Morgunblaðið - 07.07.2009, Side 2

Morgunblaðið - 07.07.2009, Side 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2009 Eftir Andra Karl andri@mbl.is ORKUÖFLUN fyrir kísilverksmiðju í Helguvík er lokið. Að því gefnu að starfsleyfi fáist er gert ráð fyrir að framkvæmdir við verksmiðjuna hefj- ist í haust og taki um tuttugu mánuði. Að sögn framkvæmdastjóra Íslenska kísilfélagsins er stefnt að því að hefja framleiðslu í nóvember 2011. Fyrirtækið Icelandic Silicon Cor- poration, eða Íslenska kísilfélagið, var stofnað hér á landi 15. apríl sl. vegna áforma um kísilverksmiðjuna. Eigandi þess er danska ráðgjafarfyr- irtækið Tomahawk Development. Fyrirtækið lét gera mat á umhverfis- áhrifum framkvæmdarinnar í fyrra, en aðeins hægðist á öllu ferlinu – um sex mánuði – í haust vegna hruns bankanna. Framleiða 42 þúsund tonn á ári Fyrirtækið gerði raforkusamning við Hitaveitu Suðurnesja vegna fyrsta áfanga verkefnisins og er í honum kveðið á um að afhending ork- unnar hefjist 1. nóvember 2011. Í áfanganum er gert ráð fyrir að fram- leiða 42 þúsund tonn af 99% hreinum kísli á ári og um 16 þúsund tonn af kísilryki. Samkvæmt starfsleyfi mun verk- smiðjan hins vegar fá að framleiða 50 þúsund tonn. Til þess þarf um 130 þúsund tonn af kvartsgrjóti, um 120 þúsund tonn af kolefni og um sex hundruð gígavattstundir af rafmagni. Gert er ráð fyrir að jarðstrengur verði lagður frá Fitjum á Suð- urnesjum til Helguvíkur. „Tökum eitt skref í einu“ Í öðrum áfanga er áformað að bæta við framleiðslu á mjög hreinum kísli og kísilflögum. Lokaáfanginn er svo framleiðsla á eigin sólarrafhlöðum. „Þetta eru áformin en við tökum hins vegar bara eitt skref í einu. Ég áætla að við verðum vel komnir á veg með fyrsta skrefið áður en við stígum það næsta,“ segir Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri Íslenska kís- ilfélagsins. Forsenda þess að áform um aðra áfanga gangi upp er að tryggð verði meiri raforka. Samningaviðræður um frekari orku eru þó ekki hafnar. Í matsskýrslunni vegna umhverfis- áhrifa kemur m.a. fram að við bygg- ingu verksmiðjunnar skapist um þrjú hundruð ársverk á framkvæmdatím- anum. Í verksmiðjunni sjálfri skapist svo um níutíu ný störf. Stór hluti starfsmanna verður háskólamennt- aður auk þess sem margir iðn- aðarmenn munu fá þar vinnu. Flutningar til og frá verksmiðjunni verða fyrst og fremst um Helguvík- urhöfn og mun skipaumferð um hana aukast um 28 ferðir á ári. Umhverfisstofnun hefur boðað til kynningarfundar vegna útgáfu starfsleyfis til handa Íslenska kís- ilfélaginu. Fundurinn verður haldinn í Duushúsi í Reykjanesbæ á morgun. Hægt er að skila athugasemdum við starfsleyfið til 23. júlí. Þær skulu vera skriflegar og sendar Umhverfis- stofnun.  