Morgunblaðið - 01.07.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.07.2009, Blaðsíða 8
Morgunblaðið/Golli Matarpokarnir Í hverri viku hafa hjálparsamtök afhent þurfandi mat og stöðugt fjölgar pokunum í hillunum. FRÉTTASKÝRING Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is ALLS staðar hafa þeir sömu sögu að segja. Starfsmenn hérlendra hjálpar- samtaka vitna um gríðarlega aukn- ingu í beiðnum um aðstoð með mat, lyf, lækniskostnað, fatnað og aðrar þarfir, t.d. er varða skólagöngu barna. Mest áberandi er aukningin í hópi erlendra verkamanna, sem eiga hvergi höfði að halla eða kunna ein- faldlega ekki á kerfið. Þeim fjölgar þó einnig „venjulegu fjölskyldunum“ sem í fyrsta sinn leita eftir aðstoð, sem þær héldu að þær myndu aldrei þurfa á að halda. Mest er ásóknin í mat. Þau hjálp- arsamtök sem eru með matarúthlut- anir hafa öll orðið áþreifanlega vör við það. Fyrir ári eða svo leituðu um 200 manns vikulega til Mæðrastyrks- nefndar eftir mataraðstoð en núna koma að jafnaði 400-500 manns í hverri viku. „Og þessar tölur má auð- veldlega margfalda með 2,4-2,6 því það eru svo margir á bak við hverja heimsókn,“ segir Ragnhildur Guð- mundsdóttur, formaður stjórnar Mæðrastyrksnefndar. „Fjölgunin var gríðarlega mikil, mest í hópi út- lendinga, en einnig hjá öryrkjum, eldri borgurum og yngra fólki – það er sérstakt áhyggjuefni hversu margar ungar mæður eru illa stadd- ar.“ Svipaða sögu hefur Fjölskyldu- hjálp Íslands að segja. Þar þáðu 150 fjölskyldur mataraðstoð í viku fyrir um ári en fyrir sumarfrí voru þær orðnar 300 í viku hverri. Formað- urinn, Ásgerður Jóna Flosadóttir, segir að ef ekki væri stýring á kom- um færu þær auðveldlega upp í 500. Hjá Hjálparstarfi kirkjunnar tala menn um „stjarnfræðilega aukningu“ í aðsókn, en þar er aðstoðin af ýmsum toga. „Það er langmest sótt í matinn, en við erum einnig með félagsráð- gjafa sem veita ráðgjöf og eins veit- um við aðstoð vegna lyfjakaupa, lækniskostnaðar og vegna barna, t.d. við skólabyrjun,“ segir Vilborg Odds- dóttir félagsráðgjafi. Í stað 160 fjöl- skyldna í mánuði áður sinnir Hjálp- arstarfið allt að 900 fjölskyldum mánaðarlega að hennar sögn. „Allir þessir nýju koma vegna þess að þeir eru búnir að missa vinnu.“ Og „venju- legt fjölskyldufólk“ er farið að banka upp á í ríkari mæli en áður. „Þá er það oftast af því að eitthvað sérstakt hefur gerst og það á t.d. ekki fyrir lyfjum. Það vonar þá oft að það þurfi bara að leita til okkar í þetta eina skipti.“ Reiðin víkur fyrir sorg Þeir atvinnulausu leita líka í ríkum mæli í Rauðakrosshúsið, sem veitir stuðning, s.s. í formi námskeiða, af- þreyingar, ráðgjafar, sálfræðihjálpar og félagsskapar. Þegar húsið var opnað í mars sóttu þangað um 50 manns vikulega að sögn Sólveigar Ólafsdóttur upplýsingafulltrúa, en nú koma um 300 gestir í hverri viku. „Þetta úrræði er eiginlega beint framhald af hjálparsímanum okkar, 1717,“ segir hún. „Strax í október varð bara sprengja í aðsókn í hann eða um 40% aukning sem fór upp í 50% miðað við árið á undan.