jafnframt af stjórn Samtaka at- vinnulífsins. Ekki er við því að búast að niðurstöður liggi fyrir fyrr en eftir einhverja daga. Að sögn Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Samtaka at- vinnulífsins, eru flestir sem eiga að fá hækkunina á eftirá greiddum launum og þetta breytir því engu fyrir þá um þessi mánaðamót. En launamenn sem eru á fyrirfram greiddum launum fái leiðréttingu við næstu útborgun eftir að samkomulagið hefur verið afgreitt. Samninganefndir staðfesta í flestum ASÍ-félögum Aðildarfélögin ráða því sjálf hvort þau láta fara fram atkvæðagreiðslu um samkomulagið eða láta nægja að samninganefndir félaganna staðfesti það. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist ekki hafa heyrt af neinu félagi sem ætli að leggja samkomulagið undir atkvæði. Er reiknað með að í allflestum fé- lögum verði það tekið fyrir til stað- festingar eða synjunar í samninga- nefndum. Í samkomulagi SA og samninganefndar ASÍ segir að það skuli borið upp í samninganefnd ASÍ og hjá SA til samþykktar eða synj- unar og niðurstaða eigi að liggja fyrir ekki síðar en 13. júlí. Verði það ekki staðfest hafi báðir aðilar heimild til og með 17. júlí til að ákveða að fram- lengja ekki samningana. Sam- komulagið fól í sér 6.750 kr. hækkun almennra kauptaxta frá 1. júlí. Hækkunin ekki greidd strax út Búast má við að afgreiðslu samkomu- lagsins í félögum og samninganefndum verði ekki lokið fyrr en liðið er á júlí Morgunblaðið/Eggert Launasátt Samkomulag náðist um stöðugleikasáttmála og breytingar á kjarasamningum 25. júní en launahækkunin verður ekki greidd út í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.