Morgunblaðið - 01.07.2009, Blaðsíða 14
Sóttu sjálfir um
styrki og fengu þá
Morgunblaðið/Guðmundur Rúnar
Samkeppni um styrki Starfsmaður Orf líftækni við vísindastörf.
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@mbl.is
„NOKKRIR þeirra sem sátu í Vís-
inda- og tækniráði síðastliðin þrjú
ár tóku þátt í að semja reglur og
velja áherslusvið fyrir svokallaða
markáætlun í fyrra. Þeir sóttu síðan
sjálfir um styrki og hlutu braut-
argengi í fyrsta úrtaki hjá ráðinu
sem sjálft ákvarðaði um úthlutun.
Þetta er auðvitað algjört hneyksli,“
segir Einar Steingrímsson, prófess-
or við Háskólann í Reykjavík, en
hann er einn þeirra háskólakennara
sem gagnrýnt hafa skipan forsætis-
ráðherra í nýtt Vísinda- og tækni-
ráð.
Kraumandi óánægja
Einar segir athugasemdir hóps há-
skólamanna um ófagleg vinnubrögð
gamla ráðsins til forsætisráðuneyt-
isins og menntamálaráðuneytisins í
fyrra hafa kveikt vonir í brjósti
manna um að faglega yrði staðið að
skipan í nýtt ráð.
„Það hefur verið kraumandi
óánægja meðal vísindafólks í land-
inu með hversu illa er staðið að
þessum hlutum og hún blossaði upp
nú þegar skipan nýja ráðsins var
ljós. Í því eru of margir með of litla
reynslu af því að byggja upp vís-
indastarf.“
Óstjórnleg þvæla
Það er skoðun Einars að vinnu-
brögð gamla ráðsins hafi ekki bara
verið ófagleg varðandi úthlutun,
heldur einnig mat ráðsins á tæki-
færum. „Hugmyndirnar um hvar
tækifærin lægju í nýsköpun og vís-
indum voru jafnframt óstjórnleg
þvæla. Það voru uppi hugmyndir
um alls konar svið sem þetta fólk
taldi að Ísland gæti orðið framúr-
skarandi á. Svo gleymdust öll svið
sem Íslendingar geta eitthvað á,
eins og til dæmis líftækni og upplýs-
ingatækni. Það gleymdust nánast
öll raunvísindi og grunnvísindi.“
Svokölluð markáætlun Vísinda-
og tækniráðs markar tímamót í ís-
lensku vísindasamfélagi, að sögn
Einars. „Til stóð að úthluta allt að
milljarði króna á sjö árum og nú
hefur verið úthlutað einu sinni.
Þetta er umtalsverður hluti þess
fjár sem samkeppnissjóðir undir
ráðinu hafa yfir að ráða. Í um-
ræddri markáætlun var hvorki til að
dreifa faglegu mati með skipan fag-
ráðs né heldur voru matsmennirnir
óháðir í fyrsta úrtaki.“
Sátu í ráðinu og fengu styrk
Hann segir að í starfshópnum sem
valdi 10 umsóknir af 82 hafi verið
fólk með afar takmarkaðan vísinda-
feril, fyrir utan formann starfshóps-
ins, sé miðað við hefðbundna alþjóð-
lega mælikvarða á vísindastörf.
,,Af þeim 10 umsóknum sem kom-
ust gegnum forvalið virðast afar fá-
ar vera frá því vísindafólki á Íslandi
sem fremst stendur á alþjóðavett-
vangi. Matís, fyrirtæki sem aðallega
stundar þjónusturannsóknir, var
með í fimm af þeim 10 umsóknum
sem valdar voru úr en forstjóri þess
fyrirtækis sat í Vísinda- og tækni-
ráði. Þessar umsóknir komust þó
ekki í gegn á endanum nema ein þar
sem forstjóri Matís var meðum-
sækjandi.“
Að sögn Einars var verkefnis-
stjóri eins verkefnisins sem fékk út-
hlutun í markáætluninni varamaður
í Vísinda- og tækniráðinu 2006 til
2009 þegar úthlutun fór fram.
„Tveir meðumsækjendur í öðru
verkefni sem fékk styrk sátu í
ráðinu á þessum tíma.“
Eðlileg seta?
Einar vill ekki nefna með nafni þá
fulltrúa í nýju Vísinda- og tækniráði
sem hann telur ekki vera með næg-
an vísindaferil að baki en tekur eft-
irfarandi fram: „Það er ekki hægt
að gera neinar athugasemdir við
vísindaferil Þorsteins Inga Sigfús-
sonar prófessors sem er forstjóri
Nýsköpunarmiðstöðvar. Það má
hins vegar spyrja hvort það sé eðli-
legt að forstjóri þessarar stofnunar
sem sækir mikið um styrki í þá sjóði
sem Vísinda- og tækniráð ræður yf-
ir sitji í þessu ráði.“
Tilnefndir af samstarfs-
nefnd háskólastigsins:
Ari Kristinn Jónsson, for-
seti tölvunarfræðideildar HR.
Doktorspróf 1997.
Inga Þórsdóttir, prófessor
við matvæla- og næring-
arfræðideild HÍ. Doktorspróf
1989.
Sigríður Halldórsdóttir,
prófessor við heilbrigðisdeild
HA. Doktorspróf 1996.
Stefán Halldórsson, pró-
fessor á félagsvísindasviði
HÍ. Doktorspróf 1982.
Tilnefndir af ASÍ:
Stefán Úlfarsson, hagfræð-
ingur hjá ASÍ.
Þórunn S. Jónsdóttir raf-
eindavirki. Starfar á tækni-
deild Landspítala. Hefur
starfað um árabil í hátækni-
iðnaði og nýsköpunarfyr-
irtækjum.
Tilnefndir af SA:
Hilmar Bragi Janusson,
framkvæmdastjóri rann-
sókna- og þróunarsviðs Öss-
urar. Doktorspróf 1994.
Pétur Reimarsson, for-
stöðumaður stefnumótunar-
og samskiptasviðs SA. Dokt-
orspróf 1979.
Tilnefndir af ráðherrum:
Guðrún Nordal, prófessor
á hugvísindasviði HÍ. Dokt-
orspróf 1988.
Þorsteinn Ingi Sigfússon,
prófessor við raunvís-
indadeild HÍ og for-
stöðumaður Nýsköp-
unarmiðstöðvar. Doktorspróf
1982.
Guðrún Þóra Gunn-
arsdóttir, lektor og deild-
arstjóri ferðamálabrautar
Hólaskóla.
Sveinn Margeirsson, sviðs-
stjóri hjá Matís. Doktorspróf
2008.
Unnur Þorsteinsdóttir, líf-
fræðingur hjá Íslenskri erfða-
greiningu. Doktorspróf 1997.
Kristín Svavarsdóttir, sér-
fræðingur hjá Landgræðslu
ríkisins. Doktorspróf 1995.
Skipuð án tilnefningar:
Dagný Halldórsdóttir, verk-
fræðingur og aðstoðar-
framkvæmdastjóri Neyðarlín-
unnar.
Jón Bragi Bjarnason, pró-
fessor við raunvísindadeild
HÍ. Doktorspróf 1977.
Nýtt Vísindaráð
Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur
gag@mbl.is
„ÉG TRÚI ekki að stjórnvöld geti hafnað
300 störfum sem snúast að verulegu leyti um
það að selja þekkingu okkar til nágranna
okkar,“ segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, for-
maður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Hún ásamt fomanni Læknafélags Íslands og
framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífisins
(SA) undrast að heilbrigðisráðherra taki
ekki jákvæðar í hugmyndir Salt Investments
um að það leigi vannýttar skurðstofur á
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Salt Investments vill í samstarfi við nor-
ræna heilbrigðisfyrirtækið Nordhus Medical
gera þar aðgerðir á sjúklingum sem hafa
setið á biðlistum norskra og sænskra yf-
irvalda í meira en 90 daga. Heilbrigðisráð-
herra hefur tjáð að hann taki enga ákvörðun
í málinu fyrr en 15. ágúst.
María Bragadóttir, framkvæmdastjóri
deildarinnar Salt Health, segir að taki heil-
brigðisráðherra jákvætt í erindi þeirra í
ágúst verði hægt að hefja markaðssetningu
erlendis tíu dögum síðar. Verði það neikvætt
þurfi þau að skoða varaáætlanir sínar.
Elsa segir gott tækifæri leynast í hug-
mynd Salt og Nordhus því hún óttist að við
niðurskurðinn í heilbrigðiskerfinu missi
landsmenn þekkingu úr landi. Þónokkur er-
indi berist félaginu í hverri viku þar sem
hjúkrunarfræðingar leiti eftir aðstoð við að
komast til starfa erlendis. Þá séu þeir hjúkr-
unarfræðingar sem útskrifuðust síðast nær
allir lausráðnir yfir sumartímann. „Og ég
hef áhyggjur af þeim sem munu á næstu
misserum brautskrást. Þeir fá kannski ekki
vinnu og eru með há námslán. Þeir hljóta að
leita þangað sem vinnu er að fá.“ Hverfi
hjúkrunarfræðingarnir af landi brott verði
þekkingin ekki auðveldlega byggð upp þegar
fari að létta til í efnahagslífinu auk þess sem
nýjasta þekkingin hverfi fyrst.
Vilhjálmur Egilsson hjá SA segir aðilum
sem vilji fjárfesta hér og byggja upp at-
vinnustarfsemi finnast sem sífellt sé verið að
breyta vinnubrögðum og reglum. Festu
vanti í hvernig ákvarðanir séu teknar og
hvernig þeim sé fylgt eftir. Hann bendir á
að hugmynd Salt og Nordhus snúist ekki um
tvöfalt heilbrigðiskerfi eða aukakostnað fyrir
það íslenska heldur um að veita ákveðna
þjónustu og nýta þá aðstöðu sem sé fyrir
hendi. „Við Íslendingar höfum menntað
fjöldann allan af fólki í heilbrigðisstéttinni;
fyrst og fremst lækna og hjúkrunarfræðinga
sem síðan vinna erlendis,“ segir hann. Búið
sé að kosta menntun þess án þess að sam-
félagið njóti afrakstursins og því ákjósanlegt
að fá tækifæri til að sinna sjúklingum frá
öðrum löndum og að geta boðið þeim vinnu
við hæfi hér heima.
Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags
Íslands, segir lækna hlynnta því að svona
starfsemi sé flutt til landsins og að þeir telji
til framdráttar fyrir íslenska sjúklinga að
hér á landi sé fjölbreytt starfsemi, hvort
sem allt starfsfólk sé íslenskt eða ekki.
„Skurðstofan er þarna, húsið er þarna og
starfsfólk sem kann sitt fag og af hverju
ekki að nota það?“ Birna spyr eftir hverju sé
beðið.
Óttast um nýju þekkinguna
Formaður hjúkrunarfræðinga óttast að nýútskrifaðir félagsmenn fái ekki vinnu Hann ásamt
Læknafélaginu og Samtökum atvinnulífisins undrast að heilbrigðisráðherra taki hraðar ákvörðun
Vilhjálmur
Egilsson
Birna
Jónsdóttir
Elsa B.
Friðfinnsdóttir
14 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2009
Í DAG stendur
Íslandsdeild Am-
nesty Internat-
ional fyrir mót-
mælaaðgerðum
gegn mannrétt-
indabrotum og
umhverfisspjöll-
um sem hlotist
hafa af olíu-
vinnslu Shell í
Nígeríu. Staðið
verður fyrir farandljósmyndasýn-
ingu þar sem sjá má þessar afleið-
ingar olíuvinnslunnar við óseyrar
Nígerfljóts. Myndirnar voru teknar
á svæðinu árið 2008 af ljósmynd-
aranum Kadir van Lohuizen, fyrir
Amnesty.
„Það má segja að tilefnið sé tvö-
falt,“ segir Bryndís Bjarnadóttir,
herferðafulltrúi Íslandsdeildar Am-
nesty. „Annars vegar kom út í gær
ný skýrsla um ástandið á olíu-
vinnslusvæðum í Nígeríu. Auk þess
tekur Peter Voser við stöðu fram-
kvæmdastjóra í höfuðstöðvum Shell
í Hollandi í dag.“
Samtökin skora á Voser að hefja
nýjan kafla í starfsemi Shell, þar
sem ábyrgð og gagnsæi eru sett á
oddinn og mannréttindi virt. Am-
nesty krefst þess að Shell geri hreint
fyrir sínum dyrum og viðurkenni
áhrif olíumengunar á mannréttindi
íbúa á óseyrum Nígerfljóts. Jafn-
framt að olíumenguð svæði verði
hreinsuð að fullu og samfélög hljóti
bætur fyrir skaða af völdum olíu-
mengunar. halldorath@mbl.is
Ljósmynd/Kadir van Lohuizen
Nígería Olíumengunin hefur heilsuspill-
andi áhrif á íbúa og lífsviðurværi þeirra.
Mannrétt-
indabrot í
myndum
Mótmæla aðförum
við olíuvinnslu Shell
Bryndís
Bjarnadóttir
„Við höfum ekki lokað dyrum á nein úr-
ræði, en við hljótum að skipuleggja heil-
brigðisþjónustuna út frá hagsmunum
samfélagsins fyrst og fremst,“ segir Ög-
mundur Jónasson heilbrigðisráðherra.
Hann átti í gærmorgun fund með heil-
brigðisráðherra Noregs, Bjarne Håkon
Hansen, um möguleika á því að efla sam-
starf milli heilbrigðisstofnana í flutningi
sjúklinga landa á milli. Að fundinum lokn-
um sagði Ögmundur það vera verkefni
komandi missera og mikið svigrúm fyrir
slíkt samstarf „án þess að hleypa þar
endilega milliliðum inn í sem vilja láta eitt-
hvað renna niður í sína vasa“. una@mbl.is
Milliliðalaust samstarf
Algjört hneyksli,
segir prófessor