Morgunblaðið - 07.07.2009, Síða 7

Morgunblaðið - 07.07.2009, Síða 7
Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2009 Eftir Svanbjörgu H. Einarsdóttur svanbjorg@mbl.is JÓN Gunnar Benjamínsson er hreystin uppmáluð; rauðhærður, sól- brenndur og freknóttur, með sterk- lega handleggi. En fæturnir eru lam- aðir og Jón Gunnar er bundinn við hjólastól síðan hann lenti í alvarlegu bílslysi fyrir tveimur árum. Jón Gunnar er maður ævintýra og útivistar. Fram að slysinu báru fæt- urnir hann upp á ófáa fjallstindana og á þeim stóð hann keikur úti í á við veiðar eða hljóp við fót og fræddi ferðamenn um ágæti föðurlandsins. Það var stór biti að kyngja fyrir ung- an útvistarmann að lamast fyrir neð- an mitti. Frelsið fannst í fjórhjólinu Jón tók þá ákvörðun að leika á löm- unina og leita leiða til að halda áfram í ævintýrinu á fjöllum. Hann keypti sér fjórhjól sem hann hefur breytt og að- lagað sínum þörfum. Á hjólinu fer hann í lax- og gæsaveiði og á morgun leggur hann í fimm daga ferð yfir há- lendið á fjórhjólinu. Hann velur sér svo sannarlega ekki auðveldar leiðir. Ferðin hefst við Mý- vatn, með viðkomu í Öskju, síðan þræðir Jón Gæsavatnaleið yfir í Nýjadal, suður Sprengisand, línuveg að Gullfossi, yfir Lyngdalsheiðina til Þingvalla og svo er leiðin greið til Reykjavíkur. „Það væri nú kjánalegt að vera ekki svolítið kvíðinn,“ segir Jón Gunnar. „Fjórhjólið getur verið erfitt á ósléttum vegarslóðum og þarf helst viðspyrnu. Þar sem fæturnir hlýða mér ekki þarf ég að fara var- lega og beygja og sveigja efri hluta skrokksins til að draga úr höggum á bakið. En ég veit að ég get þetta!“ Jón Gunnar verður ekki einn á ferð, enda óþarfi að storka örlögunum svona í fyrstu hálendisferðinni. Í för verður sveitungi hans úr Eyjafirði, Sigfús Hreiðarsson, á sexhjóli og Ing- ólfur Stefánsson sem fylgir þeim á fjallajeppa. Úrbætur geta verið einfaldar Fötlun dregur ekki úr ferðagleði og áhuga á furðum fjallanna. Hins vegar er ekki hægt að segja að skálar og aðbúnaður á fjöllum sé hannaður með aðgengi fólks í hjólastól í huga. Á ferð sinni yfir landið ætlar Jón Gunn- ar að skoða og kanna aðgengi fyrir fatlaða í skálum hálendisins og kynna leiðir til úrbóta. „Sannleikurinn er sá að margt er hægt að lagfæra án þess að kosta miklu til. Það þarf oft bara að benda á einföldu leiðina. Mig lang- ar til að vekja fólk til umhugsunar og hvetja aðra í svipuðum sporum og ég er í til að takast á við það sem þeir hafa talið ógerlegt með öllu. Í fram- haldinu er síðan markmiðið að skipu- leggja ævintýraferðir með þarfir fatl- aðra í huga,“ segir Jón Gunnar, fatlaði ferðalangurinn á fjórhjólinu. Í tengslum við leiðangurinn verður safnað áheitum sem varið verður til að bæta aðgengi fatlaðra í Land- mannalaugum. Fyrirtækið 66°Norð- ur sem styrkir leiðangurinn hefur framleitt boli með merki leiðangurs- ins sem verða seldir í verslunum fyr- irtækisins í Hafnarfirði, Kringlunni, Smáralind og á Akureyri. Bolirnir kosta 2.000 krónur og renna 1.000 kr. af söluverði hvers bols til söfnunar- innar. Þá er hægt að styrkja verk- efnið um þúsund krónur með því að hringja í söfnunarsímann 901 5001. Leikur á lömunina Morgunblaðið/Ómar Fjórhjólaferð Jón Gunnar ásamt ferðafélaganum Ingólfi Stefánssyni og Helgu Viðarsdóttur markaðstjóra hjá 66°N  Jón Gunnar Benjamínsson leggur í erfiða ferð yfir há- lendið á fjórhjóli  Hann er