Morgunblaðið - 01.07.2009, Blaðsíða 17
Fréttir 17ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2009
KÍNVERSK yfirvöld ákváðu í gær að fresta
umdeildum áformum um að skylda tölvufram-
leiðendur til að setja netsíuhugbúnað í allar
nýjar pc-tölvur ætlaðar fyrir Kínamarkað. Að
sögn yfirvalda lokar Græna stíflan, eins og
hugbúnaðurinn nefnist, á allt „óheilbrigt net-
efni“ eins og klám og ofbeldi.
Að sögn sérfræðinga getur hugbúnaðurinn
hinsvegar líka lokað á hvert það efni annað
sem yfirvöld telja óviðeigandi. Á þeim for-
sendum hafa talsmenn málfrelsis í landinu
gagnrýnt hugbúnaðinn sem tilraun yfirvalda
til að herða enn frekar eftirlit með netnotkun
í landinu.
Illað hannaður og býður hættum heim
Auk þess að stuðla að skertu mál- og tján-
ingarfrelsi í Kína segja gagnrýnendur og sér-
fræðingar hugbúnaðinn illa hannaðan, hann
geti því opnað tölvur fyrir njósnum yfirvalda
jafnt sem fyrir tölvuþrjótum og glæpamönn-
um.
Áætlunin átti að taka gildi í dag en var
frestað nokkrum klukkustundum fyrir gild-
istöku að því talið er vegna þrýstings úr net-
heimum og Bandaríkjunum á liðnum vikum.
Að sögn Quentin Sommerville, fréttaritara
BBC í Peking, þykir viðsnúningurinn sjald-
gæfur og neyðarlegur atburður fyrir kínversk
stjórnvöld. Hann segir að þrátt fyrir hart eft-
irlit kínverskra stjórnvalda með netnotkun
ríki mikil og lífleg netmenning í landinu.
Fólki takist að sveigja hjá eftirlitinu og gagn-
rýni á Kommúnistaflokkinn sé aðgengileg í
gegnum netið þrátt fyrir að stjórnarandstaða
sé formlega bönnuð. jmv@mbl.is
Reuters
Netkaffi Hugbúnaðurinn verður
settur í allar tölvur á netkaffihúsa.
Grænu stíflunni frestað
Kínversk yfirvöld hafa frestað áformum um skyldunetsíu í allar nýjar
tölvur í landinu Hugbúnaðurinn gagnrýndur sem tæki til ritskoðunar
ÍRASKAR öryggissveitir mars-
eruðu hátíðlega um götur Bagdad í
gær í tilefni þess að þær tóku við
öryggisgæslu úr
höndum banda-
ríska hersins.
Hátíðahöldin
féllu þó í skugg-
ann af bílsp-
rengju sem
sprakk á fjölsótt-
um markaði og
varð 27 manns
að bana og særði
80 í borginni Kir-
kuk í norðurhluta landsins. Sjón-
arvottur kenndi íröskum öryggs-
sveitum um að hafa ekki verið á
staðnum og sagðist óttast að upp-
reisnarmenn myndu nýta sér brott-
flutning bandaríska hersins.
Nuri al-Maliki, forsætisráðherra
Íraks, hafði varað við því að upp-
reisnarhópar og herskáir hópar
væru líklegir til að auka árásir í
landinu fram að brottflutningi
Bandaríkjamanna til að grafa und-
an trúverðugleika íraskra örygg-
issveita. Þrátt fyrir sprengingarnar
í dag sagði Maliki írösku sveitirnar
vel í stakk búnar til að taka stjórn.
„Þeim sem halda að Írakar geti
ekki verndað landið og að brott-
flutningur erlends herafls ógni ör-
yggi, skjátlast hrapallega,“ sagði
Maliki í sjónvarpsávarpi til þjóðar
sinnar í gær. jmv@mbl.is
Sprengja skygg-
ir á hátíðahöld
í Bagdad
Brottför hersins
fagnað í Bagdad.
