Morgunblaðið - 01.07.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.07.2009, Blaðsíða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2009 Trúðu á tvennt í heimi. Tign sem æðsta ber. Guð í alheims geimi. Guð í sjálfum þér. (Steingrímur Thorsteinsson.) Þessa bæn kenndi amma mér áður en ég fluttist til Danmerkur. Bænina hef ég svo farið með þegar ég hugsa til ömmu og þó að við værum hvor í sínu landinu gat ég fundið fyrir nær- veru hennar. Amma var ein af mínum bestu vin- konum og við áttum margar góðar og skemmtilegar stundir saman. Sem lítil stelpa í stofunni í Bæjartúni, þar sem við dönsuðum, sungum og borð- uðum ísblóm. Í Funalind þar sem við gátum setið tímunum saman, spjall- að, hlegið og ég fengið að njóta þeirra kræsinga sem amma og afi buðu upp á. Nærvera ömmu var svo hlý og góð. Hlátur hennar, gleði og jákvæðni er mér mikill innblástur og mun alltaf vera. Það var erfitt að kveðja ömmu í byrjun júní þegar ég fór aftur til Guðný Kristín Árnadóttir ✝ Guðný KristínÁrnadóttir fædd- ist í Neskaupstað 17. mars 1929. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans að morgni 17. júní síð- astliðins og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 25. júní. Danmerkur og ég vissi í hvað stefndi. Stund- irnar á sjúkrahúsinu sem við áttum saman eru mér ómetanlegar. Elsku amma mín, ég sakna þín sárt, megi englar vefja þig örm- um sínum. Helga Jónína Markúsdóttir. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Það er komið að kveðjustund. Mig langar að minnast Guðnýjar frænku minnar með örfáum orðum. Guðný var móðursystir mín og var mikill samgangur á milli þeirra systra. Þegar við vorum krakkar var oft borðað hjá Guðnýju og Einari og allt- af á gamlárskvöld, oft gisti ég hjá þeim og var glatt á hjalla. Eru mér það ógleymanlegar minningar. Hún var mér sem önnur móðir, sendi okk- ur bakkelsi og annað góðgæti þegar fjölskyldan mín bjó erlendis, það bjó enginn til eins góðar fiskibollur og Guðný frænka og það var ósjaldan sem hún sendi mig heim með ný- steiktar bollur. Hún var mjög umhyggjusöm og setti alla aðra en sjálfa sig í forgang, þó hún væri sárlasin kvartaði hún aldrei. Hún var límið í fjölskyldunni, eins og Markús hafði orð á í mars þegar fjölskyldan hélt upp á 80 ára afmælið hennar heima hjá þeim Árna og Siggu. Takk, elsku Guðný, fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Elsku Einar, Markús, Árni, Krist- ín og fjölskyldur. Megi guð gefa ykk- ur styrk. Gyða Marvinsdóttir. „Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga.“ Geir Sigurðsson var ein af hetjum hafsins þegar fundum okkar bar fyrst saman seint á sjötta áratug seinustu aldar. Hann varð svili minn þegar við giftumst þeim Önnu Birnu og Ingólfi Þorkelsbörnum. Á þeim árum var Geir Sjómaður (með stórum staf) og stundaði veiðar ým- ist á bátum eða togurum, stundum langtímum saman á fjarlægum mið- um. Oft var siglt með aflann til Bret- lands og Þýskalands. Gaman var að hlusta á frásagnir Geirs af átaka- sömu og litríku lífinu á sjónum, eða það fannst mér, sjómannsdótturinni, sem hafði unnið á farskipum við mildari aðstæður. Okkur Geir varð vel til vina og um hann mátti segja það sem Örn Arnarson kvað um annan sægarp: „… hraust er mund- in, hjartað gott, sem undir slær.