Orkuöflun vegna fyrsta áfanga við fyrirhugaða kísilverksmiðju í Helguvík lokið  Framleiðsla gæti hafist í nóvember 2011  Um þrjú hundruð ársverk ættu að geta skapast á framkvæmdatímanum Framkvæmdir hefjast í haust Helguvík Staðsetningin þykir henta mjög vel fyrir kísilverksmiðju. GUNNLAUGUR Júlíusson lang- hlaupari, sem á sex dögum ætlar að hlaupa til Ak- ureyrar, hyggst hlaupa vel austur fyrir Hvamms- tanga í dag. Það var á sunnudaginn sem Gunnlaugur lagði af stað í hlaupið sem er til styrktar Grensásdeildinni. Hlaupið er jafnframt minning- arhlaup um Jón H. Sigurðsson hlaupara frá Úthlíð. Gunnlaugur hljóp upp fyrir Borg- arnes á sunnudaginn og í gær upp á Holtavörðuheiði. Á morgun er ætlunin að hlaupa sem lengst inn í Langadal í áttina að Vatnsskarði. Á fimmtudag ætlar Gunnlaugur að hlaupa upp á vatnaskil á Öxna- dalsheiði og hlaupinu lýkur síðan á föstudagskvöldið á hinum nýja íþróttaleikvangi Akureyrar. Safnað er inn á reikning 0130-26- 9981, kt: 660269-5929. Austur fyrir Hvamms- tanga í dag Gunnlaugur Júlíusson TÆPLEGA fjórðungur kvenna á Ís- landi hefur verið beittur líkamlegu, andlegu eða kynferðislegu ofbeldi af maka. Skýr tengsl eru á milli ofbeld- isins og heilsufarsvandamála kvennanna, að því er niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna. Það voru Brynja Örlygsdóttir, doktor í hjúkrunarfræði, og Erla Kolbrún Svavarsdóttir, prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Ís- lands, sem stóðu að rannsókninni fyrir tveimur árum. „Það kom okkur á óvart hversu lágur meðalaldur kvennanna, sem eru þolendur ofbeldis, er. Hjá konum í sambúð er hann 35 ár en hjá giftum konum 47 ár. Það kom einnig á óvart hversu stór hópur fæst við talsvert flókin líkamleg og andleg heilsufars- vandamál vegna ofbeldisins,“ segir Erla Kolbrún. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að 18,2 pró- sent kvenna hafa orðið fyrir and- legu ofbeldi, 3,3 prósent fyrir lík- amlegu ofbeldi og 1,3 prósent fyrir kynferðislegu of- beldi. 11 prósent kvenna hræðast maka sinn og rúmlega þriðjungur segir spennu ríkja í sambandinu. „Konurnar sem kváðust vera beittar ofbeldi voru með fleiri þung- lyndiseinkenni en aðrar, þær þjáðust af átröskunarvandamálum og voru með ýmis einkenni um gigt auk þess sem þær áttu við ýmis streituein- kenni að stríða eins og kvíða og minna sjálfsálit,“ greinir Erla Kol- brún frá. Hún getur þess jafnframt að fylgni hafi verið milli ofbeldisins og áhættuhegðunar. „Þær voru til dæmis líklegri til þess að reykja, drekka, misnota lyf og jafnvel neyta eiturlyfja.“ ingibjorg@mbl.is Fjórðungur kvenna beitt- ur ofbeldi af maka sínum Erla Kolbrún Svavarsdóttir Skýr tengsl á milli ofbeldisins og heilsufarsvanda kvennanna Í HNOTSKURN »Spurningar voru sendar tilum 7.500 kvenna á aldr- inum 18 til 67 ára sem valdar voru af handahófi úr þjóðskrá. »Svör bárust frá tæplega2.800 konum. »Rannsóknin er kynnt í júlí-útgáfu ritsins Journal of Advanced Nursing. ÓTRÚLEGT má heita hve vel kona á þrítugs- aldri slapp þegar bíll hennar lenti framan á vörubifreið í Hvalfjarðargöngunum í gær. Við höggið kastaðist fólksbíllinn til um nokkra metra og þurfti að klippa hann í sundur til að ná konunni út. Hún var flutt á slysadeild en áverkar hennar reyndust ekki alvarlegir. Göngunum var hins vegar lokað fyrir umferð í þrjár klukku- stundir á meðan bílarnir voru fjarlægðir. Á RÖNGUM HELMINGI Í VEG FYRIR VÖRUBÍL Morgunblaðið/Júlíus Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Tempur – 15 ár á Íslandi Frábær afmælistilboð í júlí Te m pu r 15 ár á Ísland i Te m pur 15 ár á Ísl an d i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.