Morgunblaðið - 01.07.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.07.2009, Blaðsíða 24
Bjóðum upp á margar gerðir og verðflokka af vönduðum heyrnartækjum frá Oticon. Þú getur fengið heyrnartæki sem eru nánast því ósýnileg bak við eyru eða lítil og nett heyrnartæki inn í eyra. Pantaðu tíma hjá okkur í fría heyrnarmælingu og upplifðu hvað nýjasta heyrnartæknin getur gert fyrir þig. Auk daglegrar þjónustu í Reykjavík þá bjóðum við einnig upp á heyrnarmælingar víðs vegar á landsbyggðinni. G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | w w w . h e y r n a r t a e k n i . i s Nánari upplýsingar og tímapantanir í síma 568 6880 eða á www.heyrnartækni.is Heyrðu betur með vönduðu heyrnartæki 24 Umræðan BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2009 BORGARYFIRVÖLD hafa nú til meðferðar tillögu um að minnka Ing- ólfstorg verulega til að hægt sé að koma risastórri hótelbyggingu fyrir við torgið. Ekki þarf að efast um að þeir sem ætla sér að hagnast á byggingu og rekstri hótels á þessum stað séu áhugasamir um framgang tillögunnar en spurningin er hvers vegna fulltrú- ar borgarbúa ljái máls á því að ganga þannig á opið almenningssvæði í mið- borginni? Hagsmunir borgarbúa af því að fá eitt hótel enn í miðborgina eru öngvir. Þörf fyrir gistirými í borginni mun verða fullnægt þótt þetta torg fái að vera í friði. Það eru ekki hagsmunir Reykvík- inga að Ingólfstorg sé skorið niður. Hvorki okkar sem nú lifum – né kom- andi kynslóða. Þá hagsmuni eiga borgarfulltrúar að hafa að leiðarljósi – og aðra ekki. BJÖRN B. BJÖRNSSON, Reykjavík. Skemmdarverk á Ingólfstorgi Frá Birni B. Björnssyni Mannréttinda- yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna kveður á um rétt manna til að leita og njóta griðlands er- lendis. Áætlað er að 42 milljónir manna séu á vergangi en meirihlut- inn kemur frá ríkjum Afríku og Asíu og eru um 80% konur og börn. Ástæður flótta geta verið af ýmsum toga, t.d. stríðsátök, náttúruhamfarir eða of- sóknir stjórnvalda. Þorri flóttafólks leitar ásjár í nágrannaríkjum sem oftast nær eru mjög fátæk og hafa enga burði til að taka á móti því. Ísland hefur frá árinu 1956 tekið á móti 480 flóttamönnum sem kom- ið hafa á vegum Flóttamannastofn- unar SÞ, sk. kvótaflóttamönnum. Stærsti hópurinn kom frá Ung- verjalandi árið 1956, 52 ein- staklingar en flestir hafa komið frá löndum gömlu Júgóslavíu, 32 árið 1959 en alls 277 á árabilinu 1996- 2008. Á árunum 1979, 1990 og 1991 komu alls 94 manns frá Víetnam. Árið 1982 komu 26 frá Póllandi og árið 2005 komu 24 konur og börn frá Kólumbíu og sjö manna fjöl- skylda frá Kosovó. Í fyrra tók Ís- land á móti átta palestínskum flóttakonum og 21 barni. Einstaklingur er fær stöðu flótta- manns nýtur verndar og tiltekinna réttinda í hælislandinu. Þeir flótta- mannahópar sem boðið er hingað fá ýmsa aðstoð til að verða virkir þátt- takendur í íslensku samfélagi. Á síðustu fimm árum hafa hins vegar 320 einstaklingar sótt um hæli hér á landi „á eigin vegum“. Margir hælisleitendanna hverfa af landi brott áður en umsókn þeirra er af- greidd en flestum er vísað úr landi á grundvelli svonefndrar Dyflinnar- reglugerðar. Í undantekning- artilfellum er þeim veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum en fjórtán slík leyfi voru veitt á árunum 2006 til 2008. Það er athyglisvert að frá árinu 1991 til ársins 2007 fékk að- eins einn maður sem sótt hafði um hæli viðurkenningu á stöðu sinni sem flóttamaður. Í fyrra fengu þó fjórir slíka viðurkenningu og var um fjölskyldu að ræða í því