“ Þótt Geir hætti á sjónum og væri í landi eftir það, hélt hann samt áfram að vera sjómaður í hjarta sínu til æviloka. Hann hafði ungur að árum fengið seltuna í blóðið þegar hann dvaldi á sumrum við leik og störf hjá móðurfólki sínu í Breiðafjarðareyj- um. Eftir að Geir kom í land var hann lengst af pípulagningamaður. Hann var duglegur og verklaginn og því eftirsóttur til vinnu. Hann var ein- Geir Sigurðsson ✝ Geir Sigurðssonfæddist í Reykja- vík 8. apríl 1933. Hann andaðist á Landspítalanum 15. júní 2009 og var útför hans gerð frá Foss- vogskapellu 24. júní. Meira: mbl.is/minningar staklega bóngóður og hjálpsamur og margir leituðu því til hans, og ekki eingöngu í sam- bandi við fagið. Það var gott að leita til Geirs þegar á reyndi, því hann var vinur í raun, skilningsríkur og hjartahlýr. Þau Geir og Birna voru gestrisin og góð heim að sækja. Ánægjulegt var að koma til þeirra í bústað pípulagninga- manna í Skyggnis- skógi, en Geir hafði tekið ástfóstri við þann stað og lagt sitt af mörkum til að gera hann að unaðsreit. Gott er að minnast stundanna með þeim hjónum á árum áður austur á Fljóts- dalshéraði „er ángar mitt í Fljótsins dreymnu ró“. Þær minningar eru baðaðar sólskini. Skömmu fyrir aldamótin höfðum við samflot aust- ur á Hérað á fyrsta ættarmótið á Hafursá. Við vorum ekkert að flýta okkur, gistum á leiðinni og skoð- uðum sögustaði. Geir var notalegur og traustur ferðafélagi. Á útfarar- deginum þakka ég honum samfylgd- ina. En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er ferðinni heitið. (Snorri Hjartarson.) Við Jón Arnar, Keli, Þóra Sigga og Kalli sendum Ásu Birnu og henn- ar fjölskyldu sem og öðrum aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur. Minningin um góðan dreng lifir. Rannveig Jónsdóttir. Fanney Magnúsdóttir ✝ Fanney Magn-úsdóttir fæddist 7. október 1924 í Mið- húsum í Nausta- hvammi á Norðfirði og ólst þar upp. Hún lést á Sólvangi í Hafn- arfirði 22. júní 2009. Foreldrar hennar voru Magnús Guð- mundsson frá Fannadal, f. 18. maí 1890, d. 27. október 1946, og Anna Guðrún Aradóttir, Naustahvammi, f. 15. júní 1889, d. 14. október 1970. Systkini Fann- eyjar eru: Sammæðra, Drengur Guð- jónsson, f. um 1910, dáinn 1910, Guð- mundur Helgi Bjarni , f. 1916, d. 1962, Vilhelmína María, f. 1917, Guðjón, f. 1919, d. 1986, Lukka Ingibjörg, f. 1920, d. 2008, Hjalti, f. 1923, d. 2001, Ari, f. 1927, d. 2005, Albert, f. 1928, d. sama ár, Al- bert, f. 1929, d. 1993. Fanney giftist árið 1950 Ólafi Brands- syni, f. 28.10. 1919, d. 23.3. 2008. Börn Ólafs og Fanneyjar eru 1) Anna Magnea, f. 1948, maður hennar Þórarinn Sigvaldi Magnússon, f. 1944. Barn þeirra er a) Ólafur Thorarinsson Munk, f. 1968, kona hans Eva Munk, f. 1967, og eiga þau tvo syni, Magnús Ólafsson Munk, f. 1993, og Karl Ólafsson Munk, f. 1997. Búa þau í Danmörku. 2) Tryggvi, f. 11. október 1953, kona hans er Theódóra Gunn- laugsdóttir, f. 11. maí 1955. Börn þeirra eru: a) Rakel, f. 17. ágúst 1977. Maður hennar er Þórir Tryggvason, f. 4. mars 1973, og barn þeirra er Róbert Tryggvi Þórisson, f. 7. júní 2007. b) Logi , f. 31. júlí 1981 og c) Gunnlaugur Atli, f. 12. okt. 1990. 3) Lára, f. 18. febrúar 1956, lést af slysförum 21. janúar 1963. 