„VIÐ drekkum
meira en á tí-
unda áratugn-
um, þó að þá
hafi tímarnir
verið erfiðir. Við
verðum að koma
upp áætlun í
skrefum og taka
á þessu,“ sagði
rússneski forset-
inn, Dimitrí Medvedev, á fundi
með heilbrigðisráðherra landsins í
gær.
Ofnotkun áfengis verður allt að
hálfri milljón Rússa að bana á ári
hverju og hefur mikil áhrif á lífs-
líkur karla þar í landi. Áætlaður
meðalaldur rússneskra karla er
lægri en í fátækum löndum eins
og Bangladess eða Hondúras, sam-
kvæmt skýrslu rússneskra yf-
irvalda.
Fyrrverandi leiðtogi Sovétríkj-
anna, Mikhail Gorbatsjov, sagði á
mánudag í rússneska sjónvarpinu
að landið væri á barmi hörmunga
hvað áfengi varðaði og að „alvar-
leg barátta“ yrði að fara fram.
Á níunda áratugnum setti Gor-
batsjov af stað víðfeðmt bar-
áttuprógramm gegn áfengi og
takmarkaði meðal annars áfeng-
isframleiðslu í landinu. Þá var
barist gegn ólöglegri áfengisfram-
leiðslu og heimabruggun og nutu
þær aðgerðir lítillar hylli meðal
almennings í landinu. jmv@mbl.is
Alkóhólismi algeng-
ari en fyrir áratug
Dimitrí Medvedev
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
„VIÐ reyndum að henda til hennar
björgunarhring. Hún náði ekki taki á
honum. Ég varð að stökkva í sjóinn
eftir henni,“ sagði björgunarmaður
fjölmiðlum um ótrúlega björgun 14
ára stúlku eftir að farþegaþota hrap-
aði í Indlandshaf við Kómoreyjar.
Maðurinn sagði að sést hefði til stúlk-
unnar á sundi í úfnum sjónum innan
um lík og brak úr flugvélinni. „Hún
skalf og skalf. Við vöfðum fjórum
teppum utan um hana. Við gáfum
henni heitt sykurvatn. Við spurðum
hana einfaldlega eftir nafni, þorpi,“
hefur AFP-fréttastofan eftir björg-
unarmanninum.
Stúlkan, sem er frá litlu þorpi á
Kómoreyjum, er sú eina af 153 far-
þegum vélarinnar sem fundist hafði á
lífi í gærkvöldi. Farið var með hana
til aðhlynningar á sjúkrahúsi og mun
líðan hennar vera eftir atvikum góð.
Eins og að spila í happdrætti
Flugvélin var af tegundinni A310
og í eigu Flugfélags Jemens. Hún
flaug síðasta hluta flugleiðar frá
Frakklandi til Kómoreyja en milli-
lent hafði verið í Jemen til að skipta
um flugvél. Að sögn jemenskra yf-
irvalda hefur flugriti vélarinnar ekki
fundist en vélin missti samband við
flugeftirlitið á Kómoreyjum vegna
veðurs.
Fjöldi íbúa eyjanna er óánægður
með að ekki hafi verið hlustað á
áhyggjur þeirra af öryggismálum
flugfélagsins. „Það er eins og happ-
drætti að ferðast til Kómoreyja,“
sagði Thoue Djoumbe, 28 ára kona
frá Kómoreyjum sem býr í Frakk-
landi, og hún segir að kvartað hafi
verið yfir flugfélaginu í áraraðir.
Að sögn franskra flugmála-
yfirvalda voru 66 farþegar vélarinnar
franskir en Kómoreyjar eru fyrrver-
andi frönsk nýlenda. Þetta er í annað
skipti sem Airbus-farþegavél hrapar
í sjóinn en farþegavél frá Air France
hrapaði í Atlantshafið í byrjun júní og
fórust allir 228 farþegar vélarinnar.
Frönsk yfirvöld segja vélina, sem
var orðin 19 ára gömul, hafa verið
undir eftirliti og að hún hafi verið í
banni í franskri lofthelgi.
Franskir loftferðaeftirlitsmenn
fundu „fjölda galla“ við skoðun vél-
arinnar árið 2007 að sögn franska
samgönguráðherrans.
