Morgunblaðið - 01.07.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.07.2009, Blaðsíða 34
34 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2009 Sudoku Frumstig 7 8 9 5 7 1 3 2 6 9 7 4 6 2 5 8 5 3 7 9 4 2 8 7 3 5 9 8 4 1 6 8 5 1 4 9 2 6 4 7 9 8 4 3 6 2 3 1 3 4 6 1 8 9 2 4 7 4 8 2 5 1 3 4 9 9 2 5 8 5 6 3 5 6 1 4 9 2 7 8 8 1 2 5 7 3 6 4 9 9 4 7 6 8 2 3 1 5 6 3 4 8 2 7 9 5 1 5 7 8 9 6 1 4 2 3 2 9 1 3 5 4 8 6 7 1 6 3 2 9 5 7 8 4 7 2 5 4 3 8 1 9 6 4 8 9 7 1 6 5 3 2 8 1 3 7 2 9 5 6 4 7 6 9 5 4 8 2 1 3 4 2 5 1 6 3 7 8 9 1 8 2 9 7 6 4 3 5 9 5 4 8 3 2 1 7 6 6 3 7 4 5 1 8 9 2 2 7 1 6 9 5 3 4 8 5 9 8 3 1 4 6 2 7 3 4 6 2 8 7 9 5 1 1 9 5 8 7 6 4 2 3 2 6 3 9 5 4 8 7 1 8 7 4 1 3 2 9 5 6 6 8 9 7 2 1 5 3 4 5 2 7 3 4 8 6 1 9 4 3 1 6 9 5 2 8 7 3 5 2 4 1 9 7 6 8 7 4 6 5 8 3 1 9 2 9 1 8 2 6 7 3 4 5 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er miðvikudagur 1. júlí, 182. dag- ur ársins 2009 Orð dagsins: Og á þeim degi mun ég bænheyra, segir Drottinn. Ég mun bænheyra himininn, og hann mun bænheyra jörðina. (Hs. 2, 21.) Hún er falleg, neðsta ljósmyndinsem prýðir baksíðu Morg- unblaðsins í fyrradag, 29. júní. Á henni eru fjórir drengir á ólíkum aldri, knattspyrnugoðið Eiður Smári Guðjohnsen, Sveppi, Auddi og ung hetja að nafni Frank Bergmann. Frank er ungur drengur sem hefur glímt við sjaldgæfa tegund hvít- blæðis í ein þrjú ár, frá því hann var níu ára, hvítblæði sem erfitt er að meðhöndla. Ef eitthvert fólk á að kalla hetjur þá er það fólk eins og Frank. Tilefni myndatökunnar var styrkt- arhátíð fyrir Frank og fjölskyldu hans sem Eiður Smári gekkst fyrir, fyrir leik Grindavíkur og Keflavíkur í úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Fyr- ir þennan stuðning sinn fær Eiður svo sannarlega hrós frá Víkverja og greinilegt að þar fer drengur góður og laus við stjörnustæla. Svona eiga menn einmitt að nýta sér frægðina. x x x Frank er mikill fótboltastrákur ogstundaði íþróttina af kappi áður en veikindin gerðu honum það ófært. Engu að síður er hann brattur og bjartsýnn, eins og sjá mátti í viðtali við hann og föður hans, Brynjar Pét- ursson, í Íslandi í dag fyrir nokkrum dögum. Í aðstæðum sem þessum er vonin sterkasta vopnið, að gefast ekki upp. Sem betur fer þurfa fáir foreldrar að horfa upp á barnið sitt glíma við lífshættuleg veikindi, líkt og foreldrar Franks hafa þurft að gera. Það er erfitt að lýsa með orðum álaginu sem þessu fylgir og pen- ingaáhyggjum er ekki við það bæt- andi. Því er mikilvægt að fólk leggi sitt af mörkum til að styrkja þá sem lenda í slíku. Frank hefur þurft að fara í flókna aðgerð í Svíþjóð, bein- mergsskipti, tvisvar sinnum og er þessa dagana að jafna sig heima í Grindavík. Víkverji vill nota tækifærið og hvetja fólk til að styðja við bakið á Frank og fjölskyldu hans, með því að leggja inn á reikninginn 143-26-199, kennitalan er 140996-3199. Þá hvetur Víkverji lesendur einnig til þess að styrkja Styrktarfélag krabbameins- sjúkra barna, SKB, sjá skb.is. