Morgunblaðið - 01.07.2009, Blaðsíða 26
26 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2009
✝ Lilja M. Petersenfæddist í Reykja-
vík 19. nóv. 1922.
Hún lést 22. júní
2009. Faðir hennar
var Hans Pétur Pet-
ersen (1873–1938),
kaupmaður i Reykja-
vík. Foreldrar Hans
voru Nikolai Adolph
Petersen (1821–1873)
kaupmaður og María
Ólafsdóttir Petersen
(1848–1923) hús-
freyja. Móðir Lilju
var Guðrún Margrét
Petersen (1892–1961), húsfreyja.
Foreldrar Guðrúnar voru Jón
Hannesson (1863–1896), bóndi á
Brún, Svartárdal, A-Húnavatns-
sýslu, og kona hans, Sigurbjörg
Frímannsdóttir (1854–1932) hús-
freyja.
Systkini Lilju voru Hans Pétur
(1916–1977), Birna (1917–1969),
Búi (1919–1973), Una (1921–1987)
og Margrét (1927–1999). Fjöl-
skyldan bjó í Skólastræti 3 í húsi
sem Guðmundur Hannesson,
föðurbróðir Guðrúnar, teiknaði.
Þar byrjaði Lilja búskap en flutti
1960 í Mávahlíð 2 og bjó þar til
æviloka.
Lilja varð stúdent frá MR 1942
og lauk kandídatsnámi í lækn-
isfræði frá HÍ 1949. Hún starfaði í
Rúnar Björgvinsson hagfræð-
ingur, eiga Jóhann Magnús, Lilju
Guðrúnu og Arnbjörgu. Daði Rafn
Skúlason er unnusti Arnbjargar.
Jón Birtingur er sonur Jóhanns
Magnúsar og konu hans Ylfu
Jónsdóttur. 2) Sigurður, for-
stöðumaður, f. 1952. Sigurður og
fyrri kona hans Halldóra Jóhanns-
dóttir eiga Jóhann Helga og Lilju
Maríu. Jóhann Helgi og kona hans
Fjóla Stefánsdóttir eiga Stefaníu
Lilju. Maður Lilju Maríu er Stefán
Bjarni Sigurðsson. Sigurður og
kona hans Dagný Guðmunds-
dóttir, myndlistarmaður og safn-
vörður, eiga Arnar og Sólveigu.
Arnhildur Lilý Karlsdóttir er unn-
usta Arnars. Jón Viðar Arnþórs-
son er unnusti Sólveigar. 3)
Guðný, leikskólakennari, f. 1954.
Guðný og maður hennar, Leó Geir
Torfason prentmyndasmiður, eiga
Torfa. 4) Hans Pétur, fram-
kvæmdastjóri, f. 1957. Hans Pétur
og kona hans, Alda Björk Sigurð-
ardóttir skrifstofumaður, eiga
Pétur og Kristínu. 5) Guðrún Mar-
grét, eðlisfræðingur, f. 1963. Ein-
ar Örn Benediktsson, fjölmiðla-
fræðingur, var fyrri maður
Guðrúnar. Guðrún og maður
hennar, Hörður Ragnarsson verk-
fræðingur, eiga Unu og Ragnar.
Drífa er dóttir Harðar. Salma
María er dóttir Drífu og Faisals
Mahmood.
Útför Lilju fer fram frá Dóm-
kirkjunni í dag, 1. júlí, kl. 15.
Meira: mbl.is/minningar
Egilsstaðahéraði, var
kandídat á Landspít-
alanum og fékk
lækningaleyfi 1953.
Eftir það vann hún
sem húsmóðir og
uppalandi þangað til
hún fór að kenna líf-
færa- og lífeðlisfræði
í Fóstruskólanum og
síðar Hjúkrunarskóla
Íslands frá 1972 til
1984. Lilja lagði alúð
við kennsluna og
hafði brennandi
áhuga á faginu.