“ Rauði krossinn er einnig með fata- úthlutun, en að sögn Sólveigar hefur hún haldist nokkuð stöðug í vetur. Hins vegar hefur sala á notuðum fatnaði í verslunum Rauða krossins aukist um 20% í vetur, en á sama tíma hafa fatagjafir almennings dregist saman um 30-40%. Misjafnlega hefur gengið hjá öðr- um samtökum að afla fanga fyrir hjálparstarfið. Ragnhildur segir fyr- irtæki og ekki síður einstaklinga dug- lega að styðja við bakið á starfsemi Mæðrastyrksnefndar. „Það hefur t.d. aukist að fyrirtæki gefi okkur stórar matargjafir. Allar peningagjafir til okkar fara svo í matarkaup á góðum kjörum.“ Ásgerður segir Fjölskyldu- hjálpina hafa fundið fyrir að fyrirtæki séu ekki jafn aflögufær og áður og því hafa samtökin ráðist í landssöfnun með því að selja Íslandsmerkið svo- kallaða. Ágóðinn rennur svo allur í matarsjóð samtakanna. Flestir eru viðmælendurnir sam- mála um að útlit sé fyrir enn meiri að- sókn eftir hjálp í haust og í vetur, með auknu atvinnuleysi og hækkandi neyslusköttum sem muni leggjast harðast á þá lægst launuðu. En við- horfið hefur svolítið breyst síðastliðið ár, eins og Vilborg lýsir. „Það var meiri reiði síðasta haust. En núna finnst mér fólk bara sorgmætt.“ Margfalt fleiri þurfa mataraðstoð  Fjölgun í öllum hópum  Ungar mæður sérstaklega illa staddar  „Venjulegar fjölskyldur“ leita eftir aðstoð í fyrsta sinn  Misvel gengur að afla fanga fyrir hjálparstarfið  Búist við meiri aukningu í haust 8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2009 Menntunarsjóður Félags heyrnarlausra Umsóknir um styrki Stjórn Menntunarsjóðs Félags heyrnarlausra auglýsir eftir um- sóknum um styrki úr sjóðnum. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að menntun heyrnarlausra, daufblindra og heyrnarskertra, formlegrar og óformlegrar sem og starfsþjálfunar. Skilyrði fyrir styrkveitingu úr sjóðnum er að viðkomandi sé full- gildur félagsmaður í Félagi heyrnarlausra. Upplýsingar um sjóðinn ásamt umsóknareyðublöðum fást á heimasíðu félagsins: http://deaf.is/Forsida/Umfe- lagid/Sjodir/Menntunarsjodur/ Umsóknir um styrki úr sjóðnum ásamt ítarlegum upplýsingum um umsækjendur og væntanlegt nám, ber að senda til stjórn- ar Menntunarsjóðs Félags heyrnarlausra, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst 2009. Fjölgun þeirra sem óska eftir aðstoð er mest áberandi í hópi útlendinga, eru þær Ragnheiður, Ásgerður Jóna og Vilborg sammála um. „Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og eru margir hverjir mjög illa settir. Við höfum haft pólskumælandi dyravörð og manneskju á einni tölvunni hjá okkur til að bregðast við þessu,“ segir Ásgerður. Ragnhildur segir að á tímabili hafi þessi hópur verið í algjörum meirihluta skjólstæðinga og Vilborg segir að erlendir farandverkamenn hafi komið „eins og holskefla“ yfir hjálparsamtök í vetur. „Margir þeirra héldu jafnvel að þetta væri bara hluti af því að vera á atvinnuleysisbótum en undanfarið höfum við reynt að útskýra fyrir þeim út á hvað kerfið gengur – að þeir eigi ekki að koma nema þeir eigi hreinlega ekki fyrir mat. Þannig að sá hópur er að minnka og við erum að ná betri tökum á þessu.“ Erlendir farandverkamenn „eins og holskefla“ Sprenging hefur orðið í ásókn í aðstoð hjálparsamtaka. Engu að síður búast flest þeirra við frek- ari aukningu í haust og næsta vetur með auknu atvinnuleysi og hækkandi neyslusköttum. Í HNOTSKURN »Nú eru sumarfrí hjáMæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpinni sem báðar verða opnaðar á ný 12. ágúst. »Lokað verður vikurnarfyrir og eftir verslunar- mannahelgi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. »Fataúthlutun Rauða kross-ins er lokuð 15.