tilviki. Sé litið til allra hælisumsókna frá 1991 er því ljóst að afar fáir fá stöðu flóttamanns hér á landi og er hlutfallið hér umtalsvert lægra en í nágrannalöndum okkar. Flóttamannastofnun SÞ hefur beint þeim tilmælum til ríkja að endursenda ekki hælisleitendur til Grikklands á grundvelli Dyflinnar- reglugerðarinnar þar sem meðferð og aðbúnaður þar stenst ekki lág- markskröfur. Hér á landi dveljast nú fimm hælisleitendur sem eiga endursendingu til Grikklands á hættu. Brottvísun þeirra hefur ver- ið frestað en Mannréttinda- skrifstofa Íslands hvetur til þess að Íslendingar styðjist við þá meg- inreglu að endursenda ekki fólk til landa þar sem ljóst er að hæl- isumsóknir þeirra verða ekki teknar til faglegrar meðferðar og þeim verður gert að búa við ómann- úðlegar aðstæður. Þrátt fyrir þær þrengingar sem íslenska þjóðin gengur nú í gegnum er Ísland enn meðal ríkustu landa heims. Við skulum halda áfram að veita hópum kvótaflóttamanna at- hvarf og við höfum ávallt efni á því að tryggja fólki mannúðleg kjör og réttláta málsmeðferð þegar það óskar hælis á Íslandi eftir að hafa yfirgefið ættjörð sína og fjölskyldu og þolað ómældar þjáningar í leit að öruggu skjóli. Eftir Guðrúnu Dögg Guðmunds- dóttur og Kolbrúnu Birnu Árdal » Við skulum halda áfram að veita hóp- um kvótaflóttamanna athvarf … Kolbrún Birna Árdal Höfundar starfa á Mannréttinda- skrifstofu Íslands. Guðrún Dögg Guðmundsdóttir Sýnum mannúð! MIG langar að styðja þá tillögu Tryggva Þórs Herbertssonar og Sjálfstæð- isflokks um að skattleggja líf- eyrissjóðsgjöld strax (þó að ég sé Samfylkingar- maður) með þeirri breytingu að aðeins verði skattlagt um sem nemur prósentu fjármagnstekju- skatts strax! Allt eins getur skatt- prósentan verið orðin lægri þegar á að borga út greiðslurnar og kannski ekki sniðugt þess vegna að ofskatta strax! Eins gætum við verið orðin olíurík þjóð með smá-heppni! Svo er spurning hvort ríkið vill ná skatt- tekjunum strax (fyrir næsta hrun) eða treysta á góða ávöxtun lífeyris- jóðanna og geyma peningana okkar þar! JÓN HELGI GUÐMUNDSSON, Jaðarsbraut 41, Akranesi. Frá Jóni Helga Guðmundssyni Jón Helgi Guðmundsson Skattlagning lífeyrissparnaðar Í KJÖLFAR nýliðinna atburða er ljóst að ríkisstjórnin þarf að draga úr útgjöldum. Flestir ættu að geta samþykkt að þörf sé á slíku en jafnframt hljóta flestir að sam- þykkja að forgangsraða þurfi til að skaðinn verði sem minnstur til frambúðar. Skýrsla unnin fyrir ríkisstjórn- ina af sérfræðingum á sviði menntamála (Education, Research and Innovation policy – A new di- rection for Iceland; maí 09) setti fram fimm meginpunkta til að fara eftir. Einn þessara punkta var að „viðhalda fjárfestingu í menntun á öllum stigum“ (e. „Maintain in- vestments in education at all le- vels“). Reynsla Finnlands, þar sem fjármagn var aukið til mennta- og vísindamála á kreppu- tímum, er að slíkt dragi úr áhrif- um kreppu. Við teljum að góð menntun sé forsenda fyrir end- urreisn Íslands og því mikilvægt að gæðum menntunar verði haldið uppi. Íslenskt heilbrigðiskerfi byggir sinn trausta grunn á vel menntuðu og hæfu starfsfólki. Hæft starfs- fólk í heilbrigðisþjónustu er tak- mörkuð auðlind, ekki aðeins á Ís- landi heldur um allan heim. Íslendingar hafa lengi menntað hæfa starfsmenn í heilbrigðisþjón- ustu þar sem Háskóli Íslands spil- ar aðalhlutverkið í nánu samstarfi við heilbrigðisstofnanir landsins. Nýstofnað heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands inniheldur þær deildir sem munu mennta heil- brigðisstarfsfólk framtíðarinnar, einstaklinga