Maður Lilju var Jón Sigurðsson,
bifreiðastjóri (1920–1990). Þau
giftu sig á afmælisdegi hennar
1949. Foreldrar Jóns voru Sig-
urður Steindórsson (1884–1957),
bóndi á Miðhúsum í Eiðaþinghá,
og kona hans Guðný Jónsdóttir
(1893–1963), húsfreyja. Börn Lilju
og Jóns eru: 1) Birna, læknir, f.
1950. Birna og fyrri maður henn-
ar, Sigurður Samúel Sigurðsson
læknir, eiga Jón Örn og Lúvísu.
Börn Jóns Arnar eru Garðar
Smári, Sindri Þór, Kolbrá Sól,
Ómar Gísli, Alexander og Birna.
Björn Máni og Dagur Freyr eru
synir Lúvísu og manns hennar
Hafliða Ingibergs Árnasonar.
Guðbjörg Helga er dóttir Hafliða.
Birna og maður hennar, Jóhann
Það er oft einhver heimsborgara-
bragur sem mér finnst svo heillandi
yfir vel menntuðum konum sem
fæddar eru á fyrri hluta síðustu ald-
ar. Lilja María Petersen tengdamóð-
ir mín var ein þessara kvenna. Lítil
og nett, beinvaxin með fallegar
hreyfingar. Hún var vel lesin og al-
veg fram á síðustu stundu fylgdist
hún með nýjum bíómyndum og vildi
helst sjá sem flestar myndir á kvik-
myndahátíðum. Hún fylgdist með
myndlist og hönnun. Hún var smekk-
manneskja og það var klassi yfir
henni.
Hún var læknir og kenndi lengi í
Hjúkrunarskólanum. Ég vissi að hún
hafði gaman af að kenna og fannst
anatómía skemmtileg en ég vissi ekki
hvað hún hafði verið vinsæl fyrr en ég
lá á meðgöngudeildinni á Landspít-
alanum og hjúkrunarfræðingarnir
fengu að vita að Lilja væri tengda-
mamma mín.
Það var ánægulegt að drekka með
henni te, ræða um menn og málefni
eða bókmenntir og listir, fara með
henni á myndlistarsýningar, skoða
Róm eða kaupa með henni sumar-
blóm.
Hún hélt reisn sinni og karakter
fram á síðasta dag. Hún var farin að
tala um að nú færi að styttast í þetta
hjá henni, hún hefði átt góða ævi og
hún væri orðin alveg sátt við að fara.
Við hlógum að því þegar ég benti
henni á það að það væri gott því það
væri vafamál hvort hún yrði nokkuð
spurð.
Dagný Guðmundsdóttir.
Fyrir rúmum 30 árum kynntist ég
ákaflega ljúfri og góðri konu, þessi
kona var hún Lilja tengdamóðir mín,
sem ég kveð með miklum söknuði hér
í dag. Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Enginn sleppur við áföll í þessu lífi
og oft er eins og þau úr manni hjartað
rífi.
En ef þú heldur í hamingjuna fast
hún þig eigi yfirgefur þar sem þú dast,
með aðstoð hennar aftur upp þig reisir
og ótrúlegustu vandamál þannig leysir.
x
Víst er gleðin sorgarinnar systir
þær sækja okkur heim og önnur gistir
0g skyldleika þeirra mikilvægt er að
muna
svo megni ei sorgin að heltaka tilveruna.
Því eins og ég sagði öll við ýmislegt reyn-
um,
alls staðar eru götur þaktar steinum.
(Unnur Sólrún Bragadóttir.)
Hvíl í friði kæra Lilja.
Alda Björk.
Frá því við munum eftir þá hafa
föstudagar ávallt verið pabbapizzu-
dagar á okkar heimili og var amma
Lilja oftast með okkur. Ef einhver
átti leið framhjá Mávahlíðinni
snemma kom hún fyrr til okkar og
fékk sér lúr hvar svo sem hún settist
niður. Svo var borðuð pizza og horft á
það sem sjónvarpið bauð upp á, hvort
sem það var þrælspennandi spurn-
ingakeppni, þar sem hún gat sífellt
komið okkur á óvart með ýmsum
svörum, eða ekki eins þrælspennandi
Disney-fjölskyldumynd. Þá var auð-
velt að sjá á henni að það var kominn
tími til að bjóða henni far heim í
Mávahlíðina, því ef maður var ekki
nógu snöggur var komin ósk um að
hringja eftir Hreyfilsmanni. Þá
bauðst maður til að keyra hana heim
og var heimferðin alltaf skemmtileg,
því henni fylgdu allskyns sögur og
kennslustundir.