Stúlka fannst
á svamli í
úfnu hafinu
Vélin ekki sögð standast öryggiskröfur
400 km
K
E
N
ÍA
E
Þ
ÍÓ
P
ÍA
J E
M E
N
S Á D I -
A R A B Í A
Ade
nfló
i
Airbus A310-300 farþegavél frá
Jemen með153 manns um borð
hrapaði í sjóinn er flugstjóri gerði
aðra tilraun til að lenda vélinni á
Kómoro-eyjaklasanum í slæmu
veðri.
Flugslys við Kómoreyjar
Jemenska vélin sem
var á leið frá Sanaa
til Moroni sendi boð
til flugturns um að
hún væri um það
bil að lenda en
svo rofnaði
sambandið
INDLANDS-
HAF
MADAGASKAR
A310-300
Sanaa
Kómoreyjar
S Ó
M
A L
Í A
Moroni
Var vélin í slæmu ástandi?
Fólk sem ferðast hafði með vélinni
segir hana hafa verið til vandræða í
lengri tíma. Konsúll Kómoreyja í Frakk-
landi segir ferðir með vélinni eins og
„fljúgandi gripaflutninga“ og aðbún-
aður farþega hefði verið mjög slæmur.
Tengjast Airbus-flugslysanna?
Sérfræðingar segja engin líkindi með
slysinu í gær og því sem varð í byrj-
un júní þó framleiðandi vélanna sé
sá sami. Slysin hafi orðið með ólík-
um hætti og í umsjón ólíkra félaga.
Hvað var vélin gömul?
Airbus-vélin var tekin í notkun fyrir
19 árum og hafði verið flogið í
51.900 flugstundir. Hún hafði verið í
notkun hjá jemenska félaginu í tíu ár.
S&S
ENGAR HÖMLUR
AP
HJÓLASTÓLAR virðast ekki hamla gestum rokkhátíðarinnar í Bógóta í
Kólumbíu þar sem innlifunina má lesa úr hverju andliti. Hátíðin er nú hald-
in í 25. skipti í höfuðborginni en rokkhátíðir eru nú haldnar um allan heim
og eru vinsælir viðkomustaðir tónlistarunnenda á sumrin. jmv@mbl.is
„ÉG er hér til að breyta samfélaginu.
Vilt þú hjálpa mér?“ hrópaði ungur
japanskur aðgerðasinni á götum
Tókýó fyrir skömmu en hann vinnur
ásamt fleirum að því að virkja Jap-
ana til mótmæla.
Mótmæli meðal ungs fólks í Japan
hafa verið nánast forboðin allt frá því
að slík mótmæli fóru úr böndunum á
sjöunda áratugnum þegar umbylta
átti borgaralegu samfélagi.
„Í Japan þykir það skömm að
standa í mótmælum,“ hefur vefsíða
New York Times eftir Makoto
Yuasa, japönskum aðgerðasinna.
„Margir horfa með grunsemd á okk-
ur, eins og við gætum verið að búa til
sprengjur,“ segir Yuasa.
En kreppan er nú farin að breyta
þeim viðhorfum og vilja ungmenni
nú berjast fyrir auknum atvinnu-
möguleikum, atvinnuöryggi og
sterkara samfélagsneti.
Mótmæli japönsku ungmennanna
teljast varla hávær á alþjóðlegan
mælikvarða og þar sem áratugir
hafa liðið án virkra grasrótarsam-
taka og mótmæla skortir hefðina.
Margir kjósa því að taka þátt í mót-
mælanámskeiðum. Meðal þess sem
kennt er á slíkum námskeiðum er
veggspjaldagerð og herferðir á net-
inu.
Verkafólk flykkist nú til liðs við
verkalýðsfélög í landinu að sögn
New York Times, talsmenn jap-
anska kommúnistaflokksins fullyrða
að um 1.000 nýir félagsmenn bætist
við á mánuði, margir þeirra óánægt
ungt fólk. jmv@mbl.is
Japönsk ungmenni
fá mótmælaþjálfun