Morgunblaðið - 07.07.2009, Page 5

Morgunblaðið - 07.07.2009, Page 5
Fréttir 5INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2009 FORSETI Ís- lands, Ólafur Ragnar Gríms- son, og Dorrit Moussaieff for- setafrú tóku í gær þátt í hátíð- arhöldum í Litháen í tilefni af 1.000 ára af- mæli landsins. Forsetinn var viðstaddur hátíðarguðsþjónustu í dómkirkju höfuðborgarinnar, Viln- ius, og að því loknu flutti hann ávarp við afhjúpun minnismerkis um 1.000 ára afmæli landsins. Forsetinn tók þátt í þjóðhátíð í Litháen Ólafur Ragnar Grímsson PÓSTURINN býður nú upp á bið- póst. Þá eru almennar bréfasend- ingar geymdar fyrir þá sem ekki eru heima tímabundið. Pósturinn sendir þær sendingar, sem þá ber- ast, á umbeðið pósthús þar sem við- takandi getur nálgast þær þegar honum hentar. Mánaðargjald fyrir þjónustuna er 580 kónur. Biðpóstur TÆPLEGA þúsund búslóðir voru fluttar frá landinu fyrstu fimm mánuði ársins, samkvæmt fréttum Sjónvarpsins. Það er rúmum þriðj- ungi meira en á sama tíma í fyrra. Flestir fluttu búslóðir sínar til Nor- egs en Danmörk og Svíþjóð fylgja fast á eftir. Samkvæmt upplýsingum Eim- skips er hins vegar 40% samdráttur í búslóðaflutningum til landsins. Morgunblaðið/Ómar Á brott með búslóðir? Fleiri flytja úr landi en fyrir ári. Þúsund búslóðir fluttar úr landi VINNUSKÓLI Reykjavíkur hefur hlotið Grænfánann. Hann er al- þjóðlegt verkefni til að auka um- hverfisvernd og styrkja umhverf- isstefnu í skólum. Hver skóli sem hlotið hefur Grænfánann þarf ár- lega að bæta umhverfisstarf sitt til að halda fánanum. Um það bil 80 skólar á Íslandi eru nú með Grænfánann. Vinnuskóli Reykja- víkur fær Grænfána BÆJARRÁÐ Akraness beinir þeirri áskorun til ríkisstjórnar Ís- lands, samgönguráðherra og þing- manna Norðvesturkjördæmis, að fylgt verði eftir án tafar tillögum og hugmyndum um tvöföldun Vest- urlandsvegar á Kjalarnesi og tvö- földun Hvalfjarðarganga. Tvöföldun vega STUTT „ÞAÐ gefur augaleið að þegar 350- 400 bátar byrja að stunda sjó dag- lega, til viðbótar við það sem fyrir var verður mikið annríki í stjórn- stöðinni,“ segir Ásgrímur Ásgríms- son, yfirmaður vaktstöðvar siglinga. Eftir að strandveiðar hófust hafa mörg hundruð bátar bæst við þá um- ferð sem áður var afgreidd hjá stjórnstöðinni sem nú vaktar um 700 skip og báta daglega. Að sögn Ás- gríms komu slíkir hápunktar áður inni á milli á góðviðrisdögum en nú sé slíkur fjöldi stöðugur. Verða að velja og hafna „Við sinnum þessu en það gerir það að verkum að vaktstjórarnir þurfa að forgangsraða afgreiðslu mála og leggja sig mikið fram við að velja og hafna því, sem taka þarf fyr- ir hverju sinni.“ Ýmis verkefni lendi því aftast í forgangsröðinni, s.s. mót- taka á komutilkynningum skipa til landsins. „Eftir svona vaktatarnir eru varðstjórarnir mun þreyttari en venjulega,“ segir Ásgrímur. Hinsvegar sé ánægjulegt hversu strandveiðimenn leggi sig fram við að uppfylla öll öryggisskilyrði áður en veiðiferð hefst. Hinir nýju útgerð- armenn starfi því afar vel með Gæsl- unni. una@mbl.is Strandveiðar auka álag á Gæsluna  Mörg hundruð bátar hafa bæst við hefðbundinn fjölda á miðunum við Ísland  Varðstjórar mun þreyttari en áður  Sum verkefni fara aftast í forgangsröðina Í HNOTSKURN » Vaktstöðin vaktar nú dag-lega 7-800 báta og skip. » Í gær bárust fjögur útköllofan á önnur störf, þ. á m. eitt frá sökkvandi báti og öðr- um með reyk í vélarrými.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.