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 tvístígur, 4 hestur, 7 kátt, 8 hnött- urinn, 9 ræktað land, 11 skrifaði, 13 skot, 14 all- mikill, 15 droll, 17 að- stoð, 20 skellti upp úr, 22 snákar, 23 blíða, 24 hin- ar, 25 missa marks. Lóðrétt | 1 ástæður, 2 hálfbráðinn snjór, 3 stekkur, 4 áköf löngun, 5 lágt hitastig, 6 trjá- gróður, 10 skapvond, 12 hreinn, 13 rösk, 15 lægja, 16 trylltar, 18 örgrunnur hellir, 19 hagnað, 20 ósoðinn, 21 ólestur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 munnharpa, 8 regns, 9 laxar, 10 tía, 11 karri, 13 rýran, 15 flagg, 18 halar, 21 efi, 22 riðli, 23 kúgun, 24 munstruðu. Lóðrétt: 2 ungar, 3 nesti, 4 aflar, 5 pexar, 6 þrek, 7 grön, 12 róg, 14 ýja, 15 forn, 16 auðnu, 17 geims, 18 hik- ar, 19 lagið, 20 renn. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Staðan kom upp á Sigeman-mótinu sem lauk fyrir skömmu í Málmey í Svíþjóð. Ivan Sokolov (2669) frá Hol- landi hafði svart gegn heimamann- inum Tiger Hillarp-Persson (2618). 46… Rf4+! 47. exf4 Dh6+ 48. Kg2 gxf4 49. Bd2 f3+ 50. Kg1 Dh3 51. Be3 Dxg4+ 52. Kf1 Bg3 53. Da2 Dh3+ 54. Kg1 f2+! 55. Bxf2 Bh2+ 56. Kh1 e3! 57. Bg1 Bg3+ 58. Bh2 Df1+ 59. Bg1 Bf2 og hvítur gafst upp. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Nigel Short (2674) 4½ vinning af 5 mögulegum. 2. Nils Grandelius (2491) 3 v. 3.-4. Tomi Nyback (2655) og Ivan Sokolov (2669) 2½ v. 5. Tiger Hillarp- Persson (2618) 1½ v. 6. Emanuel Berg (2610) 1 v. Svartur á leik Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Land tækifæranna. Norður ♠DG542 ♥Á74 ♦102 ♣D108 Vestur Austur ♠108763 ♠9 ♥96 ♥K10852 ♦KD76 ♦854 ♣96 ♣G732 Suður ♠ÁK ♥DG3 ♦ÁG93 ♣ÁK54 Suður spilar 6G. Bandaríkin eru land tækifæranna í augum bridsmanna, en þar búa aðfluttir spilarar í kippum: Pakistaninn Zia, Ísr- aelinn Lev, Pólverjinn Pszczola, Svíinn Fallenius og Tyrkinn Odzil. Þetta eru bara nokkur nöfn þekktra spilara, sem hafa gerst atvinnuspilarar vestra. Í þennan hóp aðkomumanna bætast nú unnvörpum kínverskir spilarar. Shi Xi- aodong er einn þeirra. Hann tók þátt í landsliðskeppninni á dögunum í sveit Mehils Odzil. Þar varð hann sagnhafi í 6G með ♦K út. Shi drap, sótti drottninguna og fékk tígul til baka. Hann tók ♠ÁK, kannaði laufið með ♣ÁD, henti tveimur hjörtum niður í ♠DG, fór heim á ♣K og tók á síð- asta frítígulinn, sem kveikti á tvöfaldri þvingun: Báðir mótherjar urðu að valda svartan lit og neyddust því til að fara niður á eitt hjarta. Stjörnuspá (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Flutningar, gestakomur eða breytingar á heimilinu valda ringulreið í kring um þig. Reyndu samt bara að halda ró þinni og vera skjótur til sátta þegar lægir. (20. apríl - 20. maí)  Naut Berðu hugmyndir þínar undir trún- aðarvin þinn. Draumar eru sýnir þar sem við sjáum okkur sjálf eins og við erum í raun og veru. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú leggur félaga þínum lið í dag, annaðhvort með því að rétta hjálparhönd eða veita andlegan stuðning. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Láttu verða af fyrirætlunum þín- um sem tengjast yfirvöldum eða stórum stofnunum. Gamla aðferðin var hvort eð er ekkert að gagnast það vel. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Bjóddu þig fram í verkefni sem eng- inn vill eða veit hvernig á að leysa. Saman gætuð þið sigrað heiminn. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú ert tilfinningalega sjálfstæður. En þér er nokk sama um það, sem fólk er að æsa sig yfir, og skilur að þú þarft ekki að taka þátt. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú hefur hundrað hugmyndir um hvað á að gerast næst. Notaðu tækifærið og bjóddu heim einhverjum sem þú hittir ekki yfir hátíðirnar. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú finnur fyrir spenningi og jafnvel taugaveiklun í dag. Fólk er yfir- leitt í góðu skapi og það gerir allar sam- ræður óvenju skemmtilegar. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Ný ást mun að líkindum kvikna í lífi þínu á næstu dögum þó ekk- ert sé öruggt í heimi hér. Ekki taka við- komandi sem sjálfsögðum hlut. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú ert góð eins og þú ert. Venj- ur þínar, siðir og sambandið við fjölskyld- una eru stór hluti lífs þíns og líka bara góð tilfinning. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Vá, ástvinir þínir rugla þig svo sannarlega í ríminu í dag með sínu óstöð- uga framferði og skaplyndi. Verður þú kyrr þar sem þú ert, eða heldur þú áfram? (19. feb. - 20. mars) Fiskar Viljir þú fara þínu fram gætir þú átt von á umtalsverðri andstöðu. Fólk tal- ar ekki af heilindum og það skapar mikla óvissu. 1. júlí 1886 Landsbanki Íslands, fyrsti banki á landinu, hóf starfsemi í Reykjavík. Fyrst í stað var hann opinn tvo daga í viku, tvo tíma í senn. Bankinn var til húsa við Bakarastíg en nafn stígsins breyttist fljótlega í Bankastræti. 1. júlí 1931 Þýska loftskipið Graf Zeppelin kom til Reykjavíkur með póst og tók hér fyrsta flugpóst til útlanda. Það hafði einnig kom- ið til landsins ári áður. 1. júlí 2000 Verð á bensínlítra fór yfir 100 krónur í fyrsta sinn eftir myntbreytinguna 1981. Hækk- unum á heimsmarkaði var kennt um. 1. júlí 2000 Tveggja daga hátíð hófst á Þingvöllum til að minnast þess að eitt þúsund ár voru síðan kristni var lögtekin hér á landi. Gestir voru taldir 17–30 þúsund. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Katrín Jónsdóttir, María Helena Mazul, Lilja Björg Geirsdóttir, Marý Lind Rúnarsdóttir og Elísabet Ásta Ólafsdóttir héldu tombólu við versl- un Samkaupa í Hrísalundi á Ak- ureyri og söfnuðu 1.123 kr. sem þær styrktu Rauða krossinn með. Á myndinni eru María, Katrín og Lilja. Hlutavelta ÓLAFUR Jóhannsson sóknarprestur ætlar að fagna deginum í Grensáskirkju með vinum og vandamönnum. Reyndar varð eiginkona hans, Þóra Harðardóttir kennari, einnig fimmtug í vor og í dag eiga þau jafnframt silfurbrúðkaup. Sam- tals er því haldið upp á 125 ára afmæli! „Það var öruggasta leiðin til að gleyma aldrei brúðkaupsafmæli og að sjálfsögðu langeftir- minnilegasti afmælisdagurinn“ segir Ólafur um giftingardaginn sem var bjartur og fagur. „Þann- ig er líka lífið sjálft að flestu leyti. Þess vegna er ástæða til að fagna í dag.“ Þau hjónin vilja hvorki gjafir né blóm heldur hvetja til stuðnings við kirkjubyggingu í Chepareria í Keníu. Sérstakur söfnunarreikningur Sambands íslenskra kristniboðsfélaga vegna þessa verkefnis er 117- 15-381029 og kennitala reikningseiganda 550269-4149. „Síðastliðið haust fór ég ásamt nokkrum öðrum prestum í kynnisferð á slóðir ís- lenska kristniboðsins. Þar sá ég grunn þessarar kirkju og þá kviknaði hugmyndin. 600 manna kirkja þarna úti kostar eins og einn „slyddu- jeppi“ á Íslandi. Síðar meir gerum við hjónin okkur vonir um að geta farið til Keníu og séð kirkjuna, komna í notkun. Ég hlakka mikið til.“ Ólafur Jóhannsson sóknarprestur 50 ára Vill kirkju í afmælisgjöf! Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.