lamaður fyrir neðan mitti Í HNOTSKURN »Fimm daga ferð á fjórhjólihefst á morgun, 8. júlí. »Vill blása fötluðum kjarki íbrjóst til að takast á við hið ógerlega. »Skoðar aðgengi fatlaðra ískálum á hálendinu og kynnir leiðir til úrbóta. » Safnar áheitum til aðbæta aðgengi fatlaðra í Landmannalaugum. »66°Norður selur til styrkt-ar söfnuninni boli með merki leiðangursins. »Söfnunarsími er 901 5001.»www.acrossiceland.is Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is FRAMKVÆMDASTJÓRI Lífeyr- issjóðs verslunarmanna segir ekki skilyrði að lántakendur séu komnir í vanskil áður en þeim gefst kostur á úrræðum vegna greiðsluerfiðleika. Lántakandi hefur aðra sögu að segja. Forsaga málsins er sú að mað- urinn lenti í bílslysi fyrr á árinu og vegna þess þurfti hann að greiða óvæntan kostnað, um 92 þúsund krónur, vegna sjúkrameðferðar sem hann undirgekkst í kjölfarið. Þegar hann sá fram á um næstsíðustu mán- aðarmót að eiga ekki fyrir afborg- uninni af láninu sem hann er með hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna hafði hann samband við innheimtudeild sjóðsins og óskaði eftir því að fresta tveimur til þremur afborgunum, þar sem hann ætti í tímabundnum erf- iðleikum. „Þá var mér sagt að þeir gætu ekkert gert nema ég væri kom- in í alvarleg vanskil,“ segir hann. „Eina sem hægt væri að gera væri að senda þetta ekki í frekari innheimtu, þ.e. lögfræðing, og mér var gefinn frestur til 10. júlí að borga.“ Síðan hafa dráttarvextir safnast upp á skuldinni. „Lánið hefur alltaf verið í skilum hingað til og mér finnst þetta dálítið furðuleg viðbrögð eins og ástandið er hjá mörgum um þessar mundir.“ Á ekki að þurfa að greiða dráttarvexti Guðmundur Þórhallsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs versl- unarmanna, segir margvísleg úrræði í boði fyrir þá sjóðsfélaga sem eiga í erfiðleikum með að greiða af lánum sínum hjá sjóðnum, s.s. skuldbreyt- ing, lenging lánstíma, frestun afborg- ana og jafnvel vaxta eftir atvikum og að breyta lánum í jafngreiðslulán svo eitthvað sé nefnt. Inntur eftir því hvort lántakandi þurfi að vera kominn í vanskil áður en hægt er að beita þessum úrræðum segir Guðmundur: „Það er að sjálf- sögðu ekki upplagið, heldur einmitt öfugt því við viljum komast hjá því að fólk komist í vanskil.“ Fólk eigi hik- laust að fá slíka fyrirgreiðslu án þess að fara fyrst í gegn um tímabil þar sem það greiði dráttavexti eða annan kostnað. Vanskil ekki forsenda úrræða  Lántakanda hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna sagt að ekkert væri hægt að gera meðan hann væri í skilum með lánið  Framkvæmdastjóri segir samt að vanskil séu ekki skilyrði fyrir greiðsluaðlögun Í HNOTSKURN »Útistandandi lán hjá Líf-eyrissjóði verslunarmanna voru 9.955 talsins um síðustu áramót. »Þá voru 310 lán í van-skilum eða 3,1% allra lána. »Upphæðin var hins vegaraðeins 0,08% útistandandi lánafjárhæðar. Erróverðlaun fyrir reykvísk ungmenni BORGARSTJÓRN Reykjavíkur hefur ákveðið að stofna til svokall- aðra Erróverðlauna meðal reyk- vískra ungmenna. Verðlaunin verða veitt ungmennum fyrir frumleika og leikni í listsköpun. Þau verða veitt annað hvert ár í tengslum við fyr- irhugaða barnalistahátíð. Erróverðlaununum er ætlað að vekja athygli á gildi listmenntunar í skólum, ýta undir skapandi hugsun og menningarlæsi ungmenna, jafn- framt því að stuðla að samþættingu listgreina og