-29. júlí. Stjarnfræðileg aukning www.mbl.is/sjonvarp mbl.is | SJÓNVARP SIGRÍÐUR Thorla- cius, félagsmála- frömuður og þýðandi, lést mánudaginn 29. júní síðastliðinn, 95 ára að aldri. Sigríður var fædd 13. nóvember 1913 að Völlum í Svarfaðadal. Foreldrar hennar voru Sólveig Péturs- dóttir Eggerz og séra Stefán Baldvin Krist- insson. Sigríður lauk prófi frá Samvinnuskól- anum árið 1932 og vann við ýmis verslunarstörf árin 1933-1937. Hún starfaði hjá Tryggingastofnun ríkisins frá árinu 1937 til ársins 1942 og var jafnframt þingskrifari auk þess sem hún starfaði á skrifstofu Al- þingis. Sigríður hóf störf sem blaða- maður á Tímanum árið 1956 og sinnti jafnframt ýmsum öðrum rit- störfum. Hún var afkastamikill þýðandi og vann að gerð útvarps- þátta. Hún hafði meðal annars umsjón með þættinum „Við sem heima sitjum“ í útvarpi árin 1962- 1964. Hún skrifaði einnig Ferða- bók árið 1962 ásamt eiginmanni sínum. Þá þýddi hún barnabókina Æv- intýraeyjuna og sex aðrar í sama flokki auk margra annarra bóka sem urðu mjög vin- sælar. Sigríður var vara- maður í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir Framsóknarflokkinn og átti sæti í fræðslu- og félagsmálaráði. Hún var í fulltrúaráði Framsóknarfélaganna í Reykjavík og sat í miðstjórn Framsókn- arflokksins. Hún sat ennfremur í blað- stjórn Tímans. Sigríður var for- maður Kvenfélaga- sambands Íslands um 8 ára skeið og formaður Nordens husmorfor- bund 1975 til 1980. Hún var einnig ritstjóri tímaritsins Húsfreyjunnar um árabil. Sigríður var gerð að heið- ursfélaga í Kvenfélagasambandi Íslands 19. apríl árið 1980 og einn- ig að heiðursfélaga í Styrkt- arfélagi vangefinna 5. ágúst 1993. Hún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 1971 og stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 1979. Riddarakross Dannebrogs- orðunnar hlaut hún 4. júli 1973. Sigríður giftist Birgi Thorlacius, ráðuneytisstjóra í forsætis- og menntamálaráðuneytinu, í maí ár- ið 1939. Birgir lést í október árið 2001. Andlát Sigríður Thorlacius RÍKISSTJÓRNIN hefur nú afgreitt 32 af 48 málum sem eru á 100 daga lista hennar á þeim 50 dögum sem liðnir eru frá því hún hófst handa, segir í tilkynningu frá stjórninni. Á listanum eru mál sem teljast til bráðaaðgerða í efnahags-, atvinnu- og bankamálum, mál sem varða framtíðarhag, svo sem stefna í rík- isfjármálum til 2013, mótun nýrrar orkustefnu, uppbygging sókn- aráætlana fyrir alla landshluta og ný náttúruverndaráætlun. Þau 16 mál sem eftir standa eru í und- irbúningi eða langt komin í vinnslu. Þar má nefna samninga vegna er- lendra eigenda krónubréfa, óaf- greidd mál í bankakerfinu og mál er varða skuldastöðu heimilanna. 32 mál eru afgreidd HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef- ur dæmt karl og konu á þrítugs- aldri fyrir fjársvik og skjalafals, karlmanninn í 2 mánaða skilorðs- bundið fangelsi og konuna í mán- aðar skilorðsbundið fangelsi. Mað- urinn sveik m.a. út vörur úr verslun með því að þykjast vera félagi í björgunarsveit á Suðausturlandi. Maðurinn tók m.a. tvívegis út staðsetningartæki í október og des- ember og kvittaði undir nöfn for- svarsmanna björgunarsveitar. Villti á sér heimildir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.