Þegar við vorum yngri voru mat-
arboðin oftar í Mávahlíðinni en í Ár-
bænum. Munum við eftir helgar-
pakkasteikum sem amma galdraði
fram og því hversu gáttuð hún var á
því að við gengum frá eftir okkur. Á
síðari árum voru boðin oftar í Árbæn-
um og nú síðast einnig í Laugarnes-
inu. Það var þó ekki alltaf bara boðið
upp á pizzu því ýmsar tilraunir voru
gerðar í eldhúsinu. Sama hvað ömmu
var boðið upp á, hikaði hún ekki við
að fá sér þó svo margir miklu yngri
myndu varla leggja sér slíkt nýald-
arfæði til munns.
Amma okkar hafði mjög þægilega
nærveru hvort sem það var í þögn
eða spjalli. Þá var umræðuefnið aldr-
ei einsleitt, það gat verið málefni líð-
andi dags, það sem var í gangi hjá
okkur systkinunum eða sögur frá
hennar yngri árum ásamt almennu
slúðri. Amma var aldrei feimin við að
segja það sem henni fannst og gat þá
verið heldur beinskeytt. Hver á að
segja manni núna hvort maður hafi
bætt á sig eða að maður sé orðinn að
engu? Álit ömmu skipti alltaf miklu
máli og var það oft lokadómur hennar
á nýja hárgreiðslu, kjól eða prjóna-
skap sem skar úr um hvort tekist
hefði nógu vel til.
Ömmu okkar munum við sakna
sárt og föstudagar verða aldrei samir
án hennar. Við erum þakklát fyrir all-
ar þær stundir sem við höfum átt
með henni.
Pétur og Kristín Hansbörn.
„Það eru löngu dauðir í okkur allir
hitapunktar.“ Þetta sagði amma við
mig, 11 ára snáða, þegar ég lýsti
undrun minni á því að þau afi gætu
borðað hádegismatinn, hann væri svo
heitur. Svona var hún amma, það var
ávallt stutt í grínið hjá henni og yf-
irleitt var það á eigin kostnað. Stund-
um fylgdi með lítið „he, he“.
Þessu hélt hún fram á síðustu
stund. Fáeinum vikum fyrir andlátið
hitti ég hana og var hún þá með
stærðarinnar glóðarauga eftir að
hafa dottið illa. Snerust samræðurn-
ar mestmegnis um það að hún gerði
grín að eigin aðstæðum.
En það var fleira en húmorinn sem
tengdi okkur ömmu; við höfðum bæði
mjög gaman af ævintýrum og að spila
á spil. Amma var reyndar ekki sami
keppnismaðurinn og ég þegar kom
að spilunum, hún leyfði snáðanum
iðulega að svindla til sigurs.
Grimms-ævintýrin las hún fyrir
svefninn þegar ég fékk að gista hjá
þeim afa. Þrátt fyrir að hafa mjög
gaman af ævintýrunum sem slíkum,
held ég að við höfum bæði haft
lúmskt gaman af því hvað þau gátu
verið absúrd stundum. Í einni sög-
unni, t.d., leika söguhetjurnar ein-
hvern herra Korbes ansi grátt og
valda að lokum dauða hans. Er þá
bætt við neðanmáls: „En þess má
geta að herra Korbes var vondur
maður.“ Þetta fannst okkur ömmu
fyndið.
Nú er hún amma horfin á vit nýrra
ævintýra. En hún hverfur aldrei úr
hugum okkar sem minnumst hennar.
Við þökkum fyrir að hafa kynnst
henni.
Torfi Leósson.
Það er mjög mismunandi hve vel
maður þekkir ömmur sínar og afa.
