Morgunblaðið - 07.07.2009, Side 9

Morgunblaðið - 07.07.2009, Side 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2009 Útsalan í fullum gangi www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Str. 38-56 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 Kvartbuxur frá PAS Str. 36-56 Mörg snið og litir Tískuvöruverslunin Vera Útsala n í fullu m gan gi! Tískuvöruverslunin Vera Laugavegi 49 - Sími 552 2020 Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími 568 2870 – www.friendtex.is ÚTSALA Opið mán.-fös. frá kl. 11.00-18.00 Lokað á laugardögum Mikið úrval af eldri fatnaði á 1.000, 2.000 og 3.000 kr. Síðasta vika Kaupir 2 flíkur og færð eina fría með (ódýrasta flíkin fylgir frítt með) 3 fyrir 2 Verslaðu glæsilegan fatnað þar sem gæði og þjónusta skipta máli Skoðið sýnishornin á laxdal.is SUMARÚTSALAN Í FULLU GANGI 20-70% AFSLÁTTUR @ Eftir Ólaf Bernódusson, Skagaströnd | Það er enginn kreppu-barlómur í yngsta verk- takanum á Skagaströnd. Hann færði nýlega út kvíarnar með því að festa kaup á nýju atvinnutæki og réð til sín mann í vinnu. Stefán Velemir er 15 ára gam- all og hefur undanfarin þrjú sumur tekið að sér að slá garða fyrir fólk í bænum með lítilli bensínsláttuvél. Hafa margir nýtt sér þessa þjónustu Stefáns sem hefur verið ódýr, vel unnin og áreiðanleg. Nú nýverið var orðið svo mikið að gera hjá sláttuþjónustu Stefáns að hann festi kaup á nýrri afkastamikilli 18 hestafla sláttuvél sem hann getur setið á. Þessi viðbót við sláttuvélakost fyrirtækisins gerir Stefáni líka kleift að taka að sér stærri verk eins og ýmis opin svæði í sveitar- félaginu. Til að geta annað eft- irspurn hefur Stefán ráðið til sín Róbert kunningja sinn á hrífuna. „Það munar heilmiklu fyrir mig að þurfa ekki að raka líka því þá kemst ég yfir að slá meira á hverjum degi,“ sagði þessi ungi athafnamaður sem óttast ekki að stofna fyrirtæki á krepputímum. „Það þarf alltaf að slá grasið hvort sem bankarnir fara á haus- inn eða ekki,“ bætti hann við. Færir óhræddur út kvíarnar í kreppunni Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Framtakssemi Stefán með atvinnutækið ásamt Róbert Ingvarssyni, sem sér um að koma grasinu í stóra poka, sem síðan eru fjarlægðir með kranabíl.  ÁRSÆLL Már Arnarsson hefur varið doktorsritgerð sína „Faralds- fræði flögnunarheilkennis“ við læknadeild Há- skóla Íslands. Andmælendur voru Ahti Tarkk- anen, prófessor emeritus við Há- skólann í Hels- inki og dr. Krist- inn P. Magnús- son, dósent við Háskólann á Ak- ureyri. Leiðbeinandi í verkefninu var Friðbert Jónasson prófessor. Verkefni Ársæls byggist á Reykjavíkuraugnrannsókninni sem er framsæ rannsókn byggð á slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Upphafs- skoðunin var gerð haustið 1996, þegar 1.045 einstaklingar eldri en 50 ára tóku þátt. Af þeim mættu 846 (88,2% eftirlifenda) í eftirfylgni fimm árum síðar. Allir þátttak- endur fóru í viðamikla augnskoðun og svöruðu yfirgripsmiklum spurn- ingalista um heilsufar og lífsstíl. Í ljós kom að flögnunarheilkenni er algengt meðal Íslendinga. Í al- gengisrannsókninni greindist heil- kennið hjá 10,7% þátttakenda og frekar hjá konum og þeim sem eldri voru. Fimm árum síðar greindist heilkennið í 5,2% til viðbótar. Greiningarviðmiðin sem stuðst er við reyndust áreiðanleg yfir tíma. Sterk tengsl milli flögnunarheil- kennis og