sem munu koma að umönnun sjúklinga innan fárra ára og sinna því starfi til marga áratuga. Þessir einstaklingar munu sinna miklu ábyrgð- arhlutverki og þurfa til þess menntun við hæfi. Skerðing á gæðum menntunar þessara ein- staklinga mun koma niður á hæfni þeirra til að sinna þessu ábyrgð- arhlutverki en slíkt má ekki að líð- ast. Reikna má með að minnkuð fjárframlög til heilbrigðisvís- indasviðs muni koma niður á gæð- um námsins, sérstaklega verklegri kennslu sem er gjarnan kostn- aðarsöm. Á komandi skólaári stefnir í að aukin aðsókn verði í nám á heil- brigðisvísindasviði. Það er því þeim mun mikilvægara að við- halda gæðum, útskrifa hæfa heil- brigðisstarfsmenn og nýta þessa auknu aðsókn til góðs. Raunveru- legur skortur er á heilbrigð- isstarfsfólki í landinu og er þess vegna mikilvægt að grípa þetta tækifæri til að bregðast við þeim vanda. Þegar skórinn kreppir að skul- um við hugsa okkur vel um. Hugsa um hvernig við viljum for- gangsraða okkar takmörkuðu fjár- munum. Við teljum fjármunum vera vel varið í heilsu og menntun, það muni margborga sig. DAGUR INGI JÓNSSON, HANNE KRAGE CARLSEN, HANNA MARÍA GUÐBJARTSDÓTTIR, INGA HRUND KJARTANSDÓTTIR, ÍRIS GUNNARSDÓTTIR, RUT SIGURJÓNSDÓTTIR, SIGNÝ HERSISDÓTTIR STEFÁN PÁLMASON, TELMA BJÖRG KRISTINSDÓTTIR, GUÐRÚN GUNNLAUGSDÓTTIR. Opið bréf til mennta- og heilbrigðismálaráðherra og stjórnenda HÍ Frá formönnum nemendafélaga Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Ís- lands. SÍÐASTLIÐINN laugardag, 27. júní birtist grein Tryggva Þórs Herbertssonar um úrtölumenn í Morgunblaðinu. Svarar hann þar gagnrýni minni sem og gagnrýni Þórarins V. Þórarinssonar á tillögu sjálfstæðismanna um innheimtu skatts af iðgjöldum til lífeyrissjóða. Í grein sinni 27. júní sl. segir Tryggvi Þór, prófessor í hagfræði og alþingismaður: „Önnur leið væri að við tilfærslu í nýtt kerfi þá myndi ríkið einfaldlega taka til sín allar framtíðarskattgreiðslur og frá fyrsta degi yrðu allar útgreiðslur skattfrjálsar. Ríkið á þessar fram- tíðar-skattgreiðslur og er því ekki að ganga á hlut neins. Það myndi þá strax leysa til sín allt að 600 millj- arða peningalegar eignir – ríkið yrði skuldlaust á ný ef horft væri til nettóskulda. Ekki þyrfti að selja eignir sjóðanna til að framkvæma breytinguna. Ríkið væri einfaldlega stærsti sjóðfélaginn. Þetta væri gríðarlega jákvætt fyrir ríkissjóð og myndi flýta mjög fyrir uppbyggingu Íslands. Þetta myndi engin bein áhrif hafa á ráðstöfunartekjur laun- þega og eftirlaunaþega en óbeinu áhrifin yrðu að kaupmáttur myndi aukast fyrr en ella.“ Ef fullyrðing prófessorsins er rétt er ekki eftir neinu að bíða með að hrinda hug- mynd hans í framkvæmd. En ágæt- ir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, væri ekki hyggilegt að fá álit fleiri prófessora í hagfræði um þessa hugmynd sem „ – léttir 600 millj- arða kvöðum af skattgreiðendum í framtíðinni“ svo vitnað sé í grein Tryggva Þórs? Er hugmyndin tær snilld eða er ef til vill um að ræða skýjaborga- smíð?! Ég tel ekki þörf á að svara um- fjöllun hans um 4. liðinn í svari hans að sinni en gagnrýni mín beindist einmitt að mismunun sköttunar í framtíðinni, en mundi fagna því að útreikningar sem hann byggir svar sitt á verði gerðir aðgengilegir, t.d. á vef Sjálfstæðisflokksins. Ef fleiri prófessorar í hagfræði taka undir sjónarmið Tryggva Þórs mun ég svara athugasemdum hans efn- islega. BJARNI ÞÓRÐARSON, tryggingastærðfræðingur. Tær snilld eða skýjaborgir Frá Bjarna Þórðarsyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.