Ég var svo heppinn að fá að kynnast
Lilju ömmu minni mjög vel og taka
þátt í hluta af hennar ævi. Ég bjó hjá
henni í Mávahlíðinni í 7 ár, frá því ég
var 17 til 24 ára. Þetta voru viðburða-
rík ár hjá mér, ég útskrifaðist fyrst
úr menntaskóla og svo úr háskóla.
Eftir það var kominn tími til að upp-
lifa ævintýri í útlöndum og ég flutti til
Glasgow.
Árin hjá ömmu voru mjög góð. Ég
var henni innan handar með ýmislegt
og oftar en ekki skutlaði ég henni út
um allan bæ og jafnvel út fyrir bæ-
inn. Hún hafði nefnilega mikið fyrir
stafni, var meðal annars upptekin við
að spila bridds, hitta vinkonur og fara
í leikhús. Sjálfur var ég í skákinni og
fótbolta þannig að það má segja að
hvort okkar hafi haft sín áhugamál.
Við horfðum ekki mikið saman á
sjónvarp því að ég hafði lítinn áhuga
á öðru en sportinu. Hins vegar deild-
um við áhuga á góðum breskum þátt-
um og sjónvarpsmyndum. „Vitlaus-
ar“ amerískar vellur voru ekki á
áhugalistanum.
Einnig á ég sérstaklega góðar
minningar frá því þegar ég keyrði
hringveginn með ömmu og afa þegar
ég var 12 ára. Við tókum Austurland-
ið þá sérstaklega vel fyrir enda afi
ættaður þaðan og alinn upp. Mjög
stoltur var ég þegar við fórum saman
Lilja M. Petersen
✝ Ragnar Einarssonfæddist í Vik í
Mýrdal 19. febrúar
1920. Hann andaðist í
í Reykjavík 25. júní
2009.
Foreldrar hans
voru Einar Stef-
ánsson búfræðingur
frá Vík og Bergþóra
Jónsdóttir karl-
manna-
fatasaumakona af
Kjalarnesi.
Ragnar kvæntist 6.
febrúar 1955 Stein-
unni Guðbjörnsdóttur, f. 12. nóv-
ember 1921. Sonur
þeirra er Einar, f. 4.
október 1960.
Ragnar gekk í
Gagnfræðaskóla
Reykvíkinga og síðan
í Iðnskólann í Reykja-
vík þar sem hann
lærði rafvirkjun.
Hann starfaði lengst
af hjá Vélasjóði og
síðan Vegagerðinni
þegar Vélasjóður
lagðist af.
Útför Ragnars fer
fram frá Bústaða-
kirkju í dag, 1. júlí, kl. 11.
Í dag fer fram útför Ragnars Ein-
arssonar. Hann var giftur Steinunni
Guðbjörnsdóttur móðursystur minni
og mér talsvert náinn. Mikill sam-
gangur var á milli heimila okkar og
sem krakki las ég stóran hluta af
bókasafni þeirra, allt frá 1001 nótt yfir
í 1984 eftir Orwell. Svo gaf hann mér
Britannicu þegar hann uppfærði hana
hjá sér. Ragnar var rafvirki að mennt
en sjálfmenntaður langt umfram það.
Og minnugur með afbrigðum á það
sem hann las.
Þau hjón höfðu mikið yndi af ferða-
lögum um Ísland. Ragnar vann lengi
við Vélasjóð, sem starfaði að fram-
ræslu og ræktun um allt land. Hlut-
verk hans var að sjá um vélakost og
útvegun varahluta. Því fylgdu tals-
verðar ferðir víða um land. Um 1960
komu þau sér upp ágætum ferðabíl,
Dodge Weapon, og þá hófst nýtt tíma-
bil landskoðunar, þar sem hin fá-
farnari svæði landsins voru könnuð.
Árlegar heimsóknir til vinafólks á
Hornafirði, fyrir tíma hringvegar,
voru ekki alveg einfalt mál. Steinka
var úr Borgarfirðinum og því ófáar
ferðirnar þangað. Þar var ég í sveit.