hækkaðs augnþrýstings voru greinileg. Enginn munur var hinsvegar merkjanlegur á byggingu forhólfs augans. Marktækt meira tap á taugavef hjá þeim sem höfðu flögnunarheilkenni kom í ljós í mælingum á hlutfalli milli sjóntaugarbolla og sjóntaugaróss. Einnig sáust breytingar í áhættu sem benda til þess að andoxun gegni hlutverki í framgangi heil- kennisins. Ársæll er fæddur á Akranesi 1968 og lauk þar stúdentsprófi 1988. Hann lauk BA-gráðu í sál- fræði frá félagsvísindadeild Há- skóla Íslands árið 1993 og MS-prófi í heilbrigðisvísindum frá læknadeild HÍ 1997. Hann starfaði í áratug hjá alþjóðlegum lyfjafyrirtækjum, en áður hafði hann lengi starfað hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Ársæll er lektor í sálfræði við Há- skólann á Akureyri, þar sem hann býr ásamt eiginkonu sinni Guðríði Ólafsdóttur og fjórum börnum. Doktor í líf- og læknavísindum VEGNA fréttaskýringar í Morgun- blaðinu laugardaginn 4. júlí um skipulag háskólastigsins vill Háskól- inn í Reykjavík ítreka mikilvægi þess að í umræðu um framlög rík- isins til háskóla sé horft á öll fram- lög, bæði til kennslu og rannsókna. „Framlög ríkisins til háskólanna vegna kennslu eru jafnhá á hvern nemanda í tilteknu fagi, en það er mikill munur á framlögum ríkisins til háskólanna vegna rannsókna. Rannsóknir eru óaðskiljanlegur hluti háskólastarfs og því nauðsyn- legt að skoða fjármögnun beggja þátta. Samkvæmt fjárlögum 2009 eru heildarframlög ríkisins til Háskól- ans í Reykjavík tæpir 2,2 milljarðar, og skv. vef Hagstofu Íslands voru nemendur þar 2974 árið 2008. Fram- lög á hvern nemanda eru því um 731.000 kr. á árinu. Framlög ríkisins til Háskóla Íslands eru á bilinu 10-11 milljarðar (eftir því hvort sjálfstæð framlög til stofnana og sjóða sem tengjast HÍ eru talin með eða ekki), og þar voru nemendur 11.847 á árinu 2008. Heildarframlög ríkisins á hvern nemanda eru þannig 15-27% hærri hjá HÍ en hjá HR. Munurinn skýrist að miklu leyti af rannsókna- samningi ríkisins og Háskóla Ís- lands, en einkareknir háskólar hafa ekki sambærilega rannsóknasamn- inga og þurfa því að fjármagna sínar rannsóknir með skólagjöldum og rannsóknastyrkjum. Af ofangreindu má vera ljóst að það er villandi að gefa í skyn, eins og gert er í fréttaskýringu Morgun- blaðsins, að ríkisháskólar beri al- mennt skarðan hlut frá borði í fram- lögum ríkisins til háskóla.“ Nauðsynlegt að horfa á öll framlög „RÉTT eins og í ríkissamningunum er lögð megináhersla á hækkun lægstu launa,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar. Skrifað var undir kjarasamning milli Reykjavíkurborgar, Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar og Eflingar um áttaleytið í gærkvöldi. Að sögn Sigurðar eru helstu breytingar þær að öll laun sem liggja fyrir neðan 180 þúsund taka breytingum í þremur skrefum, frá og með 1. júlí, síðan 1. nóvember og loks 1. júní 2010. Tvær fyrri launa- hækkanirnar nemi 6.750 kr. en sú þriðja 6.500 kr. „Þetta tekur til meg- inhluta þeirra launa sem eru innan Eflingar,“ segir Sigurður. Alls ná breytingarnar til tæplega 5.000 starfsmanna Reykjavíkurborgar. Á morgun hefjast samningafundir við sveitarfélögin og segist Sigurður búast við að þar verði málin leyst með svipuðum hætti. una@mbl.is Samið við Reykja- víkurborg Einblínt á hækkun lægstu launataxta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.