4) Lára, f. 17. febrúar 1964, maður hennar er Sveinn Andri Sigurðsson, f. 24. aprí 1967, eiga þau saman dótturina Fanneyju Lísu, f. 31. ágúst 2002. Úr fyrra sambandi eiga Lára og Sveinn Hallgrímsson, f. 23. júní 1961, synina a) Sigurð Axel, f. 4. júlí 1980, unnusta hans er Erla Dögg Krist- jánsdóttir, f. 20. apríl 1985, sonur þeirra er Ólafur Sverrir, f. 18. september 2008, og b) Fannar Frey, f. 8. júlí 1987, unnusta hans er Margrét Hlíf Óskarsdóttir, f. 6. febrúar 1989. Fanney vann sem vinnukona eitt sum- ar, síðar þrjár vertíðar sem matráðskona fyrir báta frá Neskaupstað sem reru frá Suðurnesjum og Hafnarfirði. Hjónin fluttu til Hafnarfjarðar með tvö börn en Ólafur var mikið á sjó á þessum erfiða tíma. Fanney og Ólafur byggðu lítið hús að Mosabarði 5 í Hafnarfirði, sem síðar var selt og notað sem sumarbústaður, en eftir það byggðu þau það hús sem nú stendur þar. Uppeldi og velgengni barnanna var mjög ofarlega í huga Fann- eyar og var hún mjög úrræðagóð hús- móðir og saumaði hún öll föt á börnin og sig sjálfa, mikil prjóna- og hannyrðakona, og bar heimilið vel þess merki. Útför Fanneyjar fór fram frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði mánudaginn 29. júní 2009. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is Það sem kemur fyrst upp í huga okk- ar þegar við hugsum til þín, elsku amma, eru allar heim- sóknirnar í Stóragerðið. Gula húsið á móti skólanum sem var svo gott að koma við í eftir langan og strangan skóladag. „Hvað má bjóða þér elskan?“ var það fyrsta sem við heyrðum og alltaf lumaðir þú á ein- hverjum kræsingum. Kornflex með púðursykri og hunangi var vinsælt og ef kandísinn var búinn þá hrærðir þú bara saman smá flór- sykri og vatni. Það var alltaf jafn gaman hjá okkur. Spilastundirnar við eldhúsborðið voru ófáar, þar spiluðum við meðal annars gömlu Jónku og svarta Pétur. Þú varst liðtæk með spilastokkinn og gafst okkur ekkert eftir þó spilið væri fjörugur kleppari. Á rólegum dög- um var setið, hvert með sinn spila- stokkinn, og lagður 7-kapall. Gamlárskvöldin í Stóragerðinu eru ógleymanleg. Í fjölda ára hélt fjölskyldan saman upp á áramótin í Stóragerðinu hjá ömmu og afa. Kvöldið hjá okkur systrum byrjaði á því að fara með pabba og afa á brennuna á meðan mamma hjálpaði til við matargerðina hjá þér. Þegar búið var að borða dýrindis þriggja rétta máltíð tók við biðin eftir skaupinu. Oft var setið við eldhús- borðið og tekið í spil á meðan litlu krakkarnir læddust inn á herberg- isgang, opnuðu skápinn og drógu fram kubbana, sem styttu okkur svo oft stundir hjá ömmu og afa. Fjölskyldan safnaðist saman yfir Púkkinu sem einungis var tekið upp á gamlárskvöld. Eftir áramóta- skaup var svo komið að því að klæða sig í útigallann til þess að fara út að skjóta upp flugeldum. Þegar ártalið breyttist í fjallinu fengu allir koss á kinn og ekki mátti gleyma þér, amma, sem stóðst við eldhúsgluggann og fylgd- ist með. Við krakkarnir fengum svo að gista í einni flatsæng hjá ykkur afa. Þú hafðir unun af söng. Þú hafðir sérstaklega gaman af því að hlusta á afkomendur þína syngja og sprella saman. Í árlegum fjöl- skylduþorrablótum var oft glatt á hjalla. Ef þér fannst stemningin eitthvað dauf þá varst þú vön að Guðrún Ágústa Sigurjónsdóttir ✝ Guðrún ÁgústaSigurjónsdóttir fæddist á Lambalæk í Fljótshlíð 20. desem- ber 1919. Hún lést á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvols- velli 17. júní 2009 og var jarðsungin frá Breiðabólstað- arkirkju í Fljótshlíð 26. júní. læða því að okkur yngri kynslóðinni að nú væri góður tími til að taka í gítarinn og syngja svolítið saman. Þú hafðir mikinn áhuga á söngnámi okkar systra og varst aðdáandi okkar núm- er eitt. Þú hefur reynst okkur mikil hvatning og við vilj- um tileinka þér lag sem við höfum báðar sungið í söngnáminu. Við verðum ævinlega þakklátar fyrir að hafa átt svona frábæra ömmu og þú