Ég minnist ferðar í Surtshelli um 1961
með Ragnari og Oddi bónda á Rauðs-
gili. Ég fékk að sitja frammí með
þeim. Tíu ára. Pallhúsið ekki komið á.
Ragnar var mikill áhugamaður um
flug. Hann var félagi í Svifflugfélaginu
og stundaði það á Sandskeiðinu. Einar
sonur hans hefur fetað í þau spor og er
stjórnarmaður í sama félagi. Ragnar
var stofnfélagi í Loftleiðum og félagi
þar allt til hinna hraklegu loka á síð-
asta ári. Þau endalok voru honum sár.
Hann var líka áhugamaður um list-
ir. Mínar fyrstu ferðir á málverkasýn-
ingar voru með honum. Hann var
fljótur að bregða við þegar ég bauð
honum að skoða myndir með mér. Síð-
ast fórum við á málverkauppboð sam-
an fyrir síðustu jól. Hann þekkti
marga okkar þekktustu listamenn
persónulega og sagði skemmtilegar
sögur af þeim.
Það má heita eitt af einkennum
Ragnars hve ólatur hann var að miðla
af fróðleik sínum. Ég minnist ferðar
með Land Rover mönnum sem við
fórum þrír saman og Ragnar, sem
þekkti hvern stað á leiðinni, miðlaði
óspart af þekkingu sinni. Þá varð fé-
laga mínum að orði: „Það eru meiri
ósköpin sem þessi maður veit“. Hann
hafði gaman af slarksömum jeppa-
ferðum og ég minnist einnar þeirra,
upp í Þakgil og slóðann upp í Mýrdals-
jökul þar uppaf. Þetta var 2004 og
hann 84 ára gamall. Við komumst góð-
an spöl inn á jökulinn, gangandi, það-
an sem bílarnir gáfust upp. Hugurinn
ódrepandi þótt hann þyrfti að stoppa
til að taka hjartapillur af og til.
Hann var ættaður frá Vík í Mýrdal,
var í sveit í Skammadal og horfði á
Graf Zeppelin fljúga yfir plássið árið
1931. Faðir hans var Einar búfræð-
ingur og afinn Stefán Gísalon læknir í
Vík.
Hann vildi fá mig í aðra ferð á
Höfðabrekkuafréttinn, sem mér sýnd-
ist verða sýnu svaðalegri, til að kanna
leiðir þar efra. Ég þorði ekki að fara
það, aðallega hans vegna. Vonandi
kannar hann þær leiðir nú frá öðru
sjónarhorni, skýr og athugull sem
endra nær.
Snorri Tómasson
Ragnar Einarsson
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
sonur, bróðir, mágur og afi,
HJALTI HEIMIR PÉTURSSON,
Hringbraut 136b,
Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn
28. júní.
Jarðarförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju
miðvikudaginn 8. júlí kl. 13.00.
Guðný Adolfsdóttir,
Hulda Klara R. Hjaltadóttir, Jóhann Helgi Eiðsson,
Þóra Kristín Hjaltadóttir, Davíð Fannar Bergþórsson,
Ásthildur Margrét Hjaltadóttir, Carmen Lena Ribas,
Ómar Þröstur Hjaltason, Katrín Arndís Magneudóttir,
Pétur Friðrik Hjaltason, Kristín Gunnlaugsdóttir,
Gunnlaugur Þór Hauksson, Ólavía Lúðvíksdóttir,
og barnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður, faðir, afi og langafi,
GÍSLI SIGURBERGUR GÍSLASON
hafnarstjóri,
Neskaupstað,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað
fimmtudaginn 25. júní.
Útförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju fimmtudaginn
2. júlí kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans
er bent á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað og líknarfélög.
Guðrún María Jóhannsdóttir,
Jóhann Pétur Gíslason, Sigríður Þorgeirsdóttir,
Gísli Gíslason, Bergrós Guðmundsdóttir,
Guðmundur Rafnkell Gíslason, Guðrún Smáradóttir,
Heimir Berg Gíslason, Sólrún Hansdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.