annarra námsgreina í skólum. Við hæfi þótti að nefna verðlaunin eftir listamanninum Erró, enda hef- ur hann hvatt til aukinnar áherslu á listsköpun barna. Erró er jafnframt verndari verðlaunanna. FRAMKVÆMDASTJÓRN Land- spítala hefur ákveðið að sameina bráðamóttöku við Hringbraut og slysa- og bráðadeild í Fossvogi í eina bráðadeild frá og með 15. mars 2010. Nýja bráðadeildin verður í Fossvogi. Jafnframt verður opnuð hjartamið- stöð við Hringbraut og verður hún opin frá mánudegi til föstudags. Sjúk- lingar sem eru til meðferðar á deild- um vegna t.d. krabbameins eða nýrnabilunar og þurfa sérfræðiaðstoð vegna óstöðugs eða versnandi ástands koma á sína heimadeild í stað bráðadeildar. Þessi breyting hefur verið til um- ræðu innan spítalans undanfarna mánuði. Ekki hefur verið full eining um breytinguna. Þannig segir í álykt- un frá hjúkrunarráði Landspítalans frá því í maí að ráðið hafi miklar áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu. Taldi ráðið verulegar líkur á að breyt- ingin skerti þjónustu við sjúklinga og stefndi öryggi ákveðinna hópa þeirra í hættu. Hjartaheill lýstu sömuleiðis yfir áhyggjum af breytingunni. Mikil framþróun Í fréttatilkynningu frá skrifstofu forstjóra LSH segir að bráðalækn- ingar og bráðahjúkrun séu fag- greinar í mikilli framþróun og í end- urbættu húsnæði í Fossvogi verði hægt að bæta þjónustu við sjúklinga enn frekar og auka öryggi þeirra. Liður í breytingunum sé endur- skoðun á öllum verkferlum og tengslum milli bráðadeildar, sér- greina og deilda spítalans. Markmiðið sé að tryggja vel skilgreinda aðkomu og skilvirka verkferla fyrir alla sjúk- lingahópa sem leita á bráðadeild. Húsnæðið verði líka endurbætt og búnaður og tæki endurnýjuð. Kostnaður við húsnæðisbreyt- ingar, þjálfun starfsfólks og und- irbúning, endurnýjun tækja og bún- aðar og flutning er talinn verða um 230 milljónir króna. Hins vegar er áætlað að með því að sameina bráða- móttökurnar náist um 100 milljóna króna árlegur sparnaður. Morgunblaðið/ÞÖK Sameinað Deildir spítalanna verða sameinaðar í mars á næsta ári. Sameina slysa- og bráðadeild Nýja bráðadeildin verður í Fossvogi „AÐSTÆÐUR voru mjög erfiðar hjá mörgum um síðustu mánaðamót og ég hef heyrt í fólki sem segir að ef þetta lagist ekki núna á næstu vikum og í síðasta lagi fyrir mán- aðamót muni það lenda í verulegum vandræðum,“ segir Ósvaldur Knud- sen, starfsmaður SPRON. Hann segir að svo virðist sem 130 starfsmenn SPRON séu staddir í einhvers konar tómarúmi eftir að þeim var tilkynnt um mánaðamótin að þeir fengju ekki lengur greidd laun á uppsagnarfresti. „Bæði viðskiptanefnd og ráðu- neytið virðast meina að þetta sé bara misskilningur í slitastjórninni og henni sé í raun heimilt að greiða laun en slitastjórnin stendur fast á sínu að hún megi ekki greiða laun, þetta er orðinn einn allsherjar sam- kvæmisleikur,“ segir Ósvaldur. Í miðjunni sitji svo starfsmenn og fái ekki launin sín greidd. Skila- boðin séu mjög misvísandi því allir aðilar virðist sammála um að ástandið sé óviðunandi mismunun, en samt þokist ekkert áfram. „Menn vísa hver á annan, en það þarf einhver að taka á sig ábyrgð- ina og bara klára þetta dæmi.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Óvissa Starfsmenn SPRON segja það mismunun að fá ekki launin. Mjög erfitt fyrir starfs- menn SPRON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.