Morgunblaðið - 01.07.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.07.2009, Blaðsíða 25
Umræðan 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2009 SJÖ ár er langur tími í pólitík. Sjö ár er líka langur tími í við- skiptum. Þetta á sjaldan betur við en einmitt á óróleika- og breytingatímum. Stjórnmálamenn koma og fara. Hér í Bret- landi og Hollandi geta skapast þær pólitísku aðstæður að eftirgjöf á einhverjum hluta Icesave-skuldarinnar verði ekki pólitískt stórmál, enda upphæðin ekki sú stærð sem skekur hagkerfi þessara landa. Enginn getur með vissu sagt hvert verðgildi eigna Landsbankans á eftir að verða. Skilyrði á mörkuðum ráða þar mestu og ef menn binda vonir við batnandi skilyrði, gefur lengri tími aukið svigrúm til að fá betra verð fyrir eignirnar. Það að velta upp dómstólaleið- inni núna mitt í umræðunni um samninga sem Íslendingar féllust á að gera í haust er fráleitt. Þó menn telji sig sjá að dómstólaleið geti verið fær lagatæknilega, þá má segja að hér sé fræðilega möguleg leið, en hún er pólitískt ómöguleg. Með Icesave-reikningunum hafa íslenskir bankamenn komið al- þjóðasamfélaginu í mikið uppnám. Hvers vegna ættu ríki Evrópu að láta Íslendingum það eftir að skapa réttaróvissu um innlánstryggingar sparifjáreigenda, vega þar með að grunnstoðum banka- og fjármála- kerfa og valda enn meira uppnámi? Réttaróvissa myndi leiða til „gam- aldags“ áhlaups á banka, þ.e. spari- fjáreigendur myndu taka út sparifé sitt í stórum stíl og traust á bönk- um myndi hrynja með ófyrirsjáan- legum afleiðingum um langan tíma. Eins og haft var eftir fyrrverandi utanríkisráðherra, Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur, í Fréttablaðinu í fyrri viku lá þessi afstaða ríkja í Evrópu fyrir strax í haust. Dóm- stólaleiðin var þar aftekin með öllu. Að samþykkja dómstólaleiðina vegna Icesave núna setur málið í pólitískar ógöngur. Eftir því sem þokunni hefur létt af Icesave-samkomulaginu sýnist mér að þessi samningur sé á þess- ari stundu eina rétta leiðin út úr ógöngunum. En vel að merkja, þessi leið er rétt að byrja, – hún verður löng og ströng, og það er ómögulegt að sjá fyrir enda leið- arinnar á þessari stundu. Opnunar- ákvæði samningsins er hér lyk- ilatriðið, þ.e. að skuldarinn, Ísland, geti farið fram á endurupptöku samningsins. Eins og komið hefur fram er þetta mjög óvenjulegt ákvæði í svona samningum. En hér er þá komið til móts við „hinar erf- iðu og fordæmislausu aðstæður Ís- lands“ eins og lofað var í haust. Það er á hinn bóginn alveg óhugs- andi að samningamenn geti komið heim og veifað samningi um greiðslu skuldarinnar, en bætt svo við „en við þurfum samt ekki að greiða þetta“. Það er auðvitað frá- leitt. Við Íslendingar verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að axla okkar ábyrgð á því hvernig komið er og stefna að því að standa í skilum með þær skuldir sem hér er samið um. Ef til þess kæmi að Ísland geti ekki greitt samkvæmt sam- komulaginu, fer nýtt ferli af stað. Slíkt ferli verður að vera innan ramma samkomulags. Að öðrum kosti getur afar slæmt niðurrifs- ferli farið af stað þar sem ákveðin „sam- staða“ meðal lán- ardrottna getur rofnað og hver og einn fer af stað til að reyna að ná einhverju upp í kröfur sínar. Erfitt er að hafa stjórn á slíku ferli. Við þessar að- stæður gætu Íslend- ingar þurft að byrja að óttast um eignir sínar erlendis, hvort heldur eignir ríkissjóðs eða eignir í einkaeigu. Þetta gæti gengið svo langt að bankareikningar Íslendinga í bönk- um erlendis yrðu ekki óhultir. Ef í slíkt óefni stefnir gæti málið orðið að koma til kasta Parísarklúbbsins, sem er óformlegur hópur embætt- ismanna frá 19 ríkustu löndum heims. Hópurinn tekur að sér endurskipulagningu ríkisskulda, samninga um skuldaniðurfellingar o.fl. Á meðan íslensk stjórnvöld halda samninga og þar með skipu- lögðu talsambandi við lánardrottna ættu slíkir hlutir ekki að þurfa að gerast. Icesave-samningurinn er slæm- ur, en hann er illskásti kosturinn. Samningaleiðir eru mikilvæg skila- boð til umheimsins um að við ætl- um að vera viðræðuhæf í alþjóða- samfélaginu þrátt fyrir erfiðleika og óréttlæti heima fyrir. Réttlæt- inu verður fyrst og fremst að full- nægja og finna farveg í dómskerf- inu þar. IceSave-samningurinn með þessu opnunarákvæði er tæki til að taka á og finna lausnir á „Icesave- ruglinu“ eftir skipulögðum pólitísk- um leiðum. Pólitísk einangr- unarhyggja, sinnuleysi, hroki og græðgi var m.a. það sem kom okk- ur í þessi vandræði. Slík framkoma mun aldrei geta komið okkur út úr þeim. Eftir Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur » Pólitísk einangrun- arhyggja, sinnu- leysi, hroki og græðgi m.a. kom okkur í þessi vandræði. Slík fram- koma mun aldrei geta komið okkur út úr þeim. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir Höfundur er stjórnsýslufræðingur, PhD. Icesave-samningurinn – já eða nei? Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is Patti Húsgögn Landsins mesta úrval af sófum Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 Bonn hornsófi 2H2 Verð 226.710 Kr. Roma hornsófi 2H2 Verð 205.110 Kr. Paris hornsófi 2H2 Verð 226.000 Kr. Aspen-Lux horn-tungusófi Verð 283.500 Kr. SWS horn-tungusófi Verð 269.900 Kr. Aspen hornsófi 2H2 Verð 257.310 Kr. Paris-Bonn hornsófi Verð 284.310 Kr. Roma tungusófi Verð 153.810 Kr. Aspen Lux tungusófi Verð 212.310 Kr. Paris tungusófi Verð 169.110 Kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.