verður ávallt í huga okkar þegar við syngjum. Hví drúpir laufið á grænni grein? Hví grætur lindin og stynur hljótt? Hví glampar daggir á gráum stein, sem grúfi yfir dalnum þögul nótt? Ég veit hvað þú grætur litla lind: Langt er síðan hún hvarf þér frá; hún skoðar ei framar fallega mynd í fleti þínum með augun blá. (Hulda.) Elsku amma, við syngjum fyrir þig. Berglind og Kristrún. Það var alltaf jafn notalegt að koma til þeirra ömmu og afa í Stóragerðinu, þaðan á ég margar ljúfar minningar. Amma var sann- kölluð fyrirmyndarhúsmóðir, það var alltaf mjög snyrtilegt hjá henni, kræsingar á borðum og ekki má nú gleyma handavinnunni sem var hennar líf og yndi. Amma var yndisleg, hæglát, virðuleg kona með einstaklega góða nærveru. Hún var alltaf mjög snyrtileg til fara og man ég varla eftir henni öðruvísi en í pilsi eða kjól, því hún klæddist afar sjaldan síðbuxum. Þegar ég hugsa til allra þeirra yndislegu stunda sem við amma áttum saman þá hlýnar mér um hjartarætur. Mér finnst eins og hún hafi ekki bara verið amma mín heldur líka ein af mínum bestu vin- konum. Þær voru ófáar stundirnar sem við spjölluðum saman og gerð- um okkur ýmislegt til dundurs. Það var alveg sama hvað það var sem sonardóttur hennar langaði að gera, amma var til í hvað sem var, hvort sem það var að sitja fyrir í hárgreiðslu, handsnyrtingu, spila „Gömlu Jónku“ eða eitthvað annað. Við eyddum miklum tíma í að ræða saman heimsins gagn og nauðsynjar og var amma allaf sér- lega góður hlustandi og einstaklega ráðagóð. Hún fann góðar lausnir við hinum ýmsu vandamálum, jafn- vel þó þau litu út fyrir að vera óyf- irstíganleg fyrir mig sem barn og síðar ungling. Elsku amma mín, því miður er nú komið að kveðjustund og vil ég þakka þér fyrir sam- veruna og allt það sem þú kenndir mér sem mun fylgja mér um ókom- in ár. Hvernig er hægt að þakka, það sem verður aldrei nægjanlega þakkað. Hvers vegna að kveðja, þann sem aldrei fer. Við grátum af sorg og söknuði en í rauninni ertu alltaf hér. Höndin sem leiddi mig í æsku mun gæta mín áfram minn veg. Ég veit þó að víddin sé önnur er nærveran nálægt mér. Og sólin hún lýsir lífið eins og sólin sem lýsti frá þér. Þegar að stjörnurnar blika á himnum finn ég bænirnar,sem þú baðst fyrir mér. Þegar morgunbirtan kyssir daginn, finn ég kossana líka frá þér. Þegar æskan spyr mig ráða, man ég orðin sem þú sagðir mér. Vegna alls þessa þerra ég tárin því í hjarta mínu finn ég það, að Guð hann þig amma mín geymir á alheimsins besta stað. Ótti minn er því enginn er ég geng áfram lífsins leið. Því með nestið sem amma mín gaf mér, veit ég að gatan hún verður greið. Og þegar sú stundin hún líður að verki mínu er lokið hér. Þá veit ég að amma mín bíður og með Guði tekur við mér. (Sigga Dúa.) Ástar- og saknaðarkveðjur, Erla Gunnarsdóttir. Fágætur er góður vinur. Þessi orð koma upp í hugann þegar tengdamóðir mín fyrrverandi, Guð- rún Ágústa Sigurjónsdóttir frá Lambalæk, kveður. Þegar ég fór að venja komur mínar í Stóragerði 13 um miðjan áttunda áratuginn fann ég strax strauma vináttu og virð- ingar. Þið Mundi tókuð vel á móti okkur unga fólkinu og veittuð gáskafullu fasi okkar athygli. Það var gott að koma til ykkar, tala um drauma og væntingar og fá að hlusta á góð ráð. Elsku amma Gunna. Takk fyrir allt sem þú hef- ur gert fyrir mig. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Þín Bergrós. Bergrós